Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.2002, Page 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ 2002
T
OVE Jansson fæddist 9. ágúst
1914. Hún lést á spítala í Helsinki í
júní á síðasta ári, 86 ára að aldri.
Hún átti að baki glæstan feril sem
rithöfundur og myndlistarmaður
og átti aðdáendur um allan heim
auk þess sem hún hlaut margvís-
legar opinberar viðurkenningar
fyrir störf sín.
Foreldrar Tove voru bæði myndlistamenn og
hún var aðeins fjórtán ára þegar teikningar
hennar voru fyrst sýndar í sænsku blaði. Hún
gekk í listaskóla í Stokkhólmi frá 1930-33 og síð-
an í Helsinki. Þá fór hún til Þýskalands, Ítalíu,
Frakklands og London í listnám. Tove skrifaði
bækurnar um Múmínálfana á sænsku, þó hún
væri finnsk. Hún tilheyrði minnihlutahópi
sænskumælandi Finna og talaði, hugsaði og
skrifaði á tungumáli sem umhverfið notaði ekki.
Við þær aðstæður kynntist hún því að fólk er
mismunandi, með mismunandi venjur og siði,
sem hægt er að sjá frá mismunandi sjónarhorn-
um. En mikilvægast er þó umburðarlyndi og
mannúð. Foreldrar Tove lifðu bóhemlífi í Hels-
inki og á finnskri smáeyju, og það er umhverfið
sem við kynnumst í Múmínálfabókunum. Tove
bjó með sambýliskonu sinni hluta ársins í Hels-
inki og hluta ársins á afskekktri eyju í Finn-
landsflóa.
Að múmínálfum ...
Frægust varð Tove Jansson fyrir sögurnar
um Múmínálfana. Veröld múmínálfanna var æv-
intýraheimur þar sem hættur koma og fara án
þess að valda tjóni á lifandi verum. Múmínfjöl-
skyldan býr í húsi sem múmínpabbi smíðaði og
smám saman fjölgar á heimilinu, því auk þess að
múmínmamma og múmínpabbi eignuðust sinn
eigin múmínsnáða, flytja inn allskyns vinir
þeirra, sumir þeirra gerólíkir þeim.
Höfundurinn lýsir múmínálfunum og vinum
þeirra eins og gömlum kunningjum, með kost-
um og göllum. Hún lýsir jafn vel þeim sem búa
við ástríki og þeim sem verða útundan. Í smá-
sögunum sem hún skrifaði fyrir fullorðna vann
hún mikið með einmanaleika og útskúfun.
Að hluta til er Tove líka að lýsa sjálfri sér og
heimssýn sinni. Fjölskyldu hennar má þekkja í
dulargervum í bókunum. Einnig aðra listamenn
og vini. Finnland er líka eins og Múmíndalurinn,
indælisstaður en umkringdur allskyns hættum
(sbr. Sovétríkin).
Múmínálfarnir
Alls skrifaði Tove Jansson þrettán bækur um
Múmínálfana á árabilinu 1945-1977. Fyrsti
Múmínálfurinn sem birtur var opinberlega var í
teiknimyndaseríu sem beint var gegn Hitler á
fjórða áratugnum. Tove skrifaði fyrstu stuttu
söguna um múmínálfana 1945. Halastjarnan var
fyrsta heilsteypta skáldsagan sem kom út, 1946,
og sú síðasta var Múmíndalur í nóvember, 1971.
Múmínálfarnir náðu alþjóðlegri frægð 1954,
þegar Lundúnablaðið the Evening Standard hóf
birtingu á teiknimyndaseríu sem teiknuð var af
Tove Jansson og bróður hennar Lars. Þegar
mest lét, voru Múmínálfarnir birtir á 60 tungu-
málum í 40 löndum. Múmínálfaheimur hefur
verið byggður á lítilli finnskri eyju og þangað
koma 4000 börn á öllum aldri sumar hvert.
Framan af eru ævintýri múmínálfanna fyndin
og spennandi, en fremur barnaleg, en 1957, um
það bil tíu árum eftir að fyrsta múmínálfabókin
kom út, fór Tove að gera tilraunir með önnur
þemu. Vetrarundur í múmíndal var mun fant-
asíukenndari en fyrri bækur sem höfðuðu meira
til eldri lesanda, og þar með þeirra sem voru að
lesa upphátt fyrir börn.
Hinn innbyggði lesandi múmínálfabókanna,
þ.e.a.s. sú sem höfundurinn gerir ráð fyrir að
lesi söguna, er ung að árum. Bækurnar eru
heppilegar fyrir unga lesendur, hrollurinn ekki
mikill en mikið af góðum og hollum boðskap
sem settur er fram á spaugilegan hátt. Boð-
skapur bókanna er ávallt þessi: sýndu öðrum til-
litsemi og skilning. Þessi orð eru þó aldrei í text-
anum, heldur eru þau sýnd í verki í tilveru og
hættulegum ævintýrum fjölskyldunnar.
Múmíndalurinn er líkur hverju öðru dreifbýli
þar sem venjulegt fólk býr. En hann er líka æv-
intýraheimur og þessvegna mun fjölbreytilegri
og skemmtilegri en venjuleg holt og hæðir.
Svipað má segja um múmínfjölskylduna og vini
þeirra. Þau eru ósköp lík venjulegu fólki í hugs-
un, tali og samskiptum. Þau læra hinsvegar
margt um sig sjálf, hvernig þau bregðast við
óvæntum aðstæðum og hættum. Þau átta sig á
við hverju er að búast af vinum sínum. Þau læra
umburðarlyndi og stóiska ró (nema Snabbi) og
að hégómleiki er bara hégómi (nema Snabbi).
Þau eru ávallt sátt við hlutskipti sitt og öfunda
enga.
Heimur múmínfjölskyldunnar er fyrirmynd-
arheimur, þar sem eining ríkir. Þar er ekki tek-
ist á við umheiminn eins og hann birtist okkur í
hinu raunverulega lífi, heldur í ímynduðu æv-
intýralandslagi. Þetta gerir bækurnar um
múmínálfana sérstaklega heillandi og er ein
ástæða vinsælda ævintýrabóka. Þó gerðist það
skrítna og hálfsorglega með bækur Tove Jans-
son; þær urðu myrkari, t.d. Eyjan hans múm-
ínpabba, og hættu að vera fyndnar eins og t.d.
Pípuhattur galdrakarlsins. Tilvistarkreppa
múmínpabba í Eynni hans múmínpabba, er
ekkert sniðug og þá enn síður hremmingarnar
sem fjölskyldan lendir í á eynni sem
þau flytja til. Það er helst í þeim
bókum sem Mía litla á stórleik í, að
einhver húmor ræður ríkjum.
Þannig er Örlaganóttin alveg stór-
kostleg þegar Mía hreinskilnast þar
í allar áttir og sér engan mun á
skáldskap og raunveruleika.
Minnkandi húmor múmínálfabók-
anna er líkleg orsök þess að hætt
var að þýða þær yfir á íslensku. Það
hefur ekki þótt við hæfi barna að
liggja yfir tilvistarkreppum.
Í Eyjunni hans múmínpabba
verður tilvistarkreppa múmínpabb-
ans til þess að hann flytur fjölskyld-
una til eyðieyju útí hafi til að takast
á við óblíð náttúruöflin. Hann þráir
að vera verndari fjölskyldunnar og
að þau séu háð honum og hans
styrku stjórn. Múmínmamma lætur
þetta góðlátlega eftir honum, enda
lítt fyrir umvandanir gefin, hennar uppeldisað-
ferð er að láta fólk reka sig á og læra af mistök-
unum. En henni hundleiðist aðgerðarleysið á
eynni og saknar blómagarðsins síns. Hún teikn-
ar blóm á vegginn og smám saman þekja blóma-
teikningarnar allan vegginn og hún stígur inn í
þennan ímyndaða garð sinn. Múmínmamma er
ekki í ævintýri, hún er að missa tökin á raun-
veruleikanum og er farin að samsama sig
veggnum. Hér er þekktu tema úr kvennabók-
menntum snúið á haus. Dæmi um það er sagan
Yellow Wallpaper eftir Charlotte Perkins Gilm-
an. Kona sem meinað er að tjá sig í skriftum fer
að éta veggfóðrið og samsama sig húsinu, verð-
ur hin fullkomna húsmóðir að mati karlsins, en í
rauninni geðveik. Múmínmömmu er meinað um
að vera í hlutverki sínu sem húsmóðir og fer að
tjá sig í teikningum. Dvölin á eynni reynist þeim
öllum erfið. Múmínsnáðinn ráfar um eynna og
kynnist morranum, þ.e.a.s. einmanaleikanum af
eigin raun. Hann kemst að því að allir flýja
morrann en morrinn eltir þá sem skerast úr
leik. Múmínpabbi fær loksins tækifæri til að
sanna sig, að eigin mati, og þau geta haldið heim
í múmíndalinn. Hann er reynslunni ríkari en
þau hin bara fegin að komast heim. Þó mórall-
inn í þessu sé ágætur er einum of mikil geðveiki
í þessari sögu og of sjaldan leikið á létta strengi
Tove að störfum á fimmta áratugnum.
MÚMÍNVERÖLD
TOVE JANSSON
E F T I R B Á R U M A G N Ú S D Ó T T U R
Alls skrifaði Tove Jansson þrettán bækur um Múmínálfana á árabilinu 1945–
1977. Fyrsti Múmínálfurinn sem birtur var opinberlega var í teiknimyndaseríu
sem beint var gegn Hitler á fjórða áratugnum. Í þessari grein er rýnt í þessar
vinsælu bókmenntir sem bæði börn og fullorðnir hafa gleymt sér yfir.
við allt og kvartsár. Hann
langar samt stundum til að
vera hetja en það endist yf-
irleitt ekki lengi. Oft kemur
hann sjálfum sér og öðrum í
vandræði en veit að honum
verður alltaf fyrirgefið,
enda er hann einn af fjöl-
skyldunni.
Snúður er spekingslegur
flækingur, sem ávallt er
klæddur gömlum frakka og
hatti og er sá eini sem notar
skó. Hann er öllum óháður og
lifir ekki eftir sama takti og
múmínfjölskyldan. Þegar þau
leggjast í hýði fyrir veturinn
heldur hann af stað út í
heim í leit að nýjum æv-
intýrum. Hann er úrræða-
góður og ekki hræddur við neitt. Hann
leikur bara lag á munnhörpuna sína eða
reykir pípuna sína og er allur hinn ró-
legasti. Aðdáendur hans eru flestir smáir
og feimnir og múmínsnáðinn telur hann
sinn besta vin. Snúður sér engan tilgang
í að bindast eignum, stöðum eða fólki,
múmínsnáðanum til mikillar armæðu.
Mía litla, yngri systir Mímlu, er svo
pínulítil að hún getur falið sig í garn-
hnykli. Hún ber ekki virðingu fyrir nein-
um og er ósvífnislega hreinskilin. Samt
sem áður hefur hún mjög jákvæða af-
stöðu til lífsins. Hún sýnir væntumþykju
eingöngu eftir hentugleika og það mjög
sjaldan..
Fillífjonka er algjör andstæða múm-
ínálfanna. Hún hefur ekkert ímynd-
unarafl eða lífsgleði heldur ein-
göngu skyldur. Hún er mjög
skipulögð, hefur ofurtrú á hefð-
um og venjum og hefur mörg
prinsipp. En þegar eitthvað á
bjátar verður hún algjörlega
stjórnlaus.
Morrinn er mjög skelfilegur
og allir eru hræddir við hann.
Hann er stór, grár og svo kaldur
að jörðin frýs undir honum ef
hann staldrar við. Stundum heyr-
ist hann góla.. Hann er mjög
hrifinn af ljósi og mjög einmana,
eins og múmínsnáðinn áttar
sig á í Eyju múmínpabba. Á
frummálinu er Morrinn kven-
kyns en varð karlkyns í íslenskri útgáfu.
Hemúlar eru einrænir, ganga í kjólum
og eru haldnir söfnunaráráttu. Sumir
safna frímerkjum, aðrir skordýrum. Og
þeir eru ekki til viðtals um neitt annað
en áhugamál sitt. Allir eru þeir fúllyndir
og þar af leiðandi mjög fyndnir fyrir les-
andann. Þeir heita ekkert annað en
„hemúll” þó þeir séu fleiri en einn. Und-
antekning frá öllu framangreindu eru
hemúlarnir í sögunni ‘Hemúllinn sem
elskaði þögnina’ í smásagnasafninu
Ósýnilega barnið. Þar reka þeir
skemmtigarð, segja gamansögur og
hrekkja fólk.
MÚMÍNÁLFARNIR eru litlir og feitir og
ávallt sólarmegin í lífinu og sofa þess-
vegna þegar veturinn kemur með myrk-
ur og kulda.
Múmínpabbi segir frá því í endurminn-
ingum sínum að hann hafi strokið frá
munaðarleysingjahæli til að leita Frelsis
og Ævintýra. Hann elskar óveður og eitt
sinn bjargaði hann tilvonandi-múm-
ínmömmu úr sjónum á myrkri óveðurs-
nótt. Vert er að hafa í huga að end-
urminningar hans eru ekki sem
áreiðanlegastar.
Múmínmamma er vitur og góð, ávallt
tilbúin með mat. Hún hefur tröllatrú á
þeirri uppeldisaðferð að allir þurfi að
reka sig á og óþarft sé að halda langar
ræður um hlutina.
Múmínsnáðinn er soldið hégómlegur
og þráir mjög að vera vinsæll. Hann dá-
ist mjög að Snúði vini sínum fyrir sjálf-
stæðið, en á sjálfur erfitt með einmana-
leika. Hann er dauðskotinn í
snorkstelpunni og reynir að ganga í aug-
un á henni.
Snorkarnir líta nákvæmlega út eins og
múmínálfar, nema þeir skipta um lit þeg-
ar þeir komast í geðshræringu. Snork-
urinn er hálfgerð aukapersóna í bók-
unum, er rökviss og skipulagður, en
systir hans, snorkstelpan, er sæt, með
ennistopp og ökklahring og hégómleg og
soldið vitlaus.
Snabbi er renglulegur og minnir helst
á kengúru í útliti. Hann er skíthræddur
Múmínpabbi með sjóhatt.
MARGBROTNAR SMÁVERUR