Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. OKTÓBER 2002 K VÆÐIÐ Væringjar birtist í ljóðabókinni Vogum árið 1921. Þar lætur Einar Benediktsson í ljósi þessa ósk þjóð sinni til handa: Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, en með víkingum andans, um staði og hirðir. Ólíklegt er að nokkur Íslendingur hafi fæðst þetta ár sem orð þjóðskáldsins áttu jafnvel við og Hermann Pálsson. Hann var einn af víkingum andans. Í þeirri víkingu fór hann víða, svo að í hug koma minningarorð á sænskum rúnasteini, sem faðir lét rista eftir syni sína sem féllu í Austurvegi með Yngvari víðförla. Rúnaristan hljóðar þannig, löguð að íslensku ritmáli: Þeir fóru drengil(eg)a fjarri að gulli og austarla erni gáfu; dóu sunnarla á Serklandi. Yngvars saga er reyndar ein þeirra fjöl- mörgu sagna sem Hermann snaraði á enska tungu. Nú höguðu örlög því svo að Hermann beið aldurtila austarla og sunnarla séð frá heimaslóðum, og er það táknrænt að svipleg- an dauða hans skyldi bera að á leiðum vær- ingjanna fornu. Ferðir Hermanns og verka hans um heiminn voru þó ekki farnar með báli og brandi; gjafir sínar gaf hann bókelsku fólki en hvorki erni né hrafni. Ungur að árum birti Hermann frumsamin og þýdd ljóð á íslensku og kynnti löndum sín- um menningu og bókmenntaarf Suðureyja og Írlands, þar sem margt norrænna manna staldraði við á leið til landnáms á Íslandi. Síð- ar tók hann til við að þýða íslenskar fornbók- menntir á enska tungu í samvinnnu við aðra og stundum einn. Afköst hans á því sviði eru gríðarmikil, og er það fullvíst að enginn einn maður hefur átt svo mikinn þátt í að dreifa þessum bókmenntum um heimsbyggðina. Við þessa iðju naut Hermann þess að hann var sannur filologos, ástvinur orðsins, en svo hafa löngum verið nefndir fróðir menn á sviði tungu og bókmennta, einkum þeir sem leggja rækt við að skilja og skýra forna texta. Rit- skýring fornra íslenskra texta var meginvið- fangsefni Hermanns á fræðimannsævi sem spannaði meira en hálfa öld. Hermann Pálsson var maður orðhagur og orðheppinn, hvort heldur var í samræðu, ljóði eða lausu rituðu máli íslensku, og það sem hann skrifaði á ensku einkenndist af orð- auðgi, fjörlegum og þróttmiklum stíl, og rit hans einkennast flest af sérstæðri, oft ísmeygilegri, kímni. Í nýlegri grein um ljóða- kver hans Þjóðvísur og þýðingar frá 1958 er fullyrt að hann hafi verið hagsmiður bragar og skáld gott. Ættu ljóðavinir að leita uppi þessa bók í hillum sínum. Þýðingar Her- manns á ensku, sem hann hóf með Magnúsi Magnússyni og hélt síðan áfram ýmist einn eða með öðrum, oftast starfsbróður sínum Paul Edwards, eru á einföldu og eðlilegu máli eins og sögurnar sjálfar, og hefur það án efa átt mikinn þátt í vinsældum þeirra. Sumum lesendum, sem kunna bæði málin allvel, þykir stundum fulllangt gengið til móts við lesand- ann í þessum þýðingum, þannig að forn- sagnastíllinn glati nokkru af þeim dálítið stirðbusalega virðuleik sem hann einatt hefur í einfaldleik sínum. Þetta er vitaskuld smekksatriði. Þýðingar verða aldrei full- komnar, og er því gott að lesendur geti valið milli þýðinga sem gerðar eru frá mismunandi sjónarmiðum. Fræðastörf Hermanns voru harla víðfeðm, og eitt megineinkenni þeirra var nánast ótæmandi þekking hans á fornum íslenskum textum af öllum tegundum. Áhugi hans og ákafi til verka var slíkur að einatt mátti líkja við strandhögg fornra víkinga eða skæru- hernað byltingarmanna. Lesanda kann stund- um að finnast hann fullskjótur til ályktana og fullfljótur að sleppa tökum á viðfangsefni sem hann hefur komið að úr óvæntri átt og varp- að á nýju ljósi. Þó má greina langskyggna hernaðaráætlun á bak við skæruhernaðinn. Hermann stefndi að því að leggja undir sig hugmyndaheim fornra Íslendinga, eða e.t.v. er réttara að segja fornra íslenskra texta. Honum varð vel ágengt í því, en af því að hann sótti hvarvetna fast og snögglega fram gat virst sem nokkurrar einsýni gætti í viðhorfum hans. Eftir því sem fleiri verka hans eru lesin kemur í ljós að þetta er að nokkru misskilningur sprott- inn af aðferðum Her- manns og lyndisein- kunn fremur en grundvallarskoðunum – hann hirti aldrei um hik eða fyrirvara. Sagnaritun og rætur hennar Það leiðir af fjöl- hæfni Hermanns og afköstum að ekki er auðvelt að velja um- ræðuefni í stuttri yf- irlitsgrein. Víða kem- ur hann að upphafi íslenskra bókmennta á tólftu öld. Á ís- lensku kom út bókin Tólfta öldin. Þættir um menn og málefni árið 1970. Endahnútinn rak Hermann síðan á þessar rannsóknir með ritinu Oral Tradition and Saga Writing, sem kom út í Vínarborg 1999. Í riti því, sem er minna þekkt og lesið en það verðskuldar, læt- ur Hermann þó ekki staðar numið á tólftu öld heldur rekur þráðinn áfram til Íslendinga- sagna. Bókin er stutt, eins og flest rit Her- manns, og hann kemur víða við þótt efnið tengist jafnan með einhverjum hætti heiti bókarinnar. Þarna koma saman margir mik- ilvægustu þættir í rannsóknum hans á forn- sögum. Þótt Hermann vilji lesa sögurnar í ljósi ríkjandi hugmynda á þeim tíma sem þær voru ritaðar gerir hann ráð fyrir að marg- víslegur fróðleikur um menn og viðburði hafi varðveist frá landnámsöld og fram á ritöld, oft tengdur ættum og heimkynnum, en sög- urnar lítur hann á sem höfundarverk; þótt minningar um voveiflega atburði, mannvíg og deilur, hafi varðveist telur hann að höfundar sagnanna hafi búið til eða getið sér til um til- efnin og þær hvatir sem að baki bjuggu. Um þessa skoðun eru margir fræðimenn honum sammála þótt sumir vilji gera ráð fyrir meiri þróun efnisins í mótuðum sögnum á manna vörum. Hermann telur einnig að sagna- skemmtun hafi snemma falist í upplestri af bókum, og ræðir það mál í ritinu Sagna- skemmtun, sem kom út 1962. Í því riti eru dæmi tekin bæði af ummælum fornra rita og heimildum um þjóðhætti síðari alda. Her- mann gerði þá og síðar ráð fyrir meiri bóka- gerð og sagnaskemmtun á Íslandi á tólftu öld en aðrir fræðimenn, en einnig dró hann þarna saman fjölmargar fróðlegar heimildir um sagnaskemmtun allt fram á nítjándu öld. Þótt haft sé hratt á hæli verður að staldra við rannsóknir Her- manns á Hrafnkels sögu, þær sem birtust á sjöunda tug síðustu aldar, og á ensku í upphafi þess áttunda. Síðar fylgdi hann þeim eftir með frekari rannsóknum á sög- unni. Í fyrsta riti sínu um Hrafnkels sögu, Hrafnkels saga og Freysgyðlingar, 1962, varpaði Hermann fram þeirri tilgátu að höfundur sögunnar hefði verið Brandur Jónsson ábóti í Þykkvabæ og síðar biskup á Hólum (d. 1264). Rökin sótti hann einkum til Svín- fellinga sögu, en þar segir frá illdeilum meðal ættmenna Brands, þar sem hann kom sjálfur að sátt- um. Í greinum og bókum sem á eftir fylgdu, einkum Sið- fræði Hrafnkels sögu, 1966 (og Art and Eth- ics in Hrafnkel’s Saga, 1971), hélt Hermann því síðan fram að rétt væri að túlka söguna samkvæmt kristnum siðaboðum sprottnum af þeim lærdómi sem Íslendingum var tiltækur á þrettándu öld. Þá taldi hann að ákveðin at- burðaferli og persónur í sögunni væru mótuð með hliðsjón af atvikum í biblíunni, svo sem syndafallssögunni. Þar gerir Hermann ráð fyrir svo kallaðri typologiu, sem er alþekkt hugtak í miðaldafræði. Með greiningu sinni á hugmyndum Hrafnkels sögu og kenningum um viðhorf hennar og bókmenntalegar rætur hratt Hermann af stað mikilli og merkri um- ræðu um þessa sögu og aðrar. Þar voru skoð- anir skiptar, og átti Hermann sér bæði stuðn- ingsmenn og andstæðinga. Margir urðu til að fallast á það viðhorf hans að úrelt væri að gera ráð fyrir að hetjusiðferði væri alrátt í Íslendingasögum og að nauðsynlegt væri að rannsaka þær í ljósi þeirra hugmynda sem ríkjandi eru í evrópskum ritum á tólftu og þrettándu öld. Einnig munu nú flestir fallast á það viðhorf hans að Sigurður Nordal meti Hrafnkels sögu um of í ljósi nútímaskáld- sagna í frægri ritgerð um söguna. Á hinn bóginn hafa fáir fræðimenn viljað ganga jafn- langt og Hermann gerir þarna í því að túlka Hrafnkelssögu í ljósi kristilegs siðferðis eða með typologiskri aðferð. Sú þræta verður ekki rakin hér en látið við það sitja að minna á að framlag Hermanns á þessum árum vakti langvinna umræðu og átt þátt í breytingum á grundvallarviðhorfum í rannsóknum Íslend- ingasagna. Um sama leyti var hann frum- kvöðull að alþjóðlegum fornsagnaþingum sem síðan hafa verið háð þriðja hvert ár og hafa haft mikla þýðingu fyrir íslensk fræði. Í síðari ritum kom Hermann margoft aftur að Hrafnkels sögu, rækilegast í Mannfræði Hrafnkels sögu og frumþættir 1988. Það er annars vegar greining á skapgerð helstu per- sóna í Hrafnkels sögu, sem Hermann nefnir mannfræði, og greining á hugmyndaheimi sögunnar, sem kalla mætti merkingarfræði hennar. Þótt ritgerðir Hermanns frá því um 1970 séu mikilvægar í rannsóknasögunni ættu menn ekki að láta sér sjást yfir það sem hann skrifaði um söguna á níunda tug síðustu aldar. Hann bætir þar ýmsu við, einkum í þessari bók, og niðurstöður hans eru þar blæ- brigðaríkari og betur rökstuddar en áður. Hermann skrifaði sérstakar bækur um Njálu og Laxdælu og athyglisverðar greinar um margar fleiri sögur, ekki síst Gísla sögu. Í bókum þessum staldrar hann mest við hug- myndaheim sagnanna og hliðstæður í öðrum sögum og erlendum ritum. Sú saga sem Her- mann hefur látið sér tíðast um, auk Hrafn- kels sögu, er þó Grettis saga. Hún er líka kjörið viðfangsefni fyrir hina merkingar- fræðilegu könnun hans því að þar er svo mik- ið af orðskviðum og spakmælum. Þegar hann féll frá hafði hann lokið nýju riti um þessa sögu sem birtist í síðasta mánuði og nefnist einfaldlega Grettissaga. Skemmtilegt er að fylgjast þar með glímu þessara tveggja Hún- vetninga, sem höfðu mjög skylda kímnigáfu. Í þessari nýju bók er mikil áhersla lögð á að rannsaka hugmyndaheim sögunnar, en einnig er leitað að fyrirmyndum hennar í öðrum rit- um. Bent er á margvísleg og óhrekjandi tengsl sögunnar við Alexanders sögu, en miklu fleiri bækur koma við þá rannsókn. Það er samkenni á rannsóknum Hermanns á Íslendingasögum að hann lætur sér aldrei sjást yfir hliðstæður í kristilegum bókmennt- um, þótt ólíkar kunni að vera að flestu leyti. Bækur æxlast af bókum Í íslenskri ritskýringu var um miðja síð- ustu öld ríkjandi tilhneiging til að skilja forn- ar sögur og jafnvel kvæði sem höfundarverk sem með einum eða öðrum hætti voru talin tjá persónuleika höfundar síns. Menn leituðu skýringa á Egils sögu í persónu Snorra Sturlusonar (og gera enn), leituðu höfundar Njálu af ákafa og gerðu sér hugmyndir um hann og aðra óþekkta höfunda einstakra sagna. Kalla má að Hermann hafi byrjað rannsóknir sínar á Hrafnkels sögu í þessu fari, þegar hann reyndi að eigna hana Brandi Jónssyni, en strax í næstu bók hans um sög- una er áherslan breytt. Þótt hann hafi ekki þá, og líklega aldrei, horfið frá hugmyndinni um að Brandur væri líklegur höfundur leitar hann róta sögunnar í útlendum ritum. Síðar má kalla að hann fjarlægist hið einstaklings- bundna enn meira þegar hann á efri árum sínum lagði allt kapp á að benda á einstakar hugmyndir og hliðstæður þeirra en hirti miklu minna um verkheildirnar. Textatengsl verða meginviðfangsefnið og margoft nefndi Hermann í því viðfangi þann þekkta sannleik að bækur æxlast af bókum. Kostur þessarar aðferðar er hve skýrt hún leiðir í ljós skyld- leika margra ólíkra verka, en sérkenni verk- anna verða fremur út undan. Hermann deildi einatt á það sem hann nefndi rómantískar hugmyndir eldri fræði- manna, og virðist þá hafa átt við hvort tveggja, trúna á hetjulega norræna fornöld sem viðmiðun sagnanna og trúna á hinn frumlega, skapandi höfund. Sjálfur taldi hann að vísu ritskýringu vera leit að ætlun höf- undar og skilningi (samtíma) njótenda (sbr. Grettissaga, 9), en þegar höfundur sögu er ókunnur „eiga túlkendur fárra kosta völ nema helst að skýra hana í ljósi þeirra rita sem orkuðu á höfund hennar; rétt er að taka mið af hvers konar skræðum sem lesnar voru á fyrra hluta fjórtándu aldar“ (sama stað). Hann vísar í forn rit um það að ritverk hafi þrenns konar tilgang, fróðleik, skemmtan og nytsemd; fróðleik um forna tíma má hafa af að lesa um þá atburði sem sögurnar segja HERMANN PÁLSSON – VÍKINGUR ANDANS Hermann Pálsson var einn af áhrifamestu fræðimönn- um Íslendinga á sviði miðaldabókmennta en hann lést fyrr á þessu ári. Hér er fjallað um helstu rannsókn- arsvið hans og kenningar og segir meðal annars: „Enn er of snemmt að leiða getum að því hver verði varanleg áhrif af fræðiritum hans, en víst er hitt að hann hefur í hálfa öld verið einn þeirra fræðimanna sem koma hreyfingu á umhverfið, vekja umhugsun og rökræður og endurnýja þannig fræðigrein sína.“ E F T I R V É S T E I N Ó L A S O N Hermann Pálsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.