Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 5 Sýningin leggur undir sig fimm byggingar og er nú í fyrsta skipti í Binding Brauerei, 6000 m2 gömlu brugghúsi frá seinni hluta 19. aldar, sem var algjörlega endurnýjað af arkitekta- stofunni Khün-Malvezzi. Flestir sýningargest- ir hefja skoðun sína í Fridericianium, sem hef- ur alltaf verið miðpunktur sýningarinnar. Þaðan er upplagt að labba yfir götuna og fara í Documenta Halle, sem var byggt fyrir Doku- mentu 9, skreppa niður í Orangerie og garðinn og taka síðan strætó í Binding Brauerei og enda í Kulturbahnhof. Listamennirnir Hanne Darboboven (f. 1941 í München) og On Kawara (f. í Japan) gefa tón- inn í Fridericianum. Kontrabasssolo, opus 45 eftir Darboven þekur hálfhveli byggingarinnar á þremur hæðum og setur áhorfandann strax í varnarstöðu með því að varpa fram spurning- um um takmörk listarinnar. Endalausar talna- raðir, alltaf þær sömu, línu eftir línu. „Ég skrifa en ég lýsi engu, ég skrifa en ég les ekki. Það er engin tala öðrum meiri né nokkur stafur öðrum betri.“ Tímaskynið og þessi kerfisbundnu vinnu- brögð einnkenna líka verk Ecke Bonk (f. 1953 í Berlín), Deutsches Wörterbuch og Buch der Wörter og verk On Kawara (varð 25.373 daga gamall 8. júní 2002) sem sýnir One Million Ye- ars (Past and Future) (1970-present) sem er sjálfsagt ítarlegasta heimild sem til er um tím- ans rás. Tíminn mælir tilveru okkar og þegar dagsetningarnar eru lesnar í hljóðnemann, ein- tóna og tilbreytingalausar, er eins og tíminn fylli út í rýmið og fylgi manni eins og skuggi í gegnum sýninguna. Documenta – documentaire… Hvar eru mörkin? Mörkin á milli heimilda- og listaverka verða æ óljósari, enda hafa margir af yngri lista- mönnunum stundað nám í heimildakvikmynd- un. Western Deep eftir einn yngsta þátttak- andann, Steeve MaQueen (f. 1969 í London, býr í Amsterdam) flytur áhorfandann niður í svörtustu hyldýpi námuverkamanns í Suður- Afríku. Við skynjum innilokunina í þessum andstyggilegu undirheimum, heyrum ískrið í lyftunni, grillum í kófsveitt þeldökk andlitin og gerum okkur grein fyrir misnotkun mannanna, þessari þrælavinnu og nýlenduveldinu. Eyal Sivan (f. 1964 í Ísrael, býr í París) klippir sam- an ljósmyndir, kvikmyndir og útvarpsútsend- ingar um þjóðarmorðið í Rwanda og nefnir mynd sína Itsembatsemba-Rwanda. One Genocide Later. Mynd Amar Kanwar (f. 1964 í Nýju Delhí) Of Poetry and Prophecies fjallar í mjög ljóðrænu myndmáli um ofbeldi, fátækt og sársauka og segir frá gömlu ómenntuðu skáldi sem hefur skrifað meira en 6.000 ljóð sem fólk- ið lærir utanað. Zarina Bhimji (f. 1963 í Úg- anda, býr í London) kannar í Out of Blue mörk- in á milli sannleikans og tilbúnings, skynsemi og löngunar. „Hvað vitum við að er satt og hvað höldum við að sé satt?“ Hún kynntist sjálf of- sóknum, brottflutningi og útlegð þegar hún var ung og tjáir hér þjáningar minninganna í gegn- um hrífandi myndir sem fjalla einfaldlega um það að lifa af eins og svo mörg önnur verk á þessari D-11 Fiona Tan (f. 1966 í Indónesíu, býr í Amst- erdam) hefur mjög mikinn áhuga á manneskj- unni og vinnur svipað og mannfræðingur. Hún tók ljósmyndarann August Sander sér til fyr- irmyndar þegar hún kvikmyndaði 230 Berlín- arbúa úr mismunandi stéttum þjóðfélagsins í 3 mn og lét þá stilla sér upp eins og þeir væru í ljósmyndatöku. Kvikmyndavélin kemur oft auga á það sem við sjáum ekki og með þessari aðferð er hægt að flokka og fylgjast með þróun þjóðfélagsins og endurspegla andlit ákveðins tímabils. Hvernig hefur þýska þjóðfélagið breyst síðan Sanders tók sínar myndir í byrjun 20. aldar, hefur það kannski ekkert breyst? Fiona Tan er sjálf af mjög blönduðu þjóðerni, faðirinn er kínverskur og móðirin áströlsk og í mörgum verka sinna er hún í þessari eilífu leit að upprunanum, hver er ég, hvaðan kem ég og hvert er ég að fara? Henni finnst hún hvorki til- heyra hinum austræna né vestræna menning- arheimi og hún veit líka að hún mun aldrei komast að neinni niðurstöðu. Shinin Neshat (f. 1957 í Íran, býr í New York) er líka að vissu leyti í leit að uppruna sín- um því endurkoma hennar til Írans eftir tíu ára fjarvist gjörbreytti sýn hennar á eigin menn- ingarheim. Mynd hennar, Tooba, var tekin í Suður-Mexíkó í hrjóstrugu landslagi og fjallar m.a. um dauðann og aðgreiningu kynjanna á mjög áhrifamikinn og myndrænan hátt. Hún segist hafa fengið hugmyndina að verkinu við lestur bókar eftir íranskan kvenrithöfund sem segir frá konu sem endurfæðist sem tré. Mynd- in er sýnd á tveimur tjöldum sem eru hvort á móti öðru og er tónlistin ekki síður mikilvæg til að undirstrika þessi dularfullu, táknrænu og sefjandi áhrif sem Neshat er að leita eftir. Chantal Akerman (f. 1950 í Brussel, býr í París) er fyrir löngu orðin þekkt fyrir tilrauna- kvikmyndir sínar eins og t.d. Jeanne Dielman og Saute ma ville. Í myndbandainnsetningunni From The Other Side myndar hún á hlutlausan hátt hlutskipti þeirra Mexíkóbúa sem reyna að flýja yfir landamærin til Bandaríkjanna, en eru oftast gripnir og stungið í bráðabirgðafanga- búðir í þessu einskismannslandi þar sem þeir verða að dúsa við mjög bág kjör. Eija-Lisa Aht- ila (f. 1959 í Finnlandi) kannar landamærin innra með okkur sem eru ekki síður dramatísk. Í verkinu The House sjáum við unga konu frá þremur ólíkum sjónarhornum sem heyrir raddir utan frá. Smám saman fer skynjunin að ruglast, raddirnar læsa sig í gegnum rýmið og að lokum er eins og hún verði húsið sjálft. Dieter Roth og fleiri Til að átta sig enn betur á áherslum sýning- arinnar er ekki úr vegi að nefna nokkra elstu þátttakendurna sem er í flestum tilfellum stillt upp við hliðina á yngri listamönnum eins og til að sanna og sýna hve stórkostlega síungir þeir séu. Constant (f. 1920 íAmsterdam) sem var í CoBrA hópnum sýnir í heild sinni Nýju Bab- ýlon verkin. Louise Bourgeoise (f. 1911 í París, býr í New York) sem er vafalaust einn mik- ilvægasti myndhöggvari 20. aldarinnar og mjög mikilvæg viðmiðun fyrir yngri kynslóð- ina, sýnir þrjú verk, Cell XI, Cell XXII og Cell XVIII, og nokkrar Insomnia-teikningar. Verk hennar eru oft sjálfsævisöguleg og dularfull og endurspegla fallvaltleika mannlegrar tilveru. Dieter Roth (f. 1930, d. 1998) á þarna tvö mjög sterk verk, Dagbók, sem samanstendur af 30 8mm sýningarvélum, sem ganga allar í einu og sýna sundurleitar svipmyndir úr lífi lista- mannsins og vinnustofan Grosse Tischruine, þar sem ríkir algjör glundroði og skoðandinn getur ímyndað sér að hann sé hluti af gang- virkni verksins. Frederic Bruly Boubré (f. 1921 á Fílabeinsströndinni) sýnir seríu af litlum teikningum, Þekking alheimsins, sem eru allar umkringdar texta, sem er oft mjög pólitískur og hann heldur því fram að textinn tengi allt. Málararnir á D-11 eru í miklumminnihluta, en hafa augsýnilega verið valdir af mikilli ná- kvæmni. Leon Golub (f. 1922 í Bandaríkjunum) er einn af þeim og sýnir hann tvö stór málverk og nokkrar teikningar. Ofbeldi, pyndingar, kvíði, hörmungar, dráp eru algeng viðfangs- efni. Hann tjáir mjög beitta þjóðfélagsgagn- rýni þar sem maðurinn er eins og strengja- brúða undir stöðugri ógn frá yfirvaldinu. Glenn Ligon (f. 1960 í New York) segist vera að rannsaka afrísk-bandarískan uppruna sinn í gegnum svört-hvít kolamálverk þar sem hann þrykkir svörtum texta á hvítan strigann. Verk- in eru byggð á bók James Baldwins, A Strang- er in the Village, þar sem Ligon finnur eflaust samsvörun við sitt eigið hlutskipti í samfélag- inu. Hvernig umgöngumst við ókunnuga, hvernig umgangast aðrir okkur og hvernig vegnar blökkumönnum og öðrum minnihluta- hópum í vestrænu þjóðfélagi? Þessi svörtu- hvítu málverk Ligons endurspegla að sumu leyti litatóna D-11 því þó að auglýsingaplakat sýningarinnar sé litríkt, frískt og glaðlegt þá kemur ekki oft bros fram á varirnar við skoðun verkanna. Það er helst að hægt sé að brosa þegar komið er inn í salinn með innsetningu Yinka Shonibar (f. 1962 í London), Gallantry and Criminal Conversation, sem er skopstæl- ing af bresku aðalsstéttinni á 18. öld þar sem hann sýnir á mjög gamansaman og háðskan hátt aðferðir nýlenduherranna og hvernig yngri herrarnir voru fræddir um menningu, kynmök og aðrar lífsins listir. Landafræðileg landamæri listarinnar fyrir bí Ofbeldi, ógn, endurtekningar, lokuð rými, glundroði, sársauki, múrveggir, gaddavírsgirð- ingar, landamæri, dauði og hnattvæðing eru orð sem koma hvaðeftir annað upp í hugann þegar gengið er á milli hinna misstóru sala og ólíku bygginga sem fléttast frábærlega vel saman og mynda eina sterka heild sem sannar að tími var til kominn að afmá öll landfræðileg landamæri listarinnar. Jean Hubert Martin gerði reyndar tilraun til þess árið 1989 í París með frábærri sýningu, Les Magiciens de la terre, Töframenn jarðarinnar. Catherine Dav- id víkkaði einnig út landakortið með Doku- mentu 10 og ganga nú Okwui Enwesor og sam- starfsmenn hans enn lengra í að þróa þessa hugmynd, enda Enwesor sjálfur að vissu leyti fulltrúi fyrir „jaðarsvæði“. „Við keyrum lestina bara áfram,“ sagði Ute Meta Bauer á blaða- mannafundi við opnun sýningarinnar. Það má kannski segja að á vissan hátt hefjist nýtt tímabil með þessari D-11, einfaldlega vegna þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í heiminum. Það er engin miðstöð lengur, enginn einn staður þar sem hlutirnir gerast og það er t.d. eftirtektarvert hve margir listamannahóp- ar eru meðal þátttakenda eins Colectivo Cine- Ojo, Asymptote Architectures, The Atlas Group, Rags Media Collective, Le Groupe Amos og tsunami.net. og fleiri „Dokumenta á ekki að spá fram í tímann, við viljum ekki horfa inn í einhverja kristalskúlu og fullyrða að þetta sé list. Dokumenta á að greina einkenni,“ hefur Enwesor sagt og hann lýsir henni sem stjörnumerki eftirlendutímans („post-collonial constellation“). „Við viljum sýna hvernig lífið verður list og hvernig listin verður að lífi,“ segir hann. Sýningunni lýkur 15. september. Höfundur er listfræðingur. Eija-Liisa Ahtila, The House (2002). Chantal Akerman, From the Other Side (2002).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.