Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. OKTÓBER 2002 3
M
ÉR er hún minn-
isstæð sagan af brúð-
kaupinu í einu fiski-
plássinu úti á landi
fyrir fáeinum árum –
eða var það ferming-
arveizla? Nema einn
prúðbúinn boðsgest-
urinn sagði fermingarsystur sinni þau tíð-
indi í óspurðum fréttum, að hann hefði gef-
ið öllum barnabörnunum sínum jeppa bara
svona til að gleðja litlu skinnin. Ferming-
arsystirin var fljót að reikna: fimmtán
barnabörn, fjórar milljónir stykkið, það
gerir sextíu milljónir samtals á einu bretti
– og það skipti engum togum, að veizlan
leystist upp með brauki og bramli.
Og hvað með það? Áhangendur kvóta-
kerfisins munu trúlega segja sem svo, að
upphlaupið í veizlunni hafi stafað af ein-
skærri öfund. Við, sem höfum varað við af-
leiðingum kvótakerfisins frá upphafi, lítum
málið öðrum augum: sagan sýnir okkur, að
ranglæti af hendi löggjafarvaldsins er ann-
ars eðlis en ranglæti af hreinni tilviljun.
Ranglæti af hálfu ríkisvaldsins ýtir undir
sundrungu, ójöfnuð og úlfúð og ógnar efna-
hagslífinu með því móti og splundrar fjöl-
skyldum og byggðarlögum um leið. Það er
eitt, ef fjölskylda finnur olíu á landareign
sinni fyrir tilviljun og auðgast á því langt
umfram flest annað fólk. Það er annað, ef
ríkisvaldið færir fáeinum útvöldum auð og
völd með því að afhenda þeim fémæta sam-
eign þjóðar. Það þarf því ekki að koma
neinum á óvart, að Texas hefur vegnað vel í
tímans rás, en Sádi-Arabíu illa. Olíuauður
einstakra fjölskyldna í Texas féll þeim í
skaut að miklu leyti fyrir tilviljun; þar ríkir
friður – eða þannig. Olíuauður konungsfjöl-
skyldunnar í Sádi-Arabíu er á hinn bóginn
illa fenginn – og með illum afleiðingum: ein-
ræðið, auðnuleysið, ofstækið, fáfræðin,
spillingin og vitleysan í landinu því eru ein
helzta undirrót ófriðarins í Austurlöndum
nær og ógnun við heimsfriðinn. Hvernig
ætli væri nú umhorfs í Texas, ef Kú Klúx
Klan hefði komizt yfir olíulindirnar þar og
notað tekjurnar til að hlaða undir vinveitt
stjórnmálaöfl og stofna trúarskóla um allar
trissur til að breiða út boðskapinn í guðs
nafni?
Aftur hingað heim: kvikmyndin Hafið
eftir Baltasar Kormák og Ólaf Hauk Sím-
onarson eftir samnefndu leikriti Ólafs
Hauks segir sundrungarsögu af fjölskyldu
vegna átaka um ráðstöfun kvótans, sem
fjölskyldufaðirinn ræður yfir. Þótt flestir
Íslendingar viti, um hvað málið snýst, er
hætt við því, að útlendingar eigi erfitt með
að átta sig á myndinni: þeir fá enga skýr-
ingu á því, hvað kvóti er, hvernig hann er til
kominn og hvaða þýðingu hann hefur. Mér
þykir myndin prýðileg að öðru leyti en því,
að hún gerir þessum þætti viðfangsefnisins
ekki nógu rækileg skil. Kvikmynd er að
sönnu knappur miðill, en þarna hefði samt
þurft að fjalla nánar um samhengi hlutanna
til að forðast misskilning. Spurningin, sem
myndin vekur um fjölskylduharmleikinn,
sem frá er sagt, er þessi: Er kvótanum ein-
um um að kenna? Hvert er svarið?
Öldum saman var á Íslandi líkt og í öðr-
um löndum litið á sjávarútveg sem eina
tegund landbúnaðar. Svo er enn víðast
hvar, og það fer að ýmsu leyti vel á því, þar
eð þessir tveir atvinnuvegir eru náskyldir
og nauðalíkir. Þráfelldur vandi landbún-
aðar og sjávarútvegs um allan heim er
þessi: tækniframfarir valda því, að sífellt
færri vinnandi hendur þarf til að framleiða
landbúnaðarafurðir og veiða og vinna fisk.
Stjórnvöld streitast á móti með því að
styrkja landbúnað og útveg af almannafé:
búverndarstefna OECD-ríkjanna kostar
neytendur og skattgreiðendur þar á hverju
ári fjárhæð, sem er jafnvirði gervallrar
landsframleiðslu Afríku. Útvegurinn er
eins og landbúnaður niðurgreiddur leynt
og ljóst, bak og brjóst. Ríkisstuðningurinn
hefur þó tekið ýmsum breytingum með
tímanum. Fram til ársins 1959 var útveg-
urinn hér heima á beinu ríkisframfæri.
Ríkisútgjöld til útvegsins voru þá skorin
niður úr 43% af ríkisútgjöldum í heild í 3%
á aðeins tveim árum (þetta er ekki prent-
villa). Féð, sem þannig var losað, var notað
til að auka framlög til menntamála, heil-
brigðismála, tryggingamála og – þú gizk-
aðir rétt! – landbúnaðarmála. Á móti var
gengi krónunnar fellt, svo að útvegurinn
hélt að vonum velli. Eftir þetta var gengið
fellt nánast eftir smekk og þörfum útgerð-
arinnar, svo að hún þurfti ekki að hafa
miklar fjárhagsáhyggjur upp frá því, enda
átti hún einnig greiðan aðgang að nið-
urgreiddu lánsfé í bankakerfinu. Þessi
skipan kynti undir verðbólgu og skulda-
söfnun þjóðarinnar í útlöndum.
Þar kom þó, að menn hættu að fella
gengi krónunnar eftir pöntun og byrjuðu
að draga úr nær sjálfvirkum lánveitingum
bankakerfisins til útvegsfyrirtækja, en
þetta gerðist þó ekki fyrr en eftir að kvóta-
kerfinu hafði verið komið á. Síðan hefur út-
vegurinn verið styrktur með ókeypis af-
hendingu aflaheimilda, sem hafa meðal
annars gert ýmsum fyrirtækjum kleift að
standa skil á skuldum sínum við bankana
og fara sér hægt í hagræðingu. Um þetta
segir í skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá árinu
2000: ,, … er áætlað að verðmæti réttinda
til að sækja sjó við Ísland hafi numið 23–24
milljörðum króna á fiskveiðiárinu 1996/97.
Ef þessi verðmæti hefðu verið færð sem
kostnaður, þá hefði ekki verið 3 milljarða
króna hagnaður af sjávarútvegi á árinu
1996 heldur 20 milljarða tap, þ.e. tap sem
nemur um þriðjungi af tekjum grein-
arinnar!“ Kvótakerfið hefur flýtt fyrir hag-
ræðingu í útvegi miðað við frjálsar veiðar,
rétt er það, en það hefur tafið og torveldað
hagræðinguna miðað við þann árangur,
sem hefði getað náðst með vel útfærðu
veiðigjaldi. Ástæðan er einföld: ríkisstyrkir
draga þrótt úr atvinnurekstri. Þessi lýsing
á vel við útgerðarfyrirtækið, sem lýst er í
Hafinu: útgerðin er óhagkvæm og úrelt,
segja börnin, en kvótinn heldur henni
gangandi. Eftirsókn barnanna í myndinni
eftir arfinum eftir móður þeirra er þess
vegna ásókn í kvóta, en ekki ásókn í óvissan
afrakstur af ævistarfi föðurins, útgerð-
armannsins.
Hvernig hefði sögunni vikið við, hefði
sókninni á miðin verið stýrt með veiðigjaldi
í stað kvóta síðan 1984? Þá hefðu að minni
hyggju skapazt vænlegri skilyrði til að
halda ávöxtum hagræðingarinnar heima í
plássinu, einkum ef veiðigjaldstekjurnar
hefðu verið nýttar að hluta til að efla
menntun á landsbyggðinni og hvetja með
því móti til aukinnar fjölbreytni í atvinnu-
háttum, svo sem við veiðigjaldsmenn höf-
um margir mælt með. Eigi að síður er
fækkun fólks í útvegi óumflýjanleg eins og í
landbúnaði, af því að tækniframfarir leysa
vinnandi hendur af hólmi. Það þýðir þó
ekki endilega, að fólkinu þurfi að fækka á
landsbyggðinni: það er hægt að vinna við
fleira þar en land og sjó. En hafi menn van-
rækt að búa í haginn fyrir byggðirnar með
því að leggja rækt við menntun fólksins,
svo að fólki sé frjálst og gerlegt að velja sér
atvinnu eftir eigin höfði frekar en eftir upp-
skriftum þröngsýnna stjórnmálamanna, þá
hlýtur fólkið að fara burt – suður. Þetta er
byrjað að gerast og á eftir að ágerast, úr
því sem komið er. Og það verður æ erfiðara
að bæta skaðann, sem búið er að vinna.
HAFIÐ HUG-
ANN DREGUR
RABB
Þ O R V A L D U R G Y L F A S O N
gylfason@hi.is
Erla (Guðfinna Þorsteinsdóttir)
VORGRÓÐUR
Eitt vorkvöld um sólarlag sátu þau ein
og sælunnar nutu í ró.
Sú ást hafði vaknað sem vorblóm í hlíð
og vermandi’ í hjörtunum bjó.
Og kvöldsólin hló yfir hnjúkum.
Dýrðleg var nóttin, draumblíð og hljóð,
og dagurinn brosfagur rann,
en unaðar-minning um elskendafund
í afkimum hjartnanna brann,
er dagsólin brosti við dalnum.
Gullnasti vornæturdraumurinn dvín,
er dagarnir koma með strit,
og engjanna gróður og skóganna skraut –
það skiptir með aldrinum lit.
Og dagsólin lækkaði’ á lofti.
Eitt haustkvöld um sólarlag sátu þau ein,
en sundrung í hjörtunum bjó,
því vorgróður hjartnanna visnaði brátt,
með vorgróðri hlíðanna dó. –
Og kvöldsólin hvarf bak við hnjúkinn.
Erla var skáldanafn Guðfinnu Þorsteinsdóttur (1891–1972) en hún skrifaði ljóð
og sagnaþætti. Ljóðið Vorgróður birtist í ljóðabókinni Hélublóm, 1937.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
4 1 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R
EFNI
Auglýsingar
Flugleiða
hafa verið talsvert til umræðu upp á
síðkastið vegna vafasams táknmáls
sem notað er til þess að lokka erlenda
ferðamenn til Íslands. Úlfhildur Dags-
dóttir hefur haft vakandi auga með
þessum auglýsingum síðustu tvö ár og
greinir kynferðislegar
vísanir í þeim.
Hermann
Pálsson
var einn af áhrifamestu miðaldafræðingum
Íslendinga en Vésteinn Ólason kallar hann
víking andans í grein þar sem hann greinir
frá helstu kenningum hans og áhrifum.
Matthew
Barney
er einn af áhugaverðustu myndlist-
armönnum samtímans. Halldór Björn
Runólfsson segir frá helstu verkum
hans sem eru gagnrýnin á ástand
samtímans.
Hnattvæddir
fjölmiðlar
eru meðal annars til umfjöllunar á ráð-
stefnu Háskóla Íslands um hnattvæðingu
sem stendur nú yfir. Þröstur Helgason
fjallar um kenningar kanadíska fjölmiðla-
rýnisins Marshalls McLuhans um hnatt-
vædda fjölmiðla og áhrif þeirra á manninn.
FORSÍÐUMYNDIN
er tekin í þorpinu Puerto Maldonado í Amasón-skóginum og sýnir
gosdrykkjarauglýsingar á vegg. Ljósmyndari: Einar Falur Ingólfsson.