Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 8
U NDANFARIN fimm ár hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að leggja stund á nám í sál- greiningu í New York-borg. Á þessari vegferð kynntist ég mörgum áhugaverðum ein- staklingum og einn sá eftir- minnilegasti í þeim hópi var án efa einn leiðbeinenda minna á lokasprett- inum í náminu, Esther Menaker. Esther er merkileg kona fyrir margra hluta sakir, hún var m.a. ein fyrsta bandaríska konan til að ljúka námi í sálgreiningu þar sem hún sat við fótskör brautryðjenda stefnunnar í Vínarborg á árun- um 1930–1934. Hún var „á bekknum“ hjá Önnu Freud, dóttir Sigmunds Freud, föður sálgrein- ingarinnar. Esther hefur ritað fjölda greina og fyrirlestra og eftir hana liggja bækurnar Appointment in Vienna (1989), Otto Rank – A Rediscovered Legacy (1982), Seperation, Will and Creativity (1996) og The Freedom to Inquire (1995). Hver ert þú? Það var fallegt og bjart veður þegar ég steig út úr gulum leigubíl og gekk inn um dyrnar á húsi númer tuttugu við 77. stræti í New York. Ég hringdi bjöllu sem á stóð MENAKER og kunnugleg rödd svaraði sem endranær með merkingarþrunginni spurningu: „Hver ert þú?“ Stuttu síðar var ég sestur inn í stofu Estherar með rjúkandi tebolla í hönd og heita eplaköku á diski. Jæja Esther, eigum við ekki að byrja á stuttu yfirliti yfir lífshlaup þitt? „Þú spyrð ekki um lítið, ungi maður – veistu hvað ég er gömul? Ég fæddist í bænum Bern í þýskumælandi hluta Sviss 6. september 1907. Foreldrar mínar voru miklir sósíalistar og það var m.a. ástæða þess að þau fluttu snemma til Þýskalands. Þegar ég var þriggja ára gömul tók fjölskyldan sig upp, fluttist til Bandaríkjanna og við settumst að í Michigan þar sem pabbi fékk vinnu sem efnafræðingur. Árið 1914 flutt- umst við svo til Fíladelfíu þar sem ég ólst upp og bjó allt til ársins 1930 þegar ég giftist Will- iam Menaker, tannlækni í New York. William var búinn að fá nóg af tannlækningum og var búinn að loka stofu sinni þegar við tókum saman og farinn að vinna á meðferðarstofnun fyrir vandræðadrengi. Það var stutt í sálfræðiáhug- ann hjá okkur báðum svo við fórum saman til Vínar í júlí 1930 og hófum nám við Sálgreining- arstofnun Vínarborgar (Wienar Psycholanalyt- ische Institute). Sem hluta af náminu fórum við sjálf í sálgreiningu og sálgreinir minn var Anna Freud en sálgreinir Williams var Helina Deuch. Þarna vorum við í fjögur ár eða allt til enda árs 1934 þegar við fórum aftur til Bandaríkjanna og opnuðum meðferðarstofu í New York. Árið 1956 varð ég fyrsti kennarinn í sálgreiningu við ný- stofnaða deild, The Post-doctoral Psychoanalyt- ical Institute við sálfræðideild New York Uni- versity (NYU). Við eignuðumst tvo drengi sem nú eru á miðjum aldri og eftir að William dó árið 1972 hef ég búið og starfað sem sálgreinir hér í íbúð minni í New York.“ Á valdi Önnu Freud Hvernig fékkst þú áhuga á sálgreiningu? „Ég fékk áhugann í gegnum manninn minn, og þó, þegar ég hugsa út í það þá vakti skóla- bróðir minn áhuga minn þegar hann lánaði mér bók Freuds um drauma. Ég hafði lagt stund á efnafræði við háskólann í Fíladelfíu en fékk eft- ir lestur bókarinnar brennandi áhuga á sálfræði á síðasta ári mínu við skólann. Áhuginn vaknaði því ég var forvitinn um mitt eigið líf og sál- arþroska sjálfrar mín – þetta var aðalástæðan og líka næg ástæða.“ Hvernig var fyrir bandarískan gyðing að fara til náms í Vín á þessum tíma? að sv m þe af se sk nj va úr en va sá æ vi er m þi E m að hv eð að til lif in kv irb ve Fr ky m af át al si Ví irb hv vi ar m og ar og le na fa gr in m la É tím va um ur ég ne hl ke va Bandaríski sálgreinirinn Esth sitt í Vín á fjórða áratugnum meðferð hjá Önnu Freud, dó sálgreiningarinnar. Hér segir sínum af þeim feðginum og sem hún hefur nú kennt og sta E F T I R H A U K I N G A SA 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 2002 aldrei skilið við hugarheimana og eiga þeir Marcel Khill, ástvinur hans og förunautur, reyndar oft bágt með að greina á milli skáld- skapar og veruleika á ferðalagi sínu. Ferðin var vel að merkja farin í fótspor skáldaðrar per- sónu, Fileasar Foggs, úr bók Jules Verne, Tour du monde en 80 jours, sem kom út árið 1873 en árið 1936 voru hundrað ár liðin frá fæðingu Verne. Cocteau og Khill ráku sig til að mynda fljótt á að afrek Foggs var hreint ekki svo lítið og þrátt fyrir að samgöngutækni hefði fleygt fram frá því hann fór sína ferð var ekki hlaupið að því að halda sömu áætlun. Fileas Fogg var langt á undan sínum samtíma, að því er virtist, en allir trúðu því að saga hans væri raunhæf: „Snilldarverk hafa sérstakt lag á að vera sann- færandi og allir höfðu tekið skáldið trúanlegt,“ segir Cocteau. Ferðafélagarnir Cocteau og Khill ráku sig sömuleiðis á að það sem þeir höfðu lesið í bók Verne og öðrum ritum um framandi staði stóðst sjaldnast minnstu skoð- un; veruleikinn var allt annar, en fyrirframvitið lét samt ekki alltaf undan: „Í okkar huga er hið raunverulega Japan endurspeglað í heillandi sögunni um frú Fenouillard og dætur hennar að veita varðmönnunum óspart vín á meðan þær rífa í sundur pappann í veggjum fangelsisins sem geymdi eiginmanninn.“ Framandleiki En hefur fyrirframvitið eða almenn upplýs- ing hugsanlega eytt tilfinningunni fyrir fram- andleika? De Botton og Sigfús eru sammála um að svo sé alls ekki og sjálfsagt eru fáir til sem ekki hafa fundið fyrir hviðringi í maga þegar þeir eru staddir í aðstæðum sem þeir þekkja ekki af fyrri reynslu og ráða kannski ekki við þótt þeir hafi af lærdómi sínum getað gert sér grein fyrir því að slík uppákoma kynni að eiga sér stað. Og vitanlega eru til staðir sem eru ut- an alfaraleiðar og vekja með okkur lítt kann- aðar hugsanir og tilfinningar. Sigfús bendir líka á að engin umfjöllun sé altæk og allt sé breyt- ingum háð: „Sjálfsagt er almennt nokkuð til í því að gam- anið sé að dvína og lífið að fúlna frá tveggja ára aldri. En þó heimurinn eldist með hverjum manni og fróðleikurinn geri hann kunnuglegri og klénni er hann þó alltaf ríkulegri en efnið um hann og umfjöllunin. Það leynist ævinlega fleira í myndinni en myndefnið vill meina og svo er hljóðrásin fjölbreytilegri, lyktin heil veröld og síðast en ekki síst sýnir nálægðin framá að heimurinn breytist ekki eins og barn eða dauð- vona sjúklingur heldur er hann síbreytilegur eins og frumskógur eða sorphaugar.“ De Botton bendir ennfremur á að smáatriði geta kveikt tilfinningu fyrir framandleika. Eilít- il tilbrigði í umferðarmerkjum eða flugvallar- skilti á framandi máli, öðruvísi bragð af mjólk- inni, annar afgreiðslutími verslana og banka – annars konar gangstéttarhellur. Fyrst við þekkjum aðalatriði í sögu þjóða og heyrum af fréttnæmum viðburðum víða um heim hvern einasta dag býr framandleikinn kannski fyrst og fremst í smáatriðunum, í litlu frávikunum sem við getum ekki vitað af nema hafa reynt þau á sjálfum okkur. Leitin að hinu fagra og góða Sigfús segir í bók sinni að af og til hafi hann smitast af tímabundnu lystarleysi sem ásæki fólk sem hefur verið of lengi á ferðinni: „Það lýsir sér þannig að ekkert er sérstakt lengur, allt orðið eins nema ómerkilegra en annað svip- að sem maður sá fyrir löngu.“ Þegar svo er komið segir Sigfús að athyglinni hraki og ferðir milli staða missi tilgang sinn enda virðist áhugaverðir staðir fáir: „Loks er fólk bara áfram á gamla staðnum af því að það nennir ekki að fara og röltir sinn daglega blindgang frá hóteli á veitingastað og á barinn og heim þar sem gleðilaus léttirinn bíður þess í rúminu.“ Það er ekki laust við að sams konar lystar- leysi geti gert vart við sig meðal þeirra sem aldrei fara neitt. Maður sem situr heima í stofu og fylgist grannt með fjölmiðlum getur hæg- lega ofmettast af myndum og orðum um heim- inn og fengið það á tilfinninguna að hann þurfi hvergi að fara, hann hafi séð allt sem sé að sjá. Það er heldur ekki ólíklegt að ef sami maður ákveður að leggja land undir fót og fara í fót- spor fjöldans til London eða Parísar eða New York fái hann það á tilfinninguna að hann hafi komið þar áður. Að minnsta kosti er ekki víst að þessi maður sjái neina ástæðu til þess að fara í sérstaka skoðunarferð að Big Ben, Eiffelturn- inum eða Empire State-byggingunni. Og senni- lega leggur hann enga áherslu á að sjá þessi kennileiti nema hann hafi sérstaka þörf fyrir að þreifa á hlutunum. Það er þó sennilega fleira sem hvetur til ferðalaga en letur, til að mynda listaverk. De Botton bendir á að ferðalangar séu oft undir meiri áhrifum af listaverkum en þeir geri sér grein fyrir er þeir velja sér áfangastað. Og iðu- lega draga þeir gagnrýnislausar ályktanir af þessum verkum, setja samasemmerki milli þeirra og veruleikans. Sjálfur segist de Botton fyrst í stað hafa orðið fyrir vonbrigðum með Provence er hann kom þangað fyrst en hann hafi líka verið undir beinum og óbeinum áhrif- um Provencemynda Van Goghs af litfögrum ökrum, reisulegum kýprusvið og ólífutrjám. Ferðasaga Jean Cocteau er einnig gott dæmi um þetta. Þeir Marcel Khill lögðu upp í ferð sína vegna þess að þeir töldu það hægðarleik að sigla í kjölfar Fileasar Foggs umhverfis jörðina á 80 dögum en annað kom á daginn eins og rak- ið var að ofan. Þeir héldu að þeir myndu geta slórað í hverri höfn og notið lystisemda hinna framandi staða sem Verne lýsir í bók sinni en þurftu þvert á móti að hafa sig alla við. Og að auki stóð oft ekki steinn yfir steini í frásögn skáldsins af löndum og þjóðum heims. En auðvitað opnar listin augu okkar líka eins og de Botton bendir á, vegna hennar tökum við eftir hlutum sem annars færu hugsanlega framhjá okkur. Van Gogh opnaði augu okkar (og de Bottons líka þegar allt kom til alls) fyrir sérstæðri reisn og fegurð kýprusviðarins í Provence. Og líkt og Oscar Wilde benti á var aldrei þoka í London fyrr en bandaríski lista- maðurinn James Whistler málaði hana á nítjándu öldinni. Listir veita okkur nýja sýn á hlutina, jafnvel hluti sem við handfjötlum dag- lega á heimilinu. Og þá erum við komin að spurningunum sem við veltum fyrir okkur í upphafi greinar um hamingjuleitina og tilgang ferðalaga. Í síðasta kafla bókar sinnar fjallar de Botton um merkilega ferðabók eftir franska rithöfund- inn Xavier de Maistre sem uppi var á átjándu og nítjándu öld. Bókin heitir Voyage autour de ma chambre eða Ferðalag um herbergið mitt og kom út árið 1794. Bókin, sem stundum hefur verið sögð undanfari smásagnaritunar nú- tímans, lýsir dvöl de Maistre í herbergi sínu þar sem hann ferðast á milli húsgagna og reynir að sjá þau frá nýju sjónarhorni, uppgötva leynda fegurð í hvunndagslegu og ofur kunnuglegu umhverfi. Að mati de Botton er bókin gölluð vegna þess að de Maistre heldur sig ekki við efnið og ferðast út úr herberginu er hann fjallar um hundinn sinn, unnustu og þjón, en bókin lýsi þó eigi að síður snilldarlegri innsýn í eðli ferða- laga og veki lesanda til umhugsunar um það hvort „ánægjan sem við fáum út úr ferðalögum tengist máski frekar hugarfarinu sem við ferð- umst með en áfangastaðnum.“ Með réttu hug- arfari ættum við ef til vill að geta fengið jafn mikið út úr því að „ferðast“ um heimili okkar og háborgir menningarinnar eða stórfenglega og framandi náttúru. En hvert er þá þetta töfrum líka hugarfar? De Botton segir auðmýktina skipta höfuðmáli. Við nálgumst ókunna staði af auðmýkt; við göngum ekki að neinu sem gefnu og fyllumst jafnvel aðdáun á venjulegum og smáum hlutum sem eru öðruvísi í okkar augum, þakrennum, ljósastaurum, hurðarhúnum, eða bara hverju sem er. Í útlöndum fer ekkert framhjá vökulum augum okkar. Heimavið erum við þvert á móti slegin blindu vanans. Með auðmýkt í hjarta gætum við hugsanlega breytt þessu og lært að horfa á daglegt um- hverfi okkar eins og við höfum aldrei séð það áður. Og hver veit nema við myndum þá jafn- framt uppgötva eitthvað nýtt um innviðina í okkur sjálfum. ræðum Platóns. Þær eru frá því um 300 f. Krist og því meira en tvö þúsund þúsund ára gamlar. Síðan hvenær sagðirðu að Íslend- ingasögurnar væru?“ Ég muldraði að þær væru flestar frá 13. öld en spurði gestgjafa minn hvort hann hefði annars ekki verið að spyrja um skíða- kappa. Hann samsinnti því, en sýndi engin viðbrögð þegar ég nefndi vaskan Ólafsfirðing á nafn. Ég endurtók bragð sem mér hafði skömmu áður þótt heppnast vel: „Já, á þessum skorti er sú skýring helst að veðrið hjá okkur er, hvað skal segja … svolít- ið óáreiðanlegt og ekki alveg hægt að æfa all- an veturinn. En þetta erfiða veður gerir fólk líka sterkt og æðrulaust. Það mótar fólk al- veg rosalega, íslenska veðrið. Við höfum þurft að mæta fádæma harðræði og áföllum í gegnum aldirnar, það er ekki fyrir hvern sem er,“ staðhæfði ég og vonaði að andlitið á mér sýndist í kertaskininu dálítið veðurbarið og hrjúft. „Á hverjum vetri frýs fólk í hel hér í Grikklandi og á mörgum öðrum meginlands- löndum. Og í þrumuveðrum lýstur eldingum niður í bændur og búfénað og sviptir upp fornum trjám með rótum,“ svaraði þá herra P. og mér fannst sem snöggvast að gamalt hrím væri fast í skeggi hans. Hann horfði á mig og hélt áfram. „Og þú skalt heldur ekki tala við mig um einangrun, ég er alinn upp í Eyjahafinu og þar geta stórar og litlar eyjar einangrast svo dögum skiptir þegar fárviðri ganga yfir, ekk- ert flogið, ekkert lag fyrir ferjur eða smá- báta, hér eru engar brýr á milli og fólk þarf að gjöra svo vel að dúsa – jafnvel birgðalaust – þar til veðri slotar. Þá höfum við þurft að verjast innrásum allra þjóða kvikinda í gegn- um tíðina; í bókstaflegri merkingu barist fyr- ir sjálfstæði sem sumir aðrir hafa víst náð að kjafta til sín … Og ef þú ætlar að fara að minnast orði á jarðskjálfta eða eldgos, eins og Ísland sé einstakt á því sviði líka, geturðu gleymt því. Hér verða jarðskjálftar með reglulegu millibili því við búum á mótum Afr- íkuflekans og Evrasíuflekans sem stjaka hvor við öðrum. Eldvirkni þekkjum við vel og án þess að ég ætli að fara að rekja landvist- arsögu Grikklands minni ég á að við áttum eina af sjö furðum veraldar, Kólossus-stytt- una miklu, sem reist var á 3. öld fyrir Krists- burð en steyptist til jarðar í landskjálfta nokkur hundruð árum síðar. Ég læt það nægja um gríska menningu, náttúru og krafta. Ég hef þannig ekki alls kostar látið sann- færast af fullyrðingum um heitt vatn og bjartar sumarnætur, þú hlýtur að geta gert betur en þetta.“ Ég þagði. Hugleiddi að minnast á íslenska skyrið, en þá var um leið sett á borðið fyrir framan okkur hið fræga gríska jógúrt með hunangi sem ég hafði nokkrum dögum áður viðurkennt með sjálfri mér að væri jafn- merkilegt skyrinu og gott ef ekki bragðbetra líka. Ég hætti líka við að minnast á íslenska lýsið sem mér var í æsku sagt að væri ein- stakt, enda hafði herra P. sagt mér um morguninn að á stríðsárunum hefði lýsistöfl- um verið deilt út í bekknum hans til þess að berja í börnin vítamín. „Okkur þótti lýs- isbragðið hins vegar fantavont. Þess vegna trömpuðum við yfirleitt á hylkjunum á gang- inum, þannig að lýsisfnykurinn barst um bygginguna,“ hafði hann rifjað hlæjandi upp. Mér féllust hendur, datt ekkert fleira í hug. V. Kaffi og ást Þótt herra P. eigi vanda til þess að brýna raust sína ef umræðuefnið kemur við hann var hann yfirvegaður þegar hann útskýrði að lokum hversu vonlítið verk það væri í raun að fá sig til þess að flytjast til Íslands. Þetta hefði allt verið til gamans gert, enda hefði hann það fínt á eyjunni sinni. Hellti svo í bollann minn þykku, rammgrísku kaffi. „En þú reyndir þó og stóðst þig þokkalega. Á köflum.“ Og ekki laust við að hann kímdi. Við ræddum þetta um stund, fækkað hafði við kvöldverðarborðið, og herra P. var í og með sigri hrósandi. Hann hafði enn einu sinni sannað gamla og bjargfasta kenningu sína sem hljómar svo: ekkert samfélag er í raun betra en annað. Reyndist sönnun kenning- arinnar hafa verið markmiðið með sjónar- spilinu allan tímann. „Það er kannski hægt að bera saman tölur um lífskjör, landsframleiðslu og fleira, en þegar allt kemur til alls er ekki hægt að finna út kjörbýli fólks með vísindalegum samanburði. Sumt hentar einfaldlega sumum manngerðum og annað ekki, auk þess sem hver og einn er mótaður af menningarlegu uppeldi,“ sagði hann spekingslega. „Já, fyrirgefðu,“ sagði ég. „Mér er ekkert sérstaklega í mun að fá fólk til þess að finn- ast Ísland einstakt. Og ég held yfirleitt ekki svona framboðsræður fyrir landið mitt, í al- vöru. Mér finnst bara soldið vænt um það því ég hef þekkt það lengst allra landa. Ef ég hefði fæðst á Maldíveyjum fyndist mér áreið- anlega jafnvænt um þær, alveg pottþétt.“ Herra P. kinkaði kolli. Þannig fór um sjóferð þessa suður um höf. Það var svo þegar frú P. birtist í dyrunum og laut með kossi að manni sínum, að upp komst að mér hafði yfirsést einfaldasta ráðið, áhrifaríkasta ástæðan fyrir því að einhver fæst til að flytja til annars lands: „Þú hefðir einfaldlega átt að segja mér að verða ástfanginn af íslenskri konu!“ hrópaði Herra P. og sló sér á lær. Einmitt. Hin sænska frú P. las á sínum tíma hvorki land- kynningarbækling um Grikkland né tók mark á málflutningi fegurðardrottninga. Hún féll einfaldlega fyrir hinum gríska herra P. og hugsaði sig því ekki tvisvar um áður en hún flutti út til hans og tók þar í rólegheitum til við að meta kosti samfélagsins og læra að lifa við gallana. Nú þykir henni vænt um tvö lönd, án þess að nokkur álíti það landráð, því ástin spyr hvorki um land né stétt eins og þjóðremban. Ég kvaddi herra P. og konu hans, hafði lært mína lexíu. En síðar í sömu viku, þegar ég stóð á götu- horni í Aþenu með öðrum kunningja, herra K., slapp minnimáttarkenndin gamla upp úr skjóðunni minni aftur. Ég gat bara ekki á mér setið að bera skreytingar borgarstarfs- manna saman við það sem ég átti að venjast, það voru að koma jól, ég fékk heimþrárþoku í augun og fjarlægðin gerir óþolandi fjöllin blá: „Heyrðu, fyrirgefðu, herra K., hvað eru þessir menn eiginlega að hugsa – að smíða jólatré!? Ég hef nú aldrei …“ Höfundur er skáld og blaðamaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.