Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Page 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. MAÍ 2002
og fer með dóttur sína í skólann. Klukkan átta
er hann kominn í vinnustofuna við hlið heim-
ilisins, sem er sögð svo snyrtileg að hún minni
fremur á skurðstofu, og þar sinnir hann vinnu
sinni fram til hádegishlés klukkan eitt, mál-
tíðar sem er sú sama á hverjum degi; jógúrt,
tómatar, brauð, ólífuolía og kamillute. Að svo
búnu snýr listamaðurinn aftur til vinnustofu
sinnar og situr við fram á kvöld af annálaðri
iðjusemi.
Arfleifð nasismans
Richter er fæddur í Dresden í Þýskalandi
árið 1932. Faðir hans barðist með nasistum í
stríðinu, sat lengi í fangabúðum bandamanna,
og sjálfur heyrði Richter til Hitlersæskunnar.
G
ERHARD Richter segist
vera að leita að voninni.
Það sem knýi hann
áfram sé löngunin til að
afhjúpa einhvers konar
sannleik að baki því sem
við skynjum sem veru-
leika. Hvern hefði grun-
að að innra með þessum níhilista, sem tor-
tryggði hamingjuna og hafnaði gefnum gildum
málaralistar með því að slengja saman stíl-
brögðum og aðferðum eftir eigin hentugleik-
um, byggi sá rómantíski og heimakæri fjöl-
skyldufaðir sem Richter virðist vera nú þegar
hann nálgast sjötugt? „Ég trúi á fegurðina,“
segir eldri og mildari Gerhard Richter.
Sjálfur hafnar hann alfarið þeirri staðhæf-
ingu að hann máli til að færa sönnur á dauða
málverksins, eins og oft hefur verið haldið
fram. Í einni af fjölmörgum umfjöllunum um
listamanninn í tilefni sýningar MoMA kemur
skýrt fram að þrátt fyrir ítrekaðar skilgrein-
ingar á borð við síð-módernista, ný-expressj-
ónista, abstraktmálara, raunsæismálara, form-
alista og hugmyndalistamann sé Gerhard
Richter fyrst og fremst einlægur unnandi mál-
verksins. Forsíðuviðtal í helgartímariti The
New York Times lýsir einföldu og reglusömu
lífi listamannsins í úthverfi Kölnarborgar
ásamt þriðju eiginkonu sinni og tveimur ung-
um börnum. Þar kemur fram að Richter vakn-
ar klukkan korter yfir sex á hverjum morgni.
Hann útbýr morgunmat handa fjölskyldunni
Árið 1961 flúði hann til Vestur-Þýskalands og
sá foreldra sína aldrei aftur. Eins og nærri má
geta höfðu aðstæður og umhverfi síðari heims-
styrjaldar í Þýskalandi mikil áhrif á Richter,
sem fyrir vikið hefur fordæmt hvers kyns hug-
myndafræði, kennisetningar og viðteknar
skoðanir samfélagsins sem múgsefjandi ógn-
arafl.
Það sem kemur helst á óvart við að skoða yf-
irlitssýningu MoMA er hversu sjálfum sér
samkvæmur Richter hefur alla tíð verið í sýn
sinni á málverkið og leikið sér markvisst að
ólíkum framsetningarmáta þess. Útlínur fyr-
irmyndanna, sem oftast byggjast á ljósmynd-
um, eru smurðar út eins og til að grafa undan
sannleiksgildi ljósmyndarinnar. Það er eins og
listamaðurinn vilji benda á að þetta séu allt
saman stílbrögð, að framsetning veruleikans
sé ekki ólík umbrotshönnuðum síðum dag-
blaða, þar sem ríkjandi öfl matreiði staðreynd-
ir ofan í viðbragðsdofinn fjöldann.
Einn helsti styrkur verka Richters er fólg-
inn í því hvað hann er í senn óhugnanlega fjar-
rænn og óþægilega persónulegur í efnistökum
sínum. Aðferð sem hann virðist beita meðvitað
til að koma áhorfandanum í sífellu á óvart og
afhjúpa tvíræðnina að baki viðteknum skoð-
unum og söguskýringum. Hann afhjúpar
gegndarlausa grimmd heimsins allt í kringum
okkur um leið og hann dregur fram upphafna
og ósnertanlega fegurð.
Samfelldur óður
til listasögunnar
Verk Richters eru yfirfull af skírskotunum
til listasögunnar. Hann vísar til frægs mál-
verks Duchamps þegar hann málar eiginkonu
sína í „Nakin í stigagangi“ árið 1966 og hæðir
upphafna ímynd mikilmennisins í 48 portrett-
myndum af skáldum og vísindamönnum frá
1972. Hann aðhyllist poppstefnuna um tíma í
slagtogi við listamanninn Sigmar Polke, stíl
sem þeir endurskíra kapítalískt raunsæi. Er
samt alltaf jafnóútreiknanlegur. Segist mála
bara til að mála, myndefnið skipti engu, nokk-
uð sem erfitt er að trúa þegar maður stendur
frammi fyrir verkum sem byggjast á blaða-
úrklippum af fórnarlömbum fjöldamorðingja,
klámmyndum, ljósmynd af nasistaforingjanum
Rudi frænda eða ekkjunni Jackie Kennedy. En
þá birtist allt í einu röð verka frá 1973 þar sem
Richter endurgerir boðunarmynd endurreisn-
armálarans Tizians. Nokkrar abstraksjónir og
síðan vísun til impressjónismanns í verkinu
„Feneyjar“ frá 1985. Og Richter hefur aug-
ljóslega í huga munúðarfull málverk Balthusar
af ungum stúlkum í einu af fjölmörgum verk-
um af dóttur sinni, Betty, árið 1977. Í lands-
lagsmálverkunum endurvekur hann rómantík
á borð við þá sem er að finna í verkum þýska
19. aldar málarans Caspars Davids Friedrich.
Kyrralífinu gerir hann fyrst skil í einföldum
uppstillingum kerta og hauskúpu á 9. áratugn-
um, en ólíkt heimilislegum blómauppstilling-
um nýrri verka hafa þessar fyrstu kyrralífs-
myndir yfir sér trúarlegt yfirbragð, ef ekki
fyrirboða dauðans. Fer manni að finnast eins
og leikur Richters sé til þess gerður að rugla
„ÉG TRÚI Á
FEGURÐINA“
Yfirlitssýning á verkum þýska listmálarans Gerhards
Richters stendur nú yfir í Museum of Modern Art,
MoMA, í New York. Er þetta fyrsta stóra safnasýning
Richters í Bandaríkjunum og hefur hún vakið verð-
skuldaða athygli. HULDA STEFÁNSDÓTTIR segir frá
ferli þessa þversagnakennda málara, – bölsýna róm-
antíkernum sem gerði stefnuleysi að sínum stíl.
Ljósmynd/Marian Goodman Gallery, New York.
Ungur sonur Richters í 863-1, Moritz, frá árinu 2000.
Ljósmynd/The Museum of Modern Art, New York.
Sjálfsmynd listamannsins frá 1996.
Ljósmynd/Art Gallery of Ontario, Toronto.Abstraktverk frá 1977.