Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 3 U NDARLEGA hljótt hefur verið um bandaríska rit- höfundinn, náttúrufræð- inginn og heimspekinginn Henry David Thoreau. Eru þó mörg af baráttu- málum hans mjög til um- fjöllunar á 21. öldinni og að mínum dómi sannarlega ómaksins vert að leita í smiðju til hans við úrlausn á þeim vanda sem mannkynið á nú við að fást. Henry David Thoreau fæddist árið 1817 í bænum Concord í Massachusetts. Eins og mörg mikilmenni var hann æði óhefðbundinn á margan hátt. Og þótt ég kalli hann rithöf- und, náttúrufræðing og heimspeking myndu þeir hefðbundnu innan þessara stéttarfélaga ugglaust hafa sitthvað við þessa flokkun mína að athuga. Hann gaf aðeins út tvær bækur og nokkrar blaðagreinar í lifanda lífi og seldist fyrri bókin aðeins í tvö hundruð eintökum. Systir hans sá hins vegar um að koma verkum hans á framfæri við heiminn að honum látnum. Ekki alveg bráðónýt syst- ir það. Hefðbundinn náttúrufræðingur var hann ekki, hafði enda enga prófgráðu í þeim vís- indum. Þó er mér til efs að ötulli nátt- úruskoðara sé að finna í hópi náttúrufræð- inga fyrr og síðar. Hann tilbað sköpunar- verkið og var öllum stundum í náinni snertingu við jarðargróður, dýr merkurinnar og vatnanna. Hann nálgaðist eitt lítið blóm af djúpstæðri lotningu. Og sama máli gegndi um önnur náttúrufyrirbæri, tré, ský á himni, fugla og fiska. Í hans huga var eitthvað yfir- skilvitlega dýrmætt fólgið í þessum birting- arformum lífhvolfsins og líta margir á hann sem frumherja í friðun náttúrunnar og höf- und að hugmyndum um umhverfisvernd. Fræðilegur heimspekingur var hann ekki að heldur en til hægðarauka mætti ef til vill segja að hann aðhylltist heimspeki einfald- leikans. Hann var ástríðufullur talsmaður þess að fólk einfaldaði líf sitt en tók alltaf fram að það væri heilög skylda hvers manns að finna sína eigin leið í þeim efnum sem öðr- um. Í ritgerð um einfaldleikann (On Simpl- icity) segir hann á einum stað: Við sóum lífi okkar í endalaust vafstur með einskisverða hluti. Látið fremur eitthvað tvennt eða þrennt til ykkar taka en að vasast í mörg hundruð málum. Og enn fremur: Heið- arlegum manni nægir í flestum tilfellum að telja upp að tíu á puttunum til að standa vel að vígi í viðskiptum en í algjörum und- antekningartilfellum getur hann gripið til tánna. Hann taldi frelsið til æðstu lífsgæða og mælti með því að vinna aðeins einn dag vik- unnar en nota hina sex til að njóta þeirra lystisemda sem lífið ber á borð. Hann gerði lítinn mun á því hvort maður væri hlekkjaður við stálhring inni í fangaklefa eða reku og haka á sinni eigin landareign. Honum var af- ar hugleikið hvernig hægt væri að framfleyta sér án þess að glata lífi sínu í leiðinni. Hann lét ekki sitja við orðin tóm heldur gerði ýms- ar tilraunir á þessu sviði. Hann fullyrti að sér hefði tekist að sjá sér farborða í heilt ár með því að stunda almenna verkamannavinnu í aðeins sex vikur. Hann byggði sér bjálkakofa úti í skógi og bjó þar einn í meira en tvö ár og skrifaði að því loknu bók um þennan tíma og nefndi Walden, þar sem hann lýsir reynslu sinni, tengir hana við lífsviðhorf sín og dreg- ur saman í listræna heild. Hann var spurður hvað hann hefði annars starfað þennan tíma og hann svaraði að bragði: Starfað? Eins og það sé ekki nóg starf að fylgjast með einni árstíðinni taka við af annarri. En þótt sumir gætu nú haldið að þar færi aðeins sérvitur einsetumaður þá lét Henry David Thoreau sannarlega ekki sitt eftir liggja í samfélagsmálum. Hann var einn af hatrömmustu andstæðingum þrælahalds sem þá var enn við lýði í Bandaríkjunum, hélt eldheitar ræður gegn þessari forsmán og skrifaði greinar þar sem hann hvatti alla andvígismenn þrælahalds til að segja sig þegar í stað úr lögum við ríki og sveitarfélög og láta enga skatta né gjöld af hendi rakna til yfirvalda sem viðhéldu slíku fyrirkomulagi. Hann er því af mörgum talinn upphafsmaður borgaralegrar óhlýðni (Civil Disobedience). Hann hélt því fram að í þeim tilfellum sem lög og reglur samfélagsins stönguðust á við samvisku einstaklingsins ætti hann hiklaust að fylgja rödd samviskunnar í brjósti sínu og vinna að því öllum árum að fá hinum órétt- látu og mannskemmandi lögum breytt. Hann neitaði sjálfur árum saman að greiða skatt til Ríkisins sem ætlaður var til að standa straum af kostnaði við styrjöld Bandaríkj- anna við Mexíkó og var að lokum stungið í fangelsi fyrir vikið. Hann brást reiður við þegar honum var sleppt vegna þess að ein- hver hafði greitt fyrir hann skattinn (böndin bárust að frænku hans einni). Hvers konar friðsamlegum mótmælum hefur síðan verið beitt í hans anda með ótrú- legum árangri. Frægasta dæmið um það hve miklu er hægt að áorka án ofbeldis og blóðs- úthellinga, er þegar Mahatma Gandhi gjör- sigraði breska heimsveldið með staðfestu sinni og skinhoruðum kroppnum einum vopna og bjargaði eflaust með því miljónum mannslífa. Henry David Thoreau lést árdegis 6. maí 1862. Síðustu orðin á vörum hans voru ELG- UR og INDÍÁNI. Með þeim kvaddi hann hinstu kveðju óbyggðirnar sem hann unni heitast. Að svo mæltu vil ég skiljast við minn góða vin og velgjörðarmann með þessum orðum úr hans eigin penna: Ef ég breiði út faðminn mót degi sem nóttu og ef mér finnst lífið anga sem blóm á vori, sé það síferskt og glitrandi eins og dögg á maríustakki, þá er ég hamingjusamur. Öll náttúran samfagnar mér og á þeirri stundu blessa ég lífið sem mig ól. Stórfenglegustu gjafir skaparans eru í minnstum metum. Yf- irleitt gleymum við að þær séu til. Samt eru þær hinn sanni veruleiki. Undursamlegir leyndardómar lífsins verða aldrei settir í orð. Það sem ég uppsker á hverjum degi er eins ólýsanlegt og litbrigði dögunar eða rökk- urmóðu. Stjörnur himinsins strá geislum sín- um í lófa minn og angi af regnboganum er innan seilingar. (H. D. Thoreau. Walden. Þýð. Eysteinn Björnsson) HENRY DAVID THOREAU RABB E Y S T E I N N B J Ö R N S S O N e y s t b @ i s m e n n t . i s KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR ÚTSÝNISSKÍFA þessi tjörn heitir skógartjörn blómin sem vaxa hringinn í kringum hana heita meyklukkur gott er að bera þær á brjóstið við kvefi, hósta, þegar erfitt er að kyngja og sorgin kveður að í þessari tjörn böðuðu konurnar sig og stúlkurnar forðum daga því geymir hún óteljandi fullnægingar og ástarævintýrin sem hún speglaði þegar þær óðu útí alla leið til tunglsins þar liggja myndirnar grafnar í sandinn Kristín Ómarsdóttir (f. 1962) á að baki nokkrar ljóðabækur, skáldsögur, smá- sögur og leikrit. Síðastliðin jól kom út smásagnasafnið Hamingjan hjálpi mér I og II eftir Kristínu. Ljóðið Útsýnisskífa hefur ekki birst áður. Dokumenta 11 stendur nú yfir í Kassel. Laufey Helgadóttir fór á sýninguna þar sem gerð er viðamikil úttekt á samtímalist undir stjórn Nígeríu- mannsins Okwui Enwesor. Orð sem koma upp í huga greinarhöfundar við skoðun sýningarinnar eru meðal annars ofbeldi, ógn, endurtekningar, lokuð rými, glund- roði, sársauki, múrveggir, gaddavírsgirð- ingar, landamæri, dauði og hnattvæðing. Hugvísindastofnun hefur vaxið fiskur um hrygg frá því hún tók til starfa árið 1998. Jón Ólafsson var ráðinn forstöðumaður hennar 1999 og segir í við- tali við Þröst Helgason frá starfsemi stofn- unarinnar og hlutverki. Haruki Murakami er einn helsti höfundur Japana um þessar mundir og hefur vakið heimsathygli fyrir óvenjulegar og skringilegar skáldsögur. Úlfhildur Dagsdóttir fjallar um feril Mur- akamis sem hún telur „líklegan“ viðtak- anda Nóbelsins, fyrr eða síðar. James Bond er sennilega ein lífseigasta persóna kvik- myndasögunnar. Hákon Gunnarsson fjallar um formúluna á bak við langvinnar vin- sældirnar. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI FORSÍÐUMYNDINA tók Jim Smart

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.