Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. OKTÓBER 2002 15 l i s t a s a f n r e y k j a v í k u r hafnarhús , tryggvagötu 17 , reykjavík 19. október – 10 . nóvember 2002 opnunartími : daglega 11–18, f immtudaga 11–19 leiðsögn: f immtudaga, laugardaga og sunnudaga kl . 16 aðgangur ókeypis www.carnegieartaward.com MYNDLIST Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Bjarni Sigurðsson baksal, Marisa Nav- arro Ljósafold. Til 3. nóv. Gallerí Hlemmur: Þóra Þórs. Til 20. nóv. Gallerí Skuggi: Kimmo Schroderus og Charlotta Mickelsson. Til 20. okt. Gallerí Sævars Karls: Óli G. Jóhannsson. Til 23. okt. Gerðarsafn: Gallerí Hlemmur og Unnar og Egill/ný verk. Til 21. okt. Hafnarborg: Tróndur Patursson og Jüri Ojaver, Paul Rodgers, Jaan Toom- ik og Jaan Paavle. Til 4. nóv. Hús málaranna: Kristinn G. Jóhannsson. Til 3. nóv. Hönnunarsafn Íslands: Óli Jóhann Ásmundsson. Til 1. des. i8, Klapparstíg 33: Sigurður Guð- mundsson. Undir stiganum: Þuríður Sigurðardóttir. Til 23. nóv. Íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Kristján Logason, ljósmyndaverk. Til 20. okt. Listasafn Akureyrar: Hollensk myndlist frá 17. öld. Til 27. okt. Listasafn ASÍ-Ásmundarsalur: Annu Wilenius, Karla Dögg Karlsdóttir, Sól- rún Trausta Auðunsdóttir. Til 20. okt. Listasafn Borgarness: Þorri Hringsson. Til 30. okt. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga kl. 14–18, nema mánu- daga. Listasafn Íslands: Ljósmyndir úr safni Moderna Museet. Til 3. nóv. Listasafn Reykjanesbæjar: Einar Garibaldi Eiríksson. Til 20. okt. Listasafn Rvíkur - Ásmundarsafn: List- in meðal fólksins. Til 31. des. Listasafn Rvíkur - Hafnarhús: Carnegie-verðlaunin 2002. Til 10. nóv. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir: Arne Jacobsen. Til 17. nóv. Arkitektarn- ir Arno Lederer, Jórunn Ragnarsdóttir og Mark Oei. Til 27. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Andlitsmyndir og afstraksjónir. Til 30.3. Listasetrið, Kirkjuhvoli, Akranesi: Torfbæir sunnan Skarðsheiðar. Til 3. nóv. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Gunnsteinn Gíslason. Til 6. nóv. Mokka: Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokilis. Til 16. nóv. Norræna húsið: Clockwise. Til 20. okt. Nýlistasafnið: Magnús Pálsson, Eric Andersen & Wolfgang Müller. Til 24. nóv. Skaftfell, Seyðisfirði: Tallervo Kalleinen, Niina Braun og Ulu Braun. Til 20. okt. Þjóðarbókhlaða: Halldór Laxness. Til 31. des. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Skáld mánað- arins: Egill Skallagrímsson. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Borgarleikhúsið: Caput - Nærmynd. Kl. 15.15. Sunnudagur Hjallakirkja: Sigrún Magna Þórsteins- dóttir organisti. Kl. 17. Bústaðakirkja: Camerarctica. Kl. 20. Mánudagur Kaffileikhúsið: Sænsk pólifónísk þjóð- lagatónlist. Kl. 20.30. Salurinn: Bryndís Halla Gylfadóttir selló og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó. Kl. 20. Fimmtudagur Háskólabíó: SÍ. Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari. Kl. 19.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Lífið þrisvar sinnum, fös. Með fulla vasa af grjóti, lau. Jón Oddur og Jón Bjarni, sun. Viktoría og Georg, fös. Karíus og Baktus, sun. Veislan, sun., fim. Borgarleikhúsið: Sölumaður deyr, frums. fös. Ljóti andarunginn, sun. Kryddlegin hjörtu, lau. Með vífið í lúk- unum, fim. Jón og Hólmfríður, lau., fim., fös. And Björk … sun. Íslenska óperan: Rakarinn í Sevilla, lau. Loftkastalinn: Benedikt búálfur, sun. Möguleikhúsið: Heiðarsnælda frums. lau. Fös. Prumpuhóllinn, sun. Hafnarfjarðarleikhúsið: Grettissaga, lau., mið., fös. Sellófon, sun., þrið., mið. Nemendaleikhúsið: Skýfall. sun., mið., fim., fös. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U K ATRÍN Sigurðardóttir mynd- listarkona á verk án titils á Carnegie Art Award 2002. „Þetta er í rauninni sama verk og ég gerði fyrir sýningu á Kjarvalsstöðum árið 2000, sýninguna Veg(g)ir,“ segir Katrín. „Þegar það verk sem ég sýndi á Kjarvalsstöðum var svo valið fyrir sýningu Carnegie Art Award 2002 fannst mér, af því að verkið er í eðli sínu innsetning sem er staðarlega sértæk (site-specific), nauðsynlegt að gera annað verk sérstaklega fyrir Hafn- arhúsið. Verk þetta gengur út á það að það er ákveð- inn veggur holaður og gegnum þetta gat í veggnum speglast baksvæði veggsins. Verkið er því alltaf og einungis það sem er á bak við þennan ákveðna vegg.“ Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að eiga verk á þessari sýningu? „Það sem vegur þyngst fyrir mig er sú al- menna athygli og dreifing sem verkin á sýn- ingunni fá.“ En hvað ertu að gera um þessar mundir? „Ég er að undirbúa verk fyrir sýningar bæði hér í Bandaríkjunum og í Evrópu á næstu mánuðum. Þar á meðal eru tvær sýningar fyr- irhugaðar í New York. Ég bý bæði í New York og í Reykjavík og það er mjög gott fyrirkomulag, þá kosti sem annan staðinn skortir hefur hinn og öfugt. Ég býst ekki við að sjá þessa sýningu á Íslandi en hugsanlega sé ég hana annars staðar.“ „Ómarkvert landslag“ Georgs Guðna Georg Guðni á tvö málverk á Norðurlanda- frumsýningu Carnegie Art Award 2002 sem bæði eru án tiltils. „Þessi verk mín eru án titils vegna þess að þetta eru ekki málverk af ákveðnum stað, þessir staðir gætu verið víða. Þetta er ef svo má segja „ómarkvert landslag“,“ segir Georg Guðni. „Þetta viðfangsefni hefur verið að koma til mín smátt og smátt sl. 19 ár með hægfara þróun. Íslensk náttúra er ákveðinn hvati í verkum mínum. Grunnþættir í verkunum eru jörðin, himinn og fjarlægðin, sem eru alls stað- ar nokkurn veginn svipuð. Fleiri þættir eru í verkunum sem tengjast svo myndlistarsög- unni, þróun málverksins á 20. öld. Ég stend uppi í dag og mála málverk sem byggjast á öllu því sem gert hefur verið sl. 100 ár, þau eru ekki ein og óstudd,“ sagði Georg Guðni einnig. „Þetta er auðvitað stytt útgáfa af öllu því sem mætti segja um þessi verk,“ bætir hann við. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að verkin þín voru valin á sýninguna? „Það er alltaf gaman að sjá verkin sín í nýju samhengi. Ef maður er með góða hluti þá tek- ur einhver eftir þeim. Þýðingin veltur því tals- vert á verkunum sjálfum og viðtökum þeirra. Það er þess virði að taka þátt í þessu þó ekki séu nema fáir á hverjum stað sem taka eftir verkunum.“ Alltaf kærkomið að fá tækifæri til að sýna erlendis Hvaða viðfangsefni taka hug þinn allan um þessar mundir? „Það er alla daga verið að mála. Stærsta verkefnið sem er á döfinni er sýning sem verð- ur í Listasafni Íslands næsta vor. Þá verð ég með nokkurs konar yfirlitssýningu. Ég hef verið að mála landslag í 19 ár og viðfangsefnin hafa þróast úr nafngreindum fjöllum í ná- grenni Reykjavíkur í fyrrgreint „ómarkvert landslag“. „Þetta er verk sem heitir Kaldbakar og er óður til fjallsins Kaldbaks við Eyjafjörð,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona um verk sitt á sýningunni Carnegie Art í Lista- safni Reykjavíkur. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég blanda lands- lagi í málverk, þetta er byrjun á þeirri þróun. Ég hef verið þekkt sem fígúratívur málari en nú er landslagið sem sagt komið inn og þá er það landslag sem ég bý til sjálf. Ég fékk hug- myndina að litunum í verkinu á vetrarmorgni á Akureyri. Um þýðingu þátttöku minna verka í þessari sýningu vil ég segja: Það er alltaf kærkomið þegar maður fær tækifæri til að sýna verk sín erlendis, að maður tali nú ekki um þegar svo vel er að sýningu staðið eins og raunin er með Carnegie Art.“ Hvað er framundan? „Ég ætlað að halda áfram að mála stór olíu- litaverk – halda áfram að þróa þær hugmyndir sem ég er með í kollinum.“ Almenn athygli og dreifing vegur þyngst Þrír Íslendingar eru meðal 25 norrænna listamanna sem eiga verk á sýningunni Carnegie Art Award 2002 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR ræddi stuttlega við þau Katrínu Sigurðardóttur, Georg Guðna og Kristínu Gunnlaugs- dóttur um verk þeirra á umræddri sýningu, þýðingu hennar og hvað framundan væri. Katrín Sigurðardóttir Georg Guðni Hauksson Kristín Gunnlaugsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.