Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. MARS 2002 H ALLDÓR Laxness hefur átt langa samfylgd með Lands- bókasafni, bæði lífs og lið- inn. Þar leitaði hann heim- ilda þegar hann aflaði sér fanga til ýmissa megin- skáldverka sinna, þangað tóku handrit hans að berast til varðveislu þegar upp úr miðri öldinni, og í Landsbókasafni, bæði hinu eldra og yngra, hafa sýningar á verkum hans verið haldnar á ýmsum tímum. Höfundur yfir fimmtíu bóka Í 7. árgangi Ritmenntar, ársrits Lands- bókasafns, sem út kemur í dag (einnig sem sérútgáfa undir heitinu Þar ríkir fegurðin ein) birtist skrá um rit Halldórs á íslensku og er- lendum tungum, og er hún viðbót við skrár sem áður höfðu birst í Árbók Landsbóka- safns, fyrst 1956, síðan 1971 og loks 1993. Þessar skrár spanna nú rúmlega áttatíu ára tímabil (1919–2002) og leiða í ljós að rit Hall- dórs losa nú 50 bindi og hafa komið út á rúm- lega fjörutíu tungumálum. Útgáfur bóka hans á Íslandi eru orðnar um 250, og erlendar út- gáfur, að meðtöldum endurprentunum, eru um 500. Staður Halldórs Laxness Nálega öll þessi rit eru til í Landsbókasafni og standa þar saman, vel sýnileg gestum og gangandi – mynda í safninu „stað Halldórs Laxness“, sem þáverandi menntamálaráð- herra, Svavar Gestsson, gaf fyrirheit um að markaður yrði í væntanlegri Þjóðarbókhlöðu, þegar hann í október 1989 afhenti Lands- bókasafni til varðveislu styttu af skáldinu eft- ir norska listamanninn Nils Aas. Með þessu vildi ríkisstjórnin minnast þess að liðin voru 70 ár frá útkomu Barns náttúrunnar. Styttan eftir Nils Aas stendur nú hjá sérsafni skálds- ins. Handrit, riss og prófarkir Eins og kunnugt er stóð Peter Hallberg fremstur í flokki þeirra sem rannsökuðu höf- undarferil Halldórs Laxness. Hann átti rík- astan þátt í því að farið var að hirða um hand- rit skáldsins. Þar á meðal voru margvísleg drög sem voru undanfari hinna útgefnu skáld- verka. Landsbókasafn varðveitir mikið af slíku efni (sjá grein Ögmundar Helgasonar: Handrit Halldórs Laxness, í Ritmennt 7), og er sitthvað af því frá Peter komið, enda lætur hann þá ósk í ljós í grein sem hann skrifaði um Halldór í Árbók Landsbókasafns 1955–56 að vonandi verði „einhvern tíma öllum hand- ritum hans komið fyrir í Landsbókasafni Ís- lands, þar sem þau munu koma vísindunum að bestum notum“. Fyrsti skerfurinn kom þó um hendur Sigurðar Nordals, svo sem handrit Íslandsklukkunnar. Þegar á leið fóru svo gögn að berast beint frá skáldinu sjálfu, þar á meðal ýmislegt torlesið riss og strikaðar próf- arkir, allt vel þegið efni eigi að síður. Og nokkru eftir að hið nýja safn í Þjóðarbók- hlöðu, Landsbókasafn Íslands – Háskólabóka- safn, tók til starfa kom að því að formleg af- hending handrita Halldórs færi fram. Var til þess valinn dagur íslenskrar tungu, í fyrsta skipti sem hann var haldinn hátíðlegur, 16. nóvember 1996. Boðað var til hátíðarsam- komu í safninu og jafnframt efnt til sýningar á völdu efni úr gögnum skáldsins. Fjölmenni var á samkomunni, hátt á þriðja hundrað manns. Auk ræðuhalda og upplestra söng Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, en hámarki náði þó samkoman með ávarpi Auðar Laxness þegar hún afhenti gögn eiginmanns síns. Hann var þá enn á lífi og dvaldist háaldraður á heilsuhæli. (Sjá Ritmennt 2 (1997), bls. 127– 40.) Þegar hin formlega afhending fór fram var enn mikið af gögnum á Gljúfrasteini, m.a. sendibréf, en Halldór var ótrúlega iðinn við bréfaskriftir og fékk því ógrynni bréfa. Þessi gögn hafa nú flest verið flutt í Landsbóka- safn, en safninu væri mikill fengur að því að eignast sem mest af bréfum sem Halldór rit- aði sjálfur og nú liggja víðs vegar hjá viðtak- endum bréfanna eða afkomendum þeirra. Veruleg hætta er á að slík bréf fari for- görðum enda þótt vitað sé að margir eig- endanna hafi fulla gát á um varðveislu þeirra. Erlendskassi opnaður Einn er sá pennavinur Halldórs sem líklega fékk fleiri bréf frá honum en nokkur annar, Erlendur í Unuhúsi. Kassi sem honum var merktur hafði legið innsiglaður í Landsbóka- safni áratugum saman, og vissi enginn með vissu hvað hann hafði að geyma. Heimilt var að opna kassann þegar árið 2000 rynni upp. Það ár var Reykjavík ein af menningarborg- um Evrópu eins og kunnugt er, og hófst hin formlega dagskrá af því tilefni laugardaginn 29. janúar. Safnið ákvað að verða fyrst til og efndi til „Morgunverðar með Erlendi í Unu- húsi“ kl. 8:15 þennan dag. Samkoman var fjöl- sótt, og var borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, fengin til að spretta upp innsiglinu. Í ljós komu bréf til Erlends frá mörgum listamönnum og skáldum, svo sem Þórbergi og Nínu Tryggvadóttur, en „JASO, ÞÚ ERT HÆTTUR Í SKÓLA“ Frú Auður Sveinsdóttir flytur ávarp sitt við afhendingu handrita manns síns. Hún lét þess getið við þá sem fyrir samkomunni stóðu að þetta væri í fyrsta skipti sem hún flytti ávarp opinberlega. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn gefur í dag út ritið Þar ríkir fegurðin ein – Öld með Halldóri Laxness, en það er sérútgáfa af 7. árgangi Ritmenntar, sem er ársrit safnsins. Myndin er af spjaldi þar sem færð voru til bókar heimlán Halldórs Kiljans Laxness úr Landsbóka- safni um árabil. Hér sést m.a. að hann var farinn að heyja sér efni í Íslandsklukkuna þegar á árinu 1932, eða fullum áratug áður en bókin kom fyrst út. Þessar útlánaskrár voru meðal þeirra heimilda sem Eiríkur Jónsson studdist við þegar hann var að efna í bók sína Rætur Íslandsklukk- unnar. Þar er t.a.m. bent á hvernig Halldór meitl- ar og umskapar texta í hinni dönsku hersögu Ottos Vaupell og lætur hann verða sér aflvaka sjálfstæðrar sköpunar. Það er frekar fátítt að höfundar nái að fagna sjötíu ára rithöfundarafmæli. Trúlega hefur það verið hin síðasta af mörgum ferðum Halldórs Laxness í Landsbókasafn, þegar dótturdóttir hans, Auður Jónsdóttir, þá 16 ára, afhjúpaði styttu af afa sínum 26. október 1989. Halldór var þá 87 ára og sést hér virða fyrir sér bústuna sem Norðmaðurinn Nils Aas hafði gert af honum fáum árum áður. Samfylgd Halldórs Laxness og Landsbókasafns E F T I R E I N A R S I G U R Ð S S O N Ljósmynd/Helgi Braga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.