Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Qupperneq 5
Ljósvíkingurinn, til að raða lífsmyndinni saman og staðsetja mitt umhverfi á jafn heillandi hátt, svo volgt kaffisull í húsi við sjó sem brotnar á gluggunum yrði jafn eftirsóknarvert og gott eftirpartí í Reykjavík. Því nöturlegra – því raunverulegra og betra. Fyrstu vikurnar sat ég því löngum stundum við glugga sem sneri að sjónum og saup á mátulega volgu kaffi – og naut þess að finna bólguna í fótunum eftir tólf tíma við flæðilín- una, áður en ég hripaði ofurdramatíska hugar- óra á blað. Svona eins og manneskja sem fer án erindis til stríðshrjáðra landa í þeirri trú að í þægilegu öryggi heimalandsins sé allt saman lygi. Alltaf finnur fólk sér eitthvað til dundurs! Ekki hafði ég staðið lengi við flæðilínuna, með vöðvabólgu og heimþrá, þegar það tók að renna upp fyrir mér að umhverfið skipti ekki sköpum. Hafið, fjöllin eða fólkið á svona stað kveiktu ekki þessa undarlegu tilfinningu fyrir lífinu, ólgandi tilfinningu sem greip mig heljartökum í hvert skipti sem ég las áðurnefndar bækur. Umhverfið rann saman við hversdagsleikann, rétt eins og það hafði gert í þægilegheitunum heima hjá mér og á kunnuglegu göltri með vin- unum um Reykjavík. Og um leið skildi ég að það sem hafði náð tökum á mér var skáldskapurinn – og vídd hans. Hárfínt næmi skáldsins til að lýsa mann- eskjum á þann hátt að unglingsstúlka, sem hafði það áhugamál eitt að smygla sér inn á skemmtistaði Reykjavíkur, fann hvergi aðra eins svörun og hjá ósérhlífnu fiskvinnslustúlk- unni Sölku Völku, sem vann hörðum höndum að því að koma sér upp bátshlut og kálgarði. Sök sér að hún skyldi finna sjálfa sig í Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi! Það er skringilegt að hafa það á valdi sínu að lesandi upplifi í raun meiri og merkilegri veru- leika í samfloti með uppdiktuðum persónum en í eigin lífi. Svo áþreifanlega að í brjóstinu myndast þrá eftir veröld skáldsögunnar, enda þótt söguhetjurnar megi þola miklar píslir í vægast sagt óvinsamlegum aðstæðum. En til þess að höfundur hafi þetta á valdi sínu þarf hann fyrst og fremst að búa yfir galdrinum til að sýna mannlífið í æðra ljósi. Halldór Guðmundsson hefur fjallað um við- horf Halldórs Laxness til listarinnar, með tilliti til vitrunar sem sá síðarnefndi kvaðst hafa fengið, sjö ára gamall, í æskusögunni ,,Steinn- inn minn helgi“. Hann er ekki þeirrar skoðunar að Halldór Laxness hafi orðið rithöfundur vegna þess að Kristur hafi birst honum í leiftursýn þegar hann var sjö ára. Á hinn bóginn telur hann að vitranir megi skoða táknrænum skilningi. ,,Vegna þess að þær birta eitt viðhorf Halldórs til listarinnar sem alltaf hljómar með í listskiln- ingi hans.“ Í verkum Halldórs Laxness ríkir sá hreini tónn sem drenginn Álfgrím í Brekkukotsannál langar að finna, tónn skilyrðislausrar fegurðar sem getur virkað eins og örvandi vímuefni fyrir ungt, leitandi fólk – ef það opnar gáttirnar fyrir honum. Og hann getur líka kveikt hjá því yfirþyrm- andi hvöt til skrifta. Ekki í þeim tilgangi að vera eins og Halldór, heldur til að miðla eigin hughrifum sem magnast upp eftir lestur skáld- sagna hans. Stundum verða hughrifin svo mögnuð að eina sjáanlega leiðin, til að nálgast veruleika skáldsagna hans í sjálfu lífinu, er að setja eigin skynjanir á blað og vita hvort þær séu álíka fullar af fögnuði yfir eilífðinni og hinu óum- ræðilega, eins og í augum Ljósvíkingsins og skapara hans. Í von um að á blaðinu grilli í betri heim, þann sem við eygjum í skáldskap Halldórs – að minnsta kosti ekki ómerkilegri heim. Það er list hans sem kveikir nýja sýn á ver- öldina – svo snögglega birtist lífið lesandanum eins og opinberun, á sama hátt og Álfgrímur í Brekkukotsannál uppgötvaði eilífðina, jafnvel skáldskapinn í lífinu, með þessum orðum: ,,Það var skrýtið að ég skyldi uppgötva eilífðina si- sona, laungu áður en ég vissi hvað eilífð var, og jafnvel áður en ég hafði lært þá setníngu að all- ir menn séu dauðlegir, já meðan ég lifði í raun- inni í eilífðinni sjálfur. Það var einsog fiskur færi altíeinu að uppgötva vatnið sem hann syndir í.“ Hughrifin af skáldskap Halldórs fá okkur til að uppgötva mannlífið í æðra ljósi, því er hann fyrst og fremst frábær listamaður. Sem slíkur hefur hann miðlað listrænni tilfinningu til kom- andi kynslóða, sem hver og einn getur nýtt sér eftir eigin höfði og á eigin forsendum. Af þeim sökum hlýtur Halldór að vera rit- höfundum hvetjandi fremur en letjandi – í rauninni er bábilja að þeir standi í skugga hans. Halldór er ekki skuggsælt fjall, jafnvel þótt fjölmiðlafólk tali stundum um hann sem slíkt. Þvert á móti er hann hvati til skrifta – og safa- ríkt nesti fyrir rithöfunda sem eru að klífa fjall skáldskaparins. Á þeirri krókóttu göngu þarf ekki annað en að opna Heimsljós þegar þreyt- an segir til sín og spurningar vakna um tilgang göngunnar. Vissulega býr hver kynslóð við nýjan veru- leika, en manneskjan er söm í eðli sínu og með skáldskapargáfu sinni gerði Halldór okkur kleift að finna til samlíðunar með örlögum per- sóna, á borð við Ólaf Kárason og Sölku Völku, – um leið og hann færði komandi kynslóðum svo margslungnar skáldsögur að í gegnum þær getum við dýpkað skilning okkar á bókmennt- unum yfir höfuð. Þetta virðist stundum hafa gleymst í und- angenginni umræðu um hann, hvort sem um er að ræða meiningar um stjórnmálaskoðanir hans eða eitthvað ruglingslegt tal um komplexa yngri höfunda gagnvart honum. En líklega á minning hans ekki eftir að njóta sín algjörlega í þessu ljósi fyrr en eftir nokkra áratugi, þegar tilgangslaust verður að nota nafn hans sem pólitískt vopn eða til samanburðar við sam- tímahöfunda okkar í árlegu jólabókaflóði. Enda skiptir svoleiðis dægurþras engu máli fyrir framtíð skáldsagna Halldórs. Því í verk- um hans býr fegurðin – og ofar hverri kröfu ríkir skáldskapurinn einn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. MAÍ 2002 5 Þar sem Laxness ber við loftvarpar hann ekki yfir okkurskugga samtímahöfundar,hann er ekki lengur jarð- neskur heldur hefur hann safnast til forfeðranna í sínu bókmennta- lega framhaldslífi og þar ríkir feg- urðin ein. Laxness er undir og yfir og allt um kring eins og Jónas og Njála og hann er ekki skuggi heldur ljós og ennþá talar hann til okkar þegar forsetar og forsætisráð- herrar og afmælishátíðarhaldarar falla í trans og tala tungum þannig að út streymir texti úr vinsælustu bók Halldórs Laxness. Hún heitir Perlur og ég mæli með henni. En hvar er skugginn ef hann fell- ur ekki á okkur? Einhvernveginn hefur maður á tilfinningunni að þeir sem voru í skugga Laxness á sínum tíma færist æ dýpra inn í myrkrið. Hann er maður aldarinnar og rétt þegar maður er farinn að rýna í skuggann og teygja sig í Gunnar Gunnars eða hvað þeir hétu allir, þá er haldið partý eða málþing með kokteil vegna þess að Laxness á og mun eiga stóraf- mæli á hverju ári þessarar aldar. 50 ár frá Nób- el! 75 ára afmæli vefarans! 100 ára afmæli Sölku og það mun gleymast smám saman að hann var hluti af flóru, maður gleymir því að hann var umdeildur og maður gleymir því sem afi sagði: Ég var nú alltaf meiri Þórbergsmaður. Þú ættir að lesa Jón Trausta, það eru góðar bækur. Í framtíðinni verður búið að tálga utan af öld- inni allt nema Laxness, þar af leiðandi mun táknræn staða hans andspænis ungu skáldunum styrkjast og verða hliðstæð stöðu Jónasar Hall- grímssonar. Táknræn staða Jónasar því að skáldin verða að lesa hann og taka til hans af- stöðu á meðan hinir hvíla í friði, þau vísa í hann og snúa útúr honum og kveðast á við hann í bók eftir bók og þannig munu skáldin atast í Hall- dóri en ekki öðrum. Það sem mun hafa mest áhrif á skáldin verður þó samviskubitið. Sam- viskubitið yfir því að hafa ekki lesið hann allan fyrir 18 ára aldur. Samviskubitinu yfir því að hafa ekki lesið Gunnar, Þórberg, Hagalín, Kamban og alla hina verður öllu varpað á Lax- ness. Samband mitt við Laxness hefur ávallt verið hlaðið samviskubiti og komplexum. Ætlarðu að verða skáld? spurðu menn. Þú verðurðu að lesa Laxness. Og samviskubitið nagaði þegar maður viðurkenndi fyrir sjálfum sér að hann var ekki upphaflega ástæðan fyrir því að maður vildi verða skáld. Maður var undir áhrifum frá mun minni spámönnum. Ætlarðu að verða skáld? Þá verðurðu að lesa Laxness, sögðu kennarar og ef þú vilt verða skáld verð- urðu að lesa Heimsljós, sögðu skáldin og gömlu frænkurnar og maður las eina og eina bók en eftirvæntingin var svo mikil að maður átti stundum erfitt með að undrast eðlilega en þorði ekki að viðurkenna að hann hafði ekki jafn djúp áhrif á mann eins og Steinn, Tómas, Þórður, Þórarinn, Jónas, Einarar, Gyrðir og þjóðsögur og þótt maður bætti við sig einni bók á ári fékk maður alltaf meira og meira samviskubit vegna þess að hver blaðsíða var aðeins dropi í hafið og ekkert saxaðist á heild- arsafnið. En þar sem maður laumaðist til að hripa niður sín fyrstu ljóð og gefa út sínar fyrstu bækur þá leið manni eins og þjófi sem hefur stolið nafnbótinni: skáld, rithöfundur, listamaður, hetja, án þess að hafa í raun lagt drekann að velli og lesið sig upp í reðurlaga fílabeinsturninn þar sem prinsessan situr með hnoss- ið í höndum: Daga hjá munkum: Síðasta verkið í heildarsafninu sem maður ætlaði að þræla sig gegnum. Já maður kallaði sig skáld án þess að hafa rifið daga hjá munkum úr höndum prins- essunnar, lesið hana í einum rykk og hrópað svo úr turninum: Eg em skáld! En það er víst ekki svo einfalt. Ég vissi ekki að loks þegar sá dagur rynni upp myndi Prinsessan taka niður grímuna og þá myndi blasa við þessi líka haka og prinsessan er þá Laxness sjálfur tvídi klæddur og hann segir eins og svarthöfði í Star Wars: Ég er faðir þinn. Ég er faðir þinn og þetta er móðir þín og maður gapir á móðurina þar sem hún situr við hlið hans svona líka ótrúlega kynæsandi og girnileg með eldrauðar varir og sleipa tungu, móðirin sjálf, móðurmálið, Íslenskan, fjallkonan með þjóðar- hjartað og þá tekur við annar komplex þegar upp í turninn er komið. Ödipusarkomplexinn, maður verður að drepa föðurinn til að geta sest í hásætið og eignast móðurina. Þannig að það er ekki nóg að þræla Laxness í sig eins og hann leggur sig, allar 36.000 blaðsíðurnar, maður verður að „gera hann upp líka“, maður verður að leggja hann að velli, það er krafan, ekki bara krafa tímans heldur goðsöguleg krafa innbyggð í manninn. Maður þykist vera frjáls maður en áttar sig á því að allt í kring eru ósýnilegir textaveggir sem maður kemst ekki gegnum og textavegir sem maður fylgir vegna þess að Laxness lagði þá í upphafi aldarinnar. Ég rankaði við mér fyrir nokkrum árum á eyju fyrir norðan Sikiley. Nei ég rankaði við mér 25 ára gamall í rútu á leið til Taormínu, bílveikur og sveittur enda var ég að rembast við að klára Vefarann mikla áður en við næðum áfangastað. Þótt ég hafi ekki lesið Vef- arann áður en ég lagði af stað þá voru áhrifin þegar komin fram. Ég þóttist vera frjáls maður og sagði: Nei ég er ekki undir áhrifum og ég er ekki að herma eftir Laxness hélt ég fram: ÉG ákvað að fara til Taormínu ÁÐUR en ég las Vef- arann. En samt er maður komplexaður. Var þetta mitt ferðalag? Var ég að lifa mínu eigin lífi? Var ég frjáls maður. Af hverju fór ég ekki til Suður- Ameríku. Af hverju var ég ekki í Stafangri? Og komplexaður með samviskubit hefur maður lif- að, heltekinn af greddu þegar móðirin íslenskan er annarsvegar, þjakaður af komplexum þegar Laxness er hinsvegar og maður reynir að finna leiðir. Hvernig á að drepa föðurinn? Á maður að drepa föðurinn? Er hann faðir minn? Hafa of margir höfundar bælt þessar hvatir og samsam- að sig föðurnum og þar með aldrei orðið frjálsir menn? Eru greinarnar í blöðunum dulvitað frá- varp? Er hin ofsafengna aðdáun bælt hatur? Þannig hefur maður gengið gegnum ýmis skeið. Maður hefur reynt að afneita honum, ýmist forðast bækur hans eða þaullesið, sett sig í kuldalega fjarlægð, reynt að gera sem minnst úr honum, reynt að vera svalur og segja að Lax- ness hafi bara verið réttur maður á réttum tíma á meðan maður öfundar hann af þessum tímum og öllum ismunum sem listamenn gátu sveiflað sér á milli eins og Tarsan í trjánum. Halldór Laxness kom að íslenskum bók- menntum á svipaðan hátt og Vala Flosa að stangarstökkinu. Þegar Vala byrjaði hafði aldrei áður verið keppt í greininni og heimsmetalistinn var óskrifað blað. Í hvert skipti sem hún Vala stökk bætti hún heimsmetið í leiðinni um nokkra sentimetra og hrærði þjóðarhjartað. Þannig var blómaskeið Halldórs: Sterkur maður í nýrri grein: íslensku skáldsögunni en henni hafði vart verið sinnt í 600 ár og hann stekkur og stekkur og slær heimsmet í hvert einasta sinn, bætir Ís- landsmetið í sögulegum skáldsögum um heilan metra með Íslandsklukkunni, hálfan til viðbótar í Gerplu en þá er hann kominn að þeim mörkum sem vel þjálfaður íþróttamaður getur stokkið og náð hæðum sem enginn Íslendingur hafði náð síðan á dögum Snorra. Maður bendir á að keppnin hefði verið miklu harðari hefði hann keppt í íslensku ljóði sem hafði fyrir löngu náð miklum þroska. En eins og með Völu þá eru afrekin sem á eft- ir koma ekki jafn augljós. Þótt Svava og Thor og Einarar og Vigdís og Gyrðir og Guðbergur stökkvi stundum hærra er það ekki sama aug- ljósa afrekið. Þau bæta gamla Íslandsmetið hans um nokkra millimetra á ári en mælikvarð- inn er óljósari, erfitt að mæla það nema skáldin segi nákvæmlega hvaða verk þau ætli að stökkva yfir. Það var stórfrétt í haust þegar Hallgrímur Helgason gerði sér lítið fyrir og stillti stöngina á Sjálfstætt fólk og þjóðin fylgd- ist spennt með þegar hann hljóp eftir brautinni með stöngina útrétta eins og lensuriddari en þar sem hann var kominn hálfa leið upp kom Hann- es Hólmsteinn og lækkaði stöngina niður í Gerska ævintýrið sem skáldið flaug auðvitað yf- ir. Og nú er ég með samviskubit. Ég er enn að reyna að drepa föðurinn og það á 100 ára afmæli skáldsins en hvað gerði hann sjálfur? Hver var faðir Halldórs? Bókmenntalega munaðarlaus eða hvað? Íslendingasögurnar? Var ekki Gerpla föðurmorðið? Gera upp hetjuhugsjónina eftir nasismann og hryllilegt ofbeldið? Danakonung- ur? Var hann ekki faðir hans? Var hann hann ekki að drepa af sér og okkur Danakonung í Ís- landsklukkunni? Drepa kónginn til þess eins að berja á Sámi frænda í Atómstöðinni. Fleiri feð- ur? Bændamenningin og sveitarómantíkin, 1000 ára gamall landsfaðir. Var ekki Sjálfstætt fólk skot í hnakkann á henni? Valdið: Bogesen og Steinþór? Feðurnir í Sölku Völku með grófum einföldunum. Getum við nefnt fleiri? Kommún- isminn í skáldatíma. Allt virðist Halldór hafa skorað á hólm fyrr eða síðar, þetta eru engar smáræðis stærðir sem hann leggur til atlögu við. Og skuggi Laxness er þá ekkert annað en það þegar höfundar átta sig ekki á þessu eilífa föð- urmorði hans, þessum risavöxnu stærðum sem hann glímir við. Þær eru margar Íslandsklukk- urnar og ýmsar Gerplurnar sem hafa fylgt í kjölfarið og nokkur Sjálfstæðu fólkin en Salka Valkan er ekki lengur samtímasaga heldur „söguleg skáldsaga sem gerist í sjávarplássi, svipmikil innsýn í líf þjóðar á kreppuárum“. Ís- landsklukkurnar sem eru í skugga Íslands- klukkunnar eru ekki sögur sem snerta kviku þjóðarinnar og spurningar um sjálfstæði hennar og þær leggja ekki til atlögu við Kónginn sjálfan eða eldheita sjálfstæðisbaráttu. Þær eru sögur sem „varpa ljósi á 17. öldina“. Gerplurnar eru ekki uppgjör við hetjuhugsjónina, þær eru ekki föðurmorð og snerta ekki kviku samtímans og vega ekki að sjálfsmynd Íslendinga: Hetju- ímyndina, heldur verður Skuggagerplan „mögn- uð sagnalist“ sem speglar ekki okkur sjálf og endurnýjar ekki hugmyndir um fortíðina eða samtímann. Íslendingasögurnar voru alveg áreiðanlega ekki sögur sem brugðu „lifandi ljósi á víkingatímann“ þegar þær voru skrifaðar heldur hápólitískt innlegg á eldfimum tímum. Mörgum bestu höfundum seinni tíma hefur tekist að jafna hástökkin hans Halldórs á einn eða annan hátt, einu sinni eða oftar, og þótt maður lesi ekki allan Halldór geta hinir lyft manni í sömu hæðir. Morgunþula Thors hafði meiri áhrif á mig en Gerpla vegna þess að ekki aðeins voru orðin ómótstæðileg heldur fannst manni eins og svipmyndir af borgarastyrjöldum nútímans hafi speglast í viðbjóðnum sem mætti Sturlu í utanför sinni. Fantasía Gyrðis, súrreal- ismi Sjóns og orðaleikir Eldjárns hafa valdið því að maður sér heiminn ævinlega á röngunni og þar með víkkað skynfærin meira en Únglíngn- um í skóginum tókst nokkru sinni. En stundum er eins og skáldin sem fengu mig til að langa að verða skáld missi flugið og glati upphaflegum tengslum sínum við samtímann og og þá strauma og stefnur sem leika um okkur og enda í skáldlegu tómarúmi. Eldheit mál og al- gerar grundvallarspurningar fljóta framhjá og samfélagið kraumar og bullar af undirliggjandi tilfinningum og hræringum sem bíða þess að verða orðaðar en þær komast aðeins upp á yf- irborðið ef skáldin eru vakandi og sinna sínu hlutverki sem skynfæri heimsins. Maður bíður og bíður en ekkert gerist en í stað þess að reyna að myrða þessa ágætu feður mína, í stað þess að nefna einhvern með nafni eða einstakt verk þá vil ég benda þeim á að ef þeir ætla sér að verða alvöru og stór skáld og lifa í 100 ár verða þeir að lesa meiri Laxness og sjá að alvöru skáldverk eru ekki aðeins orð og sögur og vandaðar per- sónur. Maður sér strax ef í verkið vantar þung- ann og lífsháskann og klofninginn í sálinni sem fylgir föðurmorðunum, að þar er enginn vilji til að komast í bólið hjá eggjandi fjallkonunni með þjóðarhjartað og sína eldrauðu logandi tungu. LENGSTUR SKUGGI Í KVÖLDSÓL ANDRI SNÆR MAGNASON: Samband mitt við Laxness hefur ávallt verið hlaðið samviskubiti og komplexum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.