Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.2002, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 2002 11 Hvert er upphaf kristni? SVAR: Upphaf kristinnar trúar er að rekja til lífs og starfs Jesú frá Nazaret . Er hann var um þrítugsaldur hóf hann að boða ná- lægð Guðs ríkis. Að sögn guðspjallanna staðfesti hann boðskap sinn með undrum og kraftaverkum er sannfærðu ýmsa tilheyr- endur hans um að Guð væri í verki með honum. Einn þáttur í boðskap hans var að gyðingum bæri ekki síður en öðrum að snúa frá villu síns vegar og endurnýja samband sitt við Guð. Komst hann í mikla andstöðu við helstu leiðtoga þjóðarinnar, rabbía af flokki farísea og presta af flokki saddúkea. Lauk átökunum svo að Jesús var ákærður fyrir landráð gegn Rómverjum sem réðu ríkjum í heimalandi hans á þessum tíma og tekinn af lífi eftir um það bil þriggja ára starf. Í kjölfar aftökunnar fóru lærisveinar Jesú huldu höfði enda litu þeir svo á að kross- festingin hefði staðfest að leiðtogi þeirra hefði beðið ósigur og ef til vill verið villu- trúarmaður. Að nokkrum dögum liðnum hófu þeir þó að boða að Jesús væri risinn upp frá dauðum og hefði birst þeim sem lifandi væri. Í boðun þeirra fólst einnig að Jesús hefði ekki að- eins verið gyðinglegur farandpredikari heldur hefði hann verið Kristur, sem er komið úr grísku og merkir hinn smurði, eða Messías sem er hebreskt orð. Í því fólst að hann væri sá þjóð- frelsisleiðtogi sem heitið var í ritum Gamla testa- mentisins og gyðingar væntu að myndi end- urreisa ríki þeirra í líkri mynd í tíð gullaldarkon- unganna Sáls, Davíðs og Salómons. Lærisveinar Jesú Krists túlkuðu þó Mess- íasar-hlutverkið á nýjan hátt og kenndu að Mess- íasi hafi ekki verið ætlað að verða pólitískur leiðtogi heldur ætti að skilja fyrirheitin um hann þannig að Guð myndi í fyllingu tímans senda eingetinn son sinn í heiminn til að frelsa mannkyn undan syndum þess. Boð- skap fyrstu kristnu kynslóðarinnar kynn- umst við í bréfum og guðspjöllum Nýja testamentisins. Í fyrstu litu menn svo á að lærisveinar Krists væru gyðinglegur sértrúarsöfnuður og þannig hafa þeir ugglaust einnig litið á sig sjálfir. Þeir hættu að vísu að taka þátt í fórnarguðsþjónustum í musterinu í Jerúsal- em þar sem þeir litu svo á að Kristur hefði með dauða sínum borið fram hina fullkomnu fórn og þar með numið fórnarákvæði lög- málsins í Mósebókum Gamla testamentisins úr gildi. Þeir tóku hins vegar þátt í reglu- bundnum bænastundum í musterinu og guðsþjónustum í samkunduhúsum gyðinga, sem nefnast synagogur. Auk þess komu þeir saman í heimahúsum þar sem þeir neyttu meðal annars þakkargjörðar- eða kvöldmáltíðar er vísaði til síðustu máltíðar Krists með lærisveinum sínum skömmu fyr- ir dauða sinn. Til þessarar máltíðar á alt- arisgangan í messunni rætur að rekja. Þeir notfærðu sér einnig þann rétt allra fullorðinna karla að taka til máls í guðs- þjónustunni í samkunduhúsunum og boðuðu þá að Messías væri þegar kominn og að gyðingum bæri að viðurkenna hann. Fékk boðskapur þeirra nokkurt fylgi meðal gyð- inga en þó einkum meðal útlendinga eða heiðingja er hrifist höfðu af eingyðistrú og fleiri þáttum gyðingdóms en hikuðu við að ganga honum á hönd meðal annars vegna umskurnarinnar. Var slíkt fólk oft nefnt „hinir guðhræddu“. Þegar gyðingar sáu það fylgi er lærisveinar Krists fengu snerust þeir til varnar og útilokuðu þá frá guðsþjón- ustum sínum. Við þetta óx aðgreiningin milli gyðinga og lærisveina Krists. Árin 70 og 135 gerðu gyðingar miklar uppreisnir gegn Rómverjum. Voru þær báð- ar brotnar á bak aftur af mikilli hörku. Leiddi þetta til þess að bæði gyðingar og kristnir menn hröktust frá Jerúsalem og dreifð- ust út um rómverska ríkið en meirihluti gyðinga bjó þá þegar utan Palestínu. Olli þetta því að kristni tók nú í auknum mæli að breiðast út meðal annarra þjóða og miðstöð kristninnar fluttist frá Jerúsalem til Rómar. Fyrri upp- reisnin ýtti mjög undir fullkom- inn aðskilnað milli kristinnar trú- ar og gyðingdóms. Þá þykir þögn kristinna höfunda um síðari upp- reisnina sýna að þá þegar hafi fullur aðskilnaður verið orðinn að veruleika og kristnir menn því verið næsta ósnortnir af þeim hörmungum sem gengu yfir gyð- inga í kjölfar uppreisnarinnar. Hjalti Hugason prófessor í guðfræði við HÍ Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? SVAR: Hárlos getur stafað af ýmsum orsökum, til dæmis miklum veikindum eða streitu. Erfðir eru þó ein algengasta orsök hárloss. Talað er um kynháðar erfðir þegar gen erfast jafnt með báðum kynjum en svipgerðaráhrif þess koma fram á mismunandi hátt hjá kynj- unum. Skalli er dæmi um kynháðar erfðir. Bæði kynin geta fengið skalla en gen sem valda skalla virðast ríkjandi hjá körlum en víkjandi hjá konum. Magn karlhormónsins testósteron í lík- amanum spilar lykilhlutverk í því hvort skalli kemur fram eða ekki. Sé það í miklu magni í líkamanum, eins og raunin er í karl- mönnum, þarf aðeins eitt skallagen til þess að skalli komi fram. Á doktor.is er fjallað um hárlos og þar kemur fram að skalli er af- leiðing þess að í hársverði eru svæði sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu. Karlhormónið veldur rýrnum í hárrótinni sem að lokum verður svo rýr að þau hár sem vaxa úr sér og detta af endurnýjast ekki. Hárrótin er enn lifandi en nær ekki að sinna hlutverki sínu. Skalli getur einnig komið fram hjá konum og þá helst ef skalli er útbreiddur meðal karla í ættinni. Magn karlhormóns er til- tölulega lítið í heilbrigðum konum og því verða konur að erfa skallagen frá báðum foreldrum sínum til þess að skalli komi fram. Áhrifin eru þó mun vægari en hjá körlum. Hjá konum er yfirleitt um að ræða stað- bundinn skalla, hárið þynnist á hvirflinum og verður gisnara með aldrinum, en skallinn breiðist sjaldnast út um allt höfuðið. Þuríður Þorbjarnardóttir líffræðingur HVERT ER UPP- HAF KRISTNI? Að vanda hefur mörgum athyglisverðum spurn- ingum verið svarað á Vísindavef Háskóla Íslands að undanförnu. Á meðal þeirra má nefna: er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu, getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum, voru lítil börn á brjósti í gamla daga, eru einhver takmörk fyrir því hvað tölva getur orðið hröð og eru sjálfsvíg tíðari á landsbyggðinni en í Reykjavík? VÍSINDI Morgunblaðið/Ásdís Upphaf kristinnar trúar er að rekja til lífs og starfs Jesú frá Nazaret. Róðukross úr Þjóð- minjasafni. því sem á syrpuna hefur liðið. Þó hefur það lítið breyst að Bond þarf að bjarga þeim undir lokin. Það er líklega gert til þess að riðla ekki um of ævintýrastefinu, riddarinn / Bond verður að bjarga prinsessunni / Bond- stelpunni til þess að eiga hana skilið. Svo er hin hliðin á Bond-stelpunum, sú sem Bond gæti ekki verið án. Til þess að komast að upplýsingunum sem hann vantar, eða komast inn í kastala illmennisins, verður hann oftast að fá hjálp hjá Bond-stelpunni. Ryder er eitt af undantekningartilfellunum, því engin hjálp er í henni. Oftast er hjálp þeirra nauðsynleg, eins og til dæmis Pussy Galore í Goldfinger , eða Paris Carver (Teri Hatcher) í Tomorrow Never Dies . Það er aðeins með hjálp þeirra sem hann hefur ein- hverjar hetjudáðir að fremja og getur bjarg- að heiminum. Án þeirra fyndi hann ekki upplýsingarnar sem hann vantar, kæmist ekki inn í eða út úr kastala drekans. Þetta vita yfirboðarar hans eins og kemur fram í Tomorrow Never Dies þegar M (Judy Dench) segir Bond að nota sér vinskap sinn við Paris til þess að komast að því sem þau þurfa að vita og sofa hjá henni ef hann þurfi til þess að fá svör, sem hann og gerir. John Le Carré hefur líka talað um að Bond sofi hjá fyrir greiðslu, sem séu upplýsingarnar. Þannig að Bond og Bond-stelpan hafa alltaf verið upp á hvort annað komin í baráttu sinni við illmennin. Þá erum við komin að næsta nauðsynlega þætti formúlunnar, það er að segja illmenn- inu sjálfu. Án þess væri engin hætta, engar upplýsingar sem nauðsynlegt væri að kom- ast yfir og Bond gæti hætt að gera nokkuð annað en að fara á kvennafar, drekka vodka martíní og spila fjárhættuspil, þar til hann væri gatslitinn spilasjúkur alki. Illmennið stofnar heiminum í hættu og skapar því þörf á þjónustu Bonds. Þessi hætta getur verið eins og til dæmis í Tomorrow Never Dies þar sem Elliot Carver (Jonathan Pryce) er að koma af stað stríði á milli Kína og Bret- lands til þess að koma fótunum betur undir fjölmiðlaveldi sitt, eða Moonraker (1979) þar sem Hugo Drax (Michael Lonsdale) ætlar að eyða mannkyninu sem hann telur spillt, eða þá að um fjárkúgun sé að ræða eins og í On Her Majesty’s Secret Service þar sem Blo- feld (Telly Savalas) ógnar alþjóðasamfélag- inu með veiru sem hann mun dreifa ef ekki verði fallist á skilmála hans. Ástæður ill- mennisins eru því ekki alltaf þær sömu, en endalokin ef allt færi á versta veg eru yf- irleitt heimsendir. Um er að ræða stór- mennskubrjálæðinga sem skeyta ekki um neitt nema sjálfa sig. Þetta eru persónur sem lifa yfirleitt utan við samfélagið, eins og drekar í hellum sínum. Það getur verið eins og Dr. No (Joseph Wiseman) í samnefndri kvikmynd sem býr á séreyju eða Blofeld í OHMSS sem býr í kastala í Ölpunum. En samt er um ákveðin líkindi á milli Bonds og þeirra, eins og til dæmis Scaram- anga (Christopher Lee) bendir Bond (Roger Moore) á í The Man With the Golden Gun (1974), því báðir hafa atvinnu af því að drepa. Einnig er hægt að benda á að báðir teljast til efri stéttar. Illmennin eru oft um- kringd dýrum listaverkum, drekka fín vín (en oft ekki af „réttum“ árgöngum) og borða góðan mat í fögru umhverfi. Samt er munur á Bond og illmennunum. Illmennin drepa fyrir sjálfa sig án þess að hafa nokkuð um- boð til þess, á meðan Bond drepur í umboði bresku ríkisstjórnarinnar, eða að minnsta kosti næstum alltaf, í Licence to Kill er hann á eigin vegum. Það er líka galli á efri stéttar yfirbragði illmennanna. Bond kann hlutverk efri stéttar mannsins því hann er fæddur inn í það, en illmennin eru hins vegar lærð í því. Bond veit hvað er „réttur“ árgangur af víni, en ill- mennin ekki. Þau eru nýrík, hafa unnið sig upp með missiðlausum hætti. Til dæmis hef- ur Dr. No í samnefndri mynd byggt upp veldi sitt með samvinnu við kínversku maf- íuna og Sanchez í Licence to Kill er eitur- lyfjasali. Carver í Tomorrow Never Dies hefur byggt upp löglegt fjölmiðlaveldi, en með því að kúga þá sem hann kemst að upp- lýsingum um. Vegna þess að auður illmenn- anna er ekki gamall ganga þau yfirleitt að- eins of langt í íburðinum, eins og Hugo Drax í Moonraker sem flutti franskt sveitasetur stein fyrir stein til Kaliforníu. Þannig er inn- byggt ákveðið snobb fyrir breska aðlinum í Bond-syrpuna. Það virðist líka vera ákveðið útlendinga- hatur innbyggt í syrpuna, því illmennin eru aldrei Bretar, alltaf útlendingar. Jafnvel Elektra King (Sophie Marceau) í The World Is Not Enough (1999) sem á breskan föður sem er aðlaður, en átti erlenda móður. Vegna einhvers sem Bretar gerðu á hlut móðurfólks hennar hatar hún Breta og lætur meðal annars drepa föður sinn þess vegna. Hægt er að segja að Bond-myndirnar séu ein síðasta birtingarmynd breska heimsveld- isins. Í þeim ráðast illmennin sem stefna á heimsyfirráð á Breta eða það er að minnsta kosti Breta að bægja hættunni frá. Í sam- ræmi við það geta Bretar ekki verið í hlut- verki illmennanna. Hættan verður að koma að utan. Pólitíkin sem er að baki Bond- myndanna virðist breytast lítið. Bond er enn karlremba og útlendingahatrið er undirliggj- andi í syrpunni, en samt er hann vinsæll meðal áhorfenda. Pólitíkin sem liggur að baki er áhorf- endum ekkert endilega að skapi ef hún væri í raunveruleikanum. Fyrst hana er að finna í afþreyingu er kannski auðveldara að líta framhjá henni. Söguþráður myndanna er alltaf nokkurn veginn sá sami svo þær skila kvikmyndalistinni ekkert áleiðis, en það skiptir ekki öllu. Áhorfendurnir þekkja formúluna, muna eftir sumum af tilbrigð- unum við hana og hafa gaman af. Hafa ein- faldlega gaman af ævintýrum um riddara, prinsessur og dreka, sem liggur að baki Bondhefðarinnar. Heimildir Fyrir utan Bondmyndirnar og aðrar kvikmyndir sem nefndar hafa verið: Chapman, James. Licence to Thrill: A Cultural History of the James Bond Films. New York: Columbia University Press, 2000. Black, Jeremy. The Politics of James Bond: From Fleming’s Novels to the Big Screen. Westport, Conn- ecticut: Praeger, 2001. Eco, Umberto. „Narrative structures in Fleming“. The Role of the Reader: Explorations in the Semiotics of Texts. Bloomington: Indiana University Press, 1984 [1979], bls. 144–172. Egill Helgason. „Dautt listform“ http://www.strik.is/ frettir/pistlarþegils.ehtm?id=1043 Íslenska alfræði orðabókin. 2. bindi. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1990, bls. 576. Höfundur er bókmenntafræðingur. Umberto Eco sagði að Bond væri riddarinn sem réðst gegn drekanum (illmenninu) fyrir konung- inn (M eða varnarmálaráðherra Breta) til þess að bjarga ríkinu (Bretlandi eða heiminum) og fengi prinsessuna (Bond-stelpuna) að launum. Sean Connery sem Bond í Dr. No.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.