Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. MAÍ 2002 13 Í ASTRUP Fearnley safninu í Osló verður opnuð í dag sum- arsýningin Realitetsfantasier, sem útleggja má sem draumsýnir veruleikans. Um er að ræða póst- módernísk verk sem safnið hefur keypt á síðast liðnum árum, en m.a. má finna þar verk eftir lista- menn á borð við Jeff Koons, Andy Warhol, Felix Gonzales-Torres, Louise Lawler, Nan Goldin og Bruce Nauman. Það er for- stöðumaður Astrud Fearnley safnsins, Gunnar Kvaran, sem valdi verkin á sýninguna. Astrud Fearnley safnið var fyrst opnað 1993 og byggist á safni verka eftir listamenn frá Noregi og víða annars staðar að, en verkin eiga það öll sameig- inlegt að vera unnin á sl. 30 árum. Í fyrstu var einblínt á verk frá „Parísarskólanum“ og fígúratífa list evrópskra listamanna frá 7. áratugnum, verk frá hinum svo nefnda „Lundúnaskóla“ frá 8. áratugnum sem og þýskra ex- pressjónista frá 9. áratugnum og verk hins „nýja Lundúnaskóla“ frá 10. áratugnum. Hin síðari ár hefur athyglinni hins vegar verið beint að verkum bandarískra listamanna frá 10. áratugnum og er nokkurt magn þeirra nú sýnt í fyrsta skipti í safninu. Síðari hluti Realitetsfantasier verður opnaður 6. júlí. Stjórnunarnám í tónlist TÓNLISTARSKÓLARNIR Rytm- isk Musikkonservatorium í Kaup- mannahöfn og Jyske Musikkon- servatorium í Árhúsum munu með haustinu bjóða upp á nýjung í tónlistarkennslu – þriggja ára nám sem ætlað er þeim sem starfa í bakgrunni tónlistarsköp- unarinnar, þ.e. stjórnendum, þeim sem hafa starfa af því að uppgötva nýtt hæfileikafólk og þeim sem standa að skipulagn- ingu tónlistarhátíða svo fátt eitt sé nefnt. Námið nefnist tónlistar- stjórnun og er tilraun til að koma til móts við hæfniskröfur og út- flutningsmöguleika danskrar tónlistar. Stjórnunarnámið bygg- ist m.a. á hagfræði, lögfræði, út- flutningsfræðum, tónlistarfræði og -sögu. Ætlunin er að þessi nýja námsbraut sé í nánu samstarfi við ólíkar greinar danska tónlist- argeirans. Guðdómlegur innblástur ROYAL Aca- demy of Arts í Lundúnum hýs- ir nú sýningu á kínverskum Búddalíkneskj- um, sem flest eru um 1.500 ára gömul. Sýningin nefnist End- urkoma Búdda, en munirnir sem hún hefur að geyma fundust við framkvæmdir á íþróttaleikvelli í Shandong héraðinu í Kína 1996. Rúmlega 400 búddalíkneski fund- ust við uppgröft á svæðinu og voru flest þeirra um 1.500 ára gömul. „Að mínu mati er þetta mikilvægasti fornleifafundur í Kína sl. 10 ár,“ sagði Hermann Lutz, sérfræðingur í kínverskri list við Rietberg safnið í Zürich, sem skipulagði sýninguna. Aðrir hlutir sem fundust við uppgröftin voru flestir frá því um 500 e.kr., en þó mátti einnig finna yngri muni, sem og 12. aldar mynt, sem bendir til að gripirnir hafi verið grafnir í jörð rúmum 500 árum eftir að þeir voru gerðir. Lík- neskin þykja hafa haldið upp- runalegum lit sínum betur en al- mennt þekkist, en munirnir tengjast allir Hofi hins rísandi dreka sem áður var þar staðsett. Draumsýnir veruleikans ERLENT H ÚS málaranna RE lætur úr höfn frá Eiðistorgi í dag kl. 14. Í áhöfn þessa flaggskips ís- lenska málverksins eru Bragi Ásgeirsson, Elías B. Hall- dórsson, Erla Axelsdóttir, Guðmundur Ármann, Jónas Viðar, Kjartan Guðjónsson, Kristinn G. Jóhannsson, Pétur Gautur og skip- stjórarnir tveir, Einar Hákonarson og Óli G. Jó- hannsson. „Þessi hópur er fyrst og fremst samskipa vegna þess að við erum öll málarar,“ segir Einar, þar sem hann stendur á þilfarinu. „Þetta er fólk sem við Óli höfum valið með okkur. Fólk á ólíkum aldri og úr ýmsum áttum. Okkur fannst við hæfi að kalla þetta vorsýningu vegna þess að hér verð- ur hreiður málaralistarinnar á Íslandi. Ég vil ekki ganga svo langt að kalla þetta vorið í ís- lenskri myndlist en hér munu hlutirnir gerast. Vittu til!“ „Málarar eiga í engin hús að venda, það hefur ekkert breyst,“ segir Óli, Akureyringurinn sem kominn er að útgerðinni með Einari í stað Hauks Dórs, sem fluttur er utan til Danmerkur. „Hér er stefnt að því að efla málverkið og láta það njóta þess sem því ber, þannig að ég lét ekki segja mér það tvisvar þegar Einar bauð mér pláss. Við er- um með ólíkan bakgrunn, ólíka upplifun í mál- verkinu, en nú leggjumst við á eitt og fléttum reynslu okkar saman.“ Miklir fordómar Að dómi Óla er þörfin fyrir flaggskip á borð við Hús málaranna afar brýn. „Fordómarnir gagn- vart málverkinu eru alveg svakalegir, ekki síst hérna fyrir sunnan. Það er ekki litið við málurum, hvað þá ef þeir eru utan af landi. Málarinn er mínus og utanbæjarmaðurinn er annar mínus. Það sem menn átta sig ekki á er aftur á móti að tveir mínusar gera plús. Þess vegna er ég hér.“ Erla Axelsdóttir, háseti, tekur nú til máls og lýsir ánægju sinni með það að vera til sjós með tvímenningunum. „Þetta eru eldhugar, eins og þú heyrir. Það er einkennandi fyrir þessa menn að þeir láta ekki bugast. Bjartsýni þeirra er bráð- smitandi.“ Liður í starfseminni verður að gefa ungum og upprennandi málurum tækifæri til að láta ljós sitt skína. „Í júní verður hjá okkur nýr málari, Ari Svavarsson frá Akureyri, sem gengið hefur með verk sín milli Heródesar og Pílatusar, án árangurs. Þetta er málari sem sópar að,“ segir Óli og Einar bætir við að plássi hafi meira og minna verið úthlutað til áramóta. „Þetta er ekkert einkamál okkar Einars. Við höfum hlustað á fólkið sem er að mála og Hús málaranna nýtur stuðnings og velvilja listmálara á Íslandi í stórum hópum. Það á hljómgrunn. Nú er það okkar að vinna úr því,“ segir Óli. Túrinn er styrktur af matarlist.is og vin.is. Segir Einar það tímanna tákn. „Við gerum út á styrktaraðila. Það er heiðarlegra en að sitja rakir í Þjóðleikhúskjallaranum og væla í öðrum lista- mönnum sem valist hafa í úthlutunarnefndir. Það sem ég á við er að styrkir til listamanna eru ójafn leikur. Sumir fá ekkert, aðrir fá heilt ár á starfs- launum. Og sömu aðilar fá þar að auki úthlutað starfslaunum ár eftir ár. Þetta hlýtur að skekkja samkeppnisstöðuna. Það segir sig sjálft.“ Og hann heldur áfram: „Ef styrkja á frjálsar listir á að gera það gegnum skattakerfið, eins og gert er í Bandaríkjunum og víðar. Þar fá fyr- irtæki sem leggja fé til lista skattafrádrátt og eru þannig hvött til dáða. Auðvitað á að vera sam- starf milli atvinnulífs og lista.“ Listasagan fölsuð Og það er víðar pottur brotinn að áliti Einars. „Lítum á Listasafn Íslands. Það er óskaplega skrýtið að opinber stofnun sem skráir listasögu landsins skuli komast upp með að falsa þá sögu meira og minna á síðasta hluta liðinnar aldar, einkum forstöðumenn upp á síðkastið. Ef við tök- um tímabilið frá 1960 til 2000 þá urðu til tveir vængir í íslenskri myndlist, annars vegar SÚM- hópurinn og hins vegar hópur sem fór hina fíg- úratífu leið. Síðarnefnda hópinn, sem var síst minni, hefur Listasafn Íslands þurrkað út á einu bretti. Þegar haldin er yfirlitssýning á íslenskri myndlist á tuttugustu öld leyfa menn sér að sleppa heilli kynslóð málara. Þarna er allt fram að Karli Kvaran en sagan byrjar svo ekki aftur fyrr en með Helga Þorgils. Allt þar á milli er ekki til. Ég spyr forsvarsmenn safnsins beint út: Hvernig stendur á þessu? Menn komast ekki endalaust upp með að svara ekki fyrir þetta. Nú er komið að þessum gungum, og þú mátt alveg nota það orð, að standa fyrir máli sínu.“ Óli segir marga íslenska málara upplifa sig sem utangarðsmenn. „Ég hugsaði þannig lengi. Það var ekki fyrr en ég fór að beina kröftum mín- um niður til Evrópu að ég komst að raun um að maður er ekkert utangarðs í heiminum. Mér hef- ur verið mjög vel tekið í Danmörku og víðar. Það hvetur mann til dáða. Það er hins vegar mjög merkilegt að Danir vita ekkert um íslenskt mál- verk enda hefur ekkert komið frá Íslandi und- anfarna tvo áratugi nema hugmyndalist. Það er á sama tíma og málverkið blómstrar um alla Evr- ópu og í Bandaríkjunum.“ Hann bætir við að Hús málaranna hafi tekið upp samband við sýningarsali í Þýskalandi, Dan- mörku, Svíþjóð og Færeyjum og vonir standi til að þar með sé opnað fyrir streymi málara, inn og út úr landinu. Hús málaranna RE leggst að bryggju síðasta dag maímánaðar. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga milli kl. 14 og 18. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá vorsýningunni í skipsrúmi Húss málaranna. MÁLAÐ Á MIÐUNUM Málverkið er eins og fiskiskipið, sígilt og framsækið. Og þótt aflabrögð séu misjöfn láta menn ekki deigan síga. ORRI PÁLL ORMARSSON var á eyrinni þegar skipað var út í Hús málaranna RE. orri@mbl.is LEIKHÓPURINN Perlan í Reykjavík fagnar sumri með dans- og leik- sýningu í Iðnó á morgun, sunnudag og hefst sýningin kl. 15. Í Perlunni eru 13 manns og koma allir fram í Perlu-sumri. Perlu-sumar samanstendur af 6 atriðum þ.e. þrem dansatriðum og þrem leikatriðum sem eru full af gleði og glettni. Dansstjórn annast Lára Stefánsdóttir og leikstjórn Sigríður Eyþórsdóttir sem er jafn- framt umsjónarmaður leikhópsins Perlunnar. Kynnir er Stefán Karl Stefánsson leikari. Einnig verður myndlist- arsýning með myndum frá Listasmiðju Lóu, Fullorðinsfræðslu fatl- aðra, Eistlandi og Finnlandi. Með sól í sinni og sumar í hjarta býður Perlan áhorfendur vel- komna á Perlu-sumar í Iðnó. Aðgöngumiðasala verður frá kl. 13–15 í dag og frá kl. 13 við innganginn sýningardaginn. Miðaverð er 1.000 kr. Morgunblaðið/Kristinn Leikhópurinn Perlan. Perlu-sumar í Iðnó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.