Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 2002 7 mín í vinnu að sumarlagi. Nema sumrin séu mjög stutt, sem ég giska nú á að sé skýr- ingin.“ Þetta fannst mér ekki svaravert, vissi líka að herra P. myndi ekki trúa því að íslenskt sumar teygir sig yfir heila þrjá mánuði – í það minnsta á vinnudagatalinu. „Hvað sem því líður eru launin hjá okkur fremur há.“ „Miðað við hvað?“ „Til dæmis önnur Evrópulönd.“ „En þið eruð ekki í Evrópusambandinu.“ „Nei, en við erum samt í Evrópu.“ „Allt í lagi. En er verðlag þá ekki líka hátt?“ „Að vísu. En heilbrigðiskerfið er gott, allir fá þjónustu og þurfa ekki að borga fyrir hana stórfé. Og við þekkjum nánast ekkert sem heitir skrifræði, miðað við það sem er víða í suðurhluta álfunnar, flest kerfi samfélagsins eru skilvirk …“ Ég var ánægð með þetta síðasta, en þó læddist að mér lúmskur grunur um að þessi lýsing væri kannski ekki hundrað prósent rétt. Var ekki annars rétt verið að hækka komugjöld til sérfræðinga, kosta lyf ekki skildinginn, hvernig er aftur með öryrkjana og bæturnar þeirra, tekur ekki tímana tvo að fá mál leidd til lykta hjá lánasjóðnum eða í dómskerfinu eða … III. Birta og frægð Ég varð að halda dampi og einsetti mér að segja betri sannleika. Sagði fáein orð um góðan fisk, en þegar herra P. nefndi nokkrar fisktegundir og sjávarrétti sem ég hafði aldr- ei heyrt getið og hann kvað ómissandi á sín- um diski gaf ég sjávarútveginn upp á bátinn. Ég var farin að svitna. „Svo er hlýtt í húsunum okkar árið um kring. Ekki þessi nístandi kuldi innanhúss eins og hér á veturna,“ hélt ég áfram en fannst ég um leið hafa móðgað viðstadda lít- illega. Flýtti mér að halda áfram: „Það kemur nefnilega heitt vatn úr jörð- inni og við veitum því inn á ofnana.“ „Sniðugt. Er það ókeypis?“ „Neei.“ „Nú. En varla er hægt að drekka það vatn, eru þá aðrar leiðslur fyrir það? Mér finnst ég líka hafa heyrt að það séu einhver skemm- andi efni í svona heitu jarðvatni, má þvo leir- tauið með því? Og hvað verður svo um vatn- ið, er hægt að endurnýta það, láta það fara hring eftir hring í hitakerfi húsanna, eða kólnar það bara um leið?“ var spurt. Þetta þótti mér of tæknilegt og varla til þess fallið að skipta sköpum um hvort herra P. fengist til þess að flytja norður á Frón eða ekki. Ég ákvað að höfða til hégómans. „Veistu, vegna fámennisins er tiltölulega auðvelt að ná frama í sinni grein – maður er ekki í samkeppni við milljónir annarra sem eru að sýsla við það sama. Það er til dæmis ekki nema einn sem gerir það sama og þú, hann heitir Sigmund, þú færir bara að vinna á einhverju öðru dagblaði og yrðir lands- þekktur um leið. Svo er líka bjart allan sólar- hringinn á sumrin – þú gætir teiknað alla nóttina án þess að kveikja ljós.“ „Já, einmitt sem mig grunaði, langur vinnudagur. Ég er ekki vanur að vinna mikið, við vinnum ekki myrkranna á milli hér. Við hittumst á tavernum og á förnum vegi, förum upp í sveit, slökum á, drekkum ouzo, stund- um uppbyggilegar samræður, dveljum lengi á góðum veitingahúsum, eyðum tíma með vinum og ættingjum og verslum á útimörk- uðum. Við förum út á hverju einasta kvöldi. Ég gæti ekki lifað öðruvísi. Eftir því sem mér hefur skilist á tali þínu undanfarna daga vinnið þið hins vegar og vinnið til þess að geta keypt ykkur betri tæki og búnað í sam- anburði við hina, keypt ykkur stærri trukka sem þið hafið svo aldrei tíma til að nota í annað en keyra í vinnuna.“ Þarna hafði herra P. líkega nokkuð til síns máls og ég hætti við að spila út næsta ás, segja að stéttaskipting væri ekki til í þeirri mynd sem víða tíðkast. Hann hefði þá spurt mig hvort allir ættu jeppa og því er víst ekki að heilsa. Ég reyndi þó að halda mínu striki. „Það kann að vera að við vinnum mikið, en hjá okkur þrífst samt mjög líflegt menning- arlíf. Í höfuðborginni getum við stundum val- ið milli þrjátíu leiksýninga sama kvöldið og bíóin eru með öllum hugsanlegum lúxus, mik- ið að gerast í rokki og myndlist og svo er lítil ópera fyrir þá sem vilja [ég hafði einsett mér að falla ekki í freistni og minnast á Björk – stóð við það]. Og það sem er best, þurfirðu á fríi að halda, er að þú getur fengið frið fyrir öðru fólk þegar þú vilt – þú getur skroppið út úr bænum og verið með sjálfum þér án þess að þurfa að óttast að með þér sé fylgst eins og hér á grísku ströndunum. Á hvern ferkíló- metra á Íslandi teljast nefnilega aðeins þrír íbúar.“ Þetta var tromp, ekki hægt að skjóta nið- ur. „Já, það er einmitt mannfæðin sem ég ótt- ast mest. Ég er hræddur um að verða ein- mana. Svo nenni ég heldur ekki að þurfa allt- af að teikna sömu andlitin, ef ég fæ vinnu á þessu þarna blaði,“ sagði herra P. sviplaus. IV. Handrit og skíði „Þú gætir þá fengið þér aukavinnu, ef þú nennir. Mér dettur til dæmis í hug, fyrst þú segist hafa verið að blaða í Íslendingasög- unum, að þú gætir myndskreytt þær.“ Frábær hugmynd, þetta hlaut að slá í gegn. „Já, þú segir nokkuð. Það hefur reyndar hvarflað að mér, enda skemmtilegar sögur. Þetta hafa nú verið meiri karlarnir, þessir víkingar!“ Herra P. færðist í aukana og ég líka. Auðvitað hefði ég átt að minnast á þetta fyrr, sagnaarfinn, ekki fjárans heilbrigðis- kerfið. „En eftir því sem ég hugsa meira um það,“ hélt hann áfram „verð ég fráhverfari hug- myndinni. Í fyrsta lagi eru þetta svo margar sögur að verkið yrði óendanlegt og í öðru lagi heyrist mér einhvern veginn eins og Íslend- ingar séu það fastheldnir á arfinn að þeir yrðu ekki sérlega móttækilegir fyrir nýjum myndtúlkunum á fornköppunum. Síst af öllu af hálfu útlendings.“ Ég snarmóðgaðist fyrir hönd landa minna en sá um leið að þetta kynni að vera rétt ályktað. Ég treysti mér a.m.k ekki til þess að sverja rasisma af öllum Íslendingum með tölu og skipti um umræðuefni. „Svo kemur rosamikill snjór á veturna og hægt að fara á skíði!“ Þegar ég rifja þessa fullyrðingu upp núna sé ég hversu hæpin hún er. Skíðasvæðin í ár voru til að mynda fæst opnuð fyrr en í febr- úar, aldrei er á það að treysta hversu oft yfir veturinn, og þá hvar, mögulegt er að komast á skíði. „Þið hljótið þá að eiga fræga skíðakappa! Ég man nú reyndar ekki eftir neinum,“ sagði þá herra P. „Nei, en við eigum Nóbelshafa í bókmennt- um. Þú hlýtur að þekkja hann Laxness, hann var alveg á heimsmælikvarða. Nújá, hefur hann lítið verið þýddur á grísku? En þetta er samt það besta sem við eigum, sko, bók- menntirnar. Tungumálið okkar hefur líka breyst svo lítið, eiginlega minnst allra sam- tímamála. Við getum lesið Íslendingasögurn- ar í handritum. Þótt þær séu hundgamlar.“ Um leið sá ég fyrir mér gömlu bækurnar í glerkössunum í Árnastofnun og vissi að ég gæti ekki unnið mér til lífs að lesa upp úr þeim, nema hafa beinlínis við hlið mér hand- ritasérfræðing. „Ja, grískan nær nú lengra aftur en marga grunar,“ svaraði þá herra P. „Nútímagríska er vissulega frábrugðin forngrísku, en þær eru af sama stofni og ritmálið er lítið breytt, maður með meðalmenntun getur án umtals- verðra vandkvæða komist fram úr sam- ingi sem af og til opinbera sannindi á svipaðan hátt og bókmenntirnar.“ Forvitni Kannski væri ágætt að hafa bara ekkert fyr- irframvit, en það er óhugsandi: allir eru litaðir af uppruna sínum, tungumáli, menningu, lær- dómi. Og allar ferðasögur fjalla með einum eða öðrum hætti um árekstur þessarar þekkingar og nýrrar reynslu sem kann einmitt að vekja undrun og efa eða valda misskilningi sem túlk- un og úrvinnsla skáldsins breytir svo í bók- menntir sem ef til vill fela í sér sannindi. Fáar ferðasögur nú til dags ef nokkrar rekja aðeins staðreyndir um þá staði sem þær segja frá eins og ferðalýsingar landkönnuða gerðu fyrr á tímum. Ferðalangar samtímans standa frammi fyrir þeirri staðreynd að yfirleitt er flest vitað um þá staði sem þeir heimsækja. Þetta er óneitanlega æði forvitnileg staðreynd en hún gerir það að verkum að við förum sjaldn- ast í ferðalög til að forvitnast um óþekktar stað- reyndir. Við förum frekar til þess að fá þekk- ingu okkar staðfesta, til þess að sjá með eigin augum, finna á eigin skinni – sem vissulega get- ur verið mjög forvitnilegt. Ferðalangar samtímans eru ekki landkönn- uðir í eiginlegum skilningi því flest sem þeir sjá hafa aðrir þegar séð og jafnvel mælt eða skrifað um vísindalega ritgerð. Ferðalangar samtím- ans eru frekar (eða geta frekar verið) eins kon- ar sálkönnuðir sem kanna eigin viðbrögð við því sem þeir sjá og reyna. Það er einungis þar sem eitthvað nýtt getur komið í ljós eins og ferða- sögur bera oft vitni um. Jean Cocteau segir í eins konar inngangi að áðurnefndri bók um „fyrstu ferðina“ sína: „Í hversu mörg ár hafði ég ráfað um í framandi löndum sem finnast hvergi á kortum. Og úr þessum óþekkta heimi, sem á sér engin landa- mæri og er byggður draugum hugans, hafði ég borið reynslu sem þótti ekki alltaf fýsileg.“ Cocteau talar um að ferðir sínar fram að hinni miklu hnattferð hafi umfram allt verið ferðir um innri lendur, um landslag hugans: „Hlut- verk mitt var að nema lendur hins óþekkta og læra mállýskur þeirra,“ segir hann, en bætir við að nú (eftir streð við skáldskap og fleiri hugðarefni) hafi hann unnið sér inn fyrir fríi og rétti til að ferðast á föstu landi. Cocteau gerir þennan greinarmun fyrst og fremst til þess að draga athyglina að því hversu lítill munur sé í raun á þessu tvennu, að ferðast um í huganum eða heiminum. Cocteau segir vitanlega fagra. Um þetta fjallar ný bók, The Art of Travel, eftir breska heimspekinginn Alain de Botton. ÞRÖSTUR HELGA- Sigfús Bjartmarsson og Tour du monde en 80 jours (Mon premier voyage) eftir franska rithöfundinn Jean Cocteau. „Maður sem situr heima í stofu og fylgist grannt með fjölmiðlum getur hæglega ofmettast af myndum og orðum um heiminn og fengið það á tilfinn- inguna að hann þurfi hvergi að fara, hann hafi séð allt sem sé að sjá.“  

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.