Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 2002 SJÁLFSÆVISAGA bandaríska rithöfundarins Augusten X. Burroughs, Running With Sciss- ors, sem útleggja má sem Hlaup- ið með skæri, hefur vakið sterk viðbrögð hjá bandarískum bók- mennta- gagnrýnendum. Sagan, sem Burroughs segir með öllu sanna, lýsir uppvaxt- arárum hans hjá manískri móður sem síðar gefur hann fjölskyldu geðlæknis síns til ættleiðingar. Sú fjölskylda reyndist þó ekki síður sérkennileg en þeir heim- ilishættir sem Burroughs átti að venjast. Börnin á heimilinu voru hvött til lyfjaneyslu, jólatréð stóð inni í stofu þar til í maí, framtíðin var lesin úr hægðum heimilisföð- urins og lítið mál gert úr kyn- ferðislegu sambandi Burroghs, þá 13 ára, við sér mun eldri mann. Bókin hefur vakið sterk við- brögð og segja gagnrýnendur engan sem hana les vera ósnort- in. Sumum kunni að mislíka hún illilega á meðan hún veki ómælda aðdáun annarra. Súrrealískt Ísland BANDARÍSKI rithöfundurinn Jim Kruseo valdi sinni fyrstu skáldsögu nafnið Iceland, eða Ís- land. En sagan er allsérkennileg og að mati gagnrýnanda Hemi- spheres-tímaritsins virkar hún á lesandann líkt og töframaður haldi vantrúaða áhorfendum full- komlega á valdi sínu. Þrátt fyrir heitið gerist aðeins lítill hluti sög- unnar á Íslandi, en söguhetjan Paul, fársjúkur maður sem hefur þann starfa að gera við ritvélar, býr á landinu í nokkur ár eftir að hafa komið þangað á ferðalagi og upplifir skelfilega lífsreynslu í eldfjallagíg. Sagan þykir súrreal- ísk og á köflum fyndin, en jafn- framt truflandi sé kafað of djúpt í merkingu hennar. Póstmódernísk Borg CITY, eins og ensk útgáfa verks spænska rithöfundarins Aless- andro Baricco hefur verið nefnd, segir sögu Gould, 13 ára undra- barns sem býr við mikinn þrýst- ing kennara sinna sem telja drenginn færan um að vinna Nóbelsverðlaun. Þroski drengsins að öllu öðru leyti er hins vegar mun minni en jafnaldra hans. Líf Goulds tekur því umtalsverðum stakkaskiptum er hann kynnist Shatzy Shell, þrí- tugri konu sem vinnur við að gera skoðanakann- anir. Í stað þess að fá svör við spurningum sínum jafnhratt og unnt er á Shell það hins vegar á hættu að eiga hálftíma trún- aðarsamtöl við þá sem eru á hin- um enda línunnar. Samband þessara tveggja sérkennilegu einstaklinga þróast eftir því sem á City líður þó stór hluti sög- unnar sé sagður í stökum sögu- brotum frá sjónarhorni annars þeirra. Með sögunni leitast Bar- icco líka við að tengja sögur sem lítið virðast eiga sameiginlegt og að sögn New York Times að vinna úr þeim póstmóderníska hetjusögu. Sú ætlun hans tekst ekki alltaf að mati gagnrýnanda blaðsins, en Baricco þykir standa sig hvað best sem smásagnahöf- undur, þótt sagan búi engu að síður yfir gáskafullum sjarma. ERLENDAR BÆKUR Hlaupið með skæri Augusten X. Burroughs Alessandro Baricco VERSLUNARMANNAHELGIN er feitur hval- reki í hallæri fjölmiðlanna undanfarnar vikur. Um miðjan júlí birtast heilsíðuauglýsingar dagblað- anna um hátíðahöld hér og hvar um landið og veð- urfréttir sjónvarpsstöðvanna öðlast skyndilega gríðarlegt áhorf þegar þær fara að snúast um það hvaða útisamkoma hreppi besta veðrið. Útvarps- viðtöl við áhyggjufulla lögregluþjóna og glað- beitta skemmtana- og mótshaldara óma í sífellu ásamt sólríkum auglýsingum í sjónvarpi sem ganga aðallega út á hvaða hljómsveitir muni halda uppi fjörinu og hvaða styrktaraðilar komi að skemmtuninni (oft lítt dulbúnar áfengisauglýsing- ar). Spurningin er alltaf sú sama: HVAR ætlar ÞÚ að vera um verslunarmannahelgina? – það er ekki valkostur að sitja heima. Þeir sem þrátt fyrir allt fara hvergi geta huggað sig við að boðið er upp á sérstakt verslunarmannahelgarútvarp, sem fell- ur víst í flokkinn Innlend dagskrárgerð, þar sem farið verður á helstu samkomustaði, talað um veð- ur og aðsókn, aðstöðu og helstu uppákomur í beinni útsendingu, auk þess sem Umferðarráð treður upp og gefur heilræði um akstur á vegum úti. Fyrir helgina er venju fremur rætt um þá að- steðjandi ógn sem stafar af nauðgurum. Auglýs- ingaherferðir og viðvaranir félagasamtaka á borð við Stígamót hafa skilað miklum árangri, ekki síst vegna þess að þar er gengið út frá raunveruleika og þungbærri reynslu sauðdrukkinna og eftirlits- lausra unglinga á myrkum og niðurrigndum tjald- stæðum innan um tómar flöskur, sígarettustubba og bréfarusl. Stúlkur eru t.d. hvattar til að halda hópinn og hafa eftirlit hver með annarri, enda staðreynd að kynferðisofbeldi beinist aðallega gegn þeim. Og hinn bitri sannleikur er sá að ekki er spurt hvort, heldur hversu margar nauðganir verði framdar. Fæstar eru kærðar til lögreglu – enda eru konur enn spurðar hvort þær hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar nauðg- unin átti sér stað og hvernig þær hafi verið klædd- ar en þær upplýsingar eru oftar en ekki notaðar til að draga trúverðugleika fórnarlambanna í efa. Í yfirstandandi herferð aðstandenda V-dagsins er áróðrinum beint að karlmönnum. Það verður að teljast mikilvægt skref fyrir mannkyn sem birtist í viðleitninni til að taka ábyrgðina á glæpnum frá þolandanum og færa hana yfir á gerandann. Þótt gleðin muni vera við völd um helgina, ef marka má þá mynd sem dregin er upp í auglýsing- unum, er öllum ljóst að skuggahlið hátíðahald- anna verður allsráðandi strax á mánudaginn. Þá rekur miður kræsilegan hval á fjörur; æsifréttir af fíkniefnasölu og -neyslu, skemmdarverkum, slys- um, ofbeldi og nauðgunum. Til allrar hamingju koma þó flestir heilir heim úr helgardjamminu en alltof margir bera ör á sál og líkama eftir dans gleðinnar. En hverjir eru það þá sem græða á útihátíðum þegar upp er staðið? Eru það bæj- arfélögin, skemmtikraftarnir, fjölmiðlarnir og at- hafnaskáldin? Hver borgar brúsann? Eru það skattborgararnir og tryggingafélögin? Útihátíðir, eins og þær fara fram hér á landi, eru séríslenskt fyrirbæri; enn ein birtingarmynd áunninnar spennufíknar, langvarandi streitu, agaleysis og lífshraða þjóðfélagsins. Vert er um þessar mundir að minnast flugslyssins í Skerjafirði en ekki er hægt annað en að dást að þrautseigju og dugnaði aðstandenda ungmennanna sem fórust þar en hugmyndafræði þeirra gengur út á að atburður- inn verði víti til varnaðar; veki til umhugsunar um samábyrgð og fái ekki að falla í kæruleysislega gleymsku. Stendur ekki siðferðið völtum fótum þegar það er óbeint samþykkt að megi kasta því fyrir róða í trylltum frelsisdansi eina langa helgi á ári? FJÖLMIÐLAR VITLAUSRAMANNAHELGIN – ÍSLENSKT FRELSI Þá rekur miður kræsilegan hval á fjörur; æsifréttir af fíkniefna- sölu og -neyslu, skemmdarverk- um, slysum, ofbeldi og nauðg- unum. S T E I N U N N I N G A Ó T T A R S D Ó T T I R Í TEXTA lags hljómsveitarinnar Strangl- ers „Ferskjur“ segir á þessa leið: „Gangandi um strendur, horfandi á ferskjur.“ og síðar, „Ó fjandi, þarna fer ferðamannavagninn, það lítur því út fyrir að ég sitji hér fastur í allt sumar, hvílíkur bömmer, ég get hugsað mér ýmsa verri staði til að vera á, eins og á götunni, eða í ræsinu, eða jafnvel á enda kjötteins“. Viðhorf þeirra kyrkjara virðist nokkuð tvírætt, því þrátt fyrir að þeir harmi strandlífið ekki beint, eru hinir valkostirnir ekki beint fýsilegir. Ég verð að viðurkenna að mér leið nokkuð á þessa leið þar sem ég sat á svölunum í íbúð minni í Benidorm og horfði yfir útsýnið: íbúðablokkahringur, með tveimur skörðum þarsem glitta mátti í sjóinn þegar vel stóð á – það er þegar hitamistrið lyfti sér örlítið. Og þarna var ég mætt í annað sinn, já góðir lesendur, ég játa, ég var líka á Benidorm í fyrra (sagði einn Íslendingur við mig í 17. júní veislunni: „Mikið er ég fegin að það eru fleiri en ég sem eru ekki beint stoltir af því að fara til Benidorm“). [...] Mér finnst eins og ég fari í hringi. Ég ligg úti í sundlaugargarði með Ástríks- bók öðrum megin og bók um gotnesku stefnuna hinum megin. Á meðan ég ákveð hvora ég eigi að lesa skoða ég aðra gesti garðsins. Mér finnst skorta nokkuð á þá sjónrænu ánægju sem hafa má af fallegum og fáklæddum karlmannskroppum. Þarna er fátt um fína drætti en mikið af Bretum og Spán- verjum. En ég sé ekki Bretann sem var hér í fyrra með tattúið á maganum. Mér sýndist þar standa Ten Bells, sem var uppáhaldsbar Kobba Kviðristu á sínum tíma. Það reyndist missýning. En sagan er betri þannig. [...] Hef ég ekki farið nema einu sinni á ströndina? Best að fara aftur, þetta er nú einu sinni sólarlandaferð. Og hitinn ekki nema 37 stig, bara svalt. Hinir fisk- arnir bíða spenntir eftir mér og saman svömlum við stefnulaust um saltan sæ- inn. Aðeins utar bíða hákarlarnir átekta. Ég mæti stærðarinnar fiskatorfu sem birtist utan úr bláma meira dýpis, greinilega á flótta. Aftasta fisknum blæðir úr sári rétt við sporðinn. Við höldum okkur á grunnsævinu, en horf- um annað slagið vökulum augum til hafs. Úlfhildur Dagsdóttir Kistan.is www.visir.is/kistanMorgunblaðið/Ómar Undir íslenskri sól. AFTUR TIL BENIDORM IRaunsæi er bókmenntaleg og listræn nálgun viðveruleikann. Eigi að síður eiga snilldarlega gerð raunsæisverk það til að leiða menn á villi- götur, blekkingin sem er innbyggð í verk af þessu tagi getur verið svo vel úr garði gerð að hún verður bókstaflega að veruleika. IIDæmin eru óteljandi. Fjöldi skáldverka hefurverið lesinn sem sannleikur eins og til dæmis Íslendinga sögurnar sem litið var á sem sagn- fræðilegar heimildir um lífið á Íslandi á söguöld. Fjölmargir samtímahöfundar hafa og lent í því að hafa breyst í sögupersónur sínar. Steinunn Sigurðardóttir þurfti til að mynda að sverja það af sér í spjallþætti í sjónvarpi að hafa verið kenn- ari í Menntaskólanum í Reykjavík eins og Alda í Tímaþjófnum. Sumir láta og glepjast til að leika eftir kúnstir og afrek skáldaðra persóna í þeirri trú að sögur þeirra hafi verið algerlega raunhæf- ar. Í grein um þrjár ferðabækur í Lesbók í dag er til að mynda sagt frá því þegar franski rithöfund- urinn Jean Cocteau hélt í fótspor Fileasar Foggs umhverfis jörðina á 80 dögum. IIIEn það er sem sé algengur misskilningur aðraunsæisverk séu nákvæm endurspeglun á veruleikanum þótt mörg þeirra reyni að líkja eft- ir honum. Oftar er ekki allt sem sýnist. Sum verk hafa til dæmis hina raunsæju nálgun aðeins að yfirskyni til þess að geta snúið út úr veru- leikanum eða (af)lagað hann með einhverjum hætti án þess að lesandinn eða áhorfandinn veiti því athygli. Markmiðið er sem sagt ekki að líkja eftir veruleikanum heldur að umskapa hann. Ítalski málarinn Giovanni Antonio Canal (1697-1768) er ákaflega skemmtilegt dæmi um þetta. Canal var lengi ekki talinn til merkilegra listamanna og oftast vísað til hans sem „ljós- myndamálara Feneyja“ en hann málaði borg- armyndir þaðan í raunsæislegum anda. Það uppgötvaðist hins vegar ekki fyrr en seint og um síðir að myndirnar voru ekki nákvæm end- urspeglun á Feneyjum eins og haldið hafði verið. Þrátt fyrir raunsætt yfirbragð voru þær grófar en þó ákaflega fínlega gerðar afbakanir á fyrirmynd- inni. Canal leit raunar ekki svo á að hann væri að afbaka fyrirmyndir sínar heldur að end- urskapa þær eða endurbæta. Þannig lagaði hann samræmi og hlutföll milli bygginga, gerði lítil og lokuð torg stærri og opnari, turna reisulegri og svo framvegis. Og þetta gerði hann með svo smekklegum hætti að enginn tók eftir því fyrr en meira en tvö hundruð árum eftir að hann mál- aði myndirnar. IVFrændi Canals og lærisveinn, BernardoBellotto (1720-80), var hirðmálari í Dresden og Varsjá. Í ljósi aðferðar þeirra frænda er það kaldhæðið að borgaryfirvöld í Varsjá not- uðu myndir Bellottos við endurreisn gamla borg- arhlutans eftir seinni heimstyrjöld. Í stað eftirlík- ingar af gamla bænum sitja borgarbúar því uppi með eftirlíkingu af málverki. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.