Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Síða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. MAÍ 2002 RIT franska fræðimannsins Tzvetan Todorov, Imperfect Garden (Le jardin imparfait/ Ófullkominn garður) hefur verið gefið út í enskri þýðingu. Í verkinu kannar Todorov rætur, mörk og mögu- leika húm- anískrar hugs- unar, jafnframt því sem fjallað er um verk forvígismanna húm- anismans, s.s. Montaigne, Rouss- eau og Constant, en einnig Des- cartes, Montesquieu og Toqueville. Í hverjum kafla bók- arinnar einbeitir höfundurinn sér jafnframt að einu megintil- vistarþema, sem eru frelsi, fé- lagslegt líf, ást, sjálf, siðferði og tjáning. Þá les Todorov for- sendur húmanismans saman við önnur hugmyndakerfi. Tzvetan Todorov er einn af fremstu fræðimönnum samtíð- arinnar, og var meðal spor- göngumanna í strúktúralískri greiningarfræði. Leik- og sagnaskáldið Michael Frayn BRESKI rithöfundurinn Michael Frayn hefur sent frá sér nýja skáldsögu, Spies: A Novel (Njósnarar: Skáldsaga). Sag- an lýsir endur- komu sextugs manns til æsku- slóða sinna, þ.e. smábæjar í Eng- landi. Þar leitast söguhetjan við að henda reiður á þeim atburðum sem áttu sér stað í bænum fyrir rúmum 50 árum, þegar heims- styrjöldin síðari geisaði. Bókin er samkvæmt umsögnum á bókavef Amazon spennuþrungin, drama- tísk og þrungin fortíðarþrá. Michael Frayn sem er búsettur í London hefur sent frá sér níu skáldsögur, þar á meðal met- sölubókina Headlong sem til- nefnd var til Booker-verð- launanna. Margir þekkja Frayn þó betur sem leikskáld en hann hefur skrifað þrettán leikrit. Meðal þeirra þekktustu eru Nois- es Off og Copenhagen, sem vann til þrennra Tony-verðlauna árið 1999. Heimsvaldastefnan og lífs- viðhorf Rudyards Kiplings DAVID Gilmour hefur skrifað ævisögu um breska skáldið Rudyard Kipling. Ber hún heitið The Long Recessional: The Imperial Life of Rudyard Kipling (Útgöngusálmurinn: Heims- valdastefna og Rudyard Kipl- ing). Rudyard Kipling þykir með betri rithöfundum Breta en hann var uppi á árunum 1865–1936. Hann var mjög ungur að árum þegar hann vakti athygli með frásögnum sínum af bresku lífi í nýlendunni Indlandi en árið 1907 hlaut hann Nóbelsverðlaunin. Kipling var mjög hliðhollur breskri heimsvaldastefnu og mörkuðu lífsviðhorf hans mjög skáldskap hans og önnur skrif. Hann var jafnframt atkvæða- mikil persóna í breskri sögu og þykir mörgum lífshlaup hans tákngera endalok hins glæsta breska heimsveldis. Í hinni nýju ævisögu fjallar Gilmour um rit- höfundinn í ljósi þeirrar hug- myndafræðilegu stöðu sem hann staðsetti sig í. David Gilmour hefur skrifað bækur um bók- menntasögu og pólitíska sögu, auk tveggja ævisagna sem unnið hafa til verðlauna. ERLENDAR BÆKUR Todorov og húmanisminn Tzvetan Todorov Rudyard Kipling IListahátíð verður sett í dag með viðeigandi viðhöfnog dagskráin er venju fremur fjölbreytt og glæsileg. Innlendir og erlendir listamenn verða bornir á hönd- um næstu þrjár vikur og tónlist, myndlist, leiklist og dans í fjölbreyttum myndum verða á boðstólum. IIÞegar kemur að þætti fjölmiðlanna í þessu sjón-arspili listanna sem hefst í dag þá verður alltaf viss gengisfelling á verðgildi stóru lýsingarorðanna þar sem ekki er við hæfi að gera gæðamun á fram- lagi þeirra sem leggja til kúnst sína. Allir eru í „fremstu röð“, „heimsþekktir“, hafa hlotið „fjölda við- urkenninga og verðlauna“ eða eru „margverðlaun- aðir“ og hafa farið óslitna „sigurför um heiminn“ á undanförnum árum. Ekki þarf að efast um að þetta sé allt satt og rétt, en stóru orðin hafa óneitanlega misst nokkuð af upprunalegum þunga sínum þegar þau eru notuð nánast daglega árið um kring og ekki geymd sérstaklega til notkunar á hátíðastundum. Allir listamenn sem hingað koma eru nefnilega „í fremstu röð“, „heimsþekktir“, hafa hlotið „fjölda við- urkenninga og verðlauna“ eða eru „margverðlaun- aðir“ og hafa farið óslitna „sigurför um heiminn“ á undanförnum árum“. Vandi þeirra sem ætla að draga einhverja marktæka ályktun af orðskrúðinu er að reyna að gera sér grein fyrir af samhenginu hvort þau eigi við rök að styðjast eða hvort listamað- urinn höfði með einhverjum hætti þannig til þeirra að ástæða sé til að berja viðburðinn augum. IIIHollendingurinn fljúgandi er einn af stærstuviðburðum Listahátíðar og brestur á í kvöld með frumsýningu í Þjóðleikhúsinu. Þar er hver stjarnan upp af annarri, söngvarar og listrænir stjórnendur í fremstu röð og ekki þarf að efast um verkið sem hefur fyrir löngu fest sig í sessi á 150 ára göngu sinni um óperusvið heimsins. Allar forsendur eru því fyrir að taka sterkt til orða og beita stóru lýs- ingarorðunum óspart. Spennan um útkomuna felst þó fyrst og fremst í því hvernig þessum tilteknu lista- mönnum tekst til í glímunni við Wagner, hann stendur keikur eftir hvernig sem veltist. IVSalka Valka er nýtt dansverk eftir Auði Bjarna-dóttur við tónlist eftir ungt tónskáld, Úlfar Inga Haraldsson. Það verður frumsýnt í Borgarleikhús- inu í dag. Þar takast íslenskir listamenn á við eitt af höfuðverkum Halldórs Laxness og túlka það í tónlist og dansi. Vafalaust er óhætt að hafa uppi stóru orðin um þennan viðburð þó að ekki sé fyrirfram vitað hvernig til tekst. Frumsköpun íslenskra listamanna er undantekningarlaust meira spennandi en end- urgerðir og túlkanir erlendra verka, hvort heldur eru klassísk eða nýrri af nálinni. Öll list, tónlist, dans, myndlist og leiklist, er í upphafi frumsköpun og rennt er blint í sjóinn með útkomuna. Það er eðli listanna og krafturinn sem knýr listamanninn áfram er að skapa án umhugsunar um niðurstöð- una. Því fleiri stærðir sem eru þekktar í ferlinu, orðs- tír listamannanna og verksins, því nær færist út- koman lögmálum markaðarins. Hjá því verður ekki komist. Listahátíð í Reykjavík 2002 er sambland áhættu af frumsköpun með þáttöku þekktra og við- urkenndra listamanna. Alltaf má deila um hlut- föllin en dagskráin virðist „fjölbreytt og við hæfi flestra“. NEÐANMÁLS M IG rak í rogastans sl. mánudag þegar ég las leiðara Jónasar Krist- jánssonar í Frétta- blaðinu. Ég hélt að Jón- as hefði vit og aldur til að senda ekki frá sér annað eins og þar mátti lesa. Mánudagsleiðari þessi fjallaði um opinber- an stuðning við listir og þykir leiðarahöfundi lít- ið til slíks athæfis koma eða listamanna yf- irleitt. Ég elti ekki ólar við það þótt Jónas kenni listalíf okkar við meðalmennsku, sú skrýtna af- staða ritstjóra sem stóð að menningarverðlaun- um til margra ára skaðar hann sjálfan mest. Hitt er svaravert er hann segir: „Norrænar þjóðir beita úthlutunarnefndum til að halda uppi menningu, en engilsaxar treysta mark- aðinum. Á Norðurlöndum hafa listamenn út- hlutunarnefndir fremur en markaðinn í huga, en í stóru löndunum hafa þeir markaðinn í huga fremur en úthlutunarnefndir. Þessi mismunur viðhorfa hefur áhrif á störf listamana.“ Þarna skjóta kunnuglegir fordómar upp kolli. Því hefur svo oft verið haldið ranglega fram að Englendingar og Bandaríkjamenn skari fram úr í listum vegna þess að listalíf þessara þjóða sé háð eftirspurn á markaði. Það er einfaldlega rangt að „engilsaxar“ setji traust á markaðinn þegar listsköpun er annars vegar. Það er sömu- leiðis rangt að Norðurlandaþjóðir séu eitthvað öðruvísi með þessi mál en aðrar þjóðir. Ég skil ekki hverju það þjónar að halda annarri eins vitleysu fram. Ef við viljum skoða málin nánar nægir að fara inn á heimasíðu Listráðsins á Englandi (Arts Council of England) á slóðinni http:// www.artscouncil.org.uk/ til að sjá að í ár út- hlutar ráðið tæplega 300 milljón enskum pund- um til stuðnings listum í landinu. Ekki nóg með það, því í viðbót kemur svo drjúgur skerfur af lottótekjum, ólíkt því sem hér gerist, auk pró- sentu af miðasölu á listviðburði (skemmtana- skatturinn sællar minningar). Þar við bætist að borgar- og sveitarstjórnir verja líka dágóðum upphæðum til eflingar listalífsins og eru þá ótaldir þeir fjölmörgu sjóðir jafnt á vegum hins opinbera og einkaaðila sem hafa það hlutverk að styðja við listsköpun og menningarviðleitni. Ef litið er til Bandaríkja Norður-Ameríku, þess lands sem menn ímynda sér stöðugt í fá- kænsku sinni að fari að ráðum markaðarins í einu og öllu, nægir að fara inn á heimasíðu hinnar risavöxnu ríkisstofnunar National End- owment for the Arts á slóðinni http://arts.- endow.gov/ til að komast að sannleikanum. Sú stofnun útdeilir í ár ríflega 115 milljón dölum til listsköpunar og hefur ráðstöfunarfé stofnunar- innar hækkað um 10 milljón dali frá seinasta ári. Við þetta bætist að flest ef ekki öll ráðuneyti stjórnarinnar í Washington hafa sérstaka sjóði á sínum vegum til þess eins að styðja við listir og er þá lítill munur á varnarmálaráðuneyti, utanríkisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, land- búnaðarráðuneyti, umhverfisráðuneyti, menntamálaráðuneyti eða hvaða öðru ráðuneyti sem menn kjósa að nefna. Þá er ógetið um stuðning fylkisstjórnanna, hverrar fyrir sig, auk stuðnings borga og betur megandi bæj- arfélaga, að ekki sé minnst á alla sjóðina sem ýmist eru í eigu hins opinbera ellegar einka- aðila. Einhverjum þykir þetta sjálfsagt ærið, en fleiri matargöt eru þó ótalin, m.a. háskólarnir. Sæmilega skynugir Englendingar og Banda- ríkjamenn vita auðvitað að markaðurinn er skynlaus skepna og líklegri til að valda tjóni en verða til gagns þegar listsköpun er annars veg- ar. Eða eins og mexíkóska Nóbelsskáldið Oct- avio Paz sagði: „Blindur og heyrnarlaus mark- aðurinn hefur hvorki ást á bókmenntum né áhættu og kann ekki að velja. Ritskoðun hans er ekki byggð á hugmyndafræði, því hann hefur ekki hugmynd um eitt eða neitt.“ Af tómri forn- eskjulegri einþykkni vilja sumir ekki horfast í augu við þessa staðreynd hér á landi. FJÖLMIÐLAR LEIÐUR LEIÐARI LEIÐASTUR Því hefur svo oft verið haldið ranglega fram að Englendingar og Bandaríkjamenn skari fram úr í listum vegna þess að listalíf þessara þjóða sé háð eftirspurn á markaði. Það er einfaldlega rangt að „engilsaxar“ setji traust á markaðinn þegar list- sköpun er annars vegar. Á R N I I B S E N BANDARÍSKU mannréttinda- samtökin Human Rights Watch segja nú að ljóst sé að Ísraelsher hafi gerst sekur um stríðsglæpi í búðunum í Jenín og telja að ríflega 50 Palest- ínumenn hafi fallið sem er reyndar minna en Palestínumenn sjálfir halda fram. Hins vegar er talið að rúmlega tuttugu af hinum föllnu hafi verið óbreyttir borgarar. Þegar Palest- ínumenn eiga í hlut heitir þetta að „ekki hafi verið framið fjöldamorð“ (en þegar þýskir skólanemar drepa á annan tug manna vita menn hvað þetta heitir). Engar aðgerðir eru fyr- irhugaðar af hálfu Vesturlanda vegna þessa og Ísraelsmenn virðast verða látnir óáreittir enn um hríð. www.murinn.is Dag nokkurn sló Erzsébet í reiði sinni til þjónustustúlku, svo blóð hennar féll á nakið hörund hennar – og þá gerðist undarlegur viðburður: húðin breytti um yfirbragð, varð ferskari, bjartari og mýkri viðkomu. Greifynjan ráðgaðist þegar í stað við Darvúlíu, sem taldi henni trú um að blóð óspjallaðra meyja fæli í sér töfraþrunginn endurnýjunarmátt. Erzsébet hafði því að eigin mati fund- ið ódauðleikaaðferð, tæki til að end- urheimta og viðhalda eilífum æsku- blóma, enda trúði hún gömlum fræðum um að blóð fólks fæli í sér lík- amlega og andlega eiginleika þess, að ungur dreyri gæti skákað storkn- un ellinnar. Hún sannfærðist um að baðaði hún sig upp úr eða drykki blóð ungra meyja yrði hún dýrðleg sem forðum, enda tóku nú við tímar blóðsúthellinga í Csejthekastala. kistan.is Morgunblaðið/Ómar Bognar en brotnar ekki. EKKI FJÖLDA- MORÐ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.