Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.2002, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JANÚAR 2002 9
ersveit Reykjavíkur. Það er mér ávallt sérstakt
gleðiefni að vera hér og spila. Ég kem hingað aft-
ur í apríl og stjórna þá Sinfóníuhljómsveitinni,
Óperukórnum og þremur einsöngvurum í órat-
oríunni The Dream of Gerontius eftir Elgar, en
það er stórkostlegt verk, djúpt og tilfinn-
ingaþrungið.“
Fer til Rússlands þegar mikið liggur við
Þau voru mörg árin sem Vladimir Ashkenazy
gat ekki heimsótt föðurland sitt af pólitískum
ástæðum. Á tónleikaferð í London árið 1963
ákváðu hann og Þórunn eiginkona hans að snúa
ekki aftur til Sovétríkjanna, heldur setjast að á
Vesturlöndum. Þá þegar var Ashkenazy talinn
einn mesti píanósnillingur heims. Það var ekki
fyrr en í nóvember árið 1989 að hann gat snúið
aftur til Rússlands. Rúmur aldarfjórðungur var
þá liðinn frá því hann yfirgaf landið. Ashkenazy
segir að í dag fari hann ekki oft heim til Rúss-
lands, hann finni sig ekkert sérstaklega knúinn til
þess.
„Ég fer þangað stöku sinnum, en það er ekki í
forgangi hjá mér. Þó gæti ég heldur ekki hugsað
mér að vanrækja það alveg. Ég er auðvitað Rússi
og mér finnst það skylda mín að fara þangað þeg-
ar mikið liggur við. En það er ekki mjög örvandi
að vera í Rússlandi. Það var ekki mjög örvandi að
vera þar á tímum kommúnismans af augljósum
ástæðum, en ég get ekki sagt að það sé tilhlökk-
unarefni að koma þangað og vera þar. Saga Rúss-
lands á síðustu tímum er mikil sorgarsaga, þótt
það eigi reyndar einnig við um önnur tímabil í
sögu þjóðarinnar. Það væri hægt að skrifa marg-
ar bækur um það. En saga síðustu aldar hefur
valdið miklum hörmungum og hefur haft mjög
neikvæð áhrif á þjóðina, tvö stríð og svo komm-
únisminn sem eyðilagði bæði uppbyggingu þjóð-
arinnar og margt af besta fólkinu sem hún ól, fólk
sem hafði skapandi hug og aðrar hugmyndir.
Þessu fólki var fyrirkomið fyrst. Kommúnistarnir
eyddu líka þeim einstaklingum úr eigin liði sem
höfðu víðari sýn og djarfari hugsun, vegna þess
að kerfið sjálft gat ekki umborið þá. Allt sem ekki
var í sama fari og yfirvöldum þóknaðist, var eyði-
lagt; sjálfseyðingin varð þannig hluti af kerfinu
sjálfu. Þannig var grafið undan því besta í fari
þjóðarinnar í meir en sjötíu ár. Gorbatsjov og fé-
lagar hans sáu að þjóðin var komin í bæði andlegt
og veraldlegt gjaldþrot og þeim fannst þeir þurfa
að gera eitthvað. Þeir vissu bara ekki hvað; – eng-
inn vissi það. Þeim tókst að koma sovétkerfinu
fyrir og og vonuðust til að geta opnað landið fyrir
lýðræði í anda hins frjálsa heims. Þetta hefur
ennþá ekki tekist, og það er ekki hægt að gera
þetta á nokkrum árum. Hugarfar þjóðarinnar er
bara ekki tilbúið. Þó má segja að mikil von sé til
staðar í Rússlandi. En þegar landið var að opnast
fyrir frelsi, voru margir sem brugðust við með því
að nota það í eigin tilgangi, til að maka krókinn
eins og hægt var í einskærri græðgi. Þannig var
frelsið líka misskilið. Þó getur maður vel skilið að
þetta skuli hafa gerst eins og þjóðin var búin að
vera lengi bæld og kúguð. Þetta var skiljanlegt,
en um leið var ekki hægt að láta það viðgangast.
Viðhorf mitt til lífsins er að búast ekki við meiru
en raunhæft er, gera sitt besta og umfram allt að
vona að hlutirnir geti breyst.“
Pútín góður kostur fyrir Rússa
Ashkenazy segir það lítið sem hann einn geti
gert. Hann heldur tónleika í Rússlandi stöku
sinnum, og segist þá nota tækifærið til að segja
meiningu sína um ástandið þar.
„Ég held þó að Pútín sé góður maður til að
leiða þjóðina úr þessum vanda. Af þeim mönnum
sem komu til greina til að gegna hans embætti
held ég að hann hafi verið meðal þeirra bestu.
Honum er stundum legið á hálsi fyrir að hafa ver-
ið meðlimur í leynilögreglunni KGB, en mér
finnst það ekki skipta nokkru máli. Ég held að
það þýði engan veginn að hann hafi einhvern hug
á að snúa þróuninni við; alls ekki. Ég sé það frek-
ar þannig, að vera hans hjá KGB hafi hjálpað til
við að gera hann að sterkri persónu. Ef þér hefur
vegnað vel innan KGB þýðir það það, að þú hlýt-
ur að hafa staðið þig vel, verið rökvís í hugsun og
skarpskyggn. Ef þessir eiginleikar eru færðir yf-
ir á starf hans í dag, þá sér maður hvað þeir eru
bráðnauðsynlegir þar, og ég trúi því að hann sé sá
maður sem getur fært þessa þjóð fram á við og
skapað afl í kringum sig sem hjálpar honum við
það. Ímyndaðu þér bara þetta starf að vera for-
seti þessarar stóru og örvæntingarfullu þjóðar.
Reyndar eru þetta margar ólíkar þjóðir og hags-
munaárekstrar víða, og enn meir að segja margar
milljónir manna sem þrá ekkert heitar en að snúa
til baka til kommúnismans. Það þarf stöðugt að
vera að sefa ágreining og átök milli þjóðarbrota,
þjóðfélagshópa og hagsmunahópa og koma með
nýjar lausnir og horfa fram á við. Þetta er nánast
óvinnandi vegur fyrir nokkurn mann og hver veit
hvort Pútín takist þetta. Það er engin manneskja
svo fullkomin að geta tekist á við þetta vanda-
laust, en ég held að Pútín geti gert jákvæða hluti
betur en aðrir.“
Fjölskyldan leikur saman á píanó
Það var tilviljun að komu Þórunnar og Vladim-
irs Ashkenazy hingað til lands bar upp á sama
tíma og sonur þeirra Vovka var að spila með ís-
lenskum tónlistarmönnum. Vovka sagði frá því í
viðtali við blaðið að þeir feðgar hefðu verið að
hljóðrita saman nokkur verk eftir Rakhmaninov
leikin fjórhent á píanó, en einnig að Þórunn hefði
leikið með þeim í verkum Rakhmaninovs fyrir
sex hendur á eitt píanó. Þórunn var sjálf afburða
píanóleikari og var einmitt við píanónám í
Moskvu þegar þau Ashkenazy kynntust. Hún
kaus þó að leggja píanóið til hliðar til að sinna
stórum barnahópi og til að starfa með manni sín-
um að hans frægðarferli.
„Þórunn er ótrúlega hæfileikarík manneskja.
Hún man í dag öll verk sem hún hefur spilað og
getur spilað þau fullkomlega. Þó að ég hafi reynd-
ar spilað fleiri verk um dagana gæti ég þetta ekki.
Þessi geisladiskur með tónlist eftir Rakhmaninov
verður skemmtilegur. Þar eru tvö stutt verk sem
hann samdi fyrir sex hendur. Sennilega hefur
hann einmitt samið verkið fyrir sjálfan sig, eig-
inkonuna og vin sinn, ég er þó ekki alveg viss.
Þarna verða líka verkin sem við Vovka leikum
saman, en uppistaðan á disknum eru stærri verk,
umritanir sem Rakhmaninov gerði á öðrum verk-
um. Það var mjög gaman að spila þetta.“ Ashken-
azy segir að talsvert hafi dregið úr geisla-
diskaútgáfu á síðustu árum vegna kreppunnar í
heiminum, þar sem mörg fyrirtæki hafi þurft að
draga úr starfsemi sinni. Hann er þó að undirbúa
geisladisk með einleik sínum fyrir Decca útgáf-
una, og nokkra hljómsveitardiska, bæði með
Tékknesku fílharmóníusveitinni og hljómsveit-
inni Fílharmóníu í London. Það er japanskt út-
gáfufyrirtæki, Exton, sem gefur diskana út, en
Ashkenazy segir þetta lítið en mjög öflugt og
áhugasamt fyrirtæki og mjög stórhuga þrátt fyr-
ir almennan samdrátt í útgáfu.
Ashkenazy hefur fylgst vel með umræðunni
um byggingu tónlistarhúss, enda hefur hann
sjálfur verið einn ötulustu talsmanna þess að
slíkt hús yrði byggt. Til hans hefur verið leitað
með ýmislegt er byggingu slíks húss varðar, þar
á meðal hefur hann getað bent á mjög færa sér-
fræðinga á sviði hljómburðar. „Ég hef heyrt af
því að nú séu uppi raddir um að salur Tónlistar-
hússins verði fjölnota, það er, að bæði verði hægt
að halda sinfóníska tónleika þar, en einnig að
sýna óperur og fleira. Ég held að þetta sé alls
ekki slæm hugmynd, en þá þyrfti eflaust að
breyta þeim hugmyndum sem fyrir eru; ópera
þarfnast til dæmis augljóslega annars konar að-
stöðu. En hvað hljómburðinn varðar er þetta
auðvitað flóknara, en alveg mögulegt. Það er
vandamál sem hægt er að leysa. Það er þó mik-
ilvægt að leita til hæfustu sérfræðinga á alþjóð-
legum vettvangi, fólks með reynslu af þessu. Það
þýðir ekkert að fá til þess fólk sem heldur að það
geti leyst þetta og með takmarkaða reynslu. Þið
munið ekki sjá eftir því að vanda vel til þessa
verks. Það er engin ástæða til að hafna því að
húsið geti verið vettvangur bæði hljómsveit-
arleiks og óperuflutnings, og það gæti reynst
ódýrara fyrir þjóðina þegar upp er staðið. Gerið
þetta bara vel. Ég get nefnt Avery Fisher salinn í
Lincoln Center í New York. Þegar húsið var opn-
að aftur eftir endurbyggingu árið 1962 reyndist
hljómburðurinn mjög slæmur, vegna þess að til
hans hafði ekki mátt kosta miklu. Þetta olli auð-
vitað miklu uppnámi í New York og yfir öll
Bandaríkin. Fólk spurði hvers vegna byggt hefði
verið svo dýrt hús, sem hljómaði illa eftir allt
saman. Það var farið út í margar og miklar end-
urbætur á salnum til að bæta hljómburðinn.
Húsinu var lokað nokkrum sinnum, en ekkert
gekk. Það var svo ekki fyrr en Avery Fisher, sem
salurinn er nefndur eftir, gaf stórfé, nokkrar
milljónir Bandaríkjadala, til mjög viðamikilla
endurbóta. Þegar þeim lauk var ástandið heldur
ekki nógu gott og síðan hafa verið gerðar enn
nokkrar endurbætur á salnum til að laga hljóm-
burðinn. Þú getur ímyndað þér hvort þetta hafi
ekki verið dýrara þegar upp var staðið, heldur en
ef vel hefði verið vandað til verksins til að byrja
með. Ég er ekki að segja að það eigi ekki að gæta
hófs í kostnaði slíkra bygginga. En það getur
verið eftirsjá í því að velja ekki það besta og
vandaðasta strax eins og í þessu tilfelli. Þess
vegna bind ég vonir við að hvað sem þið gerið í
Tónlistarhúsi, gerið þið það þá vel.“
RVANDI AÐ VERA
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
begga@mbl.is
„Þórunn er ótrúlega
hæfileikarík mann-
eskja, hún man í dag
öll verk sem hún hefur
spilað og getur spilað
þau fullkomlega.“