Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 2002 I. Fegurð og lýsi Ég tók lýsi með Sanasol þegar ég var að alast upp á 8. áratugnum og hélt að sá siður hefði verið einstakur meðal þjóða. Alltaf búið að segja manni að íslenska lýsið sé svo sér- stakt, hélt rétt að segja að annað eins fyr- irfyndist hvergi annars staðar. Mér var líka bannað að sletta ensku og dönsku, enda skyldi ég muna að hvergi annars staðar væri töluð þessi meitlaða forntunga íslenskan, svona værum við nú heppin, að fá að bryðja gimsteina dagana langa. Og svo framvegis, þið vitið. Það er víst svona þegar maður er að alast upp í meintu guðsdýrðarlandi, manni er í óspurðum fréttum sagt ýmislegt um ágæti þess og stundum fullmikið. Minnimáttar- kenndin alltaf í farteskinu og þegar minnst varir sleppur hún upp úr skjóðunni eins og sálin hans Jóns míns við hliðið. Gallinn er að margt af því sem við súpum í þessari sjálfsdáleiðslu er verulega stílfært og sumt beinlínis rangt. Þess vegna er illskiljanlegt hvers vegna við höldum áfram að kjamsa á því athugasemdalaust og ekki síst; hvers vegna við þurfum að spýta því framan í flesta þá útlendinga sem á vegi okkar verða. Ég hugsa oft um þetta. Eitt af mörgum skiptum var þegar ég fylgdist með hinni frómu keppni Ungfrú Evrópa á skjánum í vetur. Á meðan fjölþjóðlegar fríðleiksstúlkur viku orðum að framtíðaráætlunum og fegurð- arhugtakinu steig sú íslenska fram með hnit- miðaða landkynningu: „Ísland er meðal ann- ars þekkt fyrir tært vatn og hreina náttúru.“ Mér svelgdist á og æpti að sjónvarpinu: Hvað kemur það málinu við? Fannst þetta allt í einu svo sorglega gamaldags, að halda að fegurðardrottningar eigi eilíflega að selja íslenskt vatn og hálendisferðir undir rós. En um leið fór ég að rifja upp ferð sem ég fór nýlega suður um höf og sá að mér var ekki sjálfráðara en sætu stúlkunni. Og mörg- um öðrum. Það er nefnilega meira og minna búið að forrita okkur öll þannig að landkynn- ingarprógrammið fer í gang um leið og við stígum út úr landhelgi – og vei þeim sem reynir að grípa frammí. II. Sjoppur og hlöður Ég lenti sem sagt í löngu matarboði á Grikklandi í vetur með innfæddum manni, herra Vangelis P., sem farið hefur víða en býr nú á heimaey sinni ásamt sænskri eig- inkonu. Konan hefur búið með honum í tutt- ugu ár og vinnur við ferðamál, en herra P. teiknar pólitískar skopmyndir í dagblað. Ég hitti hjónin nokkrum sinnum í gegnum sameiginlega kunningja, í ljós kom að þau höfðu m.a. gluggað í Íslendingasögurnar og af eðlislægri forvitni spurðu þau margs um víkingaeyna. Ég, af eðlislægri kurteisi, svar- aði eftir bestu getu. Taldi mig líka hafa ágæta reynslu, sem skiptinemi og krónískur túristi, í spurningaleikjum um landið mitt. Forritið í stöðugri notkun. Á móti reyndi ég að fræðast um gríska menningu og smakka souvlaki og baklavas. Í einu matarboðanna kom svo að því að herra P. sagði: „Já, þú segir að það sé gott að búa á Íslandi, en samt ræður fólkið ekki hvaða nöfnum það skírir börnin sín [ég man alls ekki hvers vegna ég álpaðist til að útlista hlutverk mannanafnanefndar!] og það virðist kosta hálfsmánaðarlaun að kaupa sér papriku eða púrtvínsglas. Þá heyrist mér að þessi kaffihús sem þú mærir svo mjög geri ekki annað en auka kynslóðabilið; ef unga fólkið er þar og gamla fólkið í línudansi og foreldr- arnir í líkamsræktinni og börnin í pössun, hvenær eru þá fjölskyldurnar saman? Ykkur vantar almennilegar tavernur þar sem stór- fjölskyldurnar skemmta sér á kvöldin, ha.“ Hann hristi höfuðið og bætti við: „Ég er alls ekki viss um að mér lítist á þetta land. En ég gef þér sjens, þú hefur það sem eftir er af kvöldverðinum til að sannfæra mig um að flytjast til Íslands. Byrja núna!“ Ég maldaði í móinn, fannst þetta allt í einu fremur óþægileg athygli, til borðs sátu ýmsir aðrir kunningjar okkar og vinir. En herra P. er þrjóskur og rökfastur maður, hann sagðist í alvöru vera spenntur og benti öllum við borðið að hlusta vel. Það varð ekki undan komist. Nú reyndi á landkynningarbúnaðinn í kollinum. Ég ræskti mig. „Nú, ég hlýt náttúrulega fyrst að nefna náttúruna, tiltölulega tært loft og hreint vatn [já, var það ekki, rétt eins og fegurðardís- in …]. Við kaupum sko ekki vatnið, við drekkum það beint úr krananum og fjalla- lækjunum, ef við erum á ferðalagi.“ „Við drekkum nú líka vatnið úr krananum hér. Hefurðu þá ekki smakkað það?“ greip herra P. frammí. Nei, það hafði ég ekki. Hafði reyndar aldrei hvarflað að mér að drekka kranavatn nokkurs staðar í útlöndum, hver veit hvaða kveisu það gæti borið manni. „Eru sem sagt engar verksmiðjur og öngv- ir bílar?“ bætti herra P. við, tortrygginn á mengunarleysið. „Jú, en það eru mjög fáar verksmiðjur. Svo er alltaf svo mikið rok að mengun fýkur öll út á haf.“ Einhver spurði hvort rokið gæti í alvöru verið einungis til góðs, hvort það gerði þá aldrei neinn skaða. „Nei, eða hérna … við pössum okkur bara á að skipuleggja ekki neinar uppákomur utanhúss, eins og mark- aði, basara, tónleika, hátíðir eða leiksýningar. Við notum bara Laugardalshöllina, það er risahöll í höfuðborginni. Með þessu móti skemmist fátt. En auðvitað koma stundum ofviðri og þá fjúka sjoppur á milli bæjarhluta í heilu lagi. Og hlöður. Það er ekki fyrir hvern sem er að búa við slíkt.“ Ég hafði sem snöggvast misst mig út af spori, en komst á rétta braut aftur með því að höfða til hetjulundar herra P. Til þess að flytja til Íslands þyrfti hann að vera karl- menni, hafa kjark. Hafði hann það sem til þurfti? Hann brosti góðlátlega og bauð mér að halda áfram. „Já, atvinnuleysi er til dæmis hverfandi, þú myndir fá vinnu í næstum hvaða grein sem þú kýst þér. Og unglingarnir, þeim er bjarg- að um vinnu á sumrin og sérstakir vinnu- skólar starfræktir fyrir þá sem ekki fá pláss annars staðar.“ „Hvað segirðu, eru börn látin vinna?“ „Já, við vinnum öll sumur frá því við erum tólf, þrettán ára. Þannig verðum við fjár- hagslega sjálfstæð og reynslunni ríkari í at- vinnulífinu mun fyrr en margir.“ Ég ók mér stolt í sætinu, en sá um leið að á þetta leist herra P. illa, ef dæma mátti af svipnum. „Heyrðu mig, unga kona, börn eru ekki plógdýr heldur börn og það á ekki að reyna að gera úr þeim eitthvað annað fyrir tímann. Ég segi fyrir mig, mitt blóð á rétt á frelsi og þótt atvinnuleysi kynni að vera hverfandi þar sem ég byggi myndi ég aldrei senda börnin LÖND GUÐANNA FERÐASAGA E F T I R S I G U R B J Ö R G U Þ R A S TA R D Ó T T U R S ANDURINN rennur úr kilinum niður á skrifborðið þegar bókin er opnuð og endurvekur tilfinn- ingu fyrir heitum vindi sem er eigi að síður svalandi undir sterkri sól. Bókin heitir The Art of Travel (2002) og er eftir ung- an breskan heimspeking að nafni Alain de Botton sem meðal annars hefur unnið það afrek að skrifa metsölubók um heim- speki er heitir The Consolations of Philosophy (2000). The Art of Travel fjallar um listina að ferðast og ég las hana liggjandi á sólarbekk á katalónskri strönd í sumar. Bókin ber enn með sér lykt af sólarvörn og ég heyri gjálfrið í öld- unum í bakgrunni orðanna sem ég les af bók- inni og með reglulegu millibili ganga strandsal- arnir fram hjá og bjóða ískalt vatn og kók með þessum djúpu röddum sem koma alveg neðan úr nára og suðrænir karlmenn temja sér ungir. Við hlið mér liggur hópur amerískra ung- menna. Þau reykja hass og tala hátt og stelp- urnar í hópnum eru berbrjósta. Umræður þeirra um frelsi verða til þess að ég dett út við lestur bókarinnar um stund. Þau segja að á bandarískri strönd gætu þau ekki reykt hass eða talað hátt og heldur ekki verið berbrjósta: bandarískt þjóðfélag er heftandi þrátt fyrir allt talið um frelsi til orðs og æðis, segja þau. Eitt þeirra ályktar að Bandaríkjamenn séu hræsn- arar. Annað ályktar að þeir séu smáborgarar. Mér verður hugsað heim til Íslands og endalaus dæmi um samanburð af ýmsu tagi renna upp fyrir mér og virðast í einu vetfangi skýra veru mína á þessari fjarlægu og dásamlegu strönd. Ég held lestrinum áfram nokkrum síðum fram- ar þegar ég næ aftur sambandi við bókina og hún fangar strax athygli mína því þar skrifar de Botton af skafheiðri skynsemi: „Við erum leið heima hjá okkur og kennum veðrinu og ljót- leika bygginganna um, en á eynni í hitabeltinu komumst við að því (eftir rifrildi í litlu róm- antísku húsi undir heiðskírum himni) að það hvernig vindar blása og byggingar líta út getur aldrei eitt og sér gert okkur glöð eða óham- ingjusöm.“ Dýrðartími ferðalaganna Líf okkar flestra snýst sennilega um ham- ingjuleit og líkt og de Botton bendir á birtist þessi sterka þrá okkar eftir hinu góða og fagra sennilega hvergi betur en í ferðalögum. Á ferðalagi lifum við lífinu eins og það væri ef við þyrftum ekki að vinna og heyja lífsbaráttu hvunndagsmannsins. Ferðalög veita okkur frelsi frá skyldum og umhverfi sem við þekkj- um of vel til að geta brugðið út af venjum og sið- um sem alls staðar eru í það skráð. Við finnum draumalandið en lendum svo harkalega á ís- köldum veruleikanum aftur þegar heim er snú- ið. Að vísu telja margir – og kannski sérstak- lega Íslendingar – sér trú um (eða að minnsta kosti þykjast halda) að hvergi sé betra að vera en heima hjá sér og leggja sig jafnvel í líma við að sannfæra fólk í fjarlægum löndum um að svo sé í raun og sannleika. Um það má lesa í sögu Sigurbjargar Þrastardóttur annarsstaðar í opnunni. Að mati de Botton vekja ferðalög þó ýmsar aðrar spurningar en þær sem snúa beinlínis að því hvernig við upplifum nánasta umhverfi okk- ar og daglegt líf í algerri andstöðu við dýrð- artíma ferðalaganna. Ferðalög vekja heim- spekilegar spurningar um hluti eins og eftir- væntingu, framandleika, forvitni, hið háleita og fagra, auk þess sem ferðalög tengjast listum með ýmsum hætti. Um þetta fjallar bókin fyrst og fremst, stundum með tilvísunum í eigin ferðalög de Bottons og stundum með hliðsjón af ferðasögum, heimspekiritum og listaverkum. Hér er ætlunin að leggja út af nokkrum hug- myndum í bók de Botton. Í þeirri viðleitni koma tvær ferðabækur við sögu, Sólskinsrútan er sein í kvöld eftir Sigfús Bjartmarsson sem kom út í fyrra og Tour de monde en 80 jours (Mon premier voyage) (Umhverfis jörðina á 80 dög- um, fyrsta ferðin mín) eftir franska rithöfund- inn, kvikmyndagerðarmanninn og myndlistar- manninn Jean Cocteau sem kom út árið 1936 (ensk þýðing með inngangi eftir Simon Callow, Round the World Again in 80 Days, kom út árið 2000). Fyrirframvitið Heimssýn okkar markast af því sem við vit- um, hún markast af því sem við höfum lesið, reynt og séð, og þá ekki síður því sem við höfum séð í fjölmiðlum en því sem við höfum séð með eigin augum eins og sagt er. Heimssýn okkar er því ákaflega takmörkuð og bundin sjónarhorni. Og það skiptir í sjálfu sér ekki svo miklu hvað við þráumst við að víkka sjóndeildarhringinn, á endanum takmarkast heimssýnin við ímyndun- araflið og því hefur enn ekki tekist að búa til neitt sem jafnast á við heiminn sem við köllum veruleika. Eftirvænting fyrir ferðalag til framandi stað- ar skapar myndir í höfði okkar og þessar mynd- ir eru einmitt álíka gloppóttar og listaverk þeg- ar þær eru bornar saman við veruleikann. De Botton rifjar upp ferð til Barbados. Mánuðina fyrir brottför hafði hann gert sér hugmynd af því hvernig væri um að litast á eynni: strönd með pálmatrjám og sólarlag í bakgrunni og lítið einlyft hótel með vængjahurðum og timbur- klæddu gólfi og hvítu líni fyrir gluggum. Þessar myndir þurftu hins vegar að víkja fyrir öllu flóknari veruleika þegar komið var á áfanga- stað, eins og gefur að skilja. Fyrirframvitið, eins og Sigfús Bjartmarsson kallar það í ferða- sögu sinni, Sólskinsrútan er sein í kvöld (2001), hafði valið úr hugmyndabanka sínum það sem var augljósast, það sem hentaði, það sem var þægilegast. Fyrirframvitið, sem eftirvæntingin byggir myndir sínar á, starfar með svipuðum hætti og minnið: það velur úr. Á sama hátt gefa listaverk ávallt valda mynd af veruleikanum eins og de Botton bendir á. Þetta er ekki endilega nei- kvætt eða vont. Á vissan hátt eru eftirvænt- ingin, minnið og skáldskapurinn ákaflega væn- legar leiðir til að kynnast og átta sig á mikilvægum hlutum í tilverunni einmitt vegna þess að þau einblína á eitthvað eitt, lyfta því upp úr smáatriðakraðakinu sem flækist fyrir í hvunndagslífinu og byrgir sýn á hið einstaka og mikilvæga. Að vísu telur Sigfús að fyrirfram- vitið geti mengað sýn okkar á hlutina. Í upphafi bókar hans segir: „Hugmyndabanki fyrirfram- vitsins er lævís og lipur við að laga hvaðeina að sinni mynd. Það er ekki alveg ósvipað því að ganga með innbyggt sjónvarp. Tækið lætur ekki svo glatt fökka upp sinni mynd af hlut- unum. Blinda af þessu tagi er verri en vanaleg fjölmiðlablinda vegna þess að maður gæti svar- ið að hún væri sjón. Ríkidæmi umhverfisins ræðst því í rauninni mest af móttökuskilyrð- unum, undrun og efa, hálfskilningi og misskiln- FERÐALANGURINN ER SÁLKÖNNUÐUR Ferðalög vekja heimspekilegar spurningar um hluti eins og eftirvæntingu, framandleika, forvitni, hið háleita og SON leiðir hugann að efni bókarinnar með aðstoð tveggja annarra ferðabóka, Sólskinsrútan er sein í kvöld eftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.