Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 14
Þ AÐ er rúmlega þrjátíu stiga hiti á Skeppshólmi þegar Djasshátíð Stokkhólmsborgar er sett þar í 19. sinn. Risastórt sviðið með hvelfdu þaki trónir á bakkanum þar sem ferjurnar leggja að, en í slakkanum framan við það eru hundruð sæta og bekkja þakin fólki sem komið er til að hlusta. Verður nokkurn tíma hægt að halda svona útitónlistarhátíð á Ís- landi? hugsa ég með mér, þegar ég horfi á létt- klædda Svíana rölta um svæðið sólbrúna og brosandi. Þeir eru hér í hundraðatali, og það sem okkur finnst merkilegt er hvað þetta er fjöl- breytt flóra fólks. Ímynd djassgeggjarans; loð- inn karl með ístru og bjórglas sitjandi í lágþoku- bakka eigin sígarettureyks, er hreint ekki hér; jú, kannski einn og einn. Þetta er fólk á öllum aldri, fjölskyldufólk með smábörn, gamlar kon- ur, unglingar, vinafólk, samstarfsfólk og bara alls konar fólk og allir með ýmist bakboka eða nestiskörfur. Upp úr malnum draga þeir svo kaffibrúsa og kannski smurbrauð – sumir bjór – og þeir virðast við öllu búnir, því að þarna glittir líka í ullarteppi og regnstakka. Ég vissi alltaf að þeir væru praktískir Svíarnir. En það er svosem engin þörf á því að vera með nesti, því aftast á svæðinu standa sölutjöld í tugavís, þar sem boð- ið er upp á allt frá síldarréttum til þessara ein- kennilegu og litskrúðugu lakkrísreima sem þeir virðast háma í sig meira en flest annað. Einn sölukarlinn gerir ekkert annað en að brenna möndlur í stórum potti sem hann hrærir í af alefli. Hann hefur nóg að gera, því möndlurnar renna út eins og heitar – möndlur. Við hlið hans er svo karlinn sem gerir ekkert annað en að laga gæðakaffi oní gesti, og ég er ekki frá því að það seljist jafnvel og ískalt ölið sem fæst í nánast hverju tjaldi. Hér á þessum fjöruga stað ætlum við að eyða vikunni, fyrir utan tvo daga sem verða helgaðir annars konar tónlist – óperu. Þá leggjum við land undir fót og heimsækjum sum- aróperur Stokkhólmsbúa, annars vegar Folk- operan sem sýnir Luciu di Lammermoor í Confidencen-höllinni í Ulriksdal, og hins vegar Konunglegu óperuna sem sýnir Töfraflautuna á Drottningarhólmi í hallarleikhúsinu sem er í dag nákvæmlega eins og það leit út á 18. öld. Í sporum Evoru Dagskrá Djasshátíðarinnar er fjölbreytt, en það sem vekur athygli mína er það hvað mikið er af atriðum sem tæpast flokkast undir djass samkvæmt ströngustu skilgreiningum. Blús og soultónlist eru auðvitað náskyldir ættingjar djassins og fönkið líka, en dýpra er á tengsl- unum þegar komið er að þjóðlaga- og heimstón- list. En fjölbreytnin bagar ekki nokkurn mann hér. Allt er þetta tónlist, og tónlist er ekkert annað en áhugaverð eða leiðinleg – góð eða vond, í hvaða skúffu svo sem reglustikaðir flokk- unarsérfræðingar vilja hólfa hana niður. Yfir- skriftin á hátíðinni í ár er líka bara heit tónlist, og það má jú tína til ýmislegt undir þeim for- merkjum. Dagskráin á Djasshátíðinni hefst seinnipart dags, alla dagana, og margir eru komnir um leið og hliðin eru opnuð. En svo virð- ist sem hér séu almennar hefðir um tónleikahald mjög frjálslegar. Fólk sest og hlustar þegar eitt- hvað fangar eyrað, en stendur svo upp þegar eitthvað annað tekur við, röltir um svæðið, hittir vini og kunningja, spjallar saman og hefur það huggulegt, en leggur svo aftur við hlustir þegar tónlistin grípur það á ný. Ósköp er þetta notalegt í sumarhitanum, af- slappað og indælt. Þeir sem koma fram eru marglit hjörð: Chaka Khan, sem ég var satt að segja búin að gleyma að væri til, en hún var upp á sitt besta á áttunda áratugnum; Stórsveit Woody Hermans með Freddy, litla bróður Nat King Coles við hljóð- nemann; John Scofield, Joe Lovano, Dave Hol- land og Al Foster, Claudia Acuña díva frá Chile, Tríó Claes Crona, með Pétur Östlund innan- borðs, Blind Boys of Alabama, Ale Möller, sem hefur lengi verið uppáhaldið mitt af öllum sænskum músíköntum, Richard Bona frá Kam- erún, hljómsveitin Simentera frá Grænhöfða- eyjum, sóldrottningin Angie Stone og fleiri og fleiri. Hverjir tónleikar eru stuttir, varla nema klukkutími, og sumar sveitirnar eru með gesta- prógramm, þar sem ungir hljóðfæraleikarar og söngvarar fá að spreyta sig með gömlu reyndu körlunum. Hljómsveitin Simentera er komin til Stokk- hólms alla leið frá Grænhöfðaeyjum. Hvað vit- um við um tónlist þaðan? Heilmikið, en þó svo lítið. Það hlýtur að vera erfitt að vera spor- göngumaður stjörnu á borð við Cesariu Evora. Hana þekkir öll heimsbyggðin – líka Íslending- ar, af einstaklega hugljúfum og angurværum söngvum frá þessum fátæku eyjum undan Afr- íkuströndum. Cesaria Evora ber með sér menn- ingu nýlenduþjóðar, og söngvar hennar eiga margt skylt við portúgalska fadóið, sem barst til eyjanna með nýlenduherrunum. En tónlist Sim- entera kemur úr annarri átt. Það er lítill vottur af berfættu vinkonu okkar í tónlist þeirra. Þar er það álfan heita, Afríka sem greinilega hefur haft meiri áhrif en horfnir nýlenduherrar. Afró- popp, myndi flokkfiskurinn segja; indæl tónlist, ljóðræn og rytmísk segi ég, fallegar raddanir og hljóðfæraúrval sem bæði á uppruna í afrískri hefð, og svo karabískri. Þetta fílar unglingurinn, ferðafélagi minn, og ég tek undir orð hennar: þetta er bara ansi notaleg tónlist. Pétur Ísland Östlund skal hann heita Við vöndrum um svæðið og rekumst af og til á aðra norræna ferðafélaga okkar, og tyllum okkur niður með sænskt appelsín, sem er svalandi í þessum feiknar hita. Unglingurinn spyr þeirrar spurningar sem hún spyr í hvert sinn sem hún er stödd á erlendri grund: af hverju flytjum við ekki íslenskt appelsín til útlanda? Óskiljanlegt; algjör- lega óskiljanlegt! stynjum við hvor í kapp við aðra. En nú berast þau tíðindi af sviðinu að nýtt band sé að taka við, Tríó Claes Crona, og sökn- MÚSÍK MEÐ BRENND- UM MÖNDLUM Johan Rydh er barítónsöngvari sem vert er að fylgjast með. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 2002 ÉG hef gert fornminjarnar í Stokkhólmi að umræðuefni í þessum ferðasögum mínum þaðan. Enn ræ ég á sömu mið, – í orðsins fyllstu merkingu. Ég sit í báti sem ber mig út í Drottningarhólm, en þar er einmitt hægt að gera það sem óvíða er hægt annars stað- ar, – að hlusta á óperu inni í fornminjum. Hallarleikhúsið í Drottningarhólmi á sér langa sögu. Það var byggt í garðinum við Drottningarhöllina fyrir drottninguna Lovísu Úlriku árið 1766. Það átti sitt blómaskeið ár- in á eftir, þegar Gústaf þriðji var við völd. En árið 1792 dó Gústaf og smám saman gleymdist leikhúsið. Það var ekki fyrr en 1922 að það var uppgötvað á nýjan leik, og sýningar þar hófust aftur. Í Hallarleikhúsinu er allt eins og það var, árið 1792; – húsið er friðað. Salurinn, sviðið, sviðsbúnaðurinn og kertalýsingin; – allt er þetta eins og skilið var við það eftir að Gústaf þriðji dó. Árið 1991 útnefndi UNESCO húsið, ásamt höll- inni og kínverskum garðskála í garði drottn- ingar sem eitt af alþjóðlegum menningar- verðmætum heims. Því má ekki hrófla við neinu nema brýna nauðsyn beri til, og allt viðhald verður að lúta þeim lögmálum sem giltu á árdögum hússins. Það er Töfraflautan eftir Mozart sem er á efnisskrá kvöldsins. Hljómsveitin er klædd búningum þess tíma; – hnébuxur, lafajakkar, blúnduskyrtur og parruk, og þegar tjaldið er dregið frá blasir við ævagömul sviðsmyndin á ógnardjúpu sviðinu. Stjórnandinn er stjarna hússins, Arnold Östman, sem stjórn- aði frægum á frægum plötuupptökum á Moz- artóperum með stórskotaliði óperuhússins. Þar var Kristinn Sigmundsson einmitt meðal söngvara. Búningar jafnt sem sviðshreyf- ingar, allt er þetta í anda gamalla tíma; hér er því engin loftkæling og lýsingin sam- anstendur af stórfenglegum kertakrónum. Jakob Högström er í hlutverki Papagenós, og Matthias Zachariassen í hlutverki Tam- inos. Báðir eru prýðisgóðir söngvarar, en þó finnst mér vanta talsvert á húmorinn í túlk- un Högströms á furðufuglinum. Dömurnar þrjár eru stórfenglegar og mikið hefur verið lagt í hreyfingar þeirra og fas. Feiknar góð- ar söngkonur og vel samstilltar, Janette Köhn, Miriam Treichl og Ann Kristin Jones. Þótt hlutverk næturdrottningarinnar sé eitt það minnsta í óperunni, er það samt hún sem allir bíða eftir að heyra í. Caroline Gentele sveik engan í túlkun sinni á því fláráða kvendi, kóloratúr hennar var leikandi lipur og stílfærður leikur hennar skemmtilegur. Camilla Tilling söng væmnislaust hlutverk Pamínu, en sú sem kom hvað mest á óvart var Papagena sungin af Klöru Ek. Þetta er lítið hlutverk eins og hjá Næturdrottning- unni en vandmeðfarið, en Klara hóf það upp á hærra plan með frábærum söng og kóm- ískum leik. Aðrir söngvarar voru prýðilegir, en þó vantaði sums staðar herslumuninn sem skilur milli þess góða og afburðagóða. Hljómsveitin var frábær; – Arnold Östman hafði hana í hendi sér eins og við var að bú- ast. Þetta var ákaflega falleg sýning, en kannski svolítið settleg. Það er kannski ein- mitt það sem er við hæfi í aldagömlu drottn- ingarleikhúsi. Í Confidencen í Úlriksdal kvað við annan tón í óperunni Lucia di Lammermoor eftir Donizetti; – viðfangsefnið langt frá því að vera létt og leikandi; – heldur harmrænt drama um ástir og hefnd. Bróðir Luciu, En- rico kemur í veg fyrir að Lucia fái að giftast unnusta sínum, Edgardo, – hann er nefnilega í „hinu liðinu“, og tengsl við það óæskileg. Confidencen er sumarsýningarstaður sænsku Þjóðaróperunnar og nýtur mikillar hylli, þótt Drottningarhólmur sé bæði fræg- ari og kannski vinsælli. En það var enginn svikinn sem ætlaði að sjá drama þetta kvöld. Mesta athygli mína vöktu systkynin Enrico, sunginn af Johan Rydh og Lucia sem Tua Åberg söng. Johan Rydh tók salinn með trompi strax í fyrstu senu með ótrúlega kraftmikilli og fallegri barytonrödd sinni. Valdsmannsfasið fór honum vel, og hroki persónunnar vakti beinlínis skelfingu. Slíkan söngvara er gaman að heyra. Tua Åberg reyndist fantagóð Lucia, og hafði þetta lýr- íska drama svo gjörsamlega á valdi sínu. Í margfrægu sturlunaratriði, þar sem hún drepur manninn sem hún var þvinguð til að SETTLEGAR STÁSSMEYJAR OG BLÓÐBAÐIÐ Í CON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.