Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.2002, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. MAÍ 2002 3
H
VERSU löng er leiðin
austur til Indlands? Það
er auðmælt og hafið yfir
ágreining. Hversu vel
hefur Indverjum vegnað,
síðan þeir tóku sér sjálf-
stæði 1947? Um það eru
skiptar skoðanir, enda er
ekki hægt að leggja neinn einfaldan eða
einhlítan mælikvarða á svo margslungið
mál. Af þessu dæmi má ráða, hvers vegna
raunvísindi eru jafnan einfaldari í með-
förum en mannvísindi. Raunvísindamenn
mæla fjarlægðir og margt fleira, og yfirleitt
er engin ástæða til að efast um aðferðirnar
og niðurstöður mælinganna. Félagsvís-
indamenn virða mannfélagið fyrir sér frá
ýmsum sjónarhornum, vega það og meta,
og slíkt mat getur verið margvíslegri óvissu
undirorpið. Með öðrum orðum: einfaldar
staðreyndir eru hafnar yfir ágreining eða
ættu a.m.k. að vera það, en skoðanir – þar á
meðal stjórnmálaskoðanir – eru það ekki.
Og ætti ekki að koma neinum á óvart.
Eigi að síður eru sumar skoðanir hafnar
yfir ágreining, ef að er gætt, eða ættu
a.m.k. að vera það. Virðing fyrir mannrétt-
indum og lýðræði er ekki smekksatriði,
heldur fortakslaus krafa í sérhverju siðuðu
samfélagi og hafin yfir ágreining. Þó eru
aðeins fáein ár síðan lýðræðisþjóðir heims-
ins voru miklu fámennari en hinar og áttu í
vök að verjast. Þetta hefur gerbreytzt sem
betur fer: nú er lýðræði í sókn víðast hvar
og einræði á undanhaldi. Samt er fjölmenn-
asta landi heims enn í dag stjórnað af
mönnum, sem bera litla virðingu fyrir vest-
rænu lýðræði og mannréttindum. Af þessu
getum við séð, að skoðanir, sem enginn
ágreiningur er um á einum stað, geta verið
skiptar á öðrum: þetta fer eftir menning-
arsvæðum, en það er þó engin afsökun.
Kínverjar verða ekki fyllilega hlutgengir í
samfélagi siðaðra þjóða, fyrr en þeir semja
sig að vestrænni virðingu fyrir mannrétti
og lýðræði: hér eru engir afslættir í boði.
Tökum annað dæmi. Öllum þykir það
sjálfsagt í okkar heimshluta, eða næstum
öllum, að fjölkvæni sé óleyfilegt. Samt
þurfum við ekki að fara út fyrir okkar eigin
menningarheim til Austurlanda nær eða
Afríku til að finna fjölkvænissamfélög – nei,
okkur dugir að fara á slóðir mormóna í Ut-
ah í miðjum Bandaríkjunum. Þar eru sums
staðar margar eiginkonur á bak við eldavél-
ina á einu og sama heimili; þetta er að vísu
ekki löglegt lengur, en var þó látið viðgang-
ast þar til nýlega. Sama máli gegnir um
sæmdarmorð, sem svo eru nefnd: okkur
finnast þau forkastanleg, en samt tíðkast
þau ekki aðeins í Pakistan og Kúrdistan og
þar um slóðir, heldur einnig sums staðar í
Suðaustur-Evrópu – án þess að sjálfsagt
sé, að morðingjarnir þurfi að svara til saka.
Og tökum eitt dæmi enn, svo að ekkert fari
á milli mála: af okkar evrópska sjónarhóli
jaðrar byssudýrkun Bandaríkjamanna við
brjálæði. Okkur Evrópumönnum finnst það
langflestum gersamlega fráleit skipan, og
það finnst einnig Japönum og flestum öðr-
um Asíumönnum, að nánast hver sem er
geti eignazt og átt skammbyssur, sem eru
sérhannaðar til að drepa fólk: það er hægt
að kaupa slík skotvopn í póstkröfu þar
vestra. Meiri hluti Bandaríkjamanna styð-
ur þetta fyrirkomulag. Tveir af hverjum
þrem fulltrúum á Bandaríkjaþingi eiga
byssur heima. Og morðæðið heldur áfram.
Byssuvinafélagið stendur með pálmann í
höndunum.
Og nú langar mig að nefna eitt dæmi enn
– af innlendum vettvangi. Það ætti með líku
lagi að vera hafið yfir ágreining, eða svo
sýnist mér, hversu fráleitt það er að leggja
sjöunda part af flatarmáli Reykjavíkur inn-
an Elliðaáa undir flugvöll, sem brezki her-
inn byggði í stríðinu gegn mótmælum ís-
lenzkra yfirvalda og er nú notaður undir
innanlandsflug, sem er og hefur ávallt verið
rekið með roknatapi. Þetta ætti að vera
hafið yfir ágreining af þeirri einföldu
ástæðu, að þetta fyrirkomulag er gersam-
lega glórulaust: það er allt of dýrt. Ef svæð-
ið væri í einkaeign, þá dytti hagsýnum eig-
anda ekki í hug að leggja svo dýrt og mikið
flæmi í hjarta höfuðborgarinnar undir flug-
vallarrekstur. Eigandi, sem gerði slíkt,
væri bersýnilega ekki með réttu ráði. En
samt er flugvöllurinn kyrr á sínum stað,
enda þótt meiri hluti Reykvíkinga, naumur
að vísu, hafi í almennri atkvæðagreiðslu
lýst sig fylgjandi því, að flugvöllurinn fari.
Hvers vegna er flugvöllurinn þarna
ennþá eftir öll þessi ár? Og hvers vegna eru
stjórnvöld nýbúin að eyða miklu fé – nærri
tveim milljörðum króna! – í endurbætur á
flugvellinum, þegar fyrir liggur, að völl-
urinn á að víkja? Ég fæ engan botn í þetta
mál nema með því að bera það saman við
byssubrjálæðið í Bandaríkjunum og aðra
sambærilega vitfirringu. Staðsetning
Reykjavíkurflugvallar er sprottin af land-
lægu virðingarleysi fyrir verðmætum.
Menn hegða sér hópum saman eins og þeim
finnist það engu skipta, hvað hlutirnir
kosta. Málið er samt ekki alveg svo einfalt.
Þeir, sem hagnast á núverandi staðsetn-
ingu flugvallarins, leggja kostnaðinn á aðra
og kæra sig kollótta um afleiðingarnar.
Hagsmunir þeirra, sem vilja hafa völlinn
kyrran á sínum stað, hafa fengið að ráða
ferðinni, af því að hagsmunir okkar hinna
eru dreifðari, þótt við séum miklu fleiri:
flestir þeirra, sem myndu hagnast mest á
flutningi flugvallarins, eru reyndar ófæddir
enn. Við, sem berum kostnaðinn, erum ann-
ars vegar þau okkar, sem gætu búið í hjarta
borgarinnar í stað þess að búa áfram í út-
hverfum, af því að þar eru íbúðirnar, og
hins vegar þau okkar, sem búa nú þegar í
miðborginni, en líðum fyrir fámennið þar
og fábreytnina. Það segir sig sjálft, hversu
borgin væri miklu líflegri, ef tugir þúsunda
byggju á flugvallarsvæðinu á einum bezta
stað borgarlandsins: þá gæti Reykjavík
orðið gönguborg frekar en bílaborg, og þá
fyrst gæti hún orðið glæsiborg á heimsvísu
– og ekki hálfgildings borg, eins og Hannes
Pétursson lýsir henni í Íslandskvæði sínu:
,,Hér stendur rótum í gleði og sorg mitt
sveitamannslíf, mín hálfgildings hugsun í
hálfgildings borg.“
Eftir því sem Ísland opnast og gömul
þröngsýni víkur fyrir víðri útsýn til um-
heimsins, þá munu þessar séríslenzku
lausnir eins og flugvöllur á stóru flæmi í
hjarta höfuðborgarinnar hörfa smám sam-
an undan nútímalegri hugsunarhætti. Þá
munu valdsmenn eins og þeir, sem vilja
endilega hafa flugvöllinn kyrran á sínum
stað til ársins 2016 ef ekki um aldur og ei-
lífð, færast í önnur störf, sem eiga betur við
þá. Þetta hefur verið að gerast smám sam-
an í hundrað ár, en of hægt. Það er dýrt að
bíða, ef biðin þjónar engum skynsamlegum
tilgangi.
Þegar ég var að alast upp, var alltaf að
kvikna í húsum, af því að fólk reykti í rúm-
inu. Yfirvöldin sáu samhengið og settu svo-
hljóðandi auglýsingu í blöðin: ,,Reykjum
ekki í rúminu.“ Eldsvoðunum fækkaði
smátt og smátt.
Auglýsingin var ekki svona: ,,Reykjum
ekki í rúminu eftir 2016.“
REYKJUM EKKI Í
RÚMINU EFTIR 2016
RABB
Þ O R V A L D U R G Y L F A S O N
GUNNAR DAL
ÞÍN NÓTT ER MEÐ
ÖÐRUM STJÖRNUM
Þín nótt er með öðrum stjörnum.
Um lognkyrra tjörn
laufvindur fer.
Kallað er á þig og komið
að kveðjustundinni er.
Dimman, þögnin og djúpið
og blöðin þín mjúk
sem bærast svo hljótt,
liljan mín hvíta
sem lokast í nótt.
Orð ein og hendur sig hefja,
bænir til guðs
úr brjósti manns.
Stíga upp í stjörnuhimin
og snerta þar andlit hans.
Úr heimi sem ekki er okkar
æðra ljós skín
en auga mitt sér,
liljan mín hvíta
sem hverfur í nótt frá mér.
Úr lindunum djúpu leitar
ást guðs til þín
yfir öll höf.
Hún ferjar þig yfir fljótið
og færir þér lífið að gjöf.
Og söngnum sem eyrað ei nemur
þér andar í brjóst.
Dreymi þig rótt,
liljan mín hvíta
sem opnast á ný í nótt.
Höfundur er skáld.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
1 8 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R
EFNI
Graham Swift
er fimmti rithöfundurinn sem Fríða Björk
Ingvarsdóttir ræðir við í viðtalsflokki þeim
sem birst hefur í Lesbók undanfarnar vik-
ur. Hann er einn þeirra höfunda er reis upp
úr miklu blómaskeiði breskrar skáldsagna-
gerðar í upphafi níunda áratugarins og hef-
ur notið sívaxandi virðingar á undaförnum
árum. Swift ræðir m.a. um mikilvægi þess
að hafa trú á skáldskapnum sem skáldskap,
en ekki sem raunveruleika í dulargervi.
Salka Valka
er nýtt dansverk eftir Auði Bjarnadóttur
danshöfund og Úlfar Inga Haraldsson tón-
skáld sem Íslenski dansflokkurinn frum-
sýnir við opnun Listahátíðar í dag. Ragna
Sara Jónsdóttir ræddi við höfundana.
Hollendingurinn
fljúgandi
óperan fræga eftir Richard Wagner verður
frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er
eitt viðamesta verkefnið á dagskrá Listahá-
tíðar sem sett er í dag. Bergþóra Jónsdóttir
ræddi við nokkra þeirra listamanna sem
standa að sýningunni.
Átta íslenskir
myndlistarmenn
eru fulltrúar ólíkra listforma á sýningunni
Mynd – íslensk samtímalist sem opnuð er í
Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi á morg-
un í tilefni Listahátíðar.
FORSÍÐUMYNDIN
er af Hlín Diego Hjálmarsdóttur og Trey Gillen í dansverkinu Sölku Völku sem
frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í dag. Ljósmyndari: Ásdís.