Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. MAÍ 2002 BANDARÍSKA fræðikonan og rithöfundurinn bell hooks setti mark sitt á femíníska fræði- umræðu á lokaáratugum nýlið- innar aldar, og tók þátt í að auka breidd hennar í tengslum við minnihlutahópa. Hún er jafn- framt þekkt fyrir beinskeyttar skoðanir og hefur hvergi látið þar undan síga í sinni nýjustu bók sem nefnist Communion: The Female Search for Love (Samneyti og kvenleg ástleitni). Í bókinni leggur hooks mat á þær breytingar sem kvenrétt- indavakningin hefur haft á til- finningasambönd karla og kvenna. Er þar enn pottur brot- inn að mati hooks sem færir rök fyrir því að hugmyndir um að til- finningatjáning sé ókarlmannleg séu enn ráðandi í samfélaginu. Greinir hooks í kjölfarið þá stöðu sem nútímakonan finnur sig ósjaldan í, í sínu einkalífi. Í skrif- um sínum hefur hooks fjallað talsvert um ást og einkalíf í ljósi kynja- og kynþáttamismununar, m.a. í bókunum All About Love: New Visions og Salvation: Black People and Love. Michael J. Fox, veikindin og lífið í Hollywood BANDARÍSKI leikarinn Michael J. Fox hefur gefið út bók þar sem hann rekur æviminningar sínar og reynslu af því að takast á við Parkinson- sjúkdóminn. Bókin heitir Lucky Man (Sá heppni) og er samkvæmt ritstjórn- arumsögnum breska Amazon-bókavefjarins einkar skörp og áhugaverð frá- sögn af reynslu Fox af stjörnulíf- inu í Hollywood, og þeirri miklu breytingu sem varð á lífi hans eftir að hann greindist með Parkinson-taugahrörn- unarsjúkdóminn. Fox skaut upp á stjörnuhimin bandarískra kvikmynda þegar hann var á unglingsaldri og lék í ævintýramyndinni Aftur til framtíðar (Back to the Future). Árið 2000 sagði Fox hins vegar skilið við leiklistina og marglofað hlutverk sitt í gamanþáttunum Ó Ráðhús, sökum veikinda sinna. Ef til vill má segja að það sem greinir leikarann frá mörgum öðrum kollegum sínum sé hið skarplega og hnyttna fas hans, og virðist sá eiginleiki end- urspeglast í skrifum leikarans í ævisögunni. Trú og sjálfsleit banda- rískrar miðríkjakonu Áhugaverð bók kom út í mars- mánuði, sem lýsir reynslu rithöf- undarins Carolyn S. Briggs af því að því að leita sér sjálfsmyndar og framtíðar. Bókin nefnist This Dark World: A Memoir of Salv- ation Found and Lost (Myrkur heimur: Minningar um end- urlausn). Briggs, sem lauk list- námi við háskólann í Arkansas, lýsir því hvernig hún braust út úr þeirri tilveru fátæktar og mennt- unarleysis sem umhverfi hennar í sveitahéruðum miðríkja Banda- ríkjanna hafði búið henni. Hófst sjálfsleit hennar eftir að hún bauð Drottin velkominn í hjarta sitt að ráði vinkonu. Á næstu ár- um leiddist hún á milli ólíkra trúarsöfnuða, sem sameinuðu hægrisinnaðar trúaröfgar og slitrur úr hugmyndafræði hippa- hreyfingarinnar. Í bókinni gerir höfundurinn upp eigin trúarupp- lifun og tengir víðtækari við- leitni við að finna sér stað og sjálfsmynd í veröldinni. ERLENDAR BÆKUR Ástin í skrifum bell hooks S UMAR breytingar gerast svo löt- urhægt að við merkjum ekki hvernig við breytumst með. Aðr- ar skilja okkur eftir ringluð og úr takti við tímann sem við lifum í. Forgengileiki hefur löngum þótt skáldlegt yrkisefni og í bók- menntunum er meira að segja til minni sem snýst um harminn yfir því að allt skuli taka enda. „Ubi sunt“ eða „hvar eru þeir?“ minnið hefur alltaf verið mér hjartfólgið, ekki síst fyrir þá sök að mér þykir gaman að slá um mig á tungumáli (latínu) sem ég kann fimm setningum meira í en flestir aðrir. Þvert á nýjustu hagfræðikenningarnar geng- ur „ubi sunt“ minnið út á að hlutirnir versni og sú var tíðin að þetta var ráðandi söguskoðun á Íslandi. Í skólabókunum (sem ég hef löngum tekið mark á) vísuðu fróðir menn gjarnan til mikilla umbrota í sögu og menningu þjóðarinnar með orðum eins og „breyttur siður“. Þessari lýsingu var stundum skipt út fyrir samsetninguna „ný tíska“ og þegar breytingin þótti sérlega óheilla- vænleg eða örlagarík var hún venjulega kölluð „erlend áhrif“. Erlend áhrif leiddu löngum til þess að eitthvað ágætt og séríslenskt var lagt af og í staðinn var tekin upp verri og ómerkilegri hugmynd útlend. Því miður eru til fjölmörg dæmi um óheillavænlegar breytingar úr fortíð okkar Íslendinga og nægir að nefna frá 12. öld þegar trúðmenni og hirðfífl ruddu íslenskum skáldum úr vegi við norrænar hirðir með skrípalátum, grettum og annarri óskemmtan. Nú hefur landsmönnum um nokkra hríð verið talin trú um að breyttur siður sé alltaf til batn- aðar, að frelsi sé vænlegra en fyrirgreiðslur og nú sé loks von á að sérhagsmunafræðin víki fyr- ir hagfræðinni. Jafnvel sósíalisminn er sam- kvæmt kenningu þessari einkapot því að jafn- aðarmaðurinn liggur andvaka yfir velgengni duglegra manna. Allt fram í síðasta mánuð hélt ég að „ubi sunt“ íslenskra stjórnmála snerist um sósíalismann. Og það hélt alþingismaðurinn Pét- ur Blöndal líka en hann virðist einn fárra Sjálf- stæðisflokksmanna trúa á sannfæringu sína. Lögin um tuttugu milljarða ríkisábyrgð til de- CODE sem hið háa Alþingi Íslendinga er í þann mund að samþykkja sýna að erlenda siðbótin sem flokkurinn hefur boðað í rúman áratug við gott gengi er lítið annað orðin tóm. Kannski er það hlutskipti allra kapítalista að þurfa að lok- um að selja eigin hugsjónir? „Hvar eru þeir?“ – Hvar eru hugmyndirnar um almennar aðgerðir til styrktar fyrirtækjarekstri á Íslandi? Hvar eru öll loforðin um minni ríkisíhlutun og meiri samkeppni? Hvar eru Hannes og Hólmsteins- æskan nú þegar stjórnarþingmenn hyggjast taka upp einokun að fornum sið? Hvar er sann- færing Vilhjálms Egilssonar? Hvar frjáls- hyggjumennirnir? Sefur Heimdallur? Stundum er líkt og sterkasta eðli Íslendingsins sé krónísk geðlurða. Við virðumst bera gæfu til að trúa engu nógu heitt til að gera okkur rellu út af því. Kannski er hér að finna hjartað í íslenskum veruleika, það óbreytilega í breytilegum heimi. Við höfum löngum hreykt okkur af því að á meðan Evrópa logaði í trúarbragðastríðum mættust tvær fylkingar á Alþingi fyrir réttum eitt þúsund árum og sömdu um trú í landinu. Sú hugsun hefur einstaka sinnum læðst að mér að kannski hafi þarna verið að finna fyrsta dæmið um íslenskt þjóðlyndi. Seinþreyttir til vand- ræða, friðsamir fram í dauðann, blótum við á laun meðan aðrir berjast í krafti sannfæringar sinnar. – „Ætli þeir megi ekki beisla vindorkuna í honum Kára?“ segir vinur minn, sem líkt og svo mörgum Íslendingum er nokkuð sama hvaðan hann blæs. FJÖLMIÐLAR ÞAÐ BJARGAST EKKERT Nú hefur landsmönnum um nokkra hríð verið talin trú um að breyttur siður sé til batnaðar, að frelsi sé vænlegra en fyr- irgreiðslur og nú sé loks von á að sérhagsmunafræðin víki fyrir hagfræðinni. G u ð n i E l í s s o n IYngsta kynslóð rithöfunda stendur ekki lengur ískugga Halldórs Laxness. Þetta er ljóst af erindum þeirra þriggja höfunda sem töluðu á málstofu ung- skálda á Laxnessþingi sem haldið var dagana 20.– 21. apríl sl. Sigurbjörg Þrastardóttir velti fyrir sér hvort nokkuð væri slæmt að hafa ekki lagst í Lax- nesslestur fyrir fermingu og hélt því reyndar fram að því seinna sem menn læsu Laxness því betra. At- hyglisvert er að hún bendir á að sér hafi verið ráðið frá því að lesa bækur Halldórs Laxness þar sem það gæti haft slæm áhrif á réttritunartilfinningu henn- ar. Auður Jónsdóttir nefndi persónulega stafsetn- ingu skáldsins einnig sem eitt af því sem unglingar settu fyrir sig við lestur bókanna. Það væri erfitt að lesa þær. Þetta minnir á umræðu fyrr á síðustu öld um umdeilda útgáfu Íslendingasagna með nútíma- stafsetningu sem Halldór Laxness átti stóran þátt í og færði þau rök fyrir að með því væru þessar perlur gerðar aðgengilegri öllum almenningi. Það hljóm- ar einkennilega ef einhvern tíma kæmi að því að gefa yrði verk Halldórs Laxness út með „nútímastaf- setningu“ til að gera þau auðveldari aflestrar fyrir allan almenning. IIEf eitthvert ungskálda stendur í skugga HalldórsLaxness þá er Auður Jónsdóttir líklega sú sem einna fyrst kemur upp í hugann. Dótturdóttir skáldsins þarf að hafa bein í nefinu til að feta inn á rithöfundarbrautina ef skuggi skáldsins er á annað borð eitthvað til að hafa áhyggjur af. Líklegra er þó að hæfileikar og einurð hafi gengið að erfðum og sólin skíni glatt í gegnum lim þeirrar eikar sem epl- ið Auður hefir ekki fallið svo langt frá. III„Ég er faðir þinn,“ heyrði Andri Snær Magna-son skáldið segja í martraðarkenndum draumi sem minnir ungskáldið á kvikmyndina um Stjörnu- stríð og dró þar saman á kostulegan hátt helstu áhrifavalda sinnar kynslóðar sem eru kannski ekki síður upprunnir í alþjóðlegum afþreyingariðnaði en í frumsköpun eins höfundar sem orðinn er hundrað ára. IVKynslóðin sem ólst upp í skugga Halldórs Lax-ness er farin að grána í vöngum og missa lit sinn. Samtímamenn Halldórs kældu sig í skugga hans og fundu margir hverjir ekki aðra leið í sól- arglætuna en með því fylgja í sporaslóð hans. VÞeir sem nú skrifa þekktu ekki Halldór Laxnesspersónulega og fyrir þeim er hann fremur eins og stofnun en raunveruleg persóna. Umræðan um Halldór Laxness þau fjögur ár sem liðin eru frá andláti hans hefur einnig beinst í þá veru að hefja hann á enn hærri stall en áður og taka hann í dýr- lingatölu. Gera hann að eins konar bókmennta- dýrlingi. Kannski varð varla hjá því komist þegar litið er til ferils hans. Þetta leysir kynslóð ungskáld- anna undan þeim persónulegu áhrifum sem Hall- dór hafði á foreldrakynslóð þeirra og nú horfa ungir rithöfundar á verk Halldórs Laxness af nokkurri forvitni og ganga til fundar við hann alls óhrædd um viðkynnin. Andri Snær hefur bent á Pétur Gunnarsson, Einar Má og Einar Kárason sem sína menn og sagt þá hafa haft meiri áhrif á sig en Hall- dór Laxness. Framrás tímans heitir þetta og staðfestir hinn al- gilda sannleik að ein kynslóð tekur við af annarri. NEÐANMÁLS Nú eru þeir dagar þegar stjórnarand- staðan kemst einna næst því að hafa eitthvað að segja á Alþingi – þegar þeir tefja fyrir þinglokum. Á meðan málóðir stjórnarandstöðuþingmenn tala viðstöðulaust til að tefja þinglokin um einhverja daga ráfa aðrir alþing- ismenn fnæsandi eins og villuráfandi lúðrasveit út um allan bæ og bíða þess eins að geta tekið lokadjammið áður en þeir fara heim í sveitina. Málið snýst um það að skipulag Al- þingis er með þeim hætti að á hverju hausti er sett nýtt þing og því svo slitið að vori. Þau frumvörp og mál sem lögð eru fram á þingi þarf síðan að afgreiða innan þessa tímaramma. Ekki dugir að geyma mál eða fresta til næsta þings þar eð þá þarf að byrja aftur á núllpunkti þ.e. leggja málið fram að nýju og hefja ferli þess í gegnum þingið. Því er það svo að þegar dregur að þinglokum eru iðu- lega allt of mörg mál í gangi og sum kannski seint fram komin og þá ríður á að vinna hratt og vinda ofan af þessum uppsafnaða málafjölda. Það er akkúrat á þessum tíma sem stjórn- arandstaða grípur til málþófs sem felst einfaldlega í því að nýta sér allar mögulegar heimildir þingsins til að fjalla um málin. Það er kannski ósann- gjarnt að kalla það málþóf að nýta rétt sinn en það fer samt ekki á milli mála hvað er í gangi, svona svipað eins og þegar fótboltamenn eru óra- lengi að taka innkast þegar stutt er eft- ir af leiknum ef þeir eru yfir en ör- snöggir ef þeir eru að tapa – sami effekt. Nýta sér þann ramma sem gef- inn er út í ystu æsar. www.kreml.is Morgunblaðið/Ómar Í lausu lofti. ALLT OF MÖRG MÁL Í GANGI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.