Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. OKTÓBER 2002 KÓLUMBÍSKI rithöfundurinn og nóbelsverðlaunahafinn Gabr- iel García Márquez hefur lokið við að skrifa fyrsta bindi sjálfsævisögu sinnar og kom bókin út í hin- um spænsku- mælandi heimi í nýlið- inni viku. Bók- in heitir Vivir Para Contarla sem útleggjast mun í enskri þýðingu To Live to Tell It (Lifað til að segja frá). Von er á bókinni í þýskri, hol- lenskri og ítalskri þýðingu í lok árs, en líklegt er að bókin komi út í enskri þýðingu á næsta ári. Márquez greindist sem kunnugt er með krabbamein árið 1999 og segir frá því í grein í New York Times hvernig höfundurinn hef- ur helgað sig ævisöguskrifum síðan hann veiktist. Undanfarin þrjú ár hefur Márquez því unnið dag og nótt við rannsóknarvinnu og skrif, en þetta fyrsta bindi sjálfsævisögunnar er 579 síður að lengd. Þar rekur höfundurinn ástarsögu foreldra sinna og lýsir því hvernig ást hans á bók- menntum varð til þess að hann gerðist blaðamaður og síðar rit- höfundur. Inn í frásögnina tvinn- ar Marquez jafnframt útlegg- ingum á sögu fósturlands síns og lifandi lýsingu á því umhverfi sem hann ólst upp í. Garcia Marquez hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1982, en meðal hans þekktari verka eru Hundrað ára einsemd og Ástin á tímum kólerunnar. Bækur hans hafa verið þýddar á 24 tungumál og eru, að Biblíunni undanskilinni, söluhæstu bækur sem gefnar hafa verið út á spænskri tungu. Marques er 75 ára að aldri. Hann er án efa einn ástsælasti höfundur Suður- Ameríku og gengur hann þar undir gælunafninu „Gabo“. Skrif og greinar Rushdies Step Across This Line nefnist nýtt ritgerða- og greinasafn sem Salman Rushdie hefur sent frá sér. Þar hefur rithöfundurinn frægi safnað saman ýmsum skrifum sínum frá tíu ára tíma- bili, þ.e. árunum 1992 til 2002. Í stórum hluta bókarinnar lýsir Rushdie reynslu sinni af því að hljóta opinberan dauðadóm að skipan Ayatol- lah Khomeini fyrir skáld- söguna Söngv- ar Satans. Í bókinni er einnig að finna greinar um listir, dæg- urmál og póli- tik. Meðal um- fjöllunarefna Rushdies í þessum skrifum eru m.a. kvikmyndin The Wizard of Oz, hljómsveitin U2, fráfall Díönu prinsessu, fótbolti, og 20. aldar rithöfundar á borð við Angelu Carter, Arthur Miller, Edward Said, J.M. Coetzee og Arundhati Roy. Þá eru í safninu greinar sem Rushdie hefur skrif- að í The New York Times og fjalla um pólitískt ástand, átök í Kasmír, Norður-Írlandi, Kosovo og milli islamska heimsins og vestrænna landa. Í fyrirlestrum sem birtir eru í lok bókarinnar fjallar Rushdie um landamæri og árekstra í heiminum út frá víðu sjónarhorni, m.a. í fyrirlestr- inum „Step Across This Line“. Rushdie hefur áður gefið út rit- gerðarsafn sem spannar árið 1981 til 1991 og nefnist Imag- inary Homelands. ERLENDAR BÆKUR Marquez segir frá Gabriel Garcia Marquez Salman Rushdie K EXAUGLÝSING ýtti við mér í fyrrakvöld. Þessi auglýsing um súkkulaðikremkex hafði marg- oft rúllað yfir sjónvarpsskjáinn fyrir augum mínum án þess ég gæfi því nokkurn tíma gaum sem sagt var um vöruna, því hugurinn var jafnan víðsfjarri að pæla í einhverju allt öðru. Sennilega var ég að hugsa um ballett eða eitthvað ámóta óskylt súkkulaðikremkexi. Mér var sagt hvað röddin á bak við auglýs- inguna hefði umlað og lét segja mér tvisvar áður en ég trúði því. Hef ég þó aldrei haft ástæðu til að vefengja neitt af því sem viðkomandi hefur sagt mér. Skilaboðin munu hafa verið eitthvað á þessa leið: „Það er allt í lagi þótt börnin fái [...] súkkulaðikex í morgunmatinn – ef mamma leyf- ir það.“ Þarna er allt öfugsnúið. Þetta eru bíræfin skilaboð frá kexsölufólkinu og ekki bara vegna þess að súkkulaðikremkex er veigalítill morg- unmatur, eða vegna þess að auglýsingunni er beint til barnanna sjálfra, sem ætti að varða við lög. Kexsölufólkið veit að mamman má ekkert vera að því að hugsa um hollustu fyrir börnin sín, því hún þarf að haska sér í vinnuna. Kex- sölufólkið veit líka að margir foreldrar hafa lít- inn tíma fyrir börnin sín eða láta vera að ala þau upp af einhverju misskildu frjálslyndi. Sama misskilda frjálslyndi fagnar auðvitað jafn „þægi- legum“ morgunmat og súkkulaðikremkexi. Það er einfaldast að dæla sykurfroðu í krakkana svo þau þegi rétt á meðan allir eru heima. Kjörið markaðstækifæri fyrir kexsölufólk. Og hvar er pabbinn, getur hann ekki sinnt þessu? Hvers vegna er krökkunum ekki bent á að spyrja hann? Ef auglýsingin er túlkuð er pabbinn sennilega búinn að missa forræðið, far- inn að heiman fyrir fullt og allt, búinn að yngja upp ellegar átta sig á raunverulegri kynhneigð sinni. Sem er reyndar mun skárri kostur en að hann sé inni á heimilinu og hafi hvorki sinnu né nennu til að hugsa um mataræði barnanna sem honum var trúað fyrir. Kexsölufólkið talar gegn betri vitund. Kex- sölufólkið veit hversu óhollt það er að nærast eingöngu á súkkulaðikexi. Kexsölufólkið varðar ekkert um heilsufar annarra, því það ber ábyrgð á því einu að selja meira og meira súkku- laðikremkex, meira í dag en í gær. Hvern varðar um sykursýki? Hvern varðar um offitu? Kex- sölufólkið kætist við að sjá sífellt fleiri börn sem komin eru í yfirþungavigt fyrir fermingu. Þegar kexsölufólkið byrjar að kvarta eftir einhver ár undan síauknum kostnaði við heilbrigðiskerfið hvarflar ekki að því að ástandið sé að einhverju leyti því sjálfu að kenna. Sölumennska af þessu tagi er býsna algeng og birtist okkur í ýmsum myndum. Kexsölufólkið er í einhvers konar afneitun þar sem það svaml- ar í svefnhöfga um feigðarósinn. Rétt eins og ferðasölufólkið í Indónesíu og fjölda annarra landa sem hunsaði allar aðvaranir um yfirvof- andi hryðjuverk á Balí og gekk svo langt að neita tilvist hryðjuverkamanna til þess að skaða ekki ferðamannaiðnaðinn. Ferðir eru bara sölu- vara, kremkex. Allt á að seljast. Raunveruleg „útrýmingarsala“, eins og einhverjum Reykja- víkurkaupmanni þótti sniðugt að auglýsa útsöl- una sína. Sprengjutilræðið var ekki ferðaiðnaðinum að kenna, en honum var skylt að taka mark á við- vörunum. Rétt eins og dómsmálaráðherra sem svarar fyrirspurn út í hött og neitar því að efla þurfi löggæsluna í landi þar sem skipulögð glæpastarfsemi virðist hafa skotið rótum. Glæpastarfsemin er ekki dómsmálaráðherra að kenna. Dómsmálaráðherra er samt skylt að bregðast við henni. Það er margt kremkexið. AFNEITUN Í FEIGÐARÓSI Ef auglýsingin er túlkuð er pabbinn sennilega búinn að missa forræðið, farinn að heim- an fyrir fullt og allt, búinn að yngja upp ellegar átta sig á raunverulegri kynhneigð sinni. Á R N I I B S E N UPPSETNING Sveins Einarssonar er hefðbundin. Leikmynd er lítil sem engin en búningar sverja sig flestir í ætt við BBC-uppfærslurnar sem Sjónvarpið sýnir iðulega. Engin ákveðin túlkun á verkinu er sett fram nema helst með því að láta hinn unga leikara Ívar Örn Sverrisson leika Hamlet. Hann er 25 ára en Hamlet hefur iðulega verið leikinn af eldri leikurum. Þetta gerir brjálæði Hamlets skemmtilega ungæðislegt en hvorki biturt né lífsþreytt eins og stundum hefur sést. Ívar þessi fer mjög vel með hlutverkið og heldur uppi sýningunni af mikilli orku. Framsögn hefði þó mátt bæta á stöku stað. […] Heildarniðurstaðan er sú að hinn norðlenski Hamlet er besta skemmt- un þó að rýnir hefði gjarnan viljað sjá nýstárlegri túlkun á verkinu. Katrín Jakobsdóttir Múrinn www.murinn.is Kaunrúnir Kaunrúnin þótti hættulegt niður- rifsafl á sautjándu öld enda vísar nafn hennar á kýli, sár, graftr- arhrúður. Heiti hennar kann þó að hafa verið margslungnara áður fyrr. Á fornnorrænni rúnaristu er til dæm- is að finna mannsnafnið „Keþan“ og í Landnámu og Þórðar sögu hreðu er það notað sem karlmannsnafn. Hugsast getur að nafnið hafi upp- haflega verið auknefni, „hinn kaun- um hlaðni“, þótt það sé nú talið vafasamt. Í enska rúnakvæðinu er rúnin kennd við kyndil og bjartan eld, en stafurinn K var í fornensku nefndur „cean“ eða „cen“, „kien“ á fornþýsku, sem stóð fyrir sígrænt barrtré, þin eða furu. [i] Rúnaspeki samtímans hefur túlkað rúnina í ljósi þessa. Þetta kann að vera rún verk- vits eða virkrar sköpunargáfu, tákn- uð með tömdum eldi (kyndli), enda lá slíkur eldur tæknilegri þekkingu til grundvallar. Sé svo þá er þetta rún hins haga listasmiðs, Völundar og Loka, en hafa verður hugfast að sköpun byggist alltaf á sundrun, til dæmis fyrir tilstilli elds. Slík upplausn er nauðsynleg svo endursköpun eða nýmyndun geti átt sér stað. Kaun- rúnin er í ljósi þessa hluti af ferli er hófst með Óssrúninni og lá um Reið- arrúnina; innblæstri er með tækni- legri aðferð hrundið í framkvæmd um sundrun þess sem fyrir var. Kistan www.visir.is/kistan Morgunblaðið/Kristinn Borgarmenning. NORÐLENSKUR HAMLET IEin af grundvallarþverstæðum samtímans erþverstæða hnattvæðingarinnar: Heimurinn er í senn að þjappast saman í eitt lítið þorp og að þenjast út og splundrast í marga litla kjarna. Á sama tíma og allt virðist á góðri leið með að verða eins þá er allt að verða öðruvísi. Á sama tíma og hnattvæðingin hefur einkennst af út- flutningi og dreifingu vestrænna gilda, hug- mynda og vara hefur hún leitt til þess að gildi, hugmyndir og vörur frá framandi menning- arsvæðum hafa átt greiðari aðgang að vestræn- um samfélögum. IIÞarna hafa í raun myndast flókin og gagn-virk tengsl miðju og jaðars. Um leið og miðj- an hefur leitast við að gera jaðarinn að hinu sama hefur hún þurft að horfast í augu við framandleikann. Miðjan hefur þannig reynt að þjappa heiminum saman í eitt og hið sama en um leið hefur hún þanist út vegna áhrifa frá jaðrinum og þannig sjálf orðið að hinu. Dæmi þessa eru augljós. Vestræn vörumerki eins og MacDonalds og Nike eru fáanleg um allan heim og eru til merkis um það hvernig heimurinn hef- ur þjappast saman og orðið meira og minna eins. En á sama hátt hefur til dæmis mat- armenning frá jaðarsvæðum ruðst inn í vestræn samfélög og þannig þanið miðjuna út. IIIÍ vissum skilningi mætti þó halda því framað greinarmunur miðju og jaðars hafi máðst burt, það sé í raun engin ein ráðandi miðja eða öllu heldur að allt sé orðið að einni miðju og því sé í raun engin miðja lengur til staðar. Þetta hefur vitanlega ruglað allan valda- strúktúr í heiminum sem er í sjálfu sér ekki slæmt en hliðarverkunin virðist vera sú að það hefur orðið til algerlega ný valdapólitík sem erf- itt er að henda reiður á. Valdabarátta fer ekki lengur fram á milli þjóðríkja eins og hún gerði lengst af á síðustu öld. Hún fer fram á yfirþjóð- legu sviði og hún snýst um að ná hnattrænum völdum. IVFrá falli múrsins árið 1989 hefur því veriðhaldið fram að lögmál markaðarins hafi náð völdum í heiminum eða kannski öllu heldur að baráttan um hnattræn völd fari fram á hin- um opna heimsmarkaði. Þessi barátta hefur að mati sumra myndað mikla gjá á milli þeirra sem geta og kunna að taka þátt í þessari baráttu og hinna sem hafa hvorki getu né kunnáttu til þess. Þetta er talin vera einn helsti vandi hnatt- væðingarinnar. VEn jafnframt hefur þessi barátta alið á þeirriþversögn markaðsvæðingarinnar að allir séu steyptir í sama mót, það er að segja mót hins markaðsráðandi, um leið og ýtt er undir ein- staklingshyggju og valfrelsi. Hættan við þessi tví- bentu boð virðist vera sú að þau grafi undan áhuga á sameiginlegum málefnum og sameig- inlegri afstöðu, að hún grafi með öðrum orðum undan hinu samfélagslega og hinni samfélags- legu skipan eins og við höfum þekkt hana. Þetta endurspeglast í virðingarleysi fyrir opinberum málefnum og ekki síður opinberu valdi eða hvers konar samráði. Hugsanlega hefur einnig dregið úr áhuga og getu til skoðanaskipta. FJÖLMIÐLAR NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.