Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.2002, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 2002 9 þar sem hann er að mála konung og drottn- ingu Spánar, sem sjást þó ekki nema óljóst í daufri spegilmynd í bakgrunni myndarinnar. Áhorfandinn og hinn raunverulegi málari myndarinnar eru hins vegar settir í hið ímyndaða sæti konungsins undir vökulum augum hirðmeyjanna og dvergsins. Gerandi, áhorfandi og viðfang myndarinnar falla þar með saman í einn ósýnilegan sannleika sem ekki verður sýndur öðruvísi en í því yfirborði sem felur viðfang sitt og skilur áhorfandann eftir í óleystri þversögn um sannleika list- arinnar. Spurningar þær sem Velazquez setur fram í þessu málverki og Foucault hefur orðað á meistaralegan hátt varpa ljósi á þann vanda allrar myndlistar að kalla fram og sýna það sem ekki er til staðar í raun og veru. Þessi vandi verður aðkallandi á barokktímanum í ljósi nýrra hugmynda í heimspeki og vís- indum. Þannig heldur Jean-Luc Nancy því fram í fyrrnefndri ritgerð um andlitsmyndina að öll röksemdafærsla Descartes um cogito byggi á þversögn hliðstæðri þeirri sem mál- verk Velazquez birtir okkur: hin klára sýn Descartes byggir á lögmálinu videre videor sem merkir það að sjá og vera séður eða sýn- ast um leið. Sjáandinn kallast á við hið séða eða það sem sýnist eins og gríman sem kall- ast á við andlit sitt og inntak. Í Hollandi birtist þessi vandi okkur fyrst og fremst í myndlistinni: í kyrralífsmynd- unum, landslagsmyndunum, þjóðlífsmyndun- um og ekki síst í sjálfu andlitsmálverkinu. Sagan segir að aðeins ein setning hafi varð- veist af munni Rembrandts: „Ég hef ein- göngu gert andlitsmyndir“. Setningin minnir á þau orð Leonardos að sérhver málari máli sjálfan sig. En það sem gerir þessa setningu trúverðuga af munni Rembrandts er ekki skilningur Leonardos, heldur öllu frekar sú aðferð hans sem birtist í þykkri og tjáning- arfullri pensilskrift málverksins og fljótandi línuskrift ætinganna og fær okkur til að trúa því að fyrir honum hafi viðfangsefni myndlist- arinnar ekki bara falist í því að endurvarpa „myndinni“ sem fellur á sjónhimnu augans yf- ir á léreftið, heldur jafnframt og ekki síður að raungera sjálfan sig í þeirri athöfn sem í sjálfri málaralistinni er fólgin. Efnisnotkun hans og aðferð við að smyrja litnum á léreftið í olíumálverkinu eða draga línuna á kop- arplötuna í grafíkmyndinni verður að ástríðu- fullri leiksýningu þar sem viðfangið vex út úr myrkvuðu tómi myndarinnar í efniskennd sinni og tekur á sig form, verður eins og leik- sýning, þar sem leikarinn, málarinn, raunger- ir sjálfan sig í hinum líkamlega verknaði hug- ar og handar. Slíkan persónulegan „stíl“ sjáum við ekki í annarri myndlist fyrir hans daga og mætti jafnvel halda því fram að í honum megi finna vísbendingu um þá djúpu einstaklingshyggju sem einkennir tíma kalv- ínismans í Hollandi. Jafnframt afhjúpa sjálfs- myndir hans þversögn allra sjálfsmynda heimsins, þversögn þess sjáanda sem horfir á sjálfan sig sjá, betur en flest annað sem gert hefur verið á þeim vettvangi. Sjálfsmyndir Rembrandts eru grímur, og hann er sér meðvitaður um það. Hann bregð- ur sér í hin ólíkustu gervi andspænis spegl- inum og léreftinu. Fyrirsætan Rembrandt, sem horfir á málarann Rembrandt úr spegli sínum, er leikari — og persónan sem hann skapar á léreftinu og horfist í augu við mál- arann jafnt og áhorfandann, er gríma; á bak við augu hennar og áhorf er tómur strigi; sannleikur sem öllum er hulinn. Augu grím- unnar eru alltaf tómar tóftir. (Þess má geta að í Grikklandi til forna var orðið persona notað um grímu leikarans). Inntak mynd- arinnar og vitund og sjálfsvera málarans sýna sig með fjarveru sinni undir yfirborði grím- unnar eins og sá hugsandi hlutur (res cogit- ans) sem hugsar sjálfan sig hugsandi og René Descartes sá fyrir sér sem forsendu alls frumspekilegs sannleika. Á bak við léreftið er ekkert. Það er hins vegar í pensilskriftinni, glóð litarins og flugi línunnar sem málarinn raungerir sjálfsveru sína. Við þekkjum Rem- brandt ekki af þessum myndum vegna lík- ingar við frummyndina, heldur vegna þess að hann hefur raungert sjálfan sig í sjálfum galdri málaralistarinnar. Sannleikur mynd- arinnar er ekki eftirlíkingin, heldur atburður sem gerist á léreftinu. Þess vegna hefði Rem- brandt vel getað sagt í líkingu við samtíma- mann sinn, Descartes: „Ég mála, þess vegna er ég til“. Descartes fann sönnunina fyrir til- vist sinni í hugsuninni (Cogito, ergo sum), en Rembrandt fann sjálfan sig í efniskennd lit- arins á léreftinu og línunnar í ætingunni. Svetlana Alpers hefur bent á það að vinnu- stofa Rembrandts hafi verið eins og lítið leik- hús eða leiksvið. Á því leiksviði var hann sjálfur oft í aðalhlutverki, en hann notaðist líka við fyrirsætur, klæddi þær upp og svið- setti myndir sínar eins og leikstjóri. Rétt eins og hann brá sér sjálfur í ólík gervi klæddi hann fyrirsætur sínar í framandlega búninga úr búningasafni sínu. Oft voru þetta búningar sem leiddu hugann að fjarlægum menning- arheimi Austurlanda og voru fjarri hinu dag- lega umhverfi hans í Hollandi. Sögur úr Biblí- unni voru honum umfram annað kærkomið tækifæri til þess að hverfa í fjarlæga og draumkenndari veröld. Heimur Rembrandts er leiksvið, rétt eins og heimur Shakespeares: „All the world’s a stage, And all the men and women merely players“, segir Jaques í leik- riti hans, As you like it. Þessi heimur leik- sviðsins nærist á meðvitaðri sjónhverfingu og blekkingu sjónarinnar. Rembrandt trúir ekki á „sanna“ yfirfærslu myndarinnar frá sjónhimnu augans yfir á lér- eftið eins og svo margir aðrir samtímamenn hans virtust gera. Hann virðist líka hafa gert sér grein fyrir harmsögulegri merkingu þeirrar blekkingar sem myndlist hans snerist um. Það er hin harmsögulega vídd sem grein- ir hann frá samtímamönnum eins og Ver- meer, Saenredam, Potter, Claesz eða Dou. Þeir virðast hafa haft meiri tiltrú á bók- staflegu sannleiksgildi myndmálsins, eða ekki velt því vandamáli sérstaklega fyrir sér. Þeir máluðu yfirborð heimsins af sannri forvitni, einlægri gleði og löngun til að öðlast þekk- ingu og vald á umhverfi sínu. Einnig sú sýn gerir hollenska myndlist 17. aldarinnar ein- stakt framlag til evrópskrar listasögu. Það úrval hollenskrar myndlistar sem Listasafnið á Akureyri hefur fengið að láni frá Lettneska heimslistasafninu í Ríga leiðir okkur vissulega inn í þennan hrífandi heim. Ekki er hægt að ætlast til þess af sýningu sem þessari að hún sýni okkur hátinda hol- lenskrar 17. aldar myndlistar. En þetta úrval verka leiðir okkur engu að síður inn í þennan heillandi tíðaranda með sannfærandi hætti, og vissulega eru þarna hrein gullkorn eins og nokkrar ætingar Rembrandts. Þorri mynd- anna ber dæmigerð hollensk einkenni, en nokkrir listamannanna bera með sér áhrif ítalska skólans af ætt mannerisma (Goltzius, Saenredam) eða hins kaþólska barokkskóla (Francken II, Martszen, Veen, skóli van Dyck). Af ætingum Rembrandts eru þarna perlur eins og sjálfsmyndin: Maður að teikna gifs- mynd, en þó ekki síður Engillinn yfirgefur fjölskyldu Tóbíasar, þar sem við sjáum í iljar engilsins eins og hann væri Súperman úr nú- tímalegri ævintýramynd. Dæmigert fyrir þann skilning Rembrandts að heimurinn sé leiksvið. Og mynd hans af Hagar og Ísmael er sviðsett eins og austurlenskt ævintýri, en hef- ur um leið óvæntan boðskap til okkar sam- tíma: Ísmael og ambáttinni Hagar var vísað úr húsi Abrahams til þess að víkja fyrir yngri bróðurnum Ísak. Til þeirrar deilu var stofnað að kröfu Söru og í óþökk Abrahams, en þessi fjölskyldudeila stendur nú enn sem hæst í landinu helga, þar sem Palestínumenn og gyðingar telja sig afkomendur þessara hálf- bræðra sem ekki fengu að búa undir sama þaki. Það er ekki trúlegt að Rembrandt hafi gert sér grein fyrir spádómsgildi þessarar myndar þegar hann risti hana á kopar- plötuna. Á sama hátt er mynd Rembrandts af Fást sviðsetning sem vísar til dulspekilegra pæl- inga, gullgerðarlistar og kabbalafræða. Slíkar vísanir heyra til undantekninga í hollenskri 17. aldar list þar sem handanheimurinn víkur gjarnan fyrir hinu sýnilega yfirborði hlut- anna. Um það höfum við sláandi dæmi í þjóð- lífsmyndum Pots, Brakenburghs og Dusarts, landslagsmyndum Brueghels og Backhuys- ens, kyrralífsmynd Van Lijenden og dýra- myndum Van der Velde. Þessi sýning ætti að gefa tilefni til umhugsunar um leyndardóma þeirrar myndrænu lýsingar á heiminum sem endanlega er viðfangsefni allrar skapandi myndlistar. IRBORÐ HEIMSINS á viðarplötu. Hendrick Gerritsz Pot (1585–1657). Liðsforingi og stúlka, ódagsett. Olía á koparplötu. Höfundur er listfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.