Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Side 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. DESEMBER 2001
V
ALA Óla heitir íslensk
myndlistarkona búsett í
listamannabænum Santa
Fe í Bandaríkjunum. Hún
stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla Ís-
lands og Bournemouth &
Poole College of Arts &
Crafts í Englandi og vann um nokkurra ára
skeið við grafíska hönnun hér á
landi, eða þar til hún fór til
Bandaríkjanna haustið 1994.
Þegar þangað kom kvaddi Vala
grafíska hönnun og tók til við
að mála portrettmyndir. Mynd-
ir hennar hafa vakið mikla eft-
irtekt fyrir vönduð vinnubrögð
og nákvæmni, og hún er jafnan
bókuð marga mánuði fram í
tímann. Portrettmyndirnar
málar hún með samstarfsmanni
sínum, bandaríska myndlistar-
manninum William Alan Shirl-
ey. „Við myndum fólkið,“ segir
Vala, „og ég fer með ljósmynd-
irnar með mér heim í stúdíó og
mála þær þar. Ljósmyndunum
er púslað saman, þannig að ég
mála kannski andlit eftir einni mynd og
handlegg eftir annarri. Við málum með olíu
á striga; þetta er gífurlega tímafrek vinna,
og við skilum myndunum ekki af okkur fyrr
en átta mánuðum eftir að við byrjum.“ Við-
skiptavinir Völu eru flestir efnafólk, læknar,
forstjórar, viðskiptajöfrar og framámenn í
bandarísku samfélagi, og hvert portrett
kostar á bilinu 10 - 40.000 dali, eða frá einni,
og upp í fjórar milljónir króna.
„Listamenn hafa skapað
þetta andlit“
En Vala Óla málar ekki bara portrett fyr-
ir þá sem vilja eiga myndir af sér og sínum
nánustu. Hún málar ýmiss konar verk, og í
heimsókn sinni hér á landi fyrr í mán-
uðinum sýndi hún okkur myndir af því sem
hún kallar mikilvægasta andlitið. „Þetta eru
litlir orginalar sem ég hef verið að dunda
við. Ég hef mikið verið að hugsa um það
hvort eitthvert eitt andlit sé mikilvægara en
önnur, og þá kom þetta andlit Jesú Krists
upp í huga mér. Útlitið á honum hefur verið
mótað af listamönnum eingöngu. Það veit
enginn hvernig hann leit út, en listamenn
eiga þetta útlit. Þess vegna fannst mér
spennandi að sjá hver útkoman yrði ef ég
reyndi að mála hann. Ég spyr mig stundum
að því hvað hafi mótað þessa mynd, og hvað
það er sem veldur því að sum andlit ná
sterkt til manns en önnur ekki. Ég man eft-
ir biblíumyndunum sem maður fékk í
sunnudagaskólanum í gamladaga, og líka
eftir því þegar ég sat í dómkirkjunni og
horfði á Jesúmyndina á altaristöflunni. Ætli
það sé ekki samsafn af ýmsum ólíkum Jesú-
myndum sem leiddu til þessarar útkomu hjá
mér. Ég reyndi að draga það fram sem mér
þótti vænt um í þessu andliti“
Sigurbjörn biskup
horfir á Upprisuna
Vala sýnir okkur líka ljósmynd af tveggja
metra háu olíumálverki, sem líkist helst alt-
aristöflu. Myndin heitir Upp-
risan, og þar sést fjöldi manns
horfa upp til Jesú Krists í upp-
risunni. „Hvelfingin í bak-
grunni myndarinnar er úr
byggingu í San Francisco, en
hóllinn eða hæðin sem krossinn
stendur á, er hér í Santa Fe, en
hann er kallaður Kross písl-
arvottanna. Einu sinni á ári
gengur fólkið í bænum upp á
þessa hæð með kertaljós. Þar
eru prestar úr mismunandi
trúarsamfélögum sem messa,
og það er mikil stemmning yfir
þessu. Um 1600 voru spænskir
munkar myrtir á þessum stað,
en þá réðu Spánverjar ríkjum
hér í Santa Fe, en krossinn var
reistur til minningar um þann atburð. Í
mannfjöldanum sem horfir á Krist hef ég
laumað inn portretti af mér og William, sem
vinnur með mér, en svo setti ég Sigurbjörn
Einarsson biskup á myndina líka með bibl-
íuna sína. Ástæðan fyrir því er sú, að þegar
ég var lítil þá var hann fyrir mér andlit
kirkjunnar, hann kom alltaf á skjáinn á
mestu hátíðum kristninnar.“
„Hef gaman af því
að mála hörund“
Vala hefur mikinn áhuga á málverkum
gömlu meistaranna, og hún segist geta eytt
mörgum tímum fyrir framan verk þeirra,
sérstaklega Rembrandts. „Það er ómetan-
legt að horfa á þessi verk og læra af þeim.
Það lá við að þessi kunnátta týndist, en það
eru að koma fram núna myndlistarmenn
sem leita í þessa upphaflegu kunnáttu. Sjálf
hef ég mjög gaman af því að mála hörund,
það er uppáhaldið mitt, og ég stúdera mikið
hvernig á að fá líf í hörund á mynd. Maður
þarf að vita hvernig bláæðarnar koma í
gegn og margt, margt fleira; það eru mikil
litbrigði í húðinni.“ En það er fleira sem
Vala hefur numið af gömlu meisturunum.
Upprisumyndin er í anda chiaroscuro stíls-
ins sem málarar eins og Caravaggio og
Rembrandt voru þekktir fyrir, þar sem mál-
arinn reynir að fanga skörp blæbrigði birtu
og skugga.
Vala hefur nú búið í Santa Fe í sjö ár, en
segist gjarnan vildu geta eytt meiri tíma á
Íslandi. Meðan verkefnin ytra eru þó svo
ærin gæti þó orðið bið á því.
„GET HORFT TÍM-
UNUM SAMAN
Á VERK GÖMLU
MEISTARANNA“
Upprisan. Olía á striga, 2,14 x 1,22m.
Vala Óla málar myndir af efnafólki,
en líka mikilvæga andlitið
Vala Óla listmálari.
Morgunblaðið/Golli
Portrett af Anitu Milan. Olía á striga
1,68x1,22m.
Sjálf hef ég mjög
gaman af því að
mála hörund, það
er uppáhaldið
mitt, og ég stúdera
mikið hvernig á að
fá líf í hörund á
mynd. Maður þarf
að vita hvernig
bláæðarnar koma í
gegn og margt,
margt fleira; það
eru mikil litbrigði
í húðinni.