Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 3
Tímasnaran heitir grein Hildar Friðriksdóttur um bók- ina The Second Shift: Working Parents and the Revolution at home eftir bandaríska fé- lagsfræðingin Arlie Russell Hochschild, en hún hefur vakið mikla athygli víða um heim vegna skrifa sinna um samspil fjölskyldulífs og vinnu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 2002 3 F RÁSAGNIR af ferðalögum og sumardvalarstöðum yfirgnæfa gjarnan í fjölmiðlum á þessum árstíma. Enda þurfa margir að kynna söluvöru sína á þeim vettvangi. Á stórfrídögum eru svo fyrirfram, á meðan og á eft- ir birtar tölur um hve margir Íslendingar hafi nú verið á hinum og þessum stöðum erlendis eða innanlands. Aldrei hefi ég þó séð birtar tölur um hve margir muni þá stundina vera staddir í flugstöðvum hér og þar, oft bíðandi langtímum saman. Þeir eru ekki fáir. Þess vegna furða ég mig á því að nær aldrei er fjallað um flugvelli og flug- stöðvar út frá sjónarmiði neytenda – þótt ekki væri nema til þess að farþegar gætu þá varast þá erfiðustu og leiðinlegustu. Flug- stöðvar eru býsna mismunandi. Fer ekki alltaf eftir stærð eða umferðarþunga, sem þó skiptir miklu. En nú sjást merki um að sums staðar að minnsta kosti sé farið að hanna umferðina og mannvirkin þannig frá grunni að til þæginda sé fyrir þá sem leið eiga um flugstöðvar, að þeim og frá þeim. Nýlega átti ég leið um Kastrup-flugvöll í Danmörku og dáist að þeim breytingum sem þar hafa orðið eftir að Eyrarsundsbrúin kom. Í flugstöðvarbyggingunni sjálfri, rétt þar sem maður kemur út með farangurinn sinn, er lestarstöðin, þar sem bæði er hægt að taka járnbrautarlestarnar til Svíþjóðar og eins beint inn í bæ – án þess að fara út eða draga töskur langar leiðir eftir göngum. Flugvélin frá Íslandi var að þessu sinni að vísu í seinkun, svo að við misstum af tveimur lestum yfir til Gautaborgar og þurftum að borga dýrari miða en við höfðum pantað með góðum fyrirvara. En miðasalan er þarna við hendina, sem sparar tíma ef hann er naumur. Eða hægt að fá sér rólega kaffi- bolla meðan beðið er. Því geri ég þetta að umræðuefni, að hér á Keflavíkurflugvelli er ný viðbygging við flugstöðina og von á viðbót, ef ég veit rétt. Við hliðina á mér heim sátu tveir piltar sem hrylltu sig þegar flugstjórinn tilkynnti hita- stigið 12 stig eftir að hafa stigið um borð í 29 stiga hita. En þeir ætluðu áfram til Amer- íku, svo þeir gátu beðið innanhúss í ágætum brottfararsalnum. Úti beið hefðbundið rok og suddarigning þeirra sem áttu hingað er- indi og þurftu að koma sér og farangri sín- um út í flugvallarbílana, sem ganga þaðan og á einn stað, nokkuð afskekktan, inni í bæ. Um hásumar er það kannski ekkert þrek- virki að standa úti í hráslaganum, en oft hef- ur maður á vetrum hryllt sig við að norpa í frosti og fjúki. Ég furða mig semsagt á því að í nýbyggingu flugstöðvarinnar í rokrass- inum á Keflavíkurflugvelli skuli ekki gert ráð fyrir umferðarmiðstöð rútubílanna inn- anhúss og í beinu sambandi við flugfarþega. Jafnvel að hægt sé að aka þar inn og taka farþega. Því má skjóta hér inn að eftir að lokað var fyrir gluggann þar sem þeir sem eru að taka á móti farþegum sáu þá koma, þá þyrpast þeir auðvitað að þessum þrönga útgangi úr tollinum, svo að farþegar komast varla með farangur sinn þar í gegn um þvöguna. Á Kastrupflugvelli er þar máluð dökk braut sem farþegar einir eiga að nota með far- angur sinn, en utanaðkomandi bíða til beggja hliða. Eins má geta þess að þeir sem koma í bílum af nýju brúnni frá Svíþjóð og ætla áfram t.d. til Þýskalands eða út á land í Danmörku, þurfa ekki að fara inn í borgina, heldur liggur vegurinn í sveig sunnan við flugvöllinn. Allt til að greiða fyrir ferðafólki. Og lestin af flugvellinum og frá honum gengur ekki aðeins úr flugstöðinni beint inn á járnbrautarstöðina í Höfn, þar sem maður þurfti áður að taka bíl á áfangastað, heldur stoppar hún á mörgum stöðum. Gengur til dæmi áfram á Vesterport og Nörreport, þaðan sem ég gat farið beint af mínu hóteli í lest út í flugvallarbygginguna við brottför. Þetta skiptir allt máli fyrir lönd sem vilja laða að ferðamenn – einkum að fyrstu kynni séu aðlaðandi. Sjálf hefi ég lengi forðast að skipta á ákveðnum stórum flugvöllum. Til dæmis Lundúnaflugvelli, sem er svo yfirfullur að maður fær varla sæti meðan beðið er og far- angur í meiri hættu að fara villt ef seinkanir eru og skammur tími milli véla. Einna verst- ur er þó flugvöllurinn í Frankfurt, ef þarf að skipta um flugvél. Endalausir gangar, eng- inn mannskapur til leiðbeiningar, rúllustiga- lausar tröppur og þarf jafnvel að taka lest (illa merkta) til að komast milli bygginga. Um þann flugvöll mun ég ekki aftur fara ótilneydd. Satt að segja sakna ég þess svolít- ið að Flugleiðir fljúga ekki lengur til Lúx- emborgar. Á leið til Parísar var ég orðin vön að fara þar um og taka lestina inn á Gard du Nord í miðborginni og þaðan beint niður í Metróinn að áfangastaðnum, í stað þess að bíða tímunum saman úti á De Gaulles flug- velli eftir farangrinum með öllu baslinu við að komast inn í bæ með rútubílum á fáa stoppustaði eða með hringbíl vallarins til að komast í lestina. Nú þegar verið er að byggja upp á Kefla- víkurflugvelli hlýtur að verða að taka tillit til aðkomu farþega og að koma þeim undir þaki í farartæki. Og jafnframt að þeim sé ekki bara skilað á einn afskekktan stað. Þangað sem þeir verða líka að koma sér til brott- farar – á þeim óguðlega tíma sem Evrópu- vélarnar fara á morgnana í dimmu skamm- deginu. Við bindum miklar vonir við aukna ferða- mennsku, jafnvel spáð að hún geti orðið tekjudrýgsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Það gerist þó víst ekki af sjálfu sér. Kannanir sýna að íslensk náttúra er helsta aðdrátt- araflið. Þó eigum við ekki einu sinni nátt- úruminja- eða náttúrusafn, þar sem fólk get- ur fræðst um náttúru Íslands áður en það fer í skoðunarferðir. Mest er nú talað um menningarferðamennsku og vissulega hefur landsbyggðin tekið við sér til að draga að ferðafólk. Í hverjum firði og hverju kaup- túni hafa menn af hugviti grafið upp sagnir af sérkennum staðarins og eru í óða önn að koma sér upp sjáanlegum minjum, til þess að ferðafólk, innlent og erlent, staldri þar við. Bensínstöð með sjoppu dugir ekki leng- ur til. Alls staðar nema í Reykjavík. Hér lagðist höfuðborginni til það stóra happ að í miðborginni hafa fundist minjar um elstu byggð á Íslandi. Ég efast um að nokkur borg í veröldinni eigi til sýnis upphaf sitt. En hvað gerir Reykjavík? Hún ætlar til málamynda að koma þessum fornu rústum fyrir í kjallaraholu, með niðurgangi undir götuna úr elsta kirkjugarðinum. Hvað ligg- ur svona við? Jú, að byggja hótel einmitt of- an á þessum fornu rústum! Ekki að furða að hótel verði að hafa forgang umfram allt ann- að. Þarna í miðbænum er nú að bætast við 40 herbergja hótel 101 í gamla Alþýðuhús- inu, Baróns Hótel með 60 herbergjum við Barónsstíg, Leifur Eiríksson að bæta við 12 herbergjum og Park Hótel á Suðurgötu 42 herbergjum. Í farvatninu eru svo á næsta ári Hótel Esja með 120 herbergi, áform um 200 herbergja viðbót á Grand Hótel, í Að- alstræti 4 þarna í næsta nágrenni er leyfi fyrir 80 herbergja hóteli og ráðgert 250 her- bergja hótel í Tónlistar- og ráðstefnuhöllinni væntanlegu á hafnarbakkanum, fyrir utan umtalað hugsanlegt hótel í Landsímastöð- inni gömlu og 300 herbergja hótel í Kringl- unni. Ekki að furða að í forgangi sé að skella 75 herbergja hóteli ofan í merkustu forn- minjar sem fundist hafa á landinu. Ætli merkar rústir um sögu Reykjavíkur megni ekki betur að stöðva ferðamenn áður en þeir halda út á land en eitt hótelið í viðbót. En hver maður – eða borgarstjórn – hefur sínar hugsjónir. FYRSTU KYNNI FERÐAFÓLKS RABB E L Í N P Á L M A D Ó T T I R e p a @ m b l . i s SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR svigna sautján dögum síðar mun snjóa á aþenska torgið þar sem þau standa núna og horfa á fjórtán menn rjátla við að reisa jólatré úr fjölum og rafmagni hann segir (hreykinn) þetta er stærsta manngerða tré álfunnar hún segir (hneyksluð) þetta er líka eina manngerða tré álfunnar svo er heldur enginn snjór hérna þá er hann ekki lengur hreykinn og spyr hvað hún geymi svona viðkvæmt þarna inni við brjóstið hún svarar (hreykin) eitt eilífðar smáblóm /þögn/ hann (hneykslaður): sem vex aldrei neitt? hún (tómlega): nei tárast bara og deyr en við þurfum þó ekki her manns til þess að smíða það Sigurbjörg Þrastardóttir (f. 1973) á að baki tvær ljóðabækur. Jenín nefnist ný smásaga eftir marokkóska rit- höfundinn Tahar Ben Jelloun sem hefur að undanförnu fjallað um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í erlendum blöðum. Hann hélt og fyrirlestra hérlendis í vor um efnið er hann kynnti bók sína Kynþáttafordómar, hvað er það pabbi? sem nýlega kom út í ís- lenskri þýðingu. Esther Menaker nam sálgreiningu í Vín á fjórða áratugnum. Hluti af náminu var að leggjast á bekkinn hjá Önnu Freud, dóttur Sigmundar Freud, föður sálgreiningarinnar. Haukur Ingi Jón- asson nam sálgreiningu við New York- háskóla þar sem Menaker kenndi. Hann ræddi við Menaker um kynnin af feðg- inunum og aðferðir sálgreiningarinnar. Listin að ferðast er mönnum vafalítið ofarlega í huga um þessar mundir. Þröstur Helgason fjallar um þrjár ferðabækur í grein sem nefnist Ferða- langurinn er sálkönnuður og í ferðasögu eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur segir frá Íslendingi sem ræðir um kosti og galla landsins af mikilli sannfæringu við vantrú- aðan Grikkja. FORSÍÐUMYNDIN er tekin á ferðalagi yfir Kýpur. Ljósmyndari: Ómar Óskarsson. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 8 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.