Lesbók Morgunblaðsins - 06.04.2002, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. APRÍL 2002 15
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handrit.
Opin þri. – fös. 14–16. Til 15.5.
Galleri@hlemmur.is: Ólöf Nordal. Til
28.4.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Þorsteinn
Helgason. Arsineh Houspian. Til 21.4.
Gallerí Reykjavík: Árni Bartels og
Dominick Gray. Til 17.4.
Gallerí Skuggi: Breski listahópurinn
Crash. Til 14.4.
Gallerí Sævars Karls: Rebekka Rán
Samper. Til 24.4.
Gerðarsafn: Guðrún Einarsdóttir, Ína
Salóme Hallgrímsdóttur og Brynhild-
ur Þorgeirsdóttir. Til 21.4.
Hafnarborg: Svifið seglum þöndum.
Til 8.4. Hjörtur Hjartarson. Til 14.4.
Hallgrímskirkja: Sigtryggur Bjarni
Baldvinsson. Til 20.5.
Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi:
Ólafur Þórðarson, arkitekt og hönn-
uður. Til 12.5.
i8, Klapparstíg 33: Hörður Ágústs-
son. Til 5.5.
Listasafn Akureyrar: Sigurjón Ólafs-
son. Katrín Elvarsdóttir. Til 7.4.
Listasafn ASÍ: Vilhjámur Þorbergur
Bergsson. Til 21.4.
Listasafn Borgarness: Eygló Harð-
ardóttir. Til 30.4.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið
laugardaga og sunnudag kl. 14–17.
Listasafn Íslands: Finnbogi Péturs-
son. Til 14.4. Úr eigu safnsins – fjórar
sýningar. Til 14.4.
Listasafn Rvíkur – Hafnarhús: Breið-
holt. Til 5.5. Aðföng. Til 5.5.
Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir:
Jóhannes S. Kjarval. Til 31.5. Þor-
björg Pálsdóttir og Ásmundur Ás-
mundsson myndhöggvarar. Til 5.5.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kyn-
legir kvistir. Til 5.5.
Listhús Ófeigs: Sigurður Þórir. Til
24.4. Ásgeir Lárusson. Til 7.4.
Mokkakaffi: Benedikt S. Lafleur. Til
27.4.
Norræna húsið: Finnsk samtímalist.
Til 26.4.
Nýlistasafnið: Eygló Harðardóttir og
Margrét H. Blöndal. Til 14.4.
Þjóðarbókhlaða: Halldór Laxness. Til
31. des.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Borgarleikhúsið: Caput. Ferðalaga-
tónleikar. Kl. 15.15.
Langholtskirkja: Kór Svarfdæla
sunnan heiða. Einsöngvari Ólafur
Kjartan Sigurðarson. Kl. 16.
Víðistaðakirkja, Hafnarfirði: Lúðra-
sveit Hafnarfjarðar. Kl. 16.
Sunnudagur
Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur. Kl.
20.
Salurinn: Einleikstónleikar: Ann
Schein píanóleikari. Kl. 20.
Miðvikudagur
Langholts-
kirkja: Lúðra-
sveit Reykjavík-
ur. Kl. 19.30.
Salurinn: Cont-
rasti-hópurinn.
Kl. 20.
Fimmtudagur
Háskólabíó: SÍ.
u. stj. Vladimirs
Ashkenazy. Kl.
19.30.
Föstudagur
Salurinn: Rússí-
banarnir. Kl. 20.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Strompleikurinn, fim.
Jón Oddur og Jón Bjarni, sun. Anna
Karenina, lau., fös. Hver er hræddur
við Virginíu Woolf?, lau., fös.
Borgarleikhúsið: And Björk of
course frums. sun., fim. Kryddlegin
hjörtu, frums. fös. Boðorðin 9, lau.
Með vífið í lúkunum, sun. Fyrst er að
fæðast, fös. Gesturinn, lau., fös.
Íslenska óperan: Blessað barnalán,
lau.
Möguleikhúsið: Prumpuhóllinn, sun.,
mið., fös. Skuggaleikur, þrið.
Vesturport: Með lykil um hálsinn,
sun., fös.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Rauðhetta,
lau., sun.
Leikfélag Akureyrar: Gullbrúðkaup,
fös. Helena fagra, lau.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
Vladimir
Ashkenazy
Á
árum áður gaf ég myndum
mínum heiti og kallaði þær
samlífrænar víddir. Þetta
var á árunum 1965–67. Ég
vildi halda þessu áfram og
nefndi þær takmarkalaust
orkuljósrýmri. Þetta eru
músíkölsk nöfn! Þá var
danskt skáld og listgagnrýnandi sem vildi kalla
stíl minn póetíska metafýsík. Þegar aðrir voru
komnir til að skýra myndirnar mínar, þá hugs-
aði ég með mér: Það er best að ég hætti að elt-
ast við þær með orðum. Þær fara sennilega svo
langt framúr mér hvað það snertir að ég næ
þeim ekki. Síðan hef ég ekki skírt þær fleiri
nöfnum.“
Það er Vilhjálmur Bergsson, öðru nafni V.
Þorberg Bergsson sem hefur orðið, en sýning
með verkum hans verður opnuð í Listasafni
ASÍ við Freyjugötu kl. 14 í dag.
„En tölvusamstarf okkar þriggja manna hef
ég þó nefnt og kallað fjölvirka samstillingu,
sem er composition. Við höfum gert þetta þrír,
ég, Baldur sonur minn, sem er tölvusérfræð-
ingur; – sumt hef ég gert, sumt hefur hann
gert og sumt hefur tölvan gert. Svo höfum við
fengið ungan raftónlistarmann, Inga Þór, til að
gera músíkina. Við byrjum með fimm mínútna
verk, – ég veit ekki hvernig fólk tekur þessu.
Ég tek það fram að þetta er ekki myndband í
venjulegum skilningi, og ekki unnið úr ljós-
myndum sem klipptar eru til, heldur má segja
að þetta séu verk skyld málverkunum og tón-
listin er líka skyld þeim, en önnur tækni samt.
Þó hefðin í myndbandagerð sé ekki eins löng
og í málaralistinni, þá er komið ákveðið form á
þetta. Myndbönd eru gjarnan gerð úr ljós-
myndum sem klipptar eru til á ýmsan máta, en
það gerðum við ekki. Þótt hugmynd okkar sé í
sjálfu sér skyld olíumálverkunum er þetta það
mikið önnur tækni að mér finnst eiginlega ekki
hægt að bera þetta saman. Það var íslenskt
skáld sem orti einu sinni:
Fyrir sjö þúsund árum
valt steinn úr stað
og steinninn hélt áfram að velta
veistu það?
...ég vil breyta þessu:
Fyrir þrjátíu þúsund árum
valt steinn úr stað
úr steininum féll litaduft
já, ég veit það.
Málaralistin er þrjátíu þúsund ára gömul og
þetta er afar löng hefð sem hefur myndast og
kannski erfitt að vera að koma núna með tölvu-
myndir. Ég vil ekki blanda þessu algjörlega
saman, en ég myndi þó segja að það sé eftir
sem áður kompósisjónin eða samstillingin sem
skiptir máli; – að vinna saman, nota tækni tölv-
unnar og svo líka að vera með músík í þessu.“
Á sýningunni eru tuttugu og fjögur olíumál-
verk og auk þeirra sjö vatnslitamyndir. Fimm
ár eru síðan Vilhjálmur hélt síðast sýningu á
verkum sínum, og eru þau sem sýnd eru nú, af-
rakstur þessa fimm ára tímabils. Þegar talið
berst að titlum einstakra mynda og ljóðrænu
svipmóti þeirra, sem minnir blaðamanninn á
óravíddir alheimsins, – ljósið sem brýst út úr
óendanleika myrkursins, dulúð og svifmýkt
heimsins handan móður Jarðar. „Ef ég á að
vera alveg hreinskilinn, held ég að ljóðið sé
mér mjög nærtækt, alveg frá unglingsárum.
Ég hafði aldrei neinn áhuga á því að skrifa
skáldsögur eða slíkt. Það hefur alls ekki höfðað
til mín, þótt ég lesi auðvitað skáldsögur. Það er
ljóðið sem ég hef áhuga á og ég vil halda uppi
áróðri fyrir því.
Ég var aldrei hrifinn
af dadapoppi
Mér finnst tímabilið frá 1965–2000 hafa ver-
ið mjög slappt tímabil fyrir ljóðið. En nú virðist
vera að verða breyting á þessu og mig langar
að segja þér svolitla sögu. Ég var aldrei neitt
hrifinn af dadapoppi, neo- neo- og post- post og
slíku, en einu sinni á sýningu í Kaupmanna-
höfn þar sem verið var að sýna popplist, var
pallur á miðju gólfi og á hann hafði verið hlaðið
hjólbörðum. Þetta náði manni um það bil í
brjósthæð. Síðan var stigið á takka og horft
niður í hjólbarðann, þar var spegill og um leið
heyrðist rödd sem sagði: Poesien er noget som
findes i dig selv; – ljóðlistin er eitthvað sem býr
í þér sjálfum. Þetta fannst mér mjög sniðugt
og þetta var alveg fyrir minn smekk. Þannig
hef ég trú á því að vegur ljóðsins muni aukast,
og þó að þetta hafi verið fyndni, þá hittir hún í
mark. Ef þetta hverfur úr manneskjunni, þá
verður hún vélræn, – bara maskína.“
Enn í leikfimisalnum
Hver er hann þessi myndlistarmaður með
ljóð í hjarta. „Það er löng saga. Ég vil leggja
áherslu á mína menntun, hún hefur verið mér
mikilvæg. Ég fæddist í Grindavík, þar sem var
nú ekkert annað en barnaskóli; – það var
byggður nýr skóli þar 1947, og þá sköpuðust
þar skemmtilegar aðstæður, stór leikfimisalur
sem ég var mikið í, því ég hafði áhuga á íþrótt-
um. Ég er enn þar í salnum, – nú að mála. Þeg-
ar ég var búinn í barnaskóla var ég farinn að
hafa nokkrar hugmyndir um það að ég vildi
verða málari. En þó að ég hafi teiknað alveg
frá því að ég fór að geta haldið á blýanti, þá
vissi ég ekkert um málarlist. Ég var samt alltaf
að teikna og eftirá er ég feginn því að hafa
teiknað svona mikið. Ég fór til Reykjavíkur,
tók stúdentspróf í MR. Ég ráðgaðist við góða
menn um það hvert ég ætti að fara í myndlist-
arnám. París var í tísku og ég vildi fara þang-
að, en þeir sögðu mér að fara fyrst til Kaup-
mannahafnar og kynnast norrænni menningu
og norrænum þjóðum. Ég sé ekki eftir því að
hafa gert þetta. Ég var hjá kennara sem hafði
stofnað sinn prívat skóla. Hann hafði kennt á
listaakademíunni en fannst kennslan ekki
nógu góð þar, þannig að hann stofnaði eigin
skóla sem byggðist upp á klassískum prinsipp-
um. Þetta gekk út á afar klassísk atriði eins og
hlutföll; hann lét okkur teikna eldspýtustokk
sem hann sneri á ýmsa máta, svona og svona,
þannig að þetta gekk allt út á grundvallarprin-
sipp. Ég var þarna í tvö ár, en fór svo til Par-
ísar og kynntist þá allt öðrum heimi. Ég á mér
þrjú nöfn, eins og þú hefur kannski tekið eftir.
Vilhjálmsnafnið hef ég notað hér heima, en úti
áttaði fólk sig ekkert á uppruna þess. Þor-
bergsnafnið greip fólk úti hins vegar undir
eins. En þá hef ég verið spurður þeirrar spurn-
ingar og fólk verður þá jafnvel svolítið vand-
ræðalegt: Ertu af norskum víkingaættum? Ég
undi mér ágætlega í París. En þetta voru allt
feiknarstór stökk. Það var stórt stökk að fara
frá Grindavíkur til Reykjavíkur í þá daga, og
stórt stökk að fara þaðan til Kaupmannahafn-
ar og þaðan til Parísar. Ég hef verið að hugsa
um það nú á seinni árum, að í dag eru þessi
stökk ekkert svona stór. Reykjavík, Kaup-
mannahöfn og París; – lífið gengur fyrir sig á
mjög svipaðan hátt, munurinn er sáralítill,
næstum enginn.
Forfeður voru allir handverksfólk
Þær aðstæður sem ég ólst upp við, þar sem
fólk átti almennt ekki kost á framhaldsmennt-
un, þær eru nánast óhugsandi í dag. En þegar
ég fór að gera mér grein fyrir þessu og hugsa
um forfeður mína, þá var þetta allt handverks-
fólk. Konurnar saumuðu og karlarnir voru
smiðir, og foreldrar mínir og ættingjar voru
mjög ljóðelskir. Þetta er allt af sömu tegund,
erfðir.“
Eftir Parísardvöl kom Vilhjálmur heim og
hefur verið að mála síðan. Hann hefur ekki tölu
á þeim sýningum sem hann hefur haldið, bæði
hér heima, í Danmörku og Þýskalandi. Það
verður augljóslega erfitt að fá hann til að tala
um málverkin á þessari sýningu. „Þú mátt ekki
taka það sem útúrsnúning, en einn þráðurinn í
þessum myndum er tæknilegt atriði og ný teg-
und af litum sem ég komst í kynni við fyrir
nokkrum árum. Þetta eru litir sem byggðir eru
á efnafræðilegri stúdíu á litum gömlu meist-
aranna, en framleiddir með nýjustu tækni. Ég
held meir að segja að þeir séu betri en litir
gömlu meistaranna ef eitthvað er.
Ljósið er fyrir mig er mikilvægt; – ljós og
myrkur, og lífræn form sem eru samlífræn. Þú
talaðir um hnetti, ég legg áherslu á samhengi
milli smás og stórs og það get ég talað um. En
það kemur að því að ég get ekki sagt allt.
Kannski vil ég það ekki og kannski get ég það
ekki. Ég er ekki frá því að það sé hvort
tveggja.“
„ÉG VAR ALLTAF
AÐ TEIKNA“
„Fyrir þrjátíu þúsund ár-
um valt steinn úr stað...“
segir Vilhjálmur Þorberg
Bergsson, þegar hann
snýr þekktu ljóði upp á
ævi málaralistarinnar í
samtali við BERGÞÓRU
JÓNSDÓTTUR.
Morgunblaðið/Ásdís
Vilhjálmur Þorberg Bergsson við eitt verka sinna.
begga@mbl.is
Þetta verk málaði Vilhjálmur í gamla
leikfimisalnum í Grindavík.