Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Side 7
vestrænum áhrifum. Það er dálítið pirrandi að
það skuli þurfa eins konar „uppgjör við sög-
una“ til að rithöfundur geti öðlast virðingu og
viðurkenningu og það er kannski gegn slíkri
hugsun sem Hong Kong-kvikmyndagerðar-
maðurinn Wong Kar-wai hálfpartinn afneitar
Murakami í nýlegum viðtölum og segir hann
orðinn miðaldra og hættulausan, en hann hafði
áður lýst honum sem miklum áhrifavaldi bæði
á sína kvikmyndagerð og reyndar á asíska
kvikmyndagerð yfirleitt. En ég tel ekki þörf á
að taka yfirlýsingar Wong Kar-wai of alvar-
lega; það nægir að sjá nýjustu mynd leikstjór-
ans, Stemning fyrir ást (In the Mood for Love
2000), til að sjá greinilegan samhljóm við verk
eins og Sunnan við mærin og Spútnik-kær-
ustuna, og jafnvel Frásögnina af upptrekkta
fuglinum.
Sæberpönk
Sú bók þykir einnig „japanskasta“ skáldsaga
Murakamis, og aftan á minni útgáfu er það haft
eftir penna Washington Post Book World að
hér sé á ferðinni metnaðarfull tilraun til að
hrúga öllu Japan nútímans á eitt skáldskap-
artrog. Annar gagnrýnandi bendir á að sagan
sé mun lausari við vestrænar vísanir en önnur
verk Murakamis, og tekur sem dæmi muninn á
smásögunni „Upptrekkti fuglinn og þriðju-
dagskonur“ í smásagnasafninu Fíllinn hverfur
(The Elephant Vanishes 1993) og svo fyrsta
kafla skáldsögunnar, en í smásögunni er mikið
af vestrænum áhrifum sem eru horfin í skáld-
sögunni. Þetta kemur í kjölfarið á því að marg-
ir þeir sem skrifa um Murakami leggja áherslu
á hversu ójapanskur hann er og að skáldsögur
hans gætu alveg eins verið vestrænar (lesist:
amerískar). Athugasemdir af þessu tagi segja
meira um sjálfhverfu Ameríkana en skáldverk
Murakamis. Þótt skáldsögur Murakamis séu
vissulega ólíkar „hefðbundnum“ japönskum
skáldverkum og uppfullar af vísunum í vest-
ræna fagur- og dægurmenningu eru þær fyrst
og fremst japanskar. Persónur sem lesa
Chandler og Carver og hlusta á Bítlana og Nat
King Cole eru ekki nóg til að breyta sérjap-
önskum heimi sagnanna í amerískan.
Það má bera þetta saman við japönsku
myndasöguhefðina, en það dylst engum sem
les japanskar myndasögur að þar er á ferðinni
sérstakur stíll, sem þrátt fyrir að eiga sér ræt-
ur í vestrænum myndasögum og Disney-
myndum hefur þróast á sérstakan hátt og ber
skýr einkenni sem gera japönsku myndasög-
una gerólíka bandarískri „fyrirmynd“ sinni. Á
sama hátt nýtir Murakami sér mjög vestræna
menningu í sögum sínum, vinnur úr henni á
sinn sérstaka hátt og – eins og áður sagði –
skapar skemmtilegt samspil.
Mitt ástarævintýri við skáldskap Murakam-
is hófst með Harðsoðna undralandinu (áður
hafði ég lesið kindaeltingaleikinn, en ég varð
ekki húkkt fyrr en ég hvarf inn í undralandið),
en hún er leikur með sæberpönk sem var á
þeim tíma (1985) enn að mótast í höndum Willi-
ams Gibson, Bruce Sterling og fleiri brautryðj-
enda: Kvikmynd Ridleys Scotts Blade Runner
er frumsýnd 1982, Neuromancer Gibsons kem-
ur út 1984, en Hard-Boiled minnir mest á smá-
söguna hans Johnny Mneumonic frá 1981.
Þessi fyrstu verk sæberpönksins eru að
hluta til glæpasögur, nokkuð í stíl harðsoðnu
reyfaranna og film-noir-myndanna, og Murak-
ami fylgir þeirri línu í sínu Harðsoðna undra-
landi. Reyndar hafði hann einnig notað glæpa-
fléttu í Að eltast við kindur og Dansaðu,
dansaðu, dansaðu (1988, Dance, Dance, Dance
1994) og segist sjálfur hafa mikla ánægju af því
að blanda lágmenningarþáttum inn í skáldsög-
ur sínar.
Harðsoðna undralandið segir frá manni sem
tekur að sér að flytja upplýsingar á þann máta
sem kunnur er úr sæberpönki, með því að
geyma þær í heilanum. Eins og lög gera ráð
fyrir fer ýmislegt öðruvísi en ætlað var og
söguhetja vor kynnist undirheimum Tókýó,
sem eru byggðir hvasstenntum skrímslum sem
búa í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar, og
verður að skoða eigin huga allvel. Fyrir utan
sæberpönkið og glæpaplottið er sagan undir
heilmiklum áhrifum frá jungískri sálgreiningu,
sem höfundur hefur að sögn mikinn áhuga á og
ánægju af.
En glæpaplottið gerir lítið til að einfalda
söguþráðinn því sagan er dásamlega ruglings-
leg og torskilin og full af lausum endum, líkt og
reyndar kindasögurnar og frásögnin af upp-
trekkta fuglinum. Bækur Murakamis enda
helst ekki, heldur hætta bara. Spútnik-kærast-
an skilur lesanda eftir í lausu lofti eins og K við
hinn enda línunnar í lok nætursímtala Sumire,
eða eins og afkomendur Spútniks sem hann
kallar einmana málmsálir í óhindruðu myrkri
geimsins. „Sérhver skýring eða rök sem skýra
allt svo auðveldlega bera í sér leynda gildru,“
segir K við Sumire í símann. „Einhver sagði
einu sinni að ef þetta er eitthvað sem ein bók
getur skýrt, þá er það ekki þess virði að fá út-
skýrt.“ „Ég hef þetta í huga,“ sagði Sumire, og
símtalinu lýkur, nokkuð skyndilega.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 7
H
UGVÍSINDASTOFNUN
Háskóla Íslands var stofnuð
árið 1998 og er rannsóknar-
stofnun heimspekideildar
skólans. Jón Ólafsson, heim-
spekingur, var ráðinn for-
stöðumaður stofnunarinnar
árið 1999 og hefur gegnt því
starfi síðan. Á þessum tíma hefur stofnunin efnt
til ýmiss konar ráðstefna, stofnað tímarit um
hugvísindi og verið eins konar miðstöð fyrir
rannsóknir við heimspekideild og fagstofnanir
hennar, Bókmenntafræðistofnun, Málvísinda-
stofnun, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í er-
lendum tungumálum, Sagnfræðistofnun og
Heimspekistofnun. Stofnunin er til húsa á
fjórðu hæð í Nýja-Garði en þar starfa um tutt-
ugu manns, sumir í tengslum við fagstofnanirn-
ar, aðrir við doktorsnám eða á rannsóknastöðu-
styrkjum.
Síðastliðið vor stóð stofnunin að Laxness-
þingi ásamt Bókmenntafræðistofnun, Eddu –
miðlun og útgáfu, Stofnun Sigurðar Nordals og
Morgunblaðinu. Tímarit stofnunarinnar, Ritið,
var stofnað fyrir skömmu, einnig rannsókna-
stofur í miðaldafræðum og þýðingafræðum og
framundan eru ráðstefnur um menningarfræði,
vísinda- og háskólapólitík og fleiri efni. Blaða-
maður ræddi við Jón Ólafsson um starfsemi og
hlutverk Hugvísindastofnunar, en Jón mun láta
af störfum 1. ágúst næstkomandi.
Miðstöð fyrir rannsóknastarfsemi
„Í grundvallaratriðum má líta svo á að hlut-
verk stofnunarinnar sé fyrst og fremst að vera
miðstöð fyrir rannsóknastarfsemi í heimspeki-
deild Háskólans,“ segir Jón. „Hún er eins konar
hattur yfir fagstofnanir hennar og vinnur með
þeim, skorum deildarinnar og kennurum þeirra
að ráðstefnuhaldi, mótun rannsóknaverkefna,
styrkumsóknum og almennt starfsemi sem
tengist rannsóknum í hugvísindum.
Stofnunin hefur haldið utan um framhalds-
nám við deildina, MA-nám og doktorsnám.
Framhaldsnámið er í mjög örum vexti og á eftir
að koma betur í ljós hvert hlutverk stofnunar-
innar verður nákvæmlega við þróun þess. Að
mínu mati á stofnunin að eiga betur skilgreind-
an þátt í að þróa framhaldsnámið en hún hefur
átt hingað til. Ég tel það óviturlegt að rígbinda
framhaldsnámið við skorir eins og verið hefur.
Framhaldsnám við heimspekideild verður
hvorki fugl né fiskur nema deildin standi að því
sem ein heild og keppi að því að bjóða aðeins
upp á nám sem stenst ströngustu kröfur. Best
væri að mínu áliti að stjórn Hugvísindastofn-
unar tæki alfarið við skipulagi framhaldsnáms-
ins og leitaðist við að hafa áherslur
þess þverfaglegar.
Að mínu mati á stofnunin einnig
að vera með eigin rannsókna- og
útgáfuverkefni og að því höfum við
verið að vinna á síðustu misserum.
Í fyrsta lagi hófum við útgáfu
tímarits um hugvísindi í vetur sem
nefnist einfaldlega Ritið.
Þá gefum við út bækur undir
tvenns konar formerkjum. Annars
vegar eru ódýr rit sem reynt er að
gefa út með sem ódýrustum og
einföldustum hætti án þess þó að
slá nokkuð af gæðum efnisins, hins
vegar rit sem eiga erindi við víðari
hóp og því réttlætanlegt að leggja
meiri vinnu og fé í. Ein bók hefur
komið út fram að þessu. Næsta bók sem er á
döfinni mun tilheyra fyrrnefnda flokknum en
það er rit með fyrirlestrum af Laxnessþingi
sem haldið var í vor.
Í þriðja lagi höfum við komið upp óformlegu
vefriti sem verður vettvangur rannsóknaniður-
staðna og greina af ýmsu tagi, skrifa sem eiga
fullt erindi við fræðasamfélagið og geta nýst í
kennslu en sem myndu tæplega birtast annars
staðar. Við erum einnig í samstarfi við vefritið
Kistuna og ætlunin er að Ritið verði með fast
aðsetur þar fyrir ritdóma um fræðibækur og
stakar greinar úr tímaritinu.“
Akademísk staða
Fer fram einhver stefnumótun innan stofn-
unarinnar um aðferðir og hugmyndir innan
fræðanna?
„Staða mín sem forstöðumanns stofnunar-
innar er fyrst og fremst stjórnsýslulegs eðlis.
Starf mitt felst einkum í því að skipuleggja ráð-
stefnuhald og útgáfu og samþætta krafta þeirra
stofnana sem undir okkur heyra. Að mínu mati
þyrfti staða forstöðumanns hins vegar að vera
akademísk staða, hún þyrfti að vera rannsókna-
staða ekki ósvipað og til dæmis staða forstöðu-
manns Árnastofnunar og Orðabókar Háskól-
ans. Með því móti yrði stofnunin sterkari. Ég sé
hana fyrir mér ekki ósvipað því sem tíðkast víða
vestanhafs og í Evrópu um sambærilegar stofn-
anir þar sem reynt er að fá ungt fræðafólk til að
vera við stjórnvölinn. En þetta er að sjálfsögðu
ekki hægt nema að þá sé líka gefið nægilegt
svigrúm til þess að starfið sé áhugavert fyrir
slíkt fólk, að það fái um leið akademísk tæki-
færi.
Háskólaumhverfið hér á í ákveðinni fjármála-
kreppu að mínu mati sem hindrar eðlilega þró-
un. Stofnanir eiga í meira og meira mæli að sjá
um sig sjálfar, fjárhagslega, en á sama tíma
vantar fjáröflunarhefð og það vantar hefð fyrir
því hvernig fyrirtæki geta komið inn í fjár-
mögnun stofnana eins og Hugvísindastofnunar.
Fyrirtækin eyða talsverðu fé í smástyrki sem
fara hingað og þangað en það er minna um að
þau láti til sín taka þannig að skipti sköpum í
fræðunum. Almennt held ég að þrátt fyrir vel-
vilja margra búum við við frumstæða hugsun í
fjármögnun háskóla og fræðastarfs. En hún á
vonandi eftir að þróast.“
Þverfagleg nálgun
Í ritum og á ráðstefnum sem Hugvísinda-
stofnun hefur staðið að hefur mátt sjá talsverða
áherslu á þverfaglega nálgun við viðfangsefni.
Þið hafið stefnt fræðimönnum úr ólíkum grein-
um saman til þess að glíma við hin ýmsu efni.
Þetta endurspeglast líka í skipulagi stofnunar-
innar sem þú lýstir áðan, hún er hattur yfir
nokkrar aðrar stofnanir, rannsóknastofur og
fræðimenn úr ýmsum greinum. Er þetta hug-
myndafræði sem unnið hefur verið með mark-
visst?
„Já, það má segja það. Nú er langt frá því að
þverfagleg hugsun sé óumdeild innan heim-
spekideildar en mér þykir hún ákaflega mik-
ilvæg og hentug fyrir okkur, bæði af praktísk-
um og fræðilegum ástæðum. Praktísku
ástæðurnar eru þær að við erum svo fá hér á Ís-
landi að þverfaglegar leiðir liggja mjög beint við
og auk þess held ég að það séu mun áhugaverð-
ari hlutir að gerast þar sem greinar mætast en
þar sem sérhæfingin er meiri. Miðaldafræðin
eru gott dæmi. Hér hefur verið stofnuð Mið-
aldastofa sem mun einmitt byggja á þverfagleg-
um rannsóknum og leggja rækt við samræðu
fræðimanna sem hættir talsvert til að einangra
sig í þröngum hópum. Kalda stríðið er líka gott
dæmi um rannsóknasvið sem hef-
ur opnast mikið við þverfaglega
nálgun. Áður var það einokað af
utanríkismálasagnfræðingum og
stjórnmálafræðingum. Kalda
stríðsfræði þóttu lengi varla vera
akademísk grein heldur bara póli-
tík með fræðilegu yfirbragði en
nú eru fræðimenn úr ýmsum
greinum farnir að kanna ólíka
þætti þessa tímabils og setja þá í
víðara samhengi sagnfræði, heim-
speki og fleiri greina.“
Vettvangur fyrir
fræðigreinar
Tímaritið Ritið á að koma út
þrisvar á ári. Í hverju hefti á að
vera eitt meginþema en jafnframt er rúm fyrir
stakar greinar. Hefti þessa árs munu fjalla um
útópíur, femínisma og menningarfræði. Fyrsta
hefti ársins kom út fyrir fáeinum vikum og er
um útópíur, næstur er femínisminn og loks
menningarfræðin. Ritstjórar Ritsins eru Jón og
Guðni Elísson, lektor í almennri bókmennta-
fræði, og munu þeir stýra ritinu til loka næsta
árs. Þá taka tveir aðrir úr deildinni við tímarit-
inu, en hugmyndin er að ritstjórar sitji aldrei
lengur en tvö ár.
En hver er ástæða þess að farið var af stað
með nýtt tímarit um hugvísindi?
„Okkur þykir fagtímaritamarkaðurinn hafa
orðið ansi fátæklegur að undanförnu,“ segir
Jón, „ekki síst eftir að Tímarit Máls og menn-
ingar lagði upp laupana. Ástæðurnar eru ýms-
ar. Sumir sakna bókadómanna en okkur þykir
ekki síður vanta vettvang fyrir fræðilegar
greinar um efni sem eru efst á baugi, ný sjón-
arhorn á samfélagið og menninguna. Það hefur
stundum borið svolítið á hræðslu við ný sjón-
arhorn í íslenskri umræðu, nýjar fræðikenning-
ar. Við viljum að höfundar sem skrifa í Ritið
beiti fræðikenningum á viðfangsefni sín.
Ennfremur viljum við efla þýðingar á skrif-
um erlendra fræðimanna. Enn hefur of lítið ver-
ið þýtt á íslensku eftir fremstu fræðimenn sam-
tímans og raunar vantar talsvert upp á að
klassískum höfundum hafi verið gerð viðunandi
skil. Það er til dæmis merkilegt að ekkert skuli
hafa verið gefið út af verkum Hegels í íslenskri
þýðingu eða að fyrsta verk þýska heimspek-
ingsins Immanuels Kants skuli vera væntanlegt
á íslensku í haust, 198 árum eftir að þessi áhrifa-
mesti heimspekingur síðustu tveggja alda skildi
við. Ef við ætlum að stunda fræðin á íslensku
verðum við að þýða þau markvisst á íslensku.“
Vantar alvöru háskólaforlag
Fyrsta bókin sem Hugvísindastofnun gaf út,
Hvað er heimspeki?, var einnig þýðingar á
heimspekigreinum eftir nokkra af fremstu
heimspekingum síðustu aldar.
„Já, þetta er veglegt rit sem var í vinnslu í
nokkur ár en eins og áður sagði vona ég að þess-
ari útgáfu verði haldið áfram, bæði á þýddum
verkum og íslenskum,“ segir Jón og heldur
áfram. „Bækurnar eru gefnar út í samvinnu við
Háskólaútgáfuna undir nafni stofnunarinnar og
hún mun hafa ritstjórn þeirra með höndum.
Þetta þarf þó ekki að vera endanlegt skipulag.
Mín skoðun er sú að útgáfa af þessu tagi ætti að
vera að sem mestu leyti í höndum háskólaút-
gáfu sem leitaðist við að gefa út vandaðar fræði-
bækur undir strangri ritstjórn. Háskólaútgáfan
eins og hún starfar nú er fyrst og fremst þjón-
ustufyrirtæki við stofnanirnar og auðveldar
þeim útgáfu með því að hafa milligöngu um
samninga við prentsmiðjur, aðstoða við að fjár-
magna útgáfu og fleira. En hér vantar í raun al-
vöru háskólaforlag.
Sú hætta sem steðjar alltaf að háskólasamfé-
laginu hér er að það geri ekki nægar kröfur til
sjálfs sín og fylgist ekki nægilega vel með því
hvað er að gerast annars staðar. Hugvísinda-
stofnun getur að mínu mati leikið gríðarlega
mikilvægt hlutverk í því að auðga íslenskt
fræðasamfélag, veita ungu fólki tækifæri og
sem uppspretta fyrir nauðsynlegt gæðaeftirlit
og sjálfsgagnrýni. En til þess verður auðvitað
að skipuleggja hana rétt og með framsýni. Það
kemur hins vegar ekki í minn hlut að vinna að
því beint því ég hætti sem forstöðumaður stofn-
unarinnar 1. ágúst næstkomandi. Þetta hafa
verið góð og viðburðarík þrjú ár fyrir mig og ég
vona að eitthvað liggi eftir sem hægt er að
byggja á.“
„UPPSPRETTA FYRIR NAUÐ-
SYNLEGT GÆÐAEFTIRLIT
OG SJÁLFSGAGNRÝNI“
„Hugvísindastofnun getur
að mínu mati leikið gríð-
arlega mikilvægt hlutverk
í því að auðga íslenskt
fræðasamfélag, veita
ungu fólki tækifæri og
sem uppspretta fyrir
nauðsynlegt gæðaeftirlit
og sjálfsgagnrýni,“ segir
Jón Ólafsson, forstöðu-
maður Hugvísindastofn-
unar, í samtali við ÞRÖST
HELGASON, en Jón læt-
ur af störfum 1. ágúst
næstkomandi eftir
þriggja ára starf.
Jón Ólafsson