Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 2002 K ONA situr í rústunum. Svartur kjóll hennar er al- þakinn í gráu og hvítu ryki. Hún gramsar með þykkum höndum í múrmylsnunni. Hún situr á steini og horfir í gaupnir sér. Umhverfis hana er grjót, leifar af húsi sem hef- ur verið jafnað við jörðu, klofnir veggir, járn- stangir, leifar af dyrum, gluggum, molar af lífi sem hefur verið mölvað, rofið. Með hægri hendi dregur hún barnsskó upp úr hrúgu af ryki og grjóti. Hann er allur rifinn og tættur. Hún skoðar hann. Hún bandar frá sér flugum með hinni hendinni og tekur síðan fyrir vitin. Hún talar: Þetta er vinstri fóturinn. Fótur af unglingi eða ungri stúlku. Þetta er skór af ungri mann- eskju. Íþróttaskór, eins og það er kallað. En hvar er hinn skórinn? Kettirnir hafa étið hann. Einmitt, rotturnar átu hann. Ég ætla að geyma hann. Það þarf bara að sauma hann, laga hann aðeins, ég fer með hann til skósmiðsins. Nú er ég að hugsa um að geyma hann, það er aldrei að vita nema strákurinn komi að sækja hann. Hann væri þá í skó á hægri fæti en berfættur á þeim vinstri. Það er ills viti; það þýðir að hann eigi eftir að missa annað foreldra sinna. Ef hann kemur ekki þýðir það að óhamingjan hafi náð tökum á honum, að hann verði munaðar- laus. Ég ætla samt að geyma hann þarna á milli formlausa steinsins og vírsins. Skósmiðurinn er sennilega búinn að loka … Hvað heitir krakkinn sem á skóinn? Georges? Ismael? Ég er að hugsa um að kalla hann Ali. Þeir eru stórfættir, hermennirnir sem eru að leggja okkur í rúst. Hvar er ég? Meiri vitleysan að vera alltaf að velta fyrir sér hvar maður sé. Ég hef alltaf verið hálf áttavillt og það á sann- arlega við hér. Hver gæti sagt mér nafnið á þessum eyðilagða stað, þessum stað sem er ekki líkur neinum öðrum, þetta er ef til vill stað- ur tómsins, svolítil eyðimörk, endimörk borg- arinnar … Augun í mér eru eitthvað farin að bila. Ég sé en sé samt ekkert. Það sem ég sé er ekki lengur til. Ég sé hús. Það er upprétt. Það stendur upp- rétt. Veggir eru veggir. Í veggjunum eru gluggar. Ég sé hús í miðju húsinu. Sítrónutré eða ólífutré. Ég sé það illa. Veggirnir eru blámál- aðir. Gluggahlerarnir opnir. Þeir eru hvítir. Það er heitt. Ég sé dyr. Þær eru ekki mjög sterkleg- ar. Ég sé þak með rauðum hellum. Nei, þar skjátlast mér. Hér hjá okkur hafa menn aldrei notað þakhellur, hvorki rauðar né grænar. Ég finn matarlykt úr eldhúsinu. En það er enginn í eldhúsinu. Allir eru farnir. Og ég er hér. Hvað er ég að gera hér? Ég veit það ekki. Ég leita. Ég gramsa. Ég gramsa í steinunum sem rigndi niður. Augun í mér tæmast. Ég finn hvernig myndir detta út úr augunum á mér og ofan í rykið. Ég leyfi þeim að skemmast. Það er betra að þær hverfi. Ég ætla ekki að halda í þær, annars næ ég ekki að sofna. En hver var að tala um að sofna? Rúmið er þykkt lag af ryki. Rykið gleyp- ir þörf okkar fyrir svefn. Þegar ég hreyfi mig þyrlast það upp eins og ský og leggst yfir mig þannig að ég sé ekki neitt. Af hverju eru svona margar flugur hérna? Þær eru stórar og slímugar. Dauður köttur? Nei, þetta er ekki köttur heldur gömul brúða sem hefur verið skilin þarna eftir. Það blæðir úr henni. En ég fer nú ekki að fara í dúkkuleik! Ég er orðin of gömul fyrir það, en ég er orðin ald- urslaus. Hún var tekinn af mér. Þeir brutu hana saman og stungu henni í bastsekk. Nei, þarna er hönd! Mannshönd. Hún hreyfist. Vísifingurinn bendir á eitthvað. Ég sé ekki neitt. Þetta er vaxhönd. Hún hefur dottið af ein- hverjum líkama. Hún svitnar. Hvers vegna hreyfist hún eiginlega? Augun í mér eru að leiða mig í gönur. Rykið smýgur um allt. Það er undir hörund- inu, í hálsinum, æðunum, hugsununum. Ég er yfirfull af ryki. Það er eins og aska. Ég geri engan greinarmun á því tvennu. Ljósmynd. Hún er næstum óskemmd. Þetta er gamall maður og hjá honum eru konan hans og þrjár dætur. Engir strákar. Kannski voru þeir ekki heima þegar myndin var tekin. Mað- urinn er myndarlegur, svolítið stífur. Minnir á styttu. Það er eðlilegt, hann er að stilla sér upp fyrir tímann, fyrir eilífðina. En hvar eru þau nú? Hvaða kona er þetta? Hvað heitir hún? Hún er ung enn. Um hvað er hún að hugsa? Kannski um strákana sína sem eru fjarverandi. Maðurinn er sennilega dauður. En hvar er konan, hvar eru börnin? Þau eru uppkomin; þau eru að læra eða vinna handan landamæranna. Þau fara að koma heim. Þau mega ekki vera úti á götu á kvöldin. Það er kall- að útgöngubann. Það er alveg furðulegt hvað maður finnur mikið undir steinunum. Lykill. Gamall lykill. Hann er stór. Að hverju gengur hann? Ef til vill er þetta lykillinn að paradís. Þegar ég var lítil setti faðir minn alltaf lykil undir koddann hjá mér. Hann sagði við mig „þetta er til að opna dyrnar að paradís, svona ef þig dreymdi að þú værir á leiðinni til blómst- urvallanna“. Ég trúði honum. Ég ætla að geyma þennan. Ég ætla að stinga honum í vas- ann, svona ef fætur mínir skrika í áttina til gullna hliðsins. Ég er þyrst. Ég sé gosbrunn. Það er ekkert vatn í honum lengur. Kettirnir hafa drukkið allt vatnið. Svo er sagt. Það er margt skrafað. Ég hreyfi mig ekki. Ég verð hérna. Ég er ekkert þyrst lengur. Ég er ekkert svöng lengur. Ég er að leita að húsinu mínu. Þessi steinn er úr einum af burðarveggjunum í húsinu mínu. Ég kannast við hann. Hann er ólíkur öðrum steinum. Ég held á honum. Ég fel hann undir fótum mér. Enginn tekur hann af mér. Þetta er steinninn minn, brot af húsinu mínu. Ég ætla að gróðursetja hann seinna. Upp af honum vex tré, tréð veitir skugga og ég kem til með að búa í skugganum undir trénu mínu. Hvað er ég eig- inlega að þvæla. Gróðursetja stein; það hefur aldrei neitt sprottið upp af því. En ef ég á hús, hef ég rétt til að eiga tré. Mér þætti gaman að eiga ólífutré. Þögn. Konan lítur upp. Hún heyrir raddir í fjarska. Yfirveguð og róleg rödd gamals manns heyr- ist segja frá: „Við vorum öll heima: Mahmoud hafði verið veikur mánuðum saman og sagði ekki neitt; hann þrýsti höfðinu upp að veggnum og stundi eins og dýr. Þegar hann finnur til er hann ómögulegur, hann rekur upp öskur eins og sært dýr. Mahmoud var ekki svo heppinn að geta leitað sér lækninga. Hann fann að hætta steðjaði að. Hann fann það á sér eins og dýr. Skyndilega birtust jarðýturnar. Það er hryllilegur hávaði í þeim. Þær nálgast og kremja allt sem fyrir þeim verður. Þær ruddu niður veggjunum á húsinu mínu. Við flúðum út um eldhúsdyrnar og heim til bróður míns sem bjó í næsta húsi. Mahmoud átti erfitt með að standa á fætur. Hann þrýsti sér upp að veggnum. Ég hélt að hann ætlaði að koma með okkur. En hann var áfram á sínum stað. Jarðýtan kramdi hann í spað. Þegar jarðýtan var búin að jafna húsið okkar við jörðu hélt hún áfram og kom að húsi bróður míns. Þá fórum við út með hendur á lofti og hrópuðum: „Við erum inni, bíðið. Við erum inni, það eru konur og börn þarna!“ Öskrin í okkur máttu sín ekki mikils frammi fyrir gríð- arstórri vélinni sem gleypti allt. Hermennirnir báðu mig að ganga fram í áttina að skriðdreka, lyfta skyrtunni til að sýna að ég væri ekki með sprengiefni innan á mér. Þeir bundu hendurnar á mér, síðan sagði ég þeim hvað ég var gamall og þeir slepptu mér. Ég vissi ekki hvert ég átti að fara. Ég átti hvergi heima; skriðdrekarnir voru um allt. Einn þeirra króaði mig af í þröngri götu. Hermennirnir skipuðu mér að snúa við. Ég stóð þá frammi fyrir öðrum skriðdreka sem skipaði mér að hypja mig. Ég vissi ekki hvert ég átti að fara. Ég knúði dyra í einu húsanna. Þar voru bara hermenn. Ég bað þá um aðstoð; þeir sögðu mér að fara annað, að þeim kæmi þetta ekki við. Ég spurði þá hvort þeir hefðu séð Mahmoud, veikan mann. Þeir endurtóku að það væri ekki þeirra vandamál. Ég leitaði að Mahmoud í rústunum. Hermennirnir öskruðu og hótuðu mér öllu illu. Ég vissi ekki hvernig ég gæti komist út úr þessu helvíti. Ég snerist í hringi. Ég komst ekki til næsta þorps fyrr en daginn eftir. Ég sá ekki Mahmoud eftir þetta. Kannski hafði honum verið bjargað. Hann er í paradís. Ég sá hann ekki aftur. Hér er ég og bíð. Ég bíð konunnar minnar, barnanna minna, réttlætisins.“ Konan situr í rústunum. Hún dregur ljósmynd upp úr vasa sínum og skoðar hana: Ég þekki þennan mann; ég hef séð hann. Stúlkurnar þekki ég hins vegar ekki. Ég tel: eitt, tvö, þrjú, þetta er heil fjölskylda. Allt þetta fólk kemur til með að snúa til baka. Allt? Jafnvel það sem er dáið? Jafnvel það sem er grafið undir rústunum? Það kemur og nær í húsið sitt. Það setur það í kassa. Það er út um allt. Dreift um allt. Ég hjálpa því. Við söfnum því saman, stein fyrir stein, þurrkum rykið burtu og endurbyggjum vegg- ina. Það er hægt. Húsið, það er líka þeir sem búa í því. Ekkert við því að gera. Sólin fer illa í mig. Hún spilar með augun í mér. Hún sýnir mér húsaþyrpingu og lætur hana síðan hrynja eins og spilaborg. Hún hryn- ur til grunna. Rykstrókur þyrlast upp eða sest niður, ég man það ekki lengur. Ský af þessu ryki hangir áfram í loftinu. Ef það fer að rigna verður regn- ið svart. Þá rignir kristöllum, leifum af stjörn- um, minningabrotum sem skýin hafa párað nið- ur á blað. Himinninn er tómur. Hún heldur áfram að gramsa. Upp úr múr- brotunum dregur hún snjáða stílabók. Nei, hérna er nafn, Jamal. Þetta er málfræði- stílabók. Hvert fór Jamal? Hann hlýtur að vera í skólanum. En hvar er skólinn? Ef ég man rétt, þá var hann þarna niðurfrá, til vinstri, bak við brotna gluggann. En skólinn er ekki þarna lengur. Það er búið að ýta honum yfir í búðirnar hinum megin. Hann er horfinn. Hann hlýtur að vera langt í burtu núna. Hann er úti á sjónum. Hann siglir um hafið blátt. Hann er fullur af krökkum sem eru að læra sögu og landafræði. Ég heyri í þeim. Heyrið þið í þeim? Eru þau að fara með margföldunartöfluna? Kennarinn er að hlýða þeim yfir. (Heyrist í nemendum.) Skól- inn vaggar á öldunum. Ég sé hann. Mig langar þangað, kannski er Hamza þar. Hann hefur gaman af því að vera í skólanum. Hamza? Hann er sonur … Æ, minnið er farið að bila. Það er ekki gott. Hvers vegna er ég að tala um Hamza? Einhver hrópaði nafn hans. Það er ver- ið að leita að honum. Því svarar hann ekki? Hvers vegna Hamza? Ég þekki ekkert barn sem heitir því nafni. Þetta kom bara svona, ég var ekkert að hugsa, gáði ekkert að þessu. En þetta nafn … Eftir stundarþögn heldur hún áfram. En hvað er allt þetta fólk eiginlega að gera? Að hverju er það að leita? Ég hreyfi mig alla- vega ekki. Hér á ég heima. Þessi steinn er hús mitt, rúm mitt, eldhúsið mitt, gröfin mín. Nei, ég er ekki að ganga af göflunum. Sólin er að verða óþolandi. Það er ódaunn hérna, það er ýldulykt hérna. Fólkið er með grímur. Það er dauðalykt hérna. Hvernig er lyktin af dauðan- um? Hann hefur verið svo lengi á sveimi í kring- um okkur að við erum búin að gleyma því hvernig hann lyktar. Við erum orðin vön hon- um. Þekkjum hann vel. Hann kemur og fer, hirðir bita af lífi og fleygir ofan í fjöldagröf. Það gengur hratt fyrir sig. Það þarf að fara yfir búð- irnar til að komast að kirkjugarðinum. Það eru engar búðir lengur. Og það er búið að færa kirkjugarðinn. Svo er sagt. Mér var sagt: það er enginn kirkjugarður lengur, þú ferð bara ofan í fjöldagröfina eins og allir hinir. Ég átti ekki um neitt að velja. Annars er mér skítsama. Hér eða þar, hvaða máli skiptir það? Svo lengi sem radd- ir okkar berast um jörðina og ná á heimsenda, þá er okkur sama hvort við hvílum í fjöldagröf eða í kirkjugarði. Ég er í fjöldagröf. Ég er ekki lengur ein. Er hægt að byggja hús í fjöldagröf, á rústrahrúgu, á líkum sem hafa verið aflimuð? Ég er komin með lykilinn. Nú vantar bara dyrnar, gluggana, veggina, þak- ið … Nú þarf að spyrja alla álits. Hvernig sérðu fyrir þér nýja húsið? Með mörgum gluggum! Og viltu hafa veggina úr steini, leir eða málmi? Viltu hafa þá úr sterku efni, mjög sterku efni sem gefur sig ekki undan jarðýtunum og hagg- JENÍN SMÁSAGA E F T I R TA H A R B E N J E L L O U N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.