Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 2002 3
Þ
AU eru ekki mörg árin síðan
forystumönnum þjóðarinnar
fannst það fáránleg hugmynd
að sigla með ferðafólk út á flóa
og firði og bjóða því að skoða
hvali. Nú er þetta blómstrandi
atvinnuvegur og jafnvel má
ímynda sér að hann leggi þjóð-
arbúinu til meiri tekjur en ef hvalveiðar
væru stundaðar við landið.
Fyrir um það bil einni öld var nærri búið
að útrýma hvölum við Ísland og þeir voru
því friðaðir. Síðar var tekin upp skipuleg
nýting stofnanna og af þeim veiðum höfðu
margir vinnu. Síðan friðun hvala við Ísland
tók gildi aftur 1989 hefur menn greint á um
hvort slíkar veiðar eigi rétt á sér eða ekki.
Nú síðustu ár hefur síðan vaknað ný spurn-
ing sem er hvort hvalveiðar skaði eða efli ís-
lenskt efnahagslíf, nú þegar ferðamenn
flykkjast til lands sem er þekkt fyrir hreina
náttúru, fegurð og frið.
Hvaða áhrif hafa hvalveiðar á slíkt land?
Vitaskuld er hægt að rökræða þessa
spurningu og eina leiðin sem fara má til að
finna svarið er vitaskuld sú að reyna. En það
er kannski hættulegra að leita þessa svars
en að láta það vera eins og sakir standa.
Viðskipti með hvali við Ísland hafa aukist
hratt og nú koma tugþúsundir manna hing-
að til lands til að skoða hvali frá bátum við
landið. Varla er til það sjávarpláss sem ekki
getur boðið hvalaskoðun þó að það virðist
ganga betur á sumum stöðum en öðrum. Á
Húsavík, í Hafnarfirði, Reykjavík, Keflavík
og á Snæfellsnesi sigla bátar út á flóa og
leita uppi hvali. Í hverjum báti er aðstaða til
að skoða og með bátnum fer leiðsögumaður.
Til allmikils er kostað víða að útbúa gögn
sem skýra hver staða mála er og oftast sjá
menn einhverja hvali þó okkur mörlöndum
þyki kannski ekki mikið um að sjá hrefnur.
Það gerir ekkert. Svo vill nefnilega til að
margt það sem við teljum sjálfsagða eða lítið
merkilega hluti telja gestir okkar stór-
merkilega.
Sem dæmi má taka gest frá Norð-
urlöndum en ég stóð með honum á barmi Al-
mannagjár nýverið og horfði suður yfir
Þingvallavatn. Við ræddum um eitt og ann-
að en skyndilega sagði hann að sér fyndust
skógar á Íslandi stórmerkilegir. Þeir eru
þarna en skyggja sjaldnast á landslagið.
Mér finnst alltaf jafnmagnað að koma að
Gullfossi. Það er ennþá magnaðra að vera
þar með útlendum gestum. Þeir verða orð-
lausir af hrifningu og þegar ég segi þeim frá
hugmyndum um að virkja þessi fallvötn og
sökkva landi undir lón þá skilja þeir illa að
þjóð sem eigi slíka náttúru láti sér detta
slíkt í hug. Það sé sannarlega minna varið í
að horfa á álver og virkjanir en hreint lands-
lag og náttúru. Sama finnst þeim um hval-
ina.
Og aftur að þeim. Það er nefnilega svo að
þótt hvalaskoðun megi víða finna þá er það
ljóst bæði hérlendis og erlendis að einn er sá
staður sem telst Mekka slíkra skoðanaferða
en það er Húsavík.
Þar er nefnilega staðsettur maðurinn sem
oft er talinn vera lykillinn að þessari nátt-
úrvænu ferðamennsku sem hvalaskoðun er.
Mér varð það til happs að kynnast honum
fyrir allmörgum árum. Það sem leiddi okkur
saman voru íþróttirnar en fyrir vikið hef ég
fengið að fylgjast með því hvernig það sem
virtist ósköp venjulegur maður frá Íslandi
er orðinn einn af virtari forystumönnum
hvalaskoðunar og náttúruverndar í heim-
inum. Og það út á draum.
Maðurinn sem hér um ræðir heitir Ás-
björn Björgvinsson og er einn þeirra sem
fær hugdettur og hrindir þeim í fram-
kvæmd. Það er mér enn minnisstætt þegar
hann fór að ræða þessar hugmyndir og
sagði mér jafnframt af því að hann væri leið-
sögumaður ferðamanna sem kæmu til Ís-
lands til að upplifa áramótin. Nú er slík
ferðamennska ört vaxandi, þ.e. ferða-
mennska utan sumartímans.
Síðar flutti hann til Húsavíkur og setti
þar upp hvalaskoðunarmiðstöð í litlu hús-
næði við mikil vanefni. Það var fyrir sex ár-
um.
15. júní síðastliðinn opnaði hann nýja og
glæsilega Hvalaskoðunarmiðstöð við fjöl-
menni í gamla slátur- og frystihúsi KÞ við
höfnina á Húsavík.
Og glæsileg er hún. Þar er hver krókur
þaulhugsaður og allt kapp lagt á að tryggja
að gestir finni þar það sem þeir leita að. Þó
er húsnæðið einungis hálfnýtt í dag.
Þar er minjagripa- og bókaverslun, glæsi-
lega uppsettar og vel útskýrðar sýningar
um hvalveiðar, sögu hvalveiða, barnahorn,
fræðsluhorn, rannsóknir á hvölum, líkön,
myndir og margt fleira. Meðal þess sem
vakti mesta athygli mína er fuglabjarg sem
sett er upp.
Þarna er hver beinagrindin af annarri
sett upp og þó að sumar séu fengnar að láni
þá hafa aðrar verið sóttar með ærinni fyr-
irhöfn og færir sérfræðingar Nátt-
úrufræðistofnunar og fleiri verið kallaðir til
við uppsetninguna. Á efra lofti er jafnframt
fundar- og ráðstefnusalur sem og setustofa.
Í safninu er ekki einungis verið að fjalla
um hvalaskoðun eða hvalavernd. Þarna er
einnig fjallað um hvalveiðar, umfang þeirra
og tækni auk þess sem skoða má rökin með
og á móti hvalveiðum.
Í siglingum með Ásbirni um Skjálfanda
og Eyjafjörð hefur hann sagt mér hvernig
hann skynji alveg hvort verið sé að drepa
hval á svæðinu því um leið og það sé gert þá
sjáist ekki dýr í nokkra daga á eftir. Hins
vegar þekkja ákveðin dýr hvalaskoð-
unarbátana og nálgast þá óhrædd, ekki ein-
ungis á Húsavík heldur einnig annars stað-
ar.
Það er merkilegt að fylgjast með um-
ræðunni um hvalavernd hér við land og það
hvernig ákveðin öfl ýta á stjórnvöld í mál-
inu. Stjórnvöld segjast vilja fara í hvalveiðar
en ég hef grun um að ráðamenn – landsins
bestu synir og dætur – sjái málið í víðara
samhengi og geri sér grein fyrir því hvað sé
í húfi í raun. Ásbjörn hefur enda gengið
ítrekað á þeirra fund og ef fjalla á um hvala-
mál í fjölmiðlum þá er til hans leitað.
Það er ekki skrýtið. Ekki einasta sé ég
leiftrandi áhuga hans og þekkingu í sam-
tölum við þennan stórvin minn, heldur einn-
ig í alltof fáum ferðum okkar. Þekking hans
í hvalaskoðunarmálum, hvalaverndunar-
umræðu og náttúruverndarmálum sést síð-
an jafnframt vel í því að hann hefur fengið
allnokkrar viðurkenningar erlendis. Þar á
meðal eru hollensk orða og alþjóðleg við-
urkenning. Til hans streyma útlendir
áhugamenn, námsmenn, fréttafólk og þátta-
gerðamenn til að kynnast málinu og hann er
kallaður á ráðstefnur og fundi erlendis.
Það væri sómi að því að íslensk yfirvöld
gerðu sér grein fyrir þeim sem vinna að
ferða- og náttúruverndarmálum hér á landi
og veittu þeim viðurkenningu fyrir störf
þeirra. Svona starfsemi eins og í Hvala-
miðstöðinni á Húsavík ýtir undir þá mynd
að Ísland sé í raun og veru náttúrufrið-
unarsinnað, en ekki bara enn einn vett-
vangur til að græða á ferðamönnum.
AÐ LÁTA
DRAUMINN
RÆTAST
RABB
M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N
maggi@flensborg.is
FORSÍÐUMYNDIN
er hluti af verki eftir hollenska málarann Richard Brakenburgh (1650–
1702). Fjölskylda, 1670 (olía á viðarplötu 71 x 60 cm). Verkið er á sýningu
um Rembrandt og samtíðarmenn hans í Listasafninu á Akureyri.
nefnist grein eftir Birnu Önnu Björns-
dóttur sem fjallar um það hvers vegna fólk
brestur í grát við lestur á skáldskap þegar
það veit að atburðir þar eru ekki raun-
verulegir. Um þetta þráttuðu heimspek-
ingar í mikilli ritdeilu sem hófst á miðjum
áttunda áratugnum án þess að komast að
augljósri niðurstöðu. Birna Anna leggur
fram einfalda en áhrifamikla lausn.
Rembrandt
og samtíðarmenn hans nefnist sýning
sem opnuð verður í Listasafninu á Ak-
ureyri í dag. Ólafur Gíslason fjallar um
list Rembrandts og samtíðarmanna
hans í tilefni þessa í grein er nefnist
Hið hverfula yfirborð heimsins.
Viktoría
Bene-
dictsson
var sænsk skáldkona
á nítjándu öld sem
varla náði máli á sín-
um tíma en hefur
hlotið viðurkenningu
nú. Um hana og sam-
band hennar við
danska bókmennta-
fræðinginn Georg Brandes fjallar nýtt
leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar sem
frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í dag.
Hér er birt smásagan Glæpablóð eftir
Viktoríu.
Að breyta
til batnaðar
nefnist grein eftir Hjört Pálsson þar sem
hann ber saman tvær þýðingar Magnúsar
Ásgeirssonar og Guðmundar Guðmunds-
sonar skólaskálds á ljóði eftir þýsku skáld-
konuna Ricördu Huch. Hjörtur telur Magn-
ús hafa gert betur.
HULDA
„LJÁÐU MÉR VÆNGI“
„Grágæsa móðir!
ljáðu mér vængi“,
svo ég geti svifið
suður yfir höf.
Bliknuð hallast blóm í gröf,
byrgja ljósið skugga töf
eftir á köldum ströndum,
ein ég stend á auðum sumarströndum.
Langt í burt ég líða vil,
ljá mér samfylgd þína!
Enga vængi á ég til,
utan löngun mína,
utan þrá og æskulöngun mína.
Lof mér við þitt létta fley
lítið far að binda;
brimhvít höf ég óttast ei
eða stóra vinda.
Okkur bíður blómleg ey
bak við sund og tinda,
bak við sæ og silfurhvíta tinda.
Eftir mér hún ekki beið, –
yst við drangann háa
sá ég hvar hún leið og leið
langt í geiminn bláa,
langt í geiminn vegalausa, bláa.
Hulda (1881–1946) var eitt af hinum svokölluðu nýrómantísku skáldum.
Ljóðið að ofan var prentað í Kvæðum (1909).
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
3 6 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 S . Á R G A N G U R
EFNI
Að kvikna og vakna