Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. OKTÓBER 2002 7
frá, skemmtan af listrænu gildi þeirra, en
nytsemd „víkur að siðfræðilegu gildi sagna,
þeirri fræðslu sem af þeim verður numin um
manninn sjálfan og mannleg verðmæti yf-
irleitt“. Hermanni þótti sem fræðimenn hefðu
gefið nytsemdarþætti sagnanna og annarra
fornbókmennta, siðfræði þeirra, of lítinn
gaum, og á því sviði er meginframlag hans til
íslenskra fræða.
Þegar litið er yfir hin fjölmörgu rit Her-
manns frá síðustu áratugum lítur út fyrir að
hann hafi haft gagnagrunn við að styðjast þar
sem skipulega hafi verið safnað hugmyndum
og orðatiltækjum úr fornum textum. Gagna-
grunnur þessi hefur þó áreiðanlega ekki verið
gerður eða geymdur í tölvu, en líklega að ein-
hverju leyti á spjöldum og þó ekki síður í
höfði Hermanns og ótrúlegu minni.
Eitt helsta viðfangsefni Hermanns síðustu
tvo áratugi hefur verið að taka saman hlið-
stæð spakmæli í íslenskum og erlendum,
einkum latneskum, ritum og kanna merkingu
þeirra og hlutverk í textunum. Auk þeirra
sagnarannsókna sem þegar hefur verið getið
er þetta snarasti þátturinn í rannsóknum á
fornum spekikvæðum, Hávamálum, Hug-
svinnsmálum og Sólarljóðum. Hér má auk
margra greina um einstök atriði benda á ritin
Áhrif Hugsvinnsmála á aðrar fornbókmennt-
ir, 1985, Heimur Hávamála, 1990, og Háva-
mál í ljósi íslenskrar menningar, 1999, auk
útgáfna með skýringum á Völuspá, Háva-
málum og nú á þessu ári Sólarljóðum (Sólar-
ljóð og vitanir annarlegra heima, 2002). Í
þessum ritum samanlögðum er vitaskuld mik-
ið um skörun og endurtekningar, því að oft er
fjallað um sömu orðskviði og vitnað í sömu
texta, en þar er eigi að síður geysimikill fróð-
leikur saman kominn. Í síðasta ritinu um
Hávamál er tekið saman efni úr eldri ritum
en ýmislegt endurskoðað og aukið, og þar er í
bókarlok safn 275 latneskra spakmæla sem
einnig eru birt í íslenskri þýðingu. Þótt oft
megi deila um það hvort sama hugsun um
mannlífið hafi sprottið upp á tveimur eða
fleiri stöðum eða spakmæli borist frá einu
landi til annars virðist ósjaldan augljóst að
um áhrifatengsl sé að ræða. Hermann rennir
hér margvíslegum stoðum undir þá skoðun,
sem undirritaður og fleiri aðhyllast með hon-
um, að Hávamál, eins og þau eru komin til
okkar, séu mótuð af hugarheimi lærðra Ís-
lendinga á tólftu öld, þótt þar séu vafalaust
margar vísur eldri og ýmist ortar í Noregi
eða á Íslandi, eins og Hermann telur. Meg-
inatriði í þessum rannsóknum er, þegar allt
kemur til alls, ekki íslenskur eða erlendur
uppruni, hugmyndir virða engin landamæri,
heldur sú kortlagning sem þar fer fram. Þær
sýna glöggt hvernig ákveðnar hugmyndir,
ýmist klæddar sama búningi eða ólíkum,
skjóta upp kolli fjölvíða í fornum textum ís-
lenskum, en eiga sér einnig mjög oft hlið-
stæður í latneskum textum, sumar gætu ver-
ið eldforn indóevrópskur arfur, aðrar
sprottnar upp á mörgum stöðum þar sem
samfélagsaðstæður eru svipaðar, og enn aðr-
ar úr smiðjum lærðra manna á fjarlægum
löndum.
Af Keltum, Sömum
og kynjaþjóðum
Í viðleitni sinni að merkingargreina forna
texta leit Hermann mjög til kristilegrar evr-
ópskrar miðaldamenningar, en hann var síður
en svo áhugalaus um aðra menningu ná-
granna okkar á útjaðri Evrópu. Allt frá
æskuárum lagði hann meiri rækt en aðrir
landar hans við keltneska, einkum írska og
gelíska menningu, og niðurstöður af rann-
sóknum sínum á sambandi hennar og nor-
rænnar menningar dró hann saman í bókinni
Keltar á Íslandi, 1997. Á sama ári kom út rit-
ið Úr landnorðri. Samar og ystu rætur ís-
lenskrar menningar. Þar er rætt um hugs-
anleg áhrif frá menningu Sama á forfeður
okkar, en ekki síður um stöðu Sama og hins
samíska í hugmyndaheimi Íslendinga til
forna. Þeir voru gjarnan tengdir forneskju og
göldrum, og land þeirra var í frásögnum
kynjaland á mörkum mannheima. Athugun á
þessu efni leiðir því inn í sögu trúarbragða og
hugmyndafræði. Skylt þessum ritum er Vín-
land hið góða og írskar ritningar frá árinu
2001, þar sem Hermann dregur fram minni
og hugmyndir, einkum úr keltneskum bók-
menntum, sem hafa átt þátt í að móta ís-
lenskar frásagnir af Vínlandi og gætu raunar
einnig hafa haft áhrif á hvernig Íslendingar
og Grænlendingar skildu það sem við þeim
blasti í Vesturheimi. Þarna eru ýmsar kynja-
sagnir úr írsku í frábærum þýðingum Her-
manns, og bent er á keltneskan uppruna
margra þeirra einstaklinga sem koma við
Vínlandssögur.
Fræðileg afstaða og aðferðir
Að loknu kandidatsprófi í íslenskum fræð-
um 1947 hélt Hermann Pálsson rakleiðis til
Bretlandseyja að stunda keltnesk fræði.
Námsförin varð honum árangursrík en einnig
örlagarík því hann ílentist þar að loknu námi,
Höfundur er forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar.
bjó og starfaði í Edinborg meira en hálfa öld.
Þetta var honum vafalaust nokkur fórn því
hann unni ættjörð sinni og átti hér bæði mik-
inn frændgarð og vina fjöld. En sú fórn bar
líka margvíslegan ávöxt fyrir hann sjálfan en
þó einkum íslensk fræði og menningu. Og
vissulega auðgaði hann umhverfi sitt og var
einn merkasti útvörður íslenskrar menningar
um langt skeið með kennslu, ritum og per-
sónulegum samböndum.
Augljóst er að útivistin og langdvalir við
merkan háskóla, þar sem bókmenntir og mál-
vísindi standa á fornum merg, höfðu djúp
áhrif á fræðimennsku Hermanns. Hann var í
fræðum sínum ólíkur öllum öðrum íslenskum
fræðimönnum, og er þá ekki átt við sér-
stæðan persónuleika hans, sem vakti eftirtekt
hvar sem var. Hermann losnaði skjótt undan
áhrifum þeirrar tegundar sögulegrar bók-
menntarýni sem kennarar hans við Háskóla
Íslands lögðu stund á, og sú tegund textarýni
sem sett hefur svip á danskar og íslenskar
útgáfur fornrita hefur líklega aldrei átt við
hann; hann var ekki nostursamur. En á Bret-
landseyjum blasti við hve margar leiðir stóðu
til boða þeim sem vildi leggja stund á túlkun
fornra texta. Sú ritrýni sem leitar til bibl-
íunnar og rita kirkjufeðra til að skýra mið-
aldatexta var mikið stunduð á Bretlands-
eyjum eftir að Hermann kom þangað og
markaði djúp spor í fræðiritum hans alla tíð.
Segja má að hann hafi fyrstur íslenskra
fræðimanna stigið skrefið úr hinni þýsk-nor-
rænu rannsóknahefð, sem einkum leitaði að
rótum fornbókmennta í fornum germönskum
arfi og hinu sérstæða íslenska bændasam-
félagi, yfir í þá miðaldafræði sem leitast við
að skýra rit í ljósi sameiginlegrar evrópskrar
miðaldamenningar sem borin var uppi af kaþ-
ólsku kirkjunni.
Einn áhrifamesti bókmenntafræðingur hins
enskumælandi heims upp úr miðri tuttugustu
öld var Kanadamaðurinn Northrop Frye.
Hann var vígður maður, menntaður í guð-
fræði, heimspeki og bókmenntafræði, en í
hinu fræga riti sínu Anatomy of Criticism,
1957, setti hann fram heildstæða bókmennta-
fræðikenningu sem sækir meira til Aristótel-
esar en kirkjufeðra. Frye leitar mjög að al-
tækum formgerðum og flokkunaraðferðum.
Anatomy of Criticism hefur bersýnilega haft
veruleg áhrif á skilning Hermanns á eðli bók-
mennta um skeið. Rit hans og Pauls Edwards
um fornaldarsögur, sem birtist 1971, hefst
með langri tilvitnun í Frye sem lögð er til
grundvallar við aðgreiningu fornaldarsagna
frá öðrum fornsögum. Áhrifin eru óbeinni en
greinileg í ýmsum tímaritsgreinum, svo sem
hinni merku ritgerð „Death in Autumn: Trag-
ic Elements in Early Icelandic Fiction“, sem
birtist árið 1973. Enn vitnar Hermann í Frye
í síðustu bókum sínum, um Sólarljóð og
Grettis sögu. Áhrifin frá Frye og formgerð-
arhyggju hans hafa þó líklega aldrei rist eins
djúpt í fræðimennsku Hermanns og áhrif
miðaldafræðinnar. Hann hafði meiri áhuga á
rótum verkanna og hugmyndum en formgerð
þeirra og flokkun.
Afraksturinn
Þegar litið er í ritaskrá Hermanns sem
birtist í afmælisritinu Sagnaheimur, sem hon-
um var fært áttræðum fyrir ári, og bætt við
þeim ritum sem birst hafa síðan þeirri skrá
var lokið, sést glöggt hve geysimikil afköst
hans voru. Hann birti hálfan fjórða tug fræði-
rita og um 200 fræðigreinar auk tæplega
fjörutíu ritdóma, en 25 rit með þýðingum.
Lítinn hluta fræðiritanna og greinanna hefur
hann samið með öðrum, og margar þýðing-
anna. Mikið verk væri að lesa þetta allt með
athygli, hvað þá ef leggja ætti mat á hvað
eina. Vitaskuld hlýtur margt að orka tvímælis
og eitthvað að vera missagt í öllu þessu efni.
Verk fræðimanna sem fara hægar og eru var-
kárari kunna að standast betur gagnrýni en
þar kafna líka margar hugmyndir í fæðingu
sem gætu átt skilið að fá að lifa. Hermann
skaut hugmyndum sínum á loft eins og flug-
eldum, var annt um þær en vissi að þær yrðu
ekki allar jafnlanglífar. Fræði hans njóta
hinnar geysilegu þekkingar hans, bæði á ís-
lenskum textum og erlendum, og alltaf er
mikið á ritsmíðum hans að græða. Enn er of
snemmt að leiða getum að því hver verði var-
anleg áhrif af fræðiritum hans, en víst er hitt
að hann hefur í hálfa öld verið einn þeirra
fræðimanna sem koma hreyfingu á umhverf-
ið, vekja umhugsun og rökræður og end-
urnýja þannig fræðigrein sína
Hermann Pálsson var maður örlátur á hug-
myndir sínar sem annað. Í afköstum og ár-
angri sýndi hann fræknleik sinn, og hann var
jafnan glaður og reifur. Í Hávamálum finn ég
þessi orð sem lýsa honum vel:
Mildir, fræknir
menn best lifa,
sjaldan sút ala.
F
ÁTÆKT fólk, ævi-
minningar Tryggva
Emilssonar kom út
árið 1976 og vakti
gríðarleg viðbrögð.
Bókin var metsölu-
bók og svo að segja
á hvers manns
vörum. Miklar ritdeilur urðu um
efni hennar, ekki síst lýsingar
Tryggva á illri meðferð sem
hann varð fyrir í vist í eyfirskri
sveit í byrjun síðustu aldar. Rit-
dómarar hlóðu bókina hins veg-
ar lofi og þótti mikið um að mað-
ur sem hefði varla hlotið nokkra
formlega menntun skyldi hálf-
áttræður gefa út annað eins bók-
menntaverk. Bókin var lögð
fram til bókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs af Íslands hálfu árið 1977 ásamt Mána-
sigð eftir Thor Vilhjálmsson og það var einnig
gert með næsta bindi æviminninga Tryggva,
Baráttuna um brauðið, sem kom út árið 1977
og segir frá vinnumennsku Tryggva, búhokri,
verkamannavinnu og frá verkalýðsbaráttu,
kaupgjaldi og atvinnuleysi á krepputímum.
Nýlega hefur Fátækt fólk verið endurútgefið
í tilefni þess að Tryggvi hefði orðið hundrað
ára á morgun, 20. október.
Ekki skrifa fleiri bækur
af þessu tagi
Fátækt fólk segir frá uppvaxtarárum
Tryggva á Akureyri og í sveitum Eyjafjarðar
í byrjun tuttugustu aldar. Tryggvi missir
móður sína ungur og hrekst sakir fátæktar
milli fólks sem reynist honum misvel. Bókin
lýsir þannig mikilli raunasögu en hún er einn-
ig saga um ungan mann sem uppgötvar feg-
urðina í mannlífinu og náttúrunni þrátt fyrir
erfið kjör. „Sjálfur var ég altekinn af ljúfum
draumum,“ segir Tryggvi í sögunni.
Sama ár og bók Tryggva kom út sendi
Halldór Laxness frá sér annað bindið af fjór-
um endurminningabókum sínum, Úngur eg
var. Þessar bækur sínar kallaði Halldór
„essay roman“, eins og frægt er, eða ritgerða-
skáldsögu. Með því orði vildi Halldór leggja
áherslu á að minnið væri skapandi og því
hlytu endurminningar ætíð að vera skáld-
skapur öðrum þræði.
Tryggvi setti engan slíkan fyrirvara við
sínar bækur. Ritdeilurnar sem spruttu um
skrif hans snerust hins vegar meira og minna
um þessa skörun raunveruleika minninganna
og skáldskaparins. Afkomendur ábúenda á
bæjum þar sem Tryggvi segist hafa hlotið illa
meðferð skrifuðu fjölda blaðagreina þess efn-
is að Tryggvi færi með rangt mál og ósann-
indi, minni hans væri brigðult. Færðu þeir
meðal annars rök fyrir máli sínu með því að
vísa til þess að Tryggvi færi ekki alltaf rétt
með staðreyndir, svo sem um aldur og útlit
viðkomandi, og kölluðu bókina skáldsögu í
skammartón. Ráðlögðu þessir gagnrýnendur
Tryggva að skrifa ekki fleiri bækur af þessu
tagi.
Furðusögur og hillingar
Fjölmargar greinar voru skrifaðar til að
rétta hlut Tryggva. Bent var á að minnið væri
ætíð litað ímyndunaraflinu en
það þýddi ekki endilega að minn-
ingar væru ósannar eða ekki
réttar. Margir stigu líka fram og
lýstu eigin reynslu af hörku,
sulti og refsingum eins og þeim
sem Tryggvi lýsir.
Jón úr Vör, skáld, skrifaði ei-
lítið sérkennilega grein í Dag-
blaðið þar sem hann sagði að
bók Tryggva „hefði ekki verið
hægt að skrifa án djúprar innlif-
unar í verk tveggja nútímahöf-
unda okkar, einmitt þeirra, sem
verið hafa fyrirferðarmestir og
áhrifaríkastir til mótunar alls
hugsanalífs vinstri sinnaðra
manna á Íslandi nútímans, skap-
endur okkar umfram aðra
menn.“ Þar sagðist Jón úr Vör eiga við þá
Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson.
Áhrif Halldórs á Tryggva segist skáldið geta
greint á því að ef Fátækt fólk hefði verið
Halldóri tiltæk þegar hann skrifaði kaflana í
Heimsljósi sem gerast á Fæti undir Fótarfæti
hefði verið sagt að hann hefði gengið í smiðju
Tryggva. Áhrifin frá Þórbergi segir Jón hins
vegar endurspeglast í furðusögunum og hill-
ingunum sem honum þykir fullmikið af í bók
Tryggva. Telur Jón að snilldarbrögð Þór-
bergs í þessum efnum og sannfæringarkraft-
ur hafi jafnvel verið farinn að valda því að
fólk sæi hluti sem alls ekki væru til í raun og
veru.
Sorgarfegurð og stílsnilld
Ritdómar um bókina voru flestir ákaflega
jákvæðir og hörðustu gagnrýnina fékk hún
sennilega í þessari grein Jóns úr Vör sem
segir hana „ótrúlega vel skrifaða“ en Tryggvi
sé jafnframt „byrjandi sem raunverulegur
bókagerðarmaður“. Hann segir of margar
endurtekningar í bókinni, hún sé allt of löng
og hún hefði orðið betri „ef meginhluta
draugasagnanna hefði verið sleppt“.
Í öðrum blöðum var meðal annars talað um
sérstaka og frábæra menningarsögu, sorg-
arfegurð, stílsnilld og að verkalýðurinn hefði
eignast höfund.
Hvað mesta athygli vakti þó sennilega rit-
dómur Guðmundar G. Hagalín í Morgun-
blaðinu 8. janúar 1977 en að sögn afkomenda
Tryggva tók bókin mikinn sölukipp í kjölfar
birtingar hennar, þó að komið væri fram yfir
jól. Fyrirsögn ritdómsins er „Lærður í
ströngum skóla mannlífs og íslenzkrar nátt-
úru“ en Guðmundi þykir meira koma til
furðusagnanna í bókinni en Jóni úr Vör. Í nið-
urlagi dómsins segir hann: „En ógleymanleg-
astar verða lýsingar hans á þeim sælu-
stundum, þegar hann lifði sig svo inn í
náttúru hins harðbýla dals, sem nú er að
miklu eyddur að mannfólki, að jafnvel fjöllin
og steinarnir gæddust lífi í andblæ þess, „sem
sólina skóp“. Mætti margt sagnaskáldið líta
upp til hins aldna erfiðismanns sakir já-
kvæðra viðhorfa hans og þeirrar snilli, sem
mótar mál hans og stíl, þar sem honum tekst
bezt upp.“
RAUN(A)-
SAGA
FÁTÆKS
FÓLKS?
Endurminningabók Tryggva Emilssonar, Fátækt
fólk, hefur nú verið endurútgefin. ÞRÖSTUR
HELGASON rifjar upp viðbrögð og deilur
sem bókin vakti þegar hún kom út árið 1976.
throstur@mbl.is
Tryggvi
Emilsson