Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. OKTÓBER 2002
E
ITT af því síðasta sem kanadíski
fjölmiðlarýnirinn Marshall
McLuhan (1911-1980) gerði í
rannsóknum sínum á áhrifum
miðla og nýrrar tækni á mann-
inn og söguna var að þróa hina
svokölluðu „tetrad“-kenningu
eða fernukenningu. Fernan er,
eins og nafnið gefur til kynna, kenning eða líkan
í fjórum liðum um áhrif miðla og nýrrar tækni.
Liðirnir eru eftirtaldir:
1. Í fyrsta liðnum, sem nefnist mögnun (amp-
lification), er því lýst hvaða þætti samfélags-
ins miðillinn magnar eða eykur.
2. Í öðrum liðnum, sem nefnist úrelding (ob-
solescence), er því lýst hvaða miðla eða hvaða
hluta af eldri miðlum hinn nýi úreldir.
3. Í þriðja lið fernunnar, sem nefnist end-
urheimt (retrieval), er því lýst hvað hinn nýi
miðill endurheimtir eða endurvekur úr eldri
og úreldum miðlum.
4. Fjórði og síðasti liðurinn nefnist síðan aft-
urhvarf (reversal) og þar er því lýst í hvað
miðillinn breytist þegar hann hefur verið þró-
aður til fulls og er orðinn úreldur.
Í bókinni The Global Village, sem Bruce R.
Powers ritaði ásamt McLuhan og kom út eftir
lát þess síðarnefnda árið 1986, eru birtar nokkr-
ar slíkar fernur úr fórum McLuhans sem sam-
anlagt rekja söguna frá því sem hann kallaði an-
gelisma eða áherslu á sjónnám þekkingar til
þess sem hann nefndi róbótisma þegar mað-
urinn notar öll skynfæri til að nema umhverfi
sitt, en það taldi McLuhan manninn hafa gert
fyrir daga prentsins og líka eftir að rafvæðingin
kom til sögunnar. Í síðustu fernunni, sem birt
er í bókinni, er fjallað um hnattvædda fjölmiðl-
un (Global Media Networking). Þar er áhrifum
hennar lýst með þessum hætti:
1. Ólíkir fjölmiðlar dreifa efni samstundis um
allan heim; í senn hnattræn miðlun og gagn-
miðlun eða gagnvirkni (planitary feed and
counter-feed).
2. Maðurinn glatar eiginleikanum að tákna
og ráða tákn í rauntíma.
3. Endurreisir Babelsturninn; rödd hópsins
ríkir á ljósvakanum.
4. Leiðir til minni sérhæfingar; ein dagskrá
fyrir alla jörðina eða forrituð jörð (eftir því
hvernig við þýðum „programmed earth“).
Þegar McLuhan setti þessa fernu saman á
áttunda áratugnum eða fyrir rúmlega tuttugu
árum var varla liðinn áratugur frá því að sent
var út beint frá tunglinu í bandarísku sjónvarpi
og áhorfendur fundu sig í þessu millibilsástandi
að vera heima í stofu en horfa jafnframt á jörð-
ina utan úr geimnum og vera þannig hvorki
heima hjá sér né úti í geimnum heldur eiginlega
hvergi. Með hinni nýju rafrænu miðlunartækni
voru hlutir ekki lengur aðskildir í rúmi og tíma.
Heimurinn hafði fallið saman og orðið að einum
stað og einum tíma – eftir að hafa þanist út á
skeiði vélvæðingar þjappast hann saman á
skeiði rafvæðingar, í stað „explosion“ verður
„implosion“, eins og McLuhan orðaði það. „Raf-
magnið hefur pakkað jörðinni inn í eitt samloð-
andi svið eða vef sem er í eðli sínu frekar líf-
rænn en vélrænn,“ sagði McLuhan í grein sinni,
Öld rafvæðingarinnar – Öld innsprengingarinn-
ar (The Electronic Age – The Age of Implos-
ion), sem birtist árið 1962 eða sjö árum áður en
maðurinn sendi út beint frá tunglinu. Og hann
bætir við: „Innsprenging hefur orðið í mann-
fjölda í heiminum og einnig á skynsviðum okkar
og lærdómsaðferðum. Allir eru nú flæktir
hverjir í aðra, líkamlega og andlega, rétt eins og
gerist meðal íbúa í mjög litlu þorpi.“ McLuhan
vildi með öðrum orðum halda því fram að með
hinni rafvæddu og hnattvæddu fjölmiðlun hefði
heimurinn breyst í lítið þorp, heimsþorp (global
village), þar sem menn tengdust milliliðalausu
sambandi.
Þegar McLuhan setti saman fernu sína um
hnattvædda fjölmiðlun þekkti hann ekki einka-
tölvuna, hvað þá Netið, tölvupóstinn, GSM-sím-
ann eða stafræna sjónvarpið og alþjóðlegu fjöl-
miðlasamsteypurnar. Fernan fer þó sennilega
nær því að lýsa veruleikanum eins og hann er í
dag en á áttunda áratugnum. Til að átta okkur
betur á þeirri mynd sem McLuhan gerði sér af
ástandinu í heimi hnattvæddrar fjölmiðlunar
skulum við skoða nánar hvað bjó að baki henni.
Við skulum gefa hugmynd hans um innspreng-
inguna sérstakan gaum og leiða hugann að af-
stöðu McLuhans til rafvæðingarinnar og áhrifa
hennar en hana leit hann afar jákvæðum aug-
um. Hann sá í henni möguleika sem fáir aðrir
hafa komið auga á eða viljað nefna. Að síðustu
skulum við skoða dæmi um virkni hnattvæddra
fjölmiðla og innsprengingarinnar í samtíman-
um.
Frá prenti til rafvæðingar:
Sprenging og innsprenging
Í frægustu bók sinni, The Gutenberg Galaxy
eða Stjörnuþoka Gutenbergs, sem kom út árið
1962, lýsti McLuhan sögulegri þróun frá því
fyrir tíma prentlistarinnar þar til rafvæðingin
skall á með fullum þunga á tuttugustu öld.
Raunar hefur hann sögu sína fyrir þrjú þúsund
árum þegar stafrófið var fundið upp en það setti
þegar svip sinn á skynheim mannsins. Fyrir
daga stafrófsins lifði maðurinn í heimi hljóðsins
sem McLuhan telur einkenna ættbálkasam-
félög og vera hið upphaflega og eðlilega um-
hverfi mannsins. Heimi hljóðsins stillir McLuh-
an upp sem andhverfu heims sjónarinnar sem
nútímamaðurinn lifir í. En þessi tvískipting er
ekki einföld. Í heimi hljóðsins aflaði maðurinn
sér vissulega þekkingar og upplýsinga með
hljóðskynjun – munnleg boð gengu manna í
milli, röddin var aðalmiðillinn – en meira er um
vert að í þessu „náttúrulega“ umhverfi manns-
ins starfaði taugakerfi hans sem ein heild, að
mati McLuhans, það var ekkert sem truflaði
samskiptin milli ólíkra skynvita, maðurinn
skynjaði heiminn með öllum líkamanum. Með
tilkomu stafrófsins tekur maðurinn að nema
upplýsingar með sjóninni í auknum mæli og
með uppfinningu prentsins fyrir rúmum fimm
hundruð árum verður sjónnám þekkingar
ríkjandi. Prentið veldur því ákveðnum klofningi
í vitundar- og skynlífi mannsins, segir McLuh-
an, rétt eins og öll ný tækni er það framlenging
á einhverjum eiginleika mannsins (í þessu til-
felli sjóninni) og riðlar þannig hlutföllunum
milli þeirra í taugakerfi mannsins. Prentið setti
því hið „eðlilega“ umhverfi ættbálkasamfélags-
ins algerlega úr jafnvægi eftir að stafrófið hafði
komið eins og fleygur inn í það. Með rafvæðing-
unni endurheimtir maðurinn hins vegar hið
eðlilega umhverfi sitt, að mati McLuhans, með
rafvæðingunni verður mannkynið að einum
stórum heimsættbálki í þeim skilningi að með
rafvæddri miðlun urðu öll skynvit mannsins aft-
ur jafn virk. Maðurinn varð aftur heill því, eins
og McLuhan sagði, hin rafvædda boðskipta-
tækni er framlenging á taugakerfi mannsins í
heild sinni, hún einangrar ekki eitt af skynvit-
um mannsins, líkt og prentið hafði gert með
sjónina, heldur tengir þau í fjölrása kerfi.
Prenttæknin olli gríðarlegum breytingum á
vestrænum samfélögum, það varð í raun til al-
gerlega nýr heimur sem McLuhan kallaði
stjörnuþoku Gutenbergs í samnefndri bók
sinni. Prentið rauf einangrun miðaldanna. Ein-
staklingurinn og sjónarhorn hans fékk aukið
vægi vegna þess að hann skrifaði fjöldafram-
leiddar bækur sem voru honum merktar. Og
einstaklingurinn las þessar bækur í hljóði fyrir
sjálfan sig en ekki upphátt fyrir hóp áheyrenda
eins og fágæt handritin. Heimur einstaklings-
ins þandist út og hann varð sér meira meðvit-
andi um umhverfi sitt og fjarlægari slóðir; hann
áttaði sig á því að hann tilheyrði stærri hópi en
hann hafði haldið, hópi sem talaði sama tungu-
mál og las sömu bækur og hugsaði því á svip-
uðum nótum um hlutina; þessi samvitund vakti
þjóðerniskennd með hópnum. Og prentið gerði
hópnum jafnframt kleift að móta sér skýrar
reglur sem skapaði aukna miðstýringu en vissu-
lega voru ekki allir einstaklingarnir sammála
um stefnuna sem taka ætti og höfðu sumir uppi
mótmæli gegn miðjunni og var fyrir vikið ýtt út
á jaðarinn. Og menn tóku líka að hugsa öðruvísi
um hlutina; bókin krafðist þess að efni væri sett
fram með línulegum hætti, að eitt leiddi af öðru,
sem ýtti undir aukna rök- og skynsemishyggju.
Prenttæknin varð einnig upphafið að vélvædd-
um framleiðsluháttum enda fyrsta tækið sem
notað var til fjöldaframleiðslu. Með prentinu
varð með öðrum orðum sprenging í vestrænni
menningu.
Hinir rafvæddu miðlar hafa þveröfug áhrif;
heimurinn fellur saman, springur inn á við. Best
er að gefa McLuhan sjálfum orðið. Í grein sinni
Notes on Burroughs frá árinu 1964 segir hann
meðal annars: „Taugar mannsins umvefja okk-
ur um þessar mundir; þær liggja útvortis eins
og rafmagnslínur um umhverfi okkar. Tauga-
kerfi mannsins má endurforrita líffræðilega
rétt eins og hvaða útvarpsstöð sem er getur
breytt dagskrá sinni.“ Og hann bætir við: „Allir
menn eru að öllu leyti hluti af innviðum allra
manna. Það er ekkert einkalíf og engir leyndir
líkamshlutar. Í heimi þar sem við erum öll að
innbyrða og melta hvert annað eru dónaskapur
og klám ekki möguleg. Slík eru lögmál hinna
rafvæddu miðla sem teygja taugarnar svo þær
myndi heimsnet sem fangar allt.“ Einstakling-
urinn á sér engan stað í umhverfi rafvæðing-
arinnar, nema sem hluti af fjöldanum, hluti af
öllum öðrum mönnum; hinir rafvæddu miðlar
hafa skapað tíma massans, „the medium Is the
massage“, eins og McLuhan sagði í útúrsnún-
ingi á frægu slagorði sínu um að miðillinn væri
merkingin (the medium Is the message). Hraði
rafvæddra samskipta gerir það að verkum að
allir menn geta fengið sömu upplýsingar á sama
tíma, allir menn geta jafnvel fylgst með sama
atburðinum á rauntíma – auðvitað þarf hér að
hafa eðlilegan fyrirvara á orðinu „allir“ en
kannski hafa aldrei fleiri fylgst með sama at-
burðinum á sama tíma og þegar sýnt var beint
út frá atburðunum 11. september í fyrra. Að
mati McLuhans eyddi þetta greinarmuninum á
miðju og jaðri, það varð eins konar afmiðjun í
þeim skilningi að jaðarinn er ekki lengur til
staðar og allt er orðið að einni miðju. Sömu hlut-
ir gerast alls staðar, allir eru að gera það sama.
Sérhæfingin, sem var einmitt hlutskipti jaðar-
hópa á tímum prentsins, víkur fyrir eins konar
alhæfingu eða allsherjar samhæfingu.
Ef hinir rafvæddu fjölmiðlar ýttu prentinu al-
UM HNATTVÆDDA FJÖLMIÐLUN
„Taugar mannsins umvefja okkur um þessar mundir; þær liggja útvortis eins og rafmagnslínur
um umhverfi okkar.“ Myndin er af verki eftir David Urban, Reform School (1994).
Með hinni nýju rafrænu miðlunartækni eru hlutir ekki
lengur aðskildir í rúmi og tíma. Heimurinn hefur fallið
saman og orðið að einum stað og einum tíma – eftir
að hafa þanist út á skeiði vélvæðingar þjappast hann
saman á skeiði rafvæðingar, í stað „explosion“ verð-
ur „implosion“, eins og Marshall McLuhan orðaði
það. ÞRÖSTUR HELGASON rýnir í kenningar McLuh-
ans um hnattvædda fjölmiðlun og áhrif hennar.
EIN JÖRÐ –
EIN DAGSKRÁ