Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.2002, Blaðsíða 11
ER HÆGT AÐ SKILJA SINN EIGIN HEILA? Er hægt að skilja sinn eigin heila? SVAR: Það er ekkert erfiðara að skilja sinn eigin heila en aðra heila, og það er ekkert erfiðara að skilja heila en aðra flókna hluti. En það er svo önnur spurning hvort maður er miklu nær um sjálfan sig þótt maður skilji sinn eigin heila. Heilinn er líffæri og gerð hans og starfsemi má lýsa nákvæmlega á máli líf- eðlisfræðinnar. Að vísu yrði slík lýsing gíf- urlega flókin þar sem venjulegur heili er gíf- urlega flókinn, en það er ekki óhugsandi að vísindin eigi eftir að gera okkur kleift að lýsa heila í smáatriðum. Við getum því vel ímyndað okkur að í framtíðinni sé hægt að gefa lífeðlisfræðilega lýsingu á stöðu heilans á tilteknu augnabliki og jafnvel segja til um hvernig ástand heilans muni breytast frá einu augnabliki til hins næsta. Slík lýsing væri ef til vill sambærileg við lýsingu á tölvu sem gerði tæmandi grein fyrir því í hvaða stöðu tölvan er, það er hvaða rofar eru opnir og hvaða rofar eru lokaðir, og hvernig tölv- an færist úr einni stöðu í aðra.Ef við höfum skilning á þeim lögmálum sem starfsemi heilans lýtur og ef við höfum almenna lýs- ingu á því hvernig heilar eru gerðir, þá höf- um við það sem við getum kallað almenna þekkingu á mannsheilanum. Ef við höfum að auki tæmandi lífeðlisfræðilega lýsingu á til- teknum heila þá höfum við sérstaka þekk- ingu á þeim tiltekna heila. En ef ég hef al- menna þekkingu á mannsheilanum og sérstaka þekkingu á mínum eigin heila, hef ég þá betri skilning á sjálfum mér? Ég hef vissulega betri skilning á einu af líffærum mínum, rétt eins og sambærileg greinargerð fyrir starfsemi þarmanna gæfi mér betri skilning á því líffæri. En slíkur skilningur á heilanum gæfi mér engu betri skilning á sjálfum mér sem persónu. Ég væri engu nær um hvað ég teldi mikilsvert í lífinu, hvað ég teldi rétt og hvað rangt né heldur um hvað ég væri að hugsa. En hvers vegna skyldi ekki vera nóg að hafa sérstaka þekk- ingu á tilteknum heila til þess að vita hvað sá sem hefur þann heila er að hugsa? Í sem stystu máli er ástæðan sú að við hugsum ekki með heilanum. Að vísu er heilinn okkur nauðsynlegur ef við viljum hugsa og hann er það líffæri sem mestu máli skiptir fyrir hugsunina og allt okkar hugarstarf. En hann er ekki líffæri hugsunar á sama hátt og fæt- urnir eru líffæri gangs og hjartað líffæri blóðdælingar. Við hugsum ekki með heil- anum á sama hátt og við göngum með fót- unum og dælum blóði með hjartanu. Við get- um sagt að hjartað sé líffæri blóðdælingar vegna þess að það er milliliðalaus gerandi dælingarinnar og fæturnir eru líffæri gangs vegna þess að þeir eru milliliðalausir ger- endur gangsins. Og vegna þessa getum við líka sagt að við dælum blóði með hjartanu og göngum með fótunum. En heilinn er ekki milliliðalaus gerandi hugsunar. Þegar ég hugsa tiltekna hugsun, til dæmis þá hugsun að ég skuli fara í kaffi til ömmu, þá dugir ekki að tiltekin heilastarfsemi eigi sér stað. Heilastarfsemin gæti átt sér stað án þess að hugsunin væri um ömmu mína eða kaffi- heimsóknir. Til þess að ég geti hugsað um ömmu þarf amma að vera til – eða hafa ver- ið til því við getum líka hugsað um látið fólk. En það er ekki nóg með að það sem við hugsum um þurfi að vera til eða hafa verið til, það sem við hugsum um þarf að hafa orkað á huga okkar, beint eða í gegnum milliliði. Sjón og hugsun eru sambærileg í þessu tilliti. Við sjáum ekki með heilanum og heldur ekki með augunum. Til þess að sjá eitthvað þarf virkan samstarfsaðila – það sem maður sér – og því dugir ekki að augað, sjóntaugin og heilinn starfi eðlilega til þess að maður sjái eitthvað. Það er ekki nóg að líta í áttina að manni til að sjá manninn, og það er ekki heldur nóg að líta í áttina að manninum og hafa mynd af honum í hug- anum til þess að sjá manninn. Til þess að sjá manninn verður maðurinn sjálfur að orka á sjónskynið og vera valdur að til- teknum hræringum í heilanum. Án virkra samstarfsaðila sjónar sést ekki neitt, maður hefur í besta falli missýnir. Og þar sem þessir virku samstarfsaðilar eru ekki hluti af heilanum, hvort sem um sjón eða hugsun er að ræða, dugir ekki að hafa þekkingu á heil- anum til þess að vita hvað tiltekinn maður er að hugsa. Það einkenni hugsunar og sjón- ar að þessi ferli krefjast virkra samstarfs- aðila nefnist íbyggni (e. intentionality). Það er eitt einkenni íbygginna hluta að þeir eru um eitthvað, þeir hafa viðfang sem er utan við hlutinn sjálfan. Hlaup eða blóðdæling er hins vegar ekki um neitt. Og að öllu jöfnu eru efnaferli ekki íbyggin; þegar sykur leys- ist upp í vatni á sér stað efnaferli, en þetta ferli er ekki um neitt. Og þótt efnaferli heil- ans séu nauðsynlegur fylgifiskur mannlegrar hugarstarfsemi, þá eru þessi ferli ekki um neitt frekar en streymi blóðsins um æða- kerfið. Ólafur Páll Jónsson, stundakennari í heimspeki við HÍ, Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um „to go apeshit“? Eftir slanguryrðabókum að dæma þýðir þetta orðasamband ansi margt. Helsta merking þess er: að „tryllast“ eða „brjálast“, að „verða mjög æstur yfir einhverju“, að „verða ofsafenginn“ eða „ofbeldisfullur“, „sýna kynferðislega ágengni“ eða „stjórn- lausa hrifningu“ og að „bilast“. Íslenskt götumál býr yfir mörgum sam- svörunum við „go apeshit“, eins og til dæm- is: að eipa, að fá flog, að fá kast, að flippa út og að fríka út. Engin þessara þýðinga er þó nákvæm og þær fanga ekki líkinguna sem felst í orð- unum „go apeshit“. Í ensku eru líka dæmi um orðasambandið „go ape“, í nokkurn veg- inn sömu merkingu. Bæði orðasamböndin: „go ape“ og „go apeshit“, vísa til þess hvern- ig apar bregðast við þegar þeir eru hand- samaðir og settir í búr. Eins og gefur að skilja eru fæstir apar sáttir við þessa með- ferð svo þeir berjast um á hæl og hnakka, öskra og æpa, og af því skýrist máltækið „go ape“. Einhverra hluta vegna kemur það líka fyrir að aparnir kúka (eða „hafa hægð- ir“ eins og það heitir í prúðum orðabókum) meðan á bröltinu stendur, og það útskýrir orðtakið „go apeshit“. Stefán Jónsson, B.A. í heimspeki. Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vís- indavefnum að undanförnu má nefna: Hvernig sjá hundar, hvað er ljósleiðari og eru stjörnuspár sannar? VÍSINDI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 2002 11 JÚN SONDO (1587–1671) BALDUR RAGNARSSON ÞÝDDI SÖNGUR UM VININA FIMM Þú spyrð mig um vini mína: vatn og klett, furu og bambus; yfir austurhæðunum rís máninn – einnig hann veitir mér gleði. Og nú spyr ég: hvaða þörf er á fleiri vinum en þessum fimm? Þeir lofa litfögur skýin, en þau verða oft grá sem blý; þeir lofa mjúkan þyt golunnar, en oftar liggur hún sem í dvala. Ég segi að vatnið eitt sé ávallt jafnt, nú sem þá. Hvers vegna lifna blómin og fölna svo fljótt? Hvers vegna grænkar grasið en gulnar og visnar að bragði? Er ef til vill kletturinn einn óháður öllum breytingum? Á hlýjum dögum skarta blómin, á köldum dögum falla laufin. Hvernig má það vera að furan ein fær staðist frostið og snjóinn? Ég þykist vita að rætur hennar standi við Lindirnar níu*. Og þetta er ekki eiginlegt tré og ekki heldur gras. Hver lét það vaxa svona beint? Og hví er það svona autt hið innra? Mér fellur það vel fyrir þetta tvennt og að það skuli alltaf vera grænt. Og þú, máninn sjálfur, svo smár hið efra en sveipar þó birtu um alla jörð, gæti nokkurt annað ljós skinið svo bjart á dimmri nótt? Þú ræðir við engan um það sem þú sérð. Get ég þá sagt að þú sért vinur minn? *Lindirnar níu vísa til undirheima, djúpt nálægt miðju jarðar. Í 6. vísu á skáldið við bambusinn. Jún Sondo var eitt fremsta skáld Kóreu á fyrri tíð. Hann hlaut embættisframa á yngri ár- um en var síðar hrakinn í útlegð vegna óvæginnar gagnrýni á valdsmenn. Hann hlaut upp- reisn þrettán árum síðar og gerðist þá um hríð kennari prinsanna Pongním og Inpjong. Hann dró sig þó fljótlega í hlé og dvaldist eftir það lengstum í sveitinni fjarri hirðlífinu. Helsti hefðbundinn bragarháttur kóreskra ljóða nefnis sijo. Erindi eru þar 3 línur. Fyrstu 2 línurnar hafa að jafnaði 14 eða 15 atkvæði hvor. Síðasta línan hefur ávallt 15 atkvæði. Reglubundin vísa með sijo-hætti hefur því alls 43 til 45 atkvæði. Oft er þó vikið frá þessum reglum og vísur þá lengri að atkvæðafjölda. Rím er ekki sérstakt einkenni á sijo en má oft finna. Í þýðingunum hér að ofan er reynt að víkja ekki um of frá reglum um atkvæða- fjölda. Á aðfangadaginn út á sjó allir fórum við hraustir þó. Veðráttan sínum vindi sló í vatnsins þró. Ósköp var gleðin orðin mjó en enginn dó. Í æviágripi (Kristjáns) Karls Hannessonar er sagt frá tilefni þessarar vísu Steins sem var í ferð út í eyjarnar Fagurey og Hrútey á aðfangadag árið 1931: „Einn veturinn var ég í Fagradal hjá Elínbet og Þórólfi. Þá var þar tvíbýli og bjuggu þar bræðurnir Þórólfur og Magnús og höfðu þeir folöld og kindur í sinni hvorri eyjunni úti fyr- ir landi. Á aðfangadag jóla átti ég að fara með bræðrunum og tveimur öðrum piltum út í eyjar og ná í folöld í aðra eyjuna og ferja hrút yfir í hina sem var töluvert utar í firðinum. Þegar við vorum komnir skammt frá landi gerði storm svo mikinn að við urðum að leita vars undir hólmanum sem folöldin voru í og bíða af okkur veðrið. Þegar komið var langt fram á kvöld lægði storminn lítillega og var þá brugðið á það ráð að reyna að komast heim aftur en þar sem vindstaðan var slík urðum við að taka land annars staðar en við vorum vanir. Það voru allir ánægðir með að komast heim í jólamatinn, ekki síst Steinn Steinarr skáld sem var með okkur og orti þessa vísu.“ Vísan hefur áður birst í Breiðfirðingi, tímariti Breiðfirðingafélagsins, árið 1993. STEINN STEINARR VÍSA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.