Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.2002, Side 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 4. MAÍ 2002 LAUGAR, VESTFIRÐIR, 1991: Frá upphafi þriðja áratugarins. Hér höfum við heita pott- inn við danssalinn sem ég lýsti í síðustu grein þessa flokks.* Hann stendur fyrir notalegt augnablik sem er engu öðru líkt í sögu íslenskrar byggingarlistar. Eins og sjá má býr pott- urinn yfir sérstæðum ljóðrænum eiginleikum. En ég ætla einnig að lýsa honum, því svo ein- stakir hlutir snerta mann og eru kveikjan að ógleymanlegri upplifun. Hugsið ykkur lítið herbergi, svona tvisvar sinnum þrjá metra, með glugga og útsýni yfir grasi gróna hlíð. Ekk- ert sérstakt útsýni í sjálfu sér en þegar vætan glæðir það lífi – svo hagarnir renna saman í skynrænt skýjað litaspil – umbreytist það í spegil hugans þar sem maður liggur þar í mak- indum. Hugsið ykkur flísalagt gólf og yfir því kyrran spegil vatns. Maður fer að þessum heita potti í gegnum upphækkaðar dyr á vegg sundlaugarinnar við hliðina. Og síðan stígur maður niður, beint ofan í vatnið og inn í munúðarfullan og draumkenndan heim friðsældar. *Sjá Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands), Lesbók, 27. apríl 2002. Þetta er fjórði hluti flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands). © fyrir ljós- mynd, 1991, og texta, 2002, Roni Horn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.