Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 SEX danskir rithöfundar hyggjast höfða mál gegn danska menningar- málaráðuneytinu að því er greint var frá í danska dagblaðinu Berl- ingske Tidende nú í vikulok. Mála- ferlin snúa að niðurskurði á þeim tekjum sem höfundarnir hefðu ann- ars haft af útleigu bóka sinna hjá dönskum bókasöfnum. Alls voru 15.010 dönskum rithöf- undum send bréf frá stjórn bóka- safnanna þar sem hverjum og einum var tilkynnt hvaða greiðslur honum hefðu átt að falla honum í skaut í samræmi við útlán verka hans. Þess- ar greiðslur yrðu hins vegar ekki reiddar af hendi þar sem danska þingið hefði ákveðið að greiða ekki út upphæðir sem væru lægri en 5.000 danskar krónur, eða sem nem- ur um 57.000 íslenskum krónum. „Okkur finnst sem við höfum ver- ið rændir. Niðurskurður á bóka- safnstekjunum er brot á eignarrétti sem ætti að vera tryggður með lög- um,“ sagði Henning Prins, einn rit- höfundanna sex. Auk hans standa að baki málshöfðuninni rithöfundarnir Ebbe Kløvedal Reich, Martin Elmer, Lene Rikke Bresson, Torben Lange og Anne Marie Steen-Petersen. Eng- in þessara rithöfunda verður reynd- ar fyrir tekjuskerðingu vegna ákvörðuninnar og snúast málaferlin því af þeirra hálfu um grundvall- arréttindin sjálf. Niðurskurðurinn hefur í daglegu tali hlotið heitið „hinn öfugsnúni Hrói höttur,“ og er samband danskra rithöfunda einnig að hug- leiða málshöfðun gegn ráðuneytinu fyrir hönd sinna félagsmanna. Rauð kanína Clancys NÝ bók eftir spennusagnahöfund- inn Tom Clancy er væntanleg á markað í byrjun ágústmánaðar. Clancy er efalítið best þekktur fyrir metsölubækur á borð við The Hunt for Red October, Patriot Ga- mes og Clear and Present Danger sem gjarnan hafa einnig ratað á hvíta tjaldið. Það er söguhetjan Jack Ryan, sem aðdá- endur Clancys ættu að vera orðnir vel kunnir úr hans fyrri verkum, sem einnig er í aðal- hlutverki í nýjustu bók höfundarins Red Rabbit. Hér sleppur hann naumlega undan árásum hryðju- verkamanna IRA og tekur síðan þátt í njósna um leynilegar áætlanir Sovétmanna sem m.a. hafa uppi áætlanir um að myrða Jóhannes Pál páfa II. Spennan magnast síðan stig af stigi á meðan að Ryan fetar sig í gegnum blekkingavefi leyniþjónust- unnar. Blindandi birtuskortur MAROKKÓSKI rithöfundurinn Tahar Ben Jelloun fjallar í nýjustu skáldsögu sinni This Blinding Ab- sence of Light, um valdaránstilraun í Marokkó árið 1971. Söguna byggir Jelloun, sem fluttist til Frakklands 1961, á raunverulegri reynslu her- manns nokkurs sem hann kallar Sal- im. Salim tók þátt í tilraun til að velta Hassan II Marokkókonungi af stóli. Komið var í veg fyrir valda- ránið og Salim var sendur í 20 ára fangelsi fyrir sinn þátt í henni. Stærstum hluta þess tíma eyddi hann í Tazmamart neðanjarðar- dýflissunum, en flestir fangar þar deyja hægum og sársaukafullum dauðdaga. Salim lifir vistina hins vegar af þrátt fyrir að vera pynt- aður oft og er að hans mati versti hluti dvalarinnar hið eilífa myrkur sem þar ríkir. Sagan naut mikilla vinsælda er hún kom út á frönsku í fyrra og hefur ensk útgáfa hennar þegar vakið athygli. ERLENDAR BÆKUR Danskir rit- höfundar í mál Tom Clancy Í FERÐAKÁLFI Morgunblaðsins varfyrir skömmu fjallað stuttlega umítölsku borgina Verona, eða Verónsborgeins og Helgi Hálfdanarson kýs að kalla hana í þýðingum sínum á Shakespeare. Í greininni var imprað á ýmsu sem kynni að verða ferðamanni til yndis í þessari ágætu borg og þar á meðal var svonefnt „hús Júl- íu“ þeirrar sem kornung giftist Rómeó á laun og týndi fyrir það lífinu ásamt honum. Í þessari stuttu frásögn var talað um Júlíu eins og hún hefði verið raunveruleg mann- eskja og saga hennar væri sönn. Þetta minnir enn á margívitnuð orð Halldórs Lax- ness um að sá sem ekki lifi í skáldskap kom- ist ekki af á jörðinni. Nú er það svo að Verónsborg hefur margt skemmtilegt að bjóða ferðamanni, m.a. götulíf og verslanir, fornar byggingar, söfn og kirkjur handa þeim sem slíkum stofn- unum unna, forn-rómverska leikhúsið þar sem enn eru haldnir tónleikar og klassískar leiksýningar, og rómverska hringleikhúsið Arena, þar sem heimsliðið í óperusöng treð- ur upp reglulega. Mörgum þykir það ágæt- ur kostur við Arena að auðvelt er að njóta tónlistarflutningsins án þess að borga sig inn, því allt í kring eru götukaffihús þar sem ku vera hægt að nema hvern tón frá hringleikhúsinu. Má það vera frjálshyggju- postulum áminning um þá staðreynd að jafnan njóta margfalt fleiri listanna en þeir sem borga sig inn. En þrátt fyrir allt aðdráttaraflið sem þessir staðir hafa, er það fyrst og fremst „hús Júlíu“ sem trekkir ferðamenn til Ver- ónsborgar. Og það er í raun stórmerkilegt. Því sagan af Rómeó og Júlíu er þjóðsaga með rætur aftur á þriðju öld eftir Krist, en ítalskur höfundur á fimmtándu öld færði síðar í búning væminnar ástarsögu og not- aði raunverulegt fólk úr borginni sinni Ver- ona sem fyrirmyndir að sögupersónunum. Þar á meðal voru þáverandi eigendur „húss Júlíu“. Það var svo Shakespeare kallinn sem stal plottinu eins og honum var svo tamt og gerði elskendurna ódauðlega með leikriti sínu. Árlega koma miljónir ferðamanna til að skoða þetta hús, forgarðinn og svalirnar „frægu“ þar sem unglingurinn Rómeó á að hafa klöngrast upp til leynifundar við sína heittelskuðu. Aðrir koma til þess að verða snortnir af töfrum andrúmsloftsins, krafsa nafn sitt og ástar sinnar á veggina og snerta eða jafnvel kyssa hægra brjóst styttunnar af Júlíu, því það á að færa mönnum gæfu í ástamálum. Verónsborg hefur meir að segja ráðið sérstakan starfsmann til þess að svara bréfum sem „Júlíu“ berast frá elskendum víðsvegar um heiminn, rétt eins og hún sé jólasveinninn. Staðurinn var orðinn aðdráttarafl ferða- manna löngu áður en borgaryfirvöld kveiktu á perunni og hófu að markaðssetja fyr- irbærið. Húsið var gert upp á þriðja áratug seinustu aldar og innréttað í anda leikmynd- arinnar í Hollywood-kvikmynd Cukors frá 1936 um Rómeó og Júlíu þar sem Norma Shearer og Lesley Howard léku elskend- urna. Svalirnar munu vera leifar af fornri steinkistu og fengu núverandi hlutverk skömmu fyrir seinni heimsstyrjöld, en stytt- an „helga“ af Júlíu er einungis 30 ára göm- ul. Íslensk ferðaþjónusta gæti ýmislegt lært af þeim í Verónsborg og væri sjálfsagt ekki óskemmtilegt fyrir ferðamenn að geta þrætt t.a.m. söguslóðir Hlyns Björns um 101 Reykjavík, eða smokrað sér ofan í holu efst uppi á Snæfellsjökli til að sjá hvað mætti sögupersónum Jules Vernes sem ferðuðust ofan í iður jarðar. Skáldskapurinn er svo margfalt skemmtilegri en veruleikinn. Það finnst að minnsta kosti ágætri konu sem ég þekki. Hún skilur ekki hvers vegna við eyð- um ómældu fé í að grafa eftir fornminjum til að fá staðfestingu sögusagna þegar sög- urnar einar ættu að nægja okkur. FJÖLMIÐLAR FERÐAÞJÓNUSTA SKÁLDSKAPARINS ÞEGAR við stöndum frammi fyrir einfeldningslegri bjartsýni eða sjálfumglöðu afturhaldi fylg- ismanna frjálslyndisstefnunnar, sem boða að hið frjálslynda lýðræði Vesturlanda samtímans sé hvorki meira né minna en tilgangur, mark- mið og endalok sögunnar, ber okk- ur skylda til að halda á loft þeirri hugmynd að lýðræðinu er enn ábótavant, um leið og við fylgjum fordæmi Jacques Derrida og horf- umst í augu við – og tökumst á við – ranglætið sem blasir við augum í heiminum sem við lifum í … Björn Þorsteinsson Skírni Þörf bókmennta- verðlaun Af þessu stutta yfirliti ætti að vera ljóst að tilnefningar til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs spegla einungis með höppum og glöppum það besta sem fram kemur í nor- rænum bókmenntum, en það dreg- ur í engu úr mikilvægi framtaksins. Með öllum sínum annmörkum og pólitísku slagsíðum hafa verðlaunin tvímælalaust stuðlað að víðtækari og líflegri umræðu um norrænar bókmenntir, bæði í fjölmiðlum og meðal lesandi almennings, og þau hafa opnað nýja farvegi til kynn- ingar og dreifingar á bókmenntum smærri málsvæða sem voru að meira eða minna leyti einangruð þar til verðlaunin komu til sög- unnar. Þau hafa átt verulegan þátt í að koma hérlendum bókmenntum á framfæri erlendis, þótt ýmislegt annað hafi lagst á sömu sveif. Án þeirra mundum við tæplega geta státað af því, að nú hafa ekki færri en sjötíu íslenskir höfundar fengið verk sín birt á öðrum tungum, skáldsögur, smásagnasöfn, leikrit og ljóðasöfn – að viðbættum fjölmörgum sýnisbókum á mörgum tungum (m.a. dönsku, finnsku, norsku (3), sænsku (2), ensku (3), þýsku (3), rússnesku, búlgörsku og kínversku). Fáir munu hafa ímynd- að sér þvílíka þróun þegar stofnað var til verðlaunanna fyrir 40 árum. Sigurður A. Magnússon tmm Morgunblaðið/Einar Falur Skörun FORDÆMI DERRIDA Á R N I I B S E N I Vestrænt menningarástand einkennist ekki sístaf afstöðuleysi. Við þurfum ekki að gagnrýna vegna þess að valkostirnir eru endalausir. Við þurfum ekki að mynda okkur skoðun vegna þess að við erum frjálslynd. Og við eigum ekki að skipta okkur af því sem aðrir eru að gera vegna þess að við búum við lýðræðisskipulag sem veitir hverjum og einum frelsi innan tiltekins laga- ramma. Allir hafa atkvæði, allir eiga möguleika, allir hafa frelsi – hver er sinnar gæfu smiður. IIÞetta eru meðal annars boðorð hins frjáls-lynda lýðræðis sem Francis Fukuyama sagði að væri hin „endanlega mynd mennskrar stjórn- skipunar“, niðurstaða sögunnar eftir hatrömm hugmyndaleg átök í fjörutíu ár. Spádómur Fuk- uyama var kannski ekki fjarri lagi: hið frjáls- lynda lýðræði er sennilega ríkjandi hugsunar- háttur á Vesturlöndum samtímans og öfgarnar hafa jafnast út. En ekki allir eru sammála Fuk- uyama um ágæti þessa ástands og sumir eru á því að það þurfi að berjast gegn því. Björn Þor- steinsson heimspekingur skrifar grein í nýjasta Skírni um bók franska heimspekingsins Jacques Derrida er nefnist Vofur Marx (1993) þar sem höfundur ræðst gegn afskiptaleysi og afstöðuleysi þessa ástands gagnvart ýmsum þeim meinbugum sem samfélög heims standa óneitanlega frammi fyrir. Derrida segir að í sama mund og sumir ger- ist svo djarfir að halda á loft hinu nýja fagnaðar- erindi um frjálslynt lýðræði eigi að hrópa fullum hálsi: „engar framfarir geta heimilað að horfa framhjá því að aldrei fyrr, á algildum tölulegum mælikvarða, aldrei fyrr hafa jafnmargir karlar, konur og börn verið undirokuð, svelt eða líflátin á jörðinni.“ IIIEins og fram kemur í grein Björns hefurDerrida unnið að því undanfarin ár að ljá hinni alræmdu afbyggingarstefnu sinni, sem margir hafa gefið í skyn að væri algerlega von- laus afstæðis- eða tómhyggja, „siðferðilegt og póli- tískt inntak“. Þessi leit að siðferðilegu og pólitísku inntaki hefur líka farið fram í bókmenntum og listum. Það er þó ekki fráleitt að halda því fram að listirnar hafi öðru fremur einkennst af sömu bjartsýninni og sjálfumgleðinni og birtist í hinni frjálslyndu lýðræðislegu afstöðu vestræns sam- tíma. Eða voru naumhyggja og smásmuguleg sjálfsskoðun ekki áberandi þemu á tíunda ára- tugnum? IVEn það er þó ekki ólíklegt að 11. septemberbreyti nokkru hér um. Af umfjöllun um ell- eftu Dokumentasýninguna í Kassel í Lesbók í dag má skilja að listamenn séu einmitt í auknum mæli að leita uppi þá siðferðilegu og pólitísku vit- und sem glataðist að einhverju leyti í (stórlega misskildum) fögnuðinum yfir því að tími öfg- anna væri liðinn í byrjun síðasta áratugar. Of- beldi, ógn, endurtekningar, lokuð rými, glund- roði, sársauki, múrveggir, gaddavírsgirðingar, landamæri, dauði og hnattvæðing eru orð sem koma hvað eftir annað upp í hugann er gengið er um sýninguna eins og segir í grein Laufeyjar Helgadóttur hér í blaðinu. NEÐANMÁLS Íslensk ferðaþjónusta gæti ýmislegt lært af þeim í Verónsborg og væri sjálfsagt ekki óskemmtilegt fyrir ferða- menn að geta þrætt t.a.m. söguslóðir Hlyns Björns um 101 Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.