Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Page 15
skilgreiningarglaða listunnendur í ríminu.
Richter byggir málverk sín ýmist á eigin
ljósmyndum eða myndum úr dagblöðum og
tímaritum. Hann á
gríðarlegt safn mynda
sem hann hefur flokk-
að og raðað samvisku-
samlega frá árinu
1962 undir heitinu
„Atlas“, en safnið tel-
ur nú yfir 5.000 mynd-
ir. Hann segir að ljós-
myndirnar hafi
frelsað sig undan
kröfu málverksins um
persónulega tjáningu.
Þær séu „hreinar
myndir“, hlutlausar í
efnisnálgun, lausar
við ákveðin stílein-
kenni og úthugsaða
myndbyggingu. „Þess
vegna laðaðist ég að
þeim, – ekki vegna
þess að þær væru að-
ferð við að mála, held-
ur vegna notkunar á
málverkinu sem að-
ferð til að mynda.“
Verk síðari ára eru
undir áhrifum birt-
umeistara á borð við
Rembrant, Velásques
og Manet, og ekki síst
flæmska 17. aldar
málarann Vermeer.
Myndefnið er auk
þess persónulegra en
oft áður. Verkin ljóma
í mjúkri gulri birtu og
fela í sér sömu þoku-
kenndu afmáningu út-
lína og áður var vikið að – sem listamaðurinn
segir að stafi eingöngu af vankunnáttu sinni
andspænis hárnákvæmri tækni gömlu meist-
aranna. Hann líkir aðferðinni við „neyðaraf-
töku“ á óþolandi ljótu myndverki. Segir hæfi-
lega alvarlegur að yfirbragðið sé leið sín til að
fegra eigin klaufaskap. Hliðstæðu þessa sé að
finna í abstraktmálverkinu þegar hann grípi til
þess að hylja undirlagið hrímhvítu, „… og þá
er allt fallegt og nýtt og ferskt, eins og snjór-
inn. Þjáningin og óhugnaðurinn er á enda“.
Richter reynir ekki að leyna tilvist þessarar
aðferðar sinnar en fyrsta málverkið sem hann
„sló á frest“ með þessum hætti er „Borð“ frá
1962, sem hann segir að sér hafi fundist svo
„heimskulegt“ þar sem það stóð í fullkomnun
sinni á myndfletinum. „Það er ekki hægt að
mála með þessum hætti, það er vandamálið.
Það verður hreinlega óþolandi.“ Smám saman
hafi hann síðan farið að líta á þessar hvatvísu
afmáningar eins og hverja aðra aðferð við að
mála. Listamaðurinn er tregari til að skýra frá
aðgreiningu á abstraktmálverkunum og raun-
sæismyndunum, sem hann segir þó að eigi sér
mjög ólíka nálgun. Hins vegar er ljóst að í sum-
um tilfellum verður raunsæisverk að ab-
straksjón á seinni vinnslustigum eins og sjá má
af verkinu „Kapella“ frá 1995 þar sem veikar
útlínur kirkjubyggingar eru greinanlegar und-
ir skafningi yfirborðsins, sem á köflum bland-
ast blautu undirlaginu.
Er hægt að vera án hugsjóna?
Röð málverka kennd við 18. október 1977,
frá árinu 1988, er án efa umdeildasta verk
listamannsins. Fyrirmyndin er ljósmyndir sem
birtust í dagblöðum í Þýskalandi ellefu árum
áður í tengslum við réttarhöld og síðan sjálfs-
morð, sem sumir töldu dulbúin morð, for-
sprakka hryðjuverkahópsins Baader-Meinhof
í fangelsinu í Stuttgart, sem og lát Ulrike
Meinhof ári áður. Þar er m.a. að finna portrett
af þremenningunum Andreas Baader, Gudrun
Ensslin og Meinhof, bæði lífs og liðnum, og
drungalegar „kyrralífsmyndir“ af fangaklefa
Baader og plötuspilaranum sem hafði að
geyma skammbyssuna sem varð honum að
bana. Verkin eru í köldum gráskalalitatónum
dagblaðaprentunar og myndefnið misskýrt,
stundum nánast ógerningur að lesa í það nema
með hliðsjón af titli verksins, í öðrum tilvikum
kemur það óþægilega nærri manni, s.s. í verk-
unum „Dauður“ af Meinhof. Mörgum var mis-
boðið og þótti sem Richter væri með þessu að
upphefja hryðjuverkamennina sem hetjur.
Aðrir sögðu hann þvert á móti vera að leggja
áherslu á að í þessari sorgarsögu væru engar
hetjur. Richter segist hafa verið að leita svars
við erfiðri spurningu sem lengi hafi sótt á sig;
hvort það væri mögulegt að vera óháður og
laus undan hvers kyns hugsjónum. „Ég hafði
alltaf ímyndað mér að ég væri einn fárra sem
lifðu án nokkurra hugsjóna en uppgötvaði síð-
an að einmitt í þessu væri blekking mín fólgin.
Að andstaða mín við hugsjónir væri hugsjón í
sjálfu sér.“ Í ljósi viðburðanna í Bandaríkjun-
um 11. september sl. segir Richter Baader-
Meinhof-hópinn hafa verið barnalega og ein-
feldingslega hryðjuverkamenn. Þau hafi verið
rómantíkerar en hryðjuverkamenn í dag séu
fagmenn.
Rómantískari
viðhorf seinni ára
Af fyrrgreindu má vera ljóst að Richter hef-
ur róast mjög með árunum og að ákveðin yf-
irvegun virðist hafa tekið við af þeirri bölsýni
sem áður einkenndi verk hans og yfirlýsingar,
s.s. lesa má í safni skrifa listamannsins frá
1962–1993 undir heitinu Dagleg iðja málarans
(The Daily Practise of Painting). En að sama
skapi er sem nýleg verk Richters skorti púður
– hinn reiðilega kraft sem var að finna í eldri
verkum hans. Sjarmerandi einlægur pirring-
urinn, sem stafaði af vanmætti listamannsins
andspænis fullkomnu raunsæi í málverkinu og
leiddi til heiftugs pensilkrots fyrstu abstrakt-
verkanna, hefur verið yfirbugaður. Það er eins
og Richter standi hálfeirðarlaus og vansæll
frammi fyrir fullkomnun eigin tæknibragða.
Spennan ekki lengur fyrir hendi og þoku-
kenndur og dulúðugur raunsæisstíllinn verður
hálfskrautkenndur fyrir vikið. Þetta kemur
glöggt fram í síðustu verkum sýningarinnar af
Sabinu, eiginkonu Richters, með ungbarn
þeirra á brjósti. Undantekningu frá þessu er
þó að finna í röð verka listmálarans af búldu-
leitum og kámugum syni sínum, Moritz, við
matarborðið. Myndirnar aðlaðandi, mishráar
og -hraðar, auk þess sem erfitt er að standast
stóreygan undrunarsvip barnsandlitsins.
Spurning hvert Richter
leitar næst …
Í vinnustofu listamannsins hanga nú uppi
eintóna abstraktmálverk þar sem málað er á
bakhlið spegilglers. Þrjú slík verk er að finna á
sýningunni í MoMA, m.a. verkið „Blóðrauður“
frá síðasta ári. Kann það að vera fyrirboði um
enn ein kaflaskilin í list Gerhards Richters.
Tilvitnanir í listamanninn eru teknar úr grein Michaels
Kimmelmans í The New York Times Magazine, 27. jan-
úar 2002: The Enigma, og viðtali Roberts Storrs við
listamanninn í Art in America, janúar 2002: Gerhard
Richter: The Day is Long.
Ljósmynd/Ben Blackwell, San Francisco Museum of Modern Art.
Borð; fyrsta abstraktsjón Richters frá 1962.
Ljósmynd/The Museum of Modern Art, New York.
Sveitasælan í algleymi í verkinu Wiesental frá 1985.
Nýlegt abstraktverk Richters 866-2 Abstraktes Bild, frá árinu 2000.
Ljósmynd/Marian Goodman Gallery, New York.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. MAÍ 2002 15
MYNDLIST
Árnastofnun, Árnagarði: Handrit. Til
15.5.
Galleri@hlemmur.is: Björk Guðna-
dóttir. Til 26.5.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Olivur
við Neyst og Anker Mortensen.
Rauða stofan: Vigdís Kristjánsdóttir.
Til 20.5.
Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu:
Helgi Þorgils. Til 2.6.
Gallerí Reykjavík: Þrír spænskir
málarar. Til 9.5.
Gallerí Skuggi: Kristinn Pálmason,
málverk og Gulleik Lövskar hönn-
uður. Til 5.5.
Gerðarsafn: Til minningar um Ástu
Guðrúnu Eyvindardóttur. Til 12.5.
Hafnarborg: Bjarni Sigurðsson.
Kristín Þorkelsdóttir. Til 6.5.
Hallgrímskirkja: Sigtryggur Bjarni
Baldvinsson. Til 20.5.
Hús málaranna, Eiðistorgi: 10 mynd-
listarmenn. Til 31.5.
Hönnunarsafn Ísl., Garðatorgi: Ólaf-
ur Þórðarson.Til 12.5.
i8, Klapparstíg 33: Sara María Skúla-
dóttir. Hörður Ágústsson. Til 5.5.
Íslensk grafík: Mark Norman Bross-
eau. Til 19.5.
Listasafn Akureyrar: Rússnesk
myndlist 1914-1956. Til 26.5.
Listasafn ASÍ: Svava Björnsdóttir.
Jón Sigurpálsson. Til 12.5.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið
laugardaga og sunnudag kl. 14-17.
Listasafn Íslands: Rússnesk myndlist.
Til 16.6.
Listasafn Rvíkur - Hafnarhús: Breið-
holt. Aðföng. Til 5.5. Kínversk sam-
tímalist. Til 2.6.
Listasafn Rvíkur - Kjarvalsstaðir:
Þorbjörg Pálsdóttir og Ásmundur Ás-
munds. myndhöggvarar. Til 5.5.
Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Kyn-
legir kvistir. Til 5.5.
Listhús Ófeigs: Hadda Fjóla Reyk-
dal. Til 15.5.
Mokka: Aaron Mitchell. Til 9.7.
Norræna húsið: Siri Derkert. Til
11.8.
Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B: Sex
listamenn. Til 12.5.
Þjóðarbókhlaða: Yfirlitssýning á
verkum Halldórs Laxness. Til 31. des.
Þjóðmenningarhúsið: Landafundir og
ragnarök. Kristni í 1000 ár. Til 12.5.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Salurinn: Karlakórinn Fóstbræður.
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þorsteinn
Guðnason einsöng. Eggert Pálsson
slagverk og Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir píanó. Kl. 16.
Seljakirkja: Kór Átthagafélags
Strandamanna. Kl. 17.
Sunnudagur
Bústaðakirkja: Barna- og unglinga-
kór Bústaðakirkju. Kl. 16.
Hallgrímskirkja: Spunalist og sálma-
söngur. Kl. 17.
Salurinn: Erling Blöndal Bengtsson.
Kl. 20.
Ýmir: Rannveig Fríða Bragadóttir,
Gerrit Schuil. Kl. 16.
Mánudagur
Salurinn: Laufey Sigurðardóttir,
Richard Talkowsky, Krystyna Cortes,
Garðar Thór Cortes. Kl. 20.
Þriðjudagur
Salurinn: Nicole Vala Cariglia og
Árni Heimir Ingólfsson. Kl. 20.
Fimmtudagur
Salurinn: Bergþór Pálsson og Jónas
Ingimundarson.Kl. 20.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Strompleikurinn, lau.,
fim. fös. Jón Oddur og Jón Bjarni,
sun. Með fulla vasa af grjóti, fös.
Virginía Woolf, sun., fös. Veislan, lau.,
mið., fim.
Borgarleikhúsið: Kryddlegin hjörtu,
fös. And Björk of Course, lau., sun.
Píkusögur, sun. Sumargestur, frums.
lau., fim. Jón Gnarr, fös. Gesturinn,
lau., sun.
Vesturport: Lykill um hálsinn, sun.
Möguleikhúsið: Prumpuhóllinn, sun.,
fös.
Hafnarafjarðarleikhúsið: Rauðhetta,
sun. Skáld leitar harms, frums. 10.
maí. Sellófon, mið.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U