Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. OKTÓBER 2002 9 íklæddan sínum hvíta Játvarðarbúningi – á höndum sér og fylla vasa vélhjólagarpanna með hlaupkenndum perlum og blöðrum. Há- punktur „Cremaster IV“ er áreiðanlega und- arlegt ferðalag söguhetjunnar um iður jarðar sem líkjast meira líkamlegu slængi en land- fræðilegu, eftir að hann hefur stappað sig gegnum dansgólf og dottið í sjóinn. Um leið skilst áhorfendum að leit Barneys að lykli umbreytinganna er ekki undanþegin marg- víslegri skírskotun í hinar frægu keltnesku goðsagnir af riddurum hringborðsins og leit- inni að heilögum Graal. Hitt hafa menn einnig rekið augun í að „Cremaster IV“ er gerð þó- nokkrum árum áður en skoska ærin Dolly var einræktuð. Skyldi listamaðurinn vera gæddur spádómsgáfu? Önnur kvikmyndin í Cremaster-flokknum, sem Barney tókst að fullgera var númer eitt. Hún var frumsýnd á New York Video Festi- val, síðla árs 1995. Báðar myndirnar, „Cre- master IV og I“ voru svo sýndar saman í árs- lok 1995, í Boijmans van Beuningen-safninu í Rotterdam. Ef til vill má segja að „Cremaster I“ sé einfaldari að söguþræði en fyrri myndin. Atburðarásin fer fram á Bronco Stadium í Boise, höfuðborg Idaho og fæðingarbæ Barn- eys. Tvö loftskip merkt Goodyear-fyrirtækinu – slíkir belgir eru gjarnan notaðir til upptöku kappleikja í Bandaríkjunum – svífa yfir ruðn- ingsboltavellinum. Fjórar flugfreyjur í að- skornum einkennisbúningum og með bátahúf- ur, eins og voru í tísku á fjórða áratug síðustu aldar, ganga um beina í loftskipunum. Fröken Goodyear, Houdini og Neptúnus Í miðju farþegarými hvors loftfarsins er hvítdúkað borð með dæmigerðu art deco- verki, steyptu úr vaselíni og umluktu vín- þrúgum. Í öðru loftfarinu eru vínberin græn, en rauð í hinu. Undir báðum dúkuðu borð- unum heldur fröken Goodyear sig, silfurleit ljóska, leikin af hinni háskalegu Hollywood- leikkonu Marti Domination. Þessi tvöfalda persóna nær að ræna vínberjum í báðum loft- skipum og búa til úr þeim táknmyndir sem hópur danskvenna á ruðningsboltavellinum dansar eftir. Um leið og þessi íþróttakennda athöfn minnir sterklega á sefjandi áróðurs- myndir Leni Riefensthal af glæsisamkomum þjóðernissinna í árdaga Þriðja ríkisins, má meðal annars lesa úr mynsturdansi stúlkn- anna fósturvöxt á byrjunarstigi. Þriðja myndin í syrpunni var frumsýnd í Portikus-safninu í Frankfurt, sumarið 1997. Það var „Cremaster V“, hrein barokkópera sungin á ungversku, enda að miklu leyti tekin upp í Ríkisóperunni í Búdapest. Á móti Matthew Barney, sem leikur töframanninn, fer Ursula Andress – sem fræg varð fyrir leik sinn í aðalkvenhlutverkinu í James Bond- myndinni „Dr. No“ – með hlutverk Hlekkja- drottningarinnar. Þetta var fyrsta tal- og textasetta kvikmynd Barneys, með hans eigin librettói og tónlist eftir Jonathan Bepler. Áð- ur hafði Bepler samið tónlist við nærfellt allar fyrri Cremaster-myndirnar. En nú söng hin þekkta sópransöngkona Adrienne Csengery- ,aðalhlutverkið, undir öruggri stjórn Gergely Kaposi. „Cremaster V“ er afar Shakespeare-legt melódrama með dökkum og drungalegum yf- irtónum. Að baki töframanninum í svartri hempu sinni, sem hangir raunamæddur í náttmyrkrinu á Széchenyi lánchíd-brúnni yfir Dóná – en kastar sér að endingu, nakinn, ofan í hyldýpið, hlekkjaður á höndum og með lóð á fótum – svífur andi Harry Houdinis, töfra- mannsins heimsfræga sem fæddist í Búdapest árið 1874. Of langt mál væri að fara ofan í saumana á söguþræðinum, en í engri annarri mynd sinni er Barney á eins maníerískum og listsögulegum nótum og hugsast getur. Ris- inn, sem er enn annað hlutverk leikið af hon- um í myndinni, er í rauninni Neptúnus – ein- hvers konar samsuða af Prospero úr „Ofviðrinu“ og Ófelíu úr „Hamlet“ – eins og Giulio Romano, nemandi Rafaels, hefði getað málað sjávarguðinn. Illur afkomandi Hafi mönnum fundist listamaðurinn fara ei- lítið yfir strikið í skrautlegri útfærslu sinni á „Cremaster V“, supu þeir hveljur þegar „Cre- master II“ var hleypt af stokkunum í Walker Art Center, í Minneapolis, sumarið 1999. Hér er um gotneskan vestra að ræða, sem hefur að undirliggjandi þema að lýsa togstreitunni þegar fóstrið í móðurkviði fer að þróast kyn- ferðislega í ákveðna átt. Þá er rólegu jafn- væginu úr „Cremaster I“ hleypt í uppnám samkvæmt útleggingum Barneys. Atburða- rásin sveiflast frá 1977, árinu þegar sakamað- urinn Gary Gilmore var tekinn af lífi, aftur til 1893, þegar töframaðurinn Harry Houdini – ef til vill afi Gary Gilmore – sýndi listir sínar á World’s Columbian Exposition. Gilmore er leikinn af Matthew Barney, en rithöfundurinn Norman Mailer fer með hlutverk Houdinis. Þótt furðulegt megi virðast gefur Barney sér það að Gilmore hafi gengið með erfðir býflug- unnar í sér og þannig þróast í öfuga átt í von um að sleppa við nöturleg örlög sín. Barney fær nokkra kunna tónlistarmenn til að fremja tónlist í myndinni. Margir telja sig þar geta heyrt líkindi við Johnny Cash, sem á að hafa hringt í Gary Gilmore, kvöldið sem hann var líflátinn, að ósk hins dauðadæmda fanga. Morði Gilmore á bensínafgreiðslu- manni lýsir Barney bæði í höggmyndum og með leikrænum hætti. Morðið á hann að hafa framið vegna ástar sinnar á Nicole Baker, kærustu afgreiðslumannsins. Þótt dómurinn yfir morðingjanum sé settur skrautlega á svið í mormónakirkju, með kór og orgeli, er það aftaka hans sem má telja sérstæðasta hluta myndarinnar. Hún fer fram sem rodeo, þar sem hinn dauðadæmdi er settur á bak bra- mönsku nauti, sem hleypur með hann í dauð- ann. Erfitt er að geta sér til um það hvort Gil- more fagnar dauða sínum af því að hann trúir þeirri mormónakenningu að blóð skuli koma fyrir blóð, ellegar sökum þess að hann trúir því að hann nái með dauða sínum endurfundi við afa sinn Houdini. Hrifningu hans á af- anum má rekja til þeirrar trúar að Houdini hafi öðlast fullkomið frelsi með sjálfsbreyt- ingu. Hitt er víst að myndin endar á því þeg- ar Baby Fay La Foe, amma Gilmore, dregur Houdini á tálar. Þar með er sáð því illa fræi sem síðar spratt með morðingjanum Gary Gilmore. Babelsturninn Nýjasta myndin, „Cremaster III“, og jafn- framt sú síðasta, er að margra mati hrygg- lengjan í syrpunni. Hún var frumsýnd í Köln – nánar tiltekið í Ludwig-safninu – í sumar sem leið. Á meðfylgjandi sýningu, sem nú er komin til Parísar, má því sjá allan hringinn með myndunum fimm, og reyna að fá botn í stundum flókið frásagnarferlið. „Cremaster III“ gerist í New York á þeim árum sem verið var að reisa Chrysler-bygg- inguna. Togstreita skapast milli Hiram Abiff, arkitektsins að byggingunni, sem leikinn er af myndhöggvaranum Richard Serra – þeim sama og reisti „Viðeyjarstólpana“ – og lær- lingsins, sem Matthew Barney leikur. Goðsögnin um Babelsturninn virðist vera leiðarstefið, ásamt tilvísunum í keltneskar sagnir og vænan skammt af frímúrarafræð- um, því arkitektinn Hiram Abiff er nátt- úrulega enginn annar en sá sem reisti Must- eri Salómons í öndverðu. En þar sem Barney virðist sjaldnast fá nóg af flækjunum blandar hann Gary Gilmore, morðingjanum líflátna, eina ferðina enn í spilið, og í þetta sinn hefur hann vaknað upp í líki konu. Eftir hreint ótrúlega tilburði – Richard Serra er látinn skvetta vaselíni með sama hætti og hann þeytti bráðnu blýi út í horn forðum daga – gengur lærlingurinn af meistara sínum dauð- um, en lýtur sjálfur í lægra haldi fyrir hinni háu Chrysler-byggingu. Báðum er með öðrum orðum refsað fyrir hrokann – „hubris“ eins og Grikkir kalla yfirlætið – en tilraunir Barneys til að stökkbreyta lífi sínu er einmitt það „hy- brid“ (dregið af „hubris“) – skoffín eða gerpi – sem hlýtur hinstu refsingu fyrir að reyna að rísa gegn skapara sínum. Niðurlag Þannig sjá margir djúpa, undirliggjandi gagnrýni, og sjálfsgagnrýni, birtast með ýms- um hætti í öllum verkum Barneys. Það er gagnrýni á taumlausan metnað okkar nútíma Vesturlandabúa, sem sprettur af enn taum- lausari kröfum okkar um mannlega fullkomn- un. Milli íþróttamannsins og listamannsins er lítill munur að mati Barneys. Í báðum her- búðum ríkir fagurfræðileg harka sem heimtar sífellt betri árangur, fleiri og erfiðari þrautir til að leysa og hærra takmark til að glíma við. Stöðug samkeppni viðheldur spennunni og tryggir endurnýjun keppendanna. Sú nötur- lega spurning leynist bakvið þessar áratug- arlöngu vangaveltur listamannsins hvort list- in sé nokkuð háleitara en innantómur metingur. Hver verður svo heppinn að detta í lukkupott listsafnarans? En eftir þessa yfirferð yfir afrek Barneys á kvikmyndasviðinu má ljóst vera að hann vinn- ur á því plani sem sterklega er mótað af stuttri sögu tónlistarmyndbanda og lykillinn að verkum hans liggur gegnum skilning og upplifun samtímamannsins á súrrealísku tungutaki og merkingarinntaki MTV. Ef til vill þarf ryþmískan skilning til jafns við sjón- rænan til að komast nær þessum undarlega myndheimi. Er þá ótalin öll sú staðbundna höggmyndalist og venjubundnar listsýningar sem eftir Matthew Barney liggja. ALDRAMAÐUR? Höfundur er lektor við Listaháskóla Íslands.ðjudrottningarinnar í „Cremaster 5“. more út að hann er í ætt við býflugnagerið. Myndin er af „The Executioner’s Step“, frá 1999 – Sveitadans böðulsins – en þennan dans fremur böðull Gary Gilmore fyrir framan eina af höggmyndum Barneys. Ursula Andress í hlutverki Keðjudrottningarinn- ar í „Cremaster 5“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.