Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.2002, Síða 10
T IL HVERS heimspeki?“ Þetta er önnur algengasta hugsunin (sjaldnast sett svona skýrt fram), sem ég mæti hjá fólki þegar ég segist hafa lært heimspeki. Sú al- gengasta er „hvað í ósköpunum er nú það?“ Reyndar má segja að heim- speki sé ekki besta þýðingin á hugtakinu „philosophia“ þar sem „philo“ merkir vinur og „sophia“ merkir viska. Heimspekingur er því fyrst og fremst „viskuvinur“, sá sem ástundar viskuna og ásælist þekkinguna. Það er þá vegna þess að hann hefur hana ekki. Hins- vegar gefur heitið „heimspekingur“ frekar til kynna að viðkomandi viti allt milli himins og jarðar, sem fer auðvitað fjarri. Íslenska hug- takið heimspekingur er þá frekar hrokafullt þar sem hið gríska er hógvært. Helstu viðfangsefni heimspekilegrar hugs- unar eru af svipuðum toga og flestir hafa ein- hvern tímann velt fyrir sér á lífsleiðinni. Spurningar Ara í Aravísum eru dæmi um slík- ar hugleiðingar. Meðal þess sem heimspek- ingar hafa gert að viðfangsefni frá örófi alda eru spurningar um upphaf og endimörk al- heimsins. Vangaveltur um frumefnin, tíma og rúm, um það hvað stýri hinni náttúrulegu framvindu og hvaða lögmálum hún lýtur, eru dæmi um frumspeki. Þekkingarfræðin lýtur m.a. að uppsprettum þekkingar, er öll þekking byggð á reynslu eða höfum við einhver meðfædd „móttökuskilyrði“ sem gera það að verkum að a) reynslan nýtist okkur og b) við getum vitað ýmislegt án þess að skírskota til reynslu? Um hið síðarnefnda snýst einmitt rökfræð- in. Reynslan segir okkur að allir menn séu dauðlegir. Við höfum líka reynslurök fyrir því að Jón Jónsson sé maður. Af því drögum við hina röklegu niðurstöðu að Jón hljóti þá að vera dauðlegur. Stjórnspeki er síðan enn eitt dæmi um margar undirgreinar heimspekinnar. Siðfræði Sú grein, sem líklega er mest áberandi í samfélaginu, er siðfræðin. Við hugsum á sið- ferðilegum nótum á degi hverjum hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Sið- ferðið er samofið mannlífinu og við komumst ekki hjá því að taka þátt í því, að svo miklu leyti sem lýtur að samskiptum okkur við aðra. Það er einkum tvennt sem við höfum í önd- vegi. Annars vegar veltum við fyrir okkur réttmæti athafna okkar og annarra, og hins vegar æskileika þeirra, t.d. með skírskotun til góðra afleiðinga. Þetta tvennt fer oft saman en málið vandast þegar það stangast á. Til að mynda þegar við getum ekki gert sjálfum okk- ur eða öðrum gott, nema með því að gera ein- hverjum rangt til. Rannsóknir lækna úr röð- um nasista á gyðingum á sínum tíma leiddu til vísindaniðurstaðna sem telja má mannkyninu til góða, en þær voru sannarlega siðferðilega rangar. Hin siðferðilega hugsun snýst þá um það hvaða breytni eða líferni almennt sé okkur heillavænlegust með tilliti til mannlífs sem er gott og rétt. Hvernig getur siðfræðin hjálpað okkur við það? Númi Við getum ímyndað okkur nútímamanninn Núma sem vill fá að lifa lífinu eftir eigin henti- semi, frjáls og í friði fyrir hinum óþolandi sið- gæðispostulum, sem hafa ekki einu sinni húm- or fyrir hugmyndum á borð við að tengja lögboðna veikindadaga áhorfi á íþróttavið- burði í sjónvarpsdagskránni. Hans sjónarmið gæti verið svona: „Siðfræðin og siðgæðispostularnir geta ekk- ert frekar ákveðið hvað er rétt og rangt í sið- ferðismálum heldur en ég. Það er hvort sem er ekki hægt að komast að neinni niðurstöðu um hvað er rétt og rangt því skoðanir manna eru svo mismunandi. Hver og einn verður bara að gera það sem honum finnst rétt.“ Þetta er að sumu leyti rétt hjá Núma en að flestu leyti rangt. Það er í fyrsta lagi rangt að því leyti að ekki sé hægt að komast að niðurstöðu um rétt og rangt í siðferðismálum og hver og einn sé æðsti dómari í slíkum málum. (Þessa afstöðu hafa sumir íslenskir heimspekingar kallað sjálfdæmishyggju, en það má líka nefna þetta afstæðishyggju í siðferðismálum.) Þegar betur er að gáð eru nefnilega ýmis sammannleg siðferðisverðmæti, óháð smekk hvers og eins. Þeirra á meðal eru „hamingja, sjálfræði og velferð, réttlæti, vinátta og ást.“ (Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og dauða, bls. 39.) Ef til vill sjáum við betur hvað er rangt við sjálfdæmishyggjuna þegar við rýnum í afleið- ingar þessa sjónarmiðs sem hafnar hlutlægum mælikvörðum á rétt og rangt. Við gætum sam- kvæmt því ekki komið með rökstudda gagn- rýni á alvarleg mannréttindabrot í mannlegu samfélagi heldur gætum við aðeins gagnrýnt á forsendum byggðum á persónulegum smekk, „bara af því mér finnst það“. Því væri síðan hægt að mótmæla með því að segja að það skipti engu máli, því ýmsir hefðu einfaldlega annan smekk. Við hefðum þá engin viðmið því allt væri afstætt. Við gætum ekki fordæmt það þegar faðir hinnar kúrdísku Fadime myrti hana í Svíþjóð á dögunum, á öðrum forsendum en persónulegum smekk okkar, því honum fannst það vera hið rétta í stöðunni. Númi kæmist í öðru lagi sjálfsagt fljótt að því að þó hann vilji ekki virða eða vera þátt- takandi í ríkjandi siðferðisumhverfi sem ger- andi, þá vill hann það gjarnan sem þolandi og gerir „í reynd yfirleitt þá kröfu til annarra að þeir virði meginreglur siðferðis. Hann vill ekki að aðrir ráðist að sér, deyði hann, meiði eða misnoti. Hann krefst svigrúms sem persóna, mannhelgi fyrir sig.“ (Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og dauða, bls. 36.) Siðferði er „kerfi sem allar skynsamar per- sónur aðhyllast að annað fólk fylgi, hvort sem þær fylgja því sjálfar eða ekki, því að siðferðið varðar hegðun fólks að svo miklu leyti sem sú hegðun snertir aðra […] Allir sjá sér hag í sið- ferðinu því án þess réði gerræði eitt og ofbeldi sem ógnar hagsmunum allra. Þess vegna er sjálfdæmishyggjan, sé hún raunverulega til lykta leidd, mannlegum félagsskap óþolandi.“ (Sama heimild, bls. 36.) Það er þess vegna einn rökstuðningur fyrir því að menn eigi að virða grundvallarreglur mannlegs siðferðis, að hugleiða það hvernig við viljum að aðrir komi fram við okkur og hvort tiltekin breytni gangi upp sé hún gerð að ríkjandi siðferði í samfélaginu. „Breyttu ávallt þannig að þú getir viljað að sú breytni verði að almennu lögmáli“, er sú siðferðis- kenning sem þýski heimspekingurinn Imm- anuel Kant taldi að fólk ætti að hafa að leið- arljósi í lífinu. Sé það athæfi að stela og ljúga skoðað í þessu ljósi, erum við fljót að sjá að slík hegðun tilheyrir ekki smekksatriðum. En hvað var það í skoðun Núma sem var rétt? Það var það að siðfræðin og þeir sem hana hafa numið, ákveða ekki hvað er rétt og rangt. Þeir geta heldur ekki boðið upp á lausn- ir við siðferðilegum álitamálum í formi upp- flettirita eða sjálfshjálparbókmennta. En hvað geta þeir þá gert? Siðfræðingurinn „Sá sem hefur hlotið menntun í siðfræði hefur í fyrsta lagi kynnst ýmsum kenningum … sem heimspekingar hafa smíðað í aldanna rás til þess að skilja betur mannlegt siðferði [og] gera okkur kleift að sjá siðferðileg vanda- mál frá ólíkum hliðum. [...] það getur hjálpað okkur að vita hvað skiptir mestu máli að greina hismið frá kjarnanum.“ (Mikael M. Karlsson, Um hlutverk nytja- heimspeki í viðskiptum og öðrum atvinnu- greinum, bls. 4.) Auk þess gerir þjálfun í siðferðilegri rök- hugsun viðkomandi hæfari til að „vega og meta hvað beri að taka með í reikninginn og hvað skipti máli siðferðilega í hverju einstöku tilfelli. Sú rökhugsun gerir okkur líka kleift að hafna ýmsum lausnum sem stungið er upp á.“ (Sama heimild.) Siðfræðin fæst við að finna rök fyrir því af hverju tiltekin breytni er rétt eða röng, góð eða slæm. Það er bersýnilega ekki nóg að skír- skota til smekks hvers og eins og heldur ekki til þess að skírskota til viðtekinna venja eða hefða, „þetta er rétt af því það hefur bara allt- af verið þannig“. Í stuttu máli má segja að siðfræðin geti hjálpað okkur við að greina á milli þeirra þátta sem tiltekið vandamál snýst um og síðan að varpa ljósi á gildi þeirra fyrirbæra sem eru í húfi, með tilliti til aðstæðna hverju sinni, til að komast að því hvað skipti raunverulega máli og hvað ekki. Útfrá því forgangsröðum við verðmætum sem stangast á þegar við stönd- um frammi fyrir siðferðilegum álitamálum. „Siðfræðin lætur ekki staðar numið við lýs- ingu eða skýringu á því sem fólk gerir eða sækist eftir, heldur gagnrýnir það sem er gagnrýnivert í ljósi rökstuddra kenninga um hvað sé réttlætanlegt og eftirsóknarvert.“ (Vilhjálmur Árnason, Siðfræði lífs og dauða, bls. 37.) Hvernig geta þessi fræði þá nýst okkur í samfélaginu? Siðferðið í samfélaginu Viðhorf á borð við Núma er nokkuð sem fæstir vilja að verði viðtekið sjónarmið í sam- félaginu, við viljum standa vörð um tiltekin sameiginleg verðmæti sem mynda grunninn að siðferðiskerfi okkar. Sjálfdæmishyggja get- ur leitt til siðferðilegrar upplausnar í sam- félagi á borð við þá firringu sem mörgum er tíðrætt um þessa dagana undir hugtakinu „klámvæðing“. Þau siðferðisgildi, sem æski- legt hefur þótt að aðhyllast, eru sum hver á góðri leið með að fletjast út og vera háð smekk hvers og eins hverju sinni. Við höfum tilhneig- ingu til að fljóta sofandi að feigðarósi, ef til vill sjáum við fyrirbæri birtast með óásættanleg- um hætti í fjölmiðlum, hristum höfuðið hálf- hneyksluð en slævumst svo smátt og smátt í andstöðunni og verðum samdauna. Ástæðan fyrir því fjaðrafoki, sem auglýs- ingar á borð við hvatningu Sýnar til að taka út veikindadaga í tengslum við sjónvarspáhorf valda, er því ekki skortur á kímnigáfu. Ástæð- an er sú að allt efni sem birtist opinberlega á sinn þátt í að móta siðferðisvitund okkar eða tilfinningu fyrir réttu og röngu. Þess vegna er nauðsynlegt að standa vörð um tiltekin sið- ferðisverðmæti (t.d. lögboðinn veikindadaga- rétt sem hvílir á siðferðisvitund) þannig að við látum ekki efni sem hvetur til rangrar for- gangsraðar verðmæta vaða gagnrýnislaust yf- ir okkur. Slíkt þarf alls ekki að gerast á kostn- að kímnigáfunnar. Siðferðisvitund okkar er ekki eiginleiki sem við fæðumst með heldur er hún þroskuð og mótuð í samfélaginu. Kennsla í heimspeki og siðfræði í skólum getur, ásamt því að foreldrar geri sér betri grein fyrir eigin ábyrgð, eflt bæði gagnrýna hugsun almennt og þessa sið- ferðisvitund einstaklinganna. Ekki með kenni- valdslegum predikunum heldur með því að sýna fram á það með rökstuddum hætti að það eru sammannleg verðmæti, eins og sjálfræði og virðing fyrir réttindum og velferð annarra, sem við viljum halda í heiðri. Þannig getur sið- fræðin átt ríkan þátt í því að einstaklingar hafi þegar þroskað siðferðisvitund sína og tilfinn- ingu fyrir réttu og röngu, áður en hin ýmsu áreiti samfélagsins dynja á þeim. Það verður þá ekki umhverfið eða félagsskapurinn sem ákveður rétt og rangt eða gott og slæmt fyrir einstaklinginn heldur hann sjálfur í ljósi rök- studdra mælikvarða á siðferðisverðmæti. Númi getur þá í stað þess að segja „eins og mér finnst og rétt er“ sagt „eins og rétt er og mér finnst“. Það er að segja, hver og einn gerir þá það sem honum finnst vera rétt, ekki af því að honum finnst það, heldur vegna þess að það eru góð rök fyrir því og tilfinning hans er í samræmi við það. HEIMSPEKI , T IL HVERS? ÞAÐ SEM MÉR FINNST VERA RÉTT E F T I R B RY N D Í S I VA L S D Ó T T U R Siðferðið er samofið mannlífinu og við komumst ekki hjá því að taka þátt í því, að svo miklu leyti sem lýtur að samskiptum okkar við aðra. Höfundur er heimspekingur. bryndiv@strik.is Teikning/Andrés 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 23. MARS 2002

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.