Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 2002 5 ast ekki þrátt fyrir sprengjur og dínamít? Þig langar í garð, tré, litla lind til að bergja á um sumarnætur, sólstól til að fá þér lúr um miðjan dag … Og við ætlum líka að endurbyggja skól- ann, fallegan skóla með sterkum borðum, gluggum sem vita út að sjó, það verður fallegt. Og hvernig sérð þú nýja húsið fyrir þér? Sérðu það ekki? Hvers vegna? Þú vilt ekki lengur eiga heima í flóttamannabúðum, þú vilt búa heima hjá afa þínum og ömmu! En húsið er ekki laust, það er upptekið, afi þinn og amma eiga það ekki lengur, já ég veit það, jafnvel þótt þú eigir að heita eigandinn, þá áttu það ekki lengur. Öll hús forfeðra okkar hafa verið gerð upptæk og í þeim býr fólk sem segist hafa keypt þau … Það þarf að kanna það nánar. Hvað segirðu? Þú ferð ekki héðan nema til þess að fara í alvöru húsið þitt jafnvel þótt það sé fullt af öðru fólki. Þú segir að það megi það ekki. Já, en hér er enginn réttur, það er eins og með blómin, það eru engin blóm í högunum, engir garðar, engar lindir. Þeir eru búnir að eyðileggja þetta allt. Réttur? Hér er það hnefa- rétturinn sem gildir. Rétturinn býr í brynvörð- um bíl, skriðdreka, jarðýtu, fallbyssu sem beint er að almennum borgurum … Mannsrödd. „Ég heiti Abou Ali, ég er læknir á sjúkrahús- inu. Ég vinn á bráðamóttökunni við að taka á móti þeim sem koma þangað illa særðir. Ég var í dyrum sjúkrahússins þegar ég sá tvo menn koma inn með særðan mann á milli sín. Hann hlýtur að hafa verið þungur. Þeir gengu með erfiðismunum. Blóð lak niður. Þegar þeir voru komnir á móts við litlu moskuna byrjaði skrið- dreki uppi á hæðinni að skjóta á þá. Þeir slepptu þeim særða og lögðu á flótta. Ég held jafnvel að einn þeirra hafi fengið kúlu í annað lærið. Hann hélt um það á hlaupunum. Sá særði missti mikið blóð og hrópaði á hjálp. Hann hrópaði, hrópaði „Hjálpið mér, hjálpið mér, ég er að deyja“. Í þann mund sem ég ætlaði að fara til hans og koma honum á sjúkrahúsið kom væn kúlnahríð og gekk endanlega frá honum. Ég var varla búinn að fara nema tíu metra eða svo, það var búið. Hermennirnir skutu um allt. Ég veifaði hvítum fána, en það var eins og hann æsti þá enn frekar. Þeir bundu enda á líf þess vesalings manns. Skriðdrekinn hélt annað, yfir hæðina. Allan þann dag heyrði ég skothvellina.“ Konan. Þeir eru hættir að skjóta. Ég skil þig eftir, ég ætla upp á yfirborðið til að fylgjast með steininum. Ég hefði aldrei átt að skilja hann eftir. Svona er þetta, maður gleymir sér augnablik og allt breytist, steinninn þinn er tekinn af og þér fleygt ofan í fjöldagröf, en ég er ekki dáin … Augun í mér hreyfast ennþá, þau tala við mig og segja að allt hverfið hafi verið jafnað við jörðu, já, að þeir séu búnir að eyðileggja allt, að þeir hafi gaman af því að skemma, það sé vinnan þeirra, að brjóta, bramla, kremja … Þeir leit- uðu mennina uppi og drápu þá. Það var það sem þeir gerðu. Ég man það. Minningarnar koma í röðum, þær sækja á mig til að koma í veg fyrir að dauð- inn hrífi allt með sér. Minningarnar lauga augu mín og ljá þeim líf, ég man eftir vélinni gríð- arstóru sem þokaðist áfram í náttmyrkrinu, kramdi allt sem fyrir varð. Hermönnum sem skutu. Þeir voru hræddir. Ég sá ungan mann sem lagði vopnið sitt frá sér og ældi á hálfhrun- inn vegg. Þeir drápu karlmenn, börn, ketti. Þeir segjast vera á höttunum eftir hryðjuverka- mönnum. Ég sest niður og hreyfi mig ekki framar. Svartur fugl. Tveir svartir fuglar. Þetta eru krákur, þær boða óhamingju. En þær koma of seint, óhamingjan hefur þegar dunið yfir. Það er ekkert um það að segja, meira að segja fugl- arnir eru farnir annað. Hvað ætla þeir að gera með allar þessar rúst- ir? Sagt er að þeir ætli að girða þær af með gaddavír og síðan á fólk að koma og skoða þær. Markmið skoðunarferðarinnar: ímynda sér hvað var þar áður, ímynda sér göturnar, börn að leik, hús, þröngar íbúðir með hnausþykkum veggjum, ímynda sér skólann, kennarann, bak- aríið, smábúðina sem selur lyf, lækningastofuna og jafnvel grafreitinn. Hvað þýða þessar rústir? Hvað var hér áður en rústirnar, öskrin, sund- urskotin líkin komu til sögunnar? Lífsmark. Fólk beið. Fólk vonaði. Fólk vonaðist til þess að komast út úr búðunum í alvöru borg, lifa alvöru lífi, fallegu lífi, látlausu, sómasamlegu, án upp- hrópana, án öskra … Það er spurningin sem lögð verður fyrir gest- ina. Ég á auðvelt með að sjá þetta fyrir mér. Þetta eru ekki rústir; húsið mitt er enn þarna og búðin húsgagnasmiðsins, þarna er brunn- urinn og einkum þó tréð sem veitir mér skugga. Allt er hér, í höfðinu, hjartanu, í rykinu sem ber vitni og ásakar, jafnvel þótt þeir hafi gert allt til þess að ekki væri hægt að lesa neitt úr rúst- unum. Glæpurinn er þarna, jafnvel þótt hann hafi verið hulinn mörgum tonnum af grjótmylsnu og þögn. Glæpurinn var grafinn niður. Hann var lagð- ur í sömu gröf og hinir dauðu. Fórnarlömb ofsókna – ofsækjendur. Fórnarlömb ofsókna – ofsækjendur. Fórnarlömb ofsókna – ofsækjendur. Fórnarlambið hefur alltaf rétt fyrir sér. Þegar það afmyndar lífið, þegar það ber dauðann í hatrinu verður til lokað rými, þögn, það er verið að vinna, hreinsa, skola burt. Engin vitni. Engir dómarar. Ég held áfram að gramsa. Ég róta í jarðveg- inum en hann gefur mér ekki neitt, kennir mér ekki neitt, jörðin er þögul, steinarnir líka, jafn- vel rætur villijurtanna eru þögular, ég sný þessu lagi af jarðvegi við og spyr hann, hann segir ekki neitt, það er búið að troða svo mikið á honum að hann þýðir ekki neitt lengur, en samt hefur hann drukkið í sig blóð hinna saklausu, en jörðin er gleymin. Ég er að leita að uppdrættinum að borginni. Það er mikilvægt að hafa uppdrátt. Það er mik- ilvægt til að ferðast um, til að ruglast ekki á skotmarki, gera árás á hárréttan stað, án þess að ganga of langt. Þeir krömdu grafirnar. Hinir dauðu vökn- uðu; þeir elta þá í svefninum. Ég er hætt að sofa, borða, drekka. Ég er steinn, sá elsti, sá þyngsti, sá harðasti. Ég tala. Ég segi frá. Ekkert getur þaggað niður í mér. Ekkert brýtur mig niður. Ekkert haggar mér. Hermenninir eru farnir. Sumir þeirra í plast- poka. Ég bíð. Ég græt ekki. Ég get ekki grátið. Hjarta mitt er þurrt. Þurrt eins og steinn. Þó hef ég úthellt svo mörgum tárum. Ég get það ekki lengur. Fólk kemur til að kasta tölu á þá dauðu. Það kallar í von um að einhver sé enn á lífi. Hvernig á að vera hægt að telja þá sem hafa verið kramdir? Það þyrfti að safna saman stundurtættum útlimunum, raða líkamanum saman aftur og telja. Enginn hefur brjóst í sér til þess. Þeir dauðu eru farnir. Ég bíð. Ég loka ekki augunum. Hendur mínar halda áfram að gramsa. Ég bíð þess að barnið komi að sækja skóna sína. Karlmannsrödd: Þetta er sagan af Abou Djendal. Hann var foringi í öryggislögreglunni. Hann var þrjátíu og tveggja ára. Kvæntur, eitt barn. Hann var hár og grannur. Nokkuð myndarlegur. Hógvær maður, iðinn, alvörugefinn. Hann var samvisku- samur í vinnunni. Þegar hermennirnir réðust inn í búðirnar fannst honum það vera skylda sín að vernda almenna borgara. Hann varð einn af leiðtogum andspyrnuhreyfingarinnar. En hann var drepinn án þess að hann næði að berjast. Lík hans fannst fyrir framan hús sem hafði ver- ið lagt í rúst. Þetta var hinn 17. apríl. Lík hans var svart. Það var farið að rotna í sólinni. Kúla í gegnum ennið. Önnur í gegnum kjálkann. Þetta kallast aftaka. Kvenmannsrödd: Hann var tekinn af lífi með köldu blóði. Ég sá þetta allt. Ég skráði allt. Ég var í búðinni þar sem ég beið eftir því að kaupa mjólk. Dyrnar voru hálflokaðar. Ég gat fylgst með þessu út um gat. Ég lagði augað upp að gatinu og sá allt. Þetta voru fjórtan eða fimmtán hermenn. Þeir umkringdu Abou Djendal. Þeir börðu hann með byssuskeftun- um. Aðrir spörkuðu í hann. Hann reyndi að bera fyrir sig hendur og fætur. Hann sagði ekki neitt. Þeir neyddu hann til að krjúpa. Einn her- mannanna tók nokkur skef afturábak og skaut hann með tveimur skotum, annað í höfuðið, hitt í kjálkann. Abou Djendal dó samstundis. Her- mennirnir skildu hann eftir og stigu sallarólegir upp í skriðdrekann. Þögn. (Konan situr og gramsar í steinmylsnunni. Langt og skerandi öskur berst neðan úr jörð- inni, neðan úr rústunum, öskur í særðri skepnu, öskur í örmagna manneskju. Öskrið dvínar og verður að daufum söng. Hann heyrist varla. Konan sperrir eyrun, lýtur niður, allt niður í rykið.) Konan: Til hvers að öskra? Enginn heyrir til okkar. Og þeim sem geta heyrt í okkur er meinað að koma að heimsækja okkur. Við erum sett til hliðar. Við erum ekki til lengur. Hvort sem við erum lifandi eða dauð höfum við engan rétt til að vera til. Það er búið að loka búðunum. Engin vitni. Engir áhorfendur. Þetta á að vera hrein- legt stríð. Þetta öskur er ekki neitt ákall. Þetta er bara öskur, líkami sem andar, húð sem er að leysast upp, augu sem moldin lokar, augnlok sem ýta mold burtu … Ég hefði viljað hafa svolítið af vatni til að vökva þessa allt of þurru mold. Fallbyssurnar þruma, vélbyssurnar gelta, hátalararnir drynja, það heyrist væl í sírenu í sjúkrabíl sem hefur lent í fyrirsát. Sírenan meiðir mig alls staðar (hún rífur kjólinn sinn.) Ökumaður sjúkrabílsins er dauður, hinir særðu hafa alla nóttina til að deyja. Sjúkrabíllinn er hús sem orðið hefur fyrir sprengjuárás, tré sem hefur verið fellt, tréð er búið að missa allar greinarnar og fuglarnir eru brunnir í eldi frá vopnum, eldi frá mönnunum, hræðslu manna sem skjálfa af hatri. Og nóttin vellur um allt, því við erum ofin úr þeirri ull sem örlátir forfeður með skínandi augu ófu. Nóttin er í okkur eins og öskrið sem hættir ekki. Því er haldið niðri af rústum lífsins, það end- urómar milli brotinna dyra og veggbrots, þess vegna heyri ég það, ég er orðin að þessu öskri og ber það langt, ef til vill nær það til þeirra sem neita að trúa því að fórnarlambið geti brennt jörð mannanna og trúa bara þeim hluta sög- unnar sem vernduð er af tárum. En ég ofsæki ekki nokkurn mann. Ég sit hérna í þessum hörmulegu rústum, tala og kyngi orðum eins og þau séu fóður sem enginn fugl vill sjá, ég er stundaglas hörmunga okkar, ég segi með orðum sem stíga upp úr brunninum að mörgum beinum látinna hefur verið hrúgað þar, ég segi að veggirnir séu hrundir og að við stöndum ber eftir, skyrtulaus, án laka, án líkklæða. Það er búið að taka frá okkur ilminn af rósum og blæju skammarinnar. Öskrið heldur áfram að ferðast og frelsar fiðrildin í brjóstum okkar. Öskrið býr í okkur og nefnir nafn þeirra sem ekki eru hér. Hér sit ég, eilíf, óhagganleg allt þar til tunglið hrapar. Það kemur niður til að hirða okkur, því þörf okkar fyrir huggun, réttlæti er jafn sterk og eyðimörkin sem skríður fram. Það er ekki hægt að sigrast á þörf okkar til að vinna. Sögu okkar blæðir. En hvorki hjörtum okkar né augum. Karlmaður segir frá: Þetta er sagan af Kamal, fimmtugum, fötl- uðum manni. Allir í hverfinu þekkja hann. Ró- lyndisnáungi, elskulegur, hann kunni illa við of- beldi. Hann hafði gaman af því að fara um þegar sólin var mild. Ég hafði annast hann ár- um saman, við erum jafnaldrar, við vorum sam- an í skóla og þar að auki var hann tengdur mér. Ég ýtti stólnum hans í átt til vegarins á hverj- um degi. Hann var mjög flinkur að aka honum. Þegar hermennirnir komu inn í búðirnar gerði ég þá varúðarráðstöfun að setja hvítan fána á stólinn. Hann sagði við mig „ég er sendiherra friðarins, ég ek um til að liðka fyrir samskiptum og friði milli fólks, en ég er ekki viss um að þeir sem hafa hertekið okkur hafi áhuga á friði, ég á við, búa með okkur, eða kannski réttara sagt við hliðina á okkur“. Þegar allir skriðdrekarnir komu áttaði ég mig á því að þeir myndu skjóta á þetta allt saman. Mér varð strax hugsað til Kamal. Ég fór að leita að honum þegar út- göngubannið var gengið í gildi. Ég fann það ein- hvern veginn á mér, fékk þessa sterku tilfinn- ingu sem veldur því að maður flýtir sér af stað í þeirri von að maður verði kominn áður en hörmungarnar ríða yfir. Því miður fann ég stól- inn hans Kemals þar sem hann lá á hliðinni og vissi að hann hlaut að liggja hjá honum. Hann lá endilangur í vegkantinum. Sundurkraminn. Allur í mauki. Það var ekk- ert mannlegt lengur við þennan haug af holdi og blóði. Ég áttaði mig á því að skriðdrekarnir höfðu ekið yfir líkama hans. Það voru för eftir beltin. Annar maður segir frá; hann segist hafa séð allt: Kamal var í stólnum sínum, hann mjakaði sér hægt áfram. Þegar hann sá skriðdrekana og brynvörðu bílana koma stoppaði hann, frekar af forvitni en til að ögra. Það hvarflaði ekki að hon- um að hann yrði drepinn. Hann hafði ekki gert neitt af sér. Hann var bara þarna. Hann reyndi að víkja úr vegi fyrir þeim. Stóllinn hans hlýddi honum ekki alveg nógu vel. Hermaður í bryn- vörðum bíl miðaði á hann og skaut á hann. Kamal féll til hliðar. Annar hermaður steig út úr farartæki sínu, gekk að Kamal. Ég hélt að hann ætlaði að bjarga honum. Nei, hann var að athuga með sérstöku tæki, skynjara, hvort hann væri nokkuð með sprengiefni innan á sér. Hermaðurinn gaf félögum sínum í skriðdreka merki; hann fór upp á einn þeirra. Einn þeirra ók yfir særðan líkama Kamals. Sjúkrabíll reyndi að koma til að hirða líkið. Skriðdrekarnir skutu í áttina að honum og neyddu hann til að snúa við. Þannig dó Kamal. Stóllinn hans var flattur út og hvíti fáninn hans er flekkaður ryki og blóði. Konan ýtir barnavagni á undan sér í rúst- unum. Í rústum er ævinlega barnavagn, brotinn, ryðgaður, sem hefur gleymst fyrir tilviljun. Þennan hérna fann ég bakvið mjólkurbúðina. Þú getur ekki séð hvar það er, mjólkurbúðin er ekki lengur þarna. Í vagninum er fullt af hlut- um sem börnin hafa sankað að sér: dúkkur, pottar, greiður, klútar, olíuluktir, plastdiskar, viðar- eða járnbútar, hart brauð, gömul sauma- vél, skeiðar, húfa … Ég ýti vagninum og leita að móður minni; ég er týnt barn, leita að ummerkjum um húsið mitt. Verð að grafa. Grafararnir brjóta göt í steyptar hellurnar, þeir kalla „er nokkur þarna?“, köll þeirra bergmála til baka. Þessi vagn er hús mitt, heimili, flóttamanna- búðirnar sem ég bjó í. Ég er ungur maður sem er búinn að missa alla fjölskylduna. Ég geng en ég veit ekki hvert ég er að fara. Ég klofa yfir rústirnar og í áttina að útgang- inum. Ég kemst ekki út. Lífið hefur snúið baki við okkur. Dauðinn er það eina sem færir mér huggun. Ég kem til með að elska hann. Dýrka hann. Ég lifi fyrir það að þjóna honum, bera hann með mér, bera hann á mér, eins og krans sem ég ber um hálsinn, krans sem gerður er úr eitr- uðum villiblómum. 20.–30. apríl 2002 Athugasemd: Skáletruðu kaflarnir eru til- vitnanir í vitnisburði sem voru birtir í Le Monde 27. apríl 2002. Friðrik Rafnsson þýddi. Reuters Tahar Ben Jelloun er marokkóskur rithöfundur er skrifar á frönsku enda hefur hann verið búsettur í Frakklandi um alllangt skeið. Bók hans Kynþátta- hatur, hvað er það pabbi? kom út í íslenskri þýð- ingu Friðriks Rafnssonar fyrr á þessu ári og í kjöl- farið hélt Ben Jelloun fyrirlestra hér á landi um efni bókarinnar og ástandið í Ísrael og Palestínu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.