Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 F JÖLLIN í heimsálfunum sjö eru mörg og þau draga til sín fólk svo mörgum milljónum skiptir ár hvert. Sumir koma aðeins til að horfa og njóta þess sem hugur hvers og eins nemur og vinnur úr; jafnólík og einstaklingsbundin og sú úrvinnsla er í raun. Aðrir koma til þess að ganga fremur auðveldar leiðir um dali og skörð og á auðgengna tinda. Ár hvert eru milljónir slíkra göngumanna á ferð í hálendinu á meginlandi Evrópu, aðallega í Ölpunum, og mjög margir t.d. í Himalaya og Suður-Ameríku. Enn aðrir leita uppi klifurleiðir í klettum eða snjó og ís til þess að leika sér í. Þeir eru hlutfalls- lega fæstir en teljast engu síður í hundruðum þúsunda í Ölpunum einum. Á Íslandi má ætla að margar tugþúsundir skoði fjöll á hverju ári eða ferðist um þau gangandi og akandi en nokkur hundruð stundi klifur, að björgunarsveitarfólki meðtöldu. Á þessu má sjá að fjöll eru mikilvæg í ferðaþjónustu. Víða eru ferðir á fjöll leyfisskyld og þarf að greiða fyrir leyfin. Hafa þjóðgarðar eða stjórnvöld töluverðar tekjur af þessari dægradvöl. Þá ber einnig að geta þess að allstór hópur manna lifir á fjallamennskunni einni, ým- ist sem leiðsögumenn og kennarar eða sem at- vinnuklifrarar, fyrirlesarar og auglýsendur. Á Íslandi fellur einstaka maður í fyrri flokkinn en enginn í þann síðari. Þar eru þekktir menn er- lendis; menn á borð við Edmund Hillary, Rein- hold Messner frá S-Tíról (kleif öll 14 fjöll jarðar yfir 8.000 m fyrstur manna) og Chris Bonn- ington, sem aðlaður var af bresku drottningunni fyrir afrek sín eins og Hillary forðum. Ferðaþjónustan er byggð upp með fulltingi fjölmargra fyrirtækja og samtaka. Nærri 10.000 manns eru skráð í tvö stærstu íslensku ferða- félögin og teljast t.d. um 730.000 manns til þýska Alpasambandsins svo dæmi séu tekin. Rúmlega 300 félagar eru í Íslenska alpaklúbbnum. Ferða- skrifstofur með starfsemi hér innanlands skipta tugum en erlendis eru stór og smá fyrirtæki sem eingöngu skipuleggja göngu- og klifurferðir um allan heim, m.a. til Íslands. Komast má t.d. með þýskri ferðaskrifstofu (DAV Summit Club) eða breskri (Jagged Globe) í þriggja vikna auðvelda gönguferð um hálendi Nepals eða sjö vikna erf- iðan leiðangur á risafjallið Makalu (8.463 m). Flest hin kunnari fjöll jarðar eru umsetin slíkum leiðöngrum og til er hugtakið „viðskiptafjalla- menska“ (commerical mountaineering). Þessi starfsemi hefur sætt vaxandi gagnrýni, sumpart vegna þess að erfitt getur reynst fyrir áhugafólk að fá leyfi til að klífa tiltekin fjöll á eigin spýtur, sumpart vegna þess að tindar og fjallasvæði verða of þéttsetin fólki og sumpart vegna þess að töluvert slæðist af vanhæfu fólki í leiðangr- ana; fólki sem stefnir sjálfu sér og öðrum í hættu. Annað atriði hefur einnig sætt gagnrýni: Styrktaraðilar sem kosta leiðangra og taldir eru breyta íþróttaiðkun í verslun. Margar fjallaferð- ir eru svo dýrar að aðeins fyrirtæki eða félög geta staðið undir kostnaði. Er vandséð hvernig til þeirra mætti efna án hárra styrkja. Á það hef- ur reyndar verið bent að íþróttahreyfingin ætti að styrkja til þess bærar fjallaferðir svo að ekki þyrfti sífellt að vera að leita til sömu fyrirtækj- anna eða tengja auglýsingar ferðunum. Hér á landi hófst þessi styrktarstarfsemi með fyrstu íslensku háfjallaleiðöngrunum í kringum 1980 og hún nær hámarki í bili með sjötindaleiðangri Haraldar Arnar Ólafssonar. En verslun, burtséð frá styrktarstarfsemi, tengist að sjálfsögðu fjallamennsku, og einnig iðnaður. Ekki þarf annað en að skoða stóra íþróttavöruverslun hér eða í öðrum borgum Evrópu til þess að komast að því að feiknin öll eru búin til af skóm, fatnaði, hjálpartækjum og annarri vöru handa fjallamönnum. Hér á landi er helst að finna fataframleiðslu í útivistargeir- anum. Framfarir í þessum efnum hafa reynst fjallamönnum mikill styrkur. En ekki er bara að finna klæði á kropp eða tæki í hönd í fyrrgreind- um verslunum. Tímarit, bækur, og myndbönd eru gefin út í þúsundatali, miðað við titla. Mikið er um efni til að fræða fólk eða leiðbeina því, t.d. svæðaleiðsögubækur, en mest er þó um mynda- bækur og ritaðar frásagnir af ferðum á fjöll og tinda vítt og breitt um heiminn. Þegar nokkrir leiðangrar á Everest 1996, skipaðir fólki sem greiddi fyrir ferð og aðstoð til ferðaskrifstofa, lentu í miklum hremmingum og allmargir létust komu út a.m.k. sjö bækur um atburðina, sumar eftir þátttakendurna sjálfa. Með bókum um fjallamennsku og fjallaferðir njóta milljónir manna heima í stofu einhvers af því sem fjalla- menn upplifa sjálfir; eða láta efnið hrylla sig. Reyndar má fullyrða að sumt af þessu efni er sérkennilega framreitt; höfundar búa til snið- ugar staðhæfingar um fjallamennsku, reyna að tengja hana flókinni siðfræði og semja heim- spekilegar vangaveltur um dægradvöl sína. Erf- itt reynist að meðtaka margt í efninu; það er helst eitt og annað er lýtur að náttúruvernd og afstöðu til heimamanna á fjallasvæðum sem sýn- ist nýtilegt. En auðvitað er góð frásögn af lífs- reynslu ávallt forvitnileg. Yfirlýsingar um að fjallamennska sé merkilegri íþrótt eða dægra- dvöl en önnur, að fjallamennska sé lífsstíll eða köllun, að fjallamenn skuli aðeins treysta á sjálfa sig og að þeir séu nær kjarna tilverunnar en aðr- ir eru hins vegar til lítils gagns. Þær spegla lík- lega aðeins þörf einstaklinga fyrir að hampa sjálfum sér en falla þó í kramið hjá einhverjum. Ef einhver íþrótt er jarðbundin er það fjalla- mennska. Meðal bóka og kvikmynda um fjöll og fjalla- mennsku er ávallt að finna nokkur verk sem eru skálduð; smásögur, skáldsögur og leiknar kvik- myndir. Ritaða efnið hefur ekki öðlast frægð og kvikmyndirnar eru fyrst og fremst afþreyingar- eða hasarmyndir; allt frá rómantískum Alpa- FJÖLL, IÐNAÐ Ár fjallanna – grein 3 E F T I R A R A T R A U S TA G U Ð M U N D S S O N „Á ári fjallsins er við hæfi að spyrja hvað við getum sótt til fjalla jarðar. Hugmyndir í hönnun og listum? Það sanna dæmin vissulega. Viðföng í ferðaþjónustu og tilefni til útvistar og endurnæringar? Alveg örugglega. Jarð- efni? Auðvitað. Andagift? Líklega. En öll bein nýting náttúrunnar til fjalla krefst sömu natni, sams konar vandaðrar skipulagningar og jafnsjálfbærrar nýt- ingar og aðrar auðlindir, t.d. fiskimið. Ár fjallsins er því áminning um sjálf- sagða virðingu fyrir fjöll- um og fólkinu þar.“ Háfjallaklifur felst að nokkru í nær endalausum b og niður fjallið sem klífa skal. Tilgangurinn? M.a Grunnbúðir við tíbeska fjallið Shisha Pangma (8.037 m) í um 5.200 m hæð. Helgiathöfn, puja, fer fram undir stjórn Sherpa, sem eru Búddatrú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.