Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 2002 13 GLER og ull, hart og mjúkt, kalt og hlýtt; – hvernig fara þessi ólíku efni saman? Þeir sem vilja kynna sér það geta lagt leið sýna á list- sýningu í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal, sem verður opnuð þar í dag. Sýningin nefnist gler – þræðir, og þar sýna Sigrún Ó. Einarsdóttir og Søren S. Larsen glerverk en Ólöf Einarsdóttir textílverk. Ennfremur hafa listamennirnir unnið saman að nokkrum verkanna og í þeim verkum hafa þau teflt saman gleri og þráðum. Tilefni sýningarinnar er 20 ára starfsafmæli Sigrúnar og Sørens á Íslandi, en þau stofnuðu glerverkstæðið Gler í Bergvík á Kjalarnesi 1982. Á glerverkstæðinu framleiða Sigrún og Søren nytjahluti og listmuni úr gleri og hafa þau tileinkað sér ýmsar aðferðir á því sviði, m.a. glerblástur og glersteypu, sambræðslu og hitamótun, ofnsteypu í gifsmót, slípun, sand- blástur og málun. Nytjahlutina hanna þau og vinna í sameiningu, en listmunina vinna þau sjálfstætt. Textílverk Ólafar, veggmyndir og þrívídd- arverk, einkennast öðru fremur af nútímalegri notkun hennar á aldagamalli veftækni, – spjaldvefnaði. Samhliða listsköpuninni hefur Ólöf verið aðstoðarmaður hjá Gleri í Bergvík frá upphafi. Verkin á sýningunni eru bæði veggmyndir og skúlptúrar í textíl og gleri en í verkunum sem þau hafa unnið saman er þessum ólíku efnisheimum teflt saman. Á neðri hæð liggur sameiginlegt verk þeirra allra á gólfinu, og verið að setja það upp; steyptar glerhellur, en upp á milli þeirra vaxa hrosshársstrá, – ívafið úr spjaldvefnaðinum sem liggur lóðréttur milli hellanna. Í horninu hangir heljarmikið verk þeirra þriggja, eins og flugur í grýlukertum, – unnið úr gleri, ull og silfurþræði. „Þetta verk leikur svolítið við mann,“ segir Sigrún. „Það er öðruvísi ef þú stendur fjær,“ og Søren bætir því við að það taki á sig nýjar og nýjar myndir, allt eftir því hvernig sólin skín. Á veggnum við tröppurnar hanga eins konar lágmyndir Ólafar; þjóðlegar á svip, – þar eru það hrosshár og ull sem rísa upp úr þæfðum pappírsfletinum. Þær Sigrún og Ólöf hafa ekki bara unnið lengi saman, – þær eru systur, og Sigrún bendir sérstaklega á lakk- aðan grunn eins þessara verka: „Sjáðu hvað hún er komin nálægt glerinu með þessu lakki,“ segir hún, „og lyktin er góð, þetta er eiginlega ilmverk, því pappírinn var litaður með kaffi,“ segir Ólöf. „Þetta er eiginlega hin hliðin á spjaldvefnaðinum því venjulega læt ég hann liggja flatan og læt böndin spila saman, – hér sný ég honum á hlið.“ Á ganginum er enn eitt verk Ólafar, þar sem andstæðunum í gleri, og hins vegar ull og pappír er teflt saman. Á efri hæðinni er glerið meira áberandi við fyrstu sýn, og líka blái liturinn sem Sören segir lit Ís- lands. Innst á veggnum hanga tvö stór verk hans og Sigrúnar og þegar nær er komið sést að þau eru þrívíð. Þetta eru ferningar með skáskornum bláum hlíðum, en yfir þeim liggja einhvers konar klakabönd eða frostrósir úr gleri. Veggmyndir Sigrúnar taka á formi og andstæðum í hringjum og ferningum, bláu og litlausu og því sem snýr inn og því sem snýr út, pósitífu og negatífu. Hún segir þetta verk að einhverju leyti byggt á hugmyndum um tæki, tól og verkfæri sem notuð eru í iðnaði. „Mér finnst gaman að vinna svona með litina og ef þú færir þig aðeins til hliðar sérðu að þeir verða skarpari. Hringirnir eru líka form sem mér finnst gaman að leika með. Þessir hringir verða næstum að tíglum þegar þeir snúa á þennan hátt. Mér finnst þetta vera blanda af iðnaðarformum og náttúruupplifun.“ Skúlpt- úrar Sørens standa á súlum á gólfinu, láréttir beygðir sívalningar og þríhyrningar mótaðir með gifsi og bræddir saman úr þremur pört- um. Hvert verk er eigin heimur utan um annan óáþreifanlegan sem býr inni í verkinu. Í innri heiminum býr litadýrð í óreglulegum formum, hjúpuð inn í glæran heim hins ytra glers. Bláir skúlptúrar Sigrúnar fanga líka augað. Hol ævintýraegg, hvít að innan, en inni í hverju þeirra er teikning; – og þegar maður kíkir inn er maður í einhvers konar innliti inn í ævintýri með froskum og prinsum og fleiri táknum þeirra. Spjaldvefjarofnar súlur Ólafar eru síðasta verkið sem við lítum á. „Ég er búin að vera að vinna við spjaldvefnað í um tíu ár, og þetta verk er beint framhald af því sem ég sýndi á síðustu sýningu. Spjaldvefnaðurinn er mjög gamall, en ég hef gaman af því að vinna hann í bæði tví- og þrívíð verk.“ Talsvert er gert af því að endurvekja gamlar vinnuaðferðir í handverki hvers konar, og Ólöf segir að sú vakning nái einnig til listamanna. „Það er ver- ið að nota ýmsar gamlar vinnuaðferðir í dag, til dæmis saumaaðferðir eins og gamla ís- lenska refilsauminn, prjón og þæfingar í vegg- verk og skúlptúra og þannig má lengi telja.“ Textíl og gler stendur hvort tveggja á gömlum merg í listasögunni, en samruni þessara efna er óneitanlega sérstakur. Sýning þremenning- anna í Ásmundarsal er opin til 25. ágúst, alla daga kl. 14–18 nema mánudaga, en þá er lok- að. Á menningarnótt verður opið til kl. 22.00. Gler og þræðir – andstæð- um efnum teflt saman Morgunblaðið/Arnaldur Sigrún Einarsdóttir: „… blanda af iðnaðarformum og náttúruupplifun“. Søren Larsen: „Hvert verk er heimur utan um annan óáþreifanlegan sem býr inni í hinum.“ Ólöf Einarsdóttir: „… lyktin er góð, pappírinn var litaður með kaffi“. FÍLHARMÓNÍUSVEIT New York borgar eignaðist á dög- unum mikið safn dagbóka og pappíra fiðluleikarans og hljóm- sveitarstjórans Ureli Corelli Hill. En það var Hill sem stofnaði fíl- harmóníusveitina, elstu starfandi hljómsveit Bandaríkjanna, árið 1842. Pappírar Hill þykja varpa nýju ljósi á upphafsár hljómsveit- arinnar, sem og klassískrar tón- listar í Bandaríkjunum. Einna mesta athygli hefur þó vakið dagbók Hills sem greinir frá ferðalagi hans um Evrópu á ár- unum 1835–37 og er það talin fyrsta ferð bandarísks tónlistar- fræðings um álfuna. „Þetta sýnir miklu meiri tón- listarþekkingu hjá bandarískum tónlistarmönnum heldur en okk- ur grunaði,“ sagði Barbara Haws skjalavörður Fílharmóníusveit- arinnar. Hún sagði auk þess að pappírar Hills leiddu skýrlega í ljós að klassísk tónlist hefði leikið stærra hlutverk í bandarísku þjóðfélagi en talið hefði verið. Verkfall tónlistarmanna AÐEINS nokkrum tímum áður en tónlistarhátíðin Mostly Moz- art, eða Aðallega Mozart, átti að hefjast í Lincoln Center í New York á þriðjudag tilkynntu skipuleggjendur hátíðarinnar að 20 tónleikum af 31 hefði verið frestað. Ástæðan er verkfalls- boðun hljómsveitarmeðlima sem hafa verið samningslausir frá því í febrúar og hafa samninga- viðræður staðið yfir undanfarna mánuði. Búið er að semja um launahlið samningsins og má því rekja verkfallsboðunina til list- ræns ágreinings. Hljómsveitin er árlega sett saman fyrir þessa sér- stöku tónlistarhátíð og vilja skipuleggjendur hátíðarinnar því að tónlistarstjóri geti sagt upp og ráðið tónlistarmenn eftir sínu höfði. Þessu eru tónlist- armennirnir ósammála og vilja að slíkar ákvarðanir séu teknar í samráði við nefnd tónlistarmann- anna. „Hljómsveitin stendur fast á því að hún þekki gæði tónlistar- manna sinna. Við erum ósátt við að tónlistarstjóri geti valsað hér inn og sagt upp hópi fólks,“ sagði Bill Moriarty talsmaður tónlist- arfólksins. Náist ekki lausn á deilunni mun Mostly Mozart því ekki verða svipur hjá sjón þetta árið og einungis þriðjungur verka fluttur á hátíðinni að þessu sinni. Sotheby’s aftur í vandræðum UPPBOÐSHÚSIÐ Sotheby’s sæt- ir nú rannsókn austurrískra yf- irvalda vegna gruns um svik- samlega starfsemi að því er greint var frá í dagblaðinu Scotsman. Uppboðshúsið er grunað um að hafa flutt listaverk eftir Rubens, sem metið er á 6,6 milljarða króna, úr landi undir því yfirskini að um verk eins af samtímamönnum listamannsins væri að ræða, en austurrísk lög banna að svo dýr verk séu seld úr landi. Saksóknari Austurríkis kveðst hafa undir höndum gögn sem sanni að Sotheby’s og eig- andi verksins hafi í sameiningu leynt því hver hinn rétti lista- maður var og ekki tilkynnt það fyrr en verkið var komið til London, er það „uppgötvaðist“ að um Rubens-verk var að ræða. En sami sérfræðingur uppboðs- hússins skoðaði verkið í Aust- urríki og Bretlandi. Allt að tíu ára fangelsisvist getur beðið þeirra sem dæmdir eru fyrir svik af þessu tagi sam- kvæmt austurrískum lögum. Dagbók Hills fundin ERLENT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.