Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Qupperneq 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. OKTÓBER 2002 11 Er hægt að tala um frjálsan vilja? SVAR: Ég skil spurninguna svo að spyrjandi vilji fá að vita hvað meint sé með tali um frjáls- an vilja og hvort slíkt tal sé ef til vill merking- arleysa. Venjulega er orðið frjáls (og nafnorðið frelsi) notað um menn sem ekki eru hindraðir í að fara sínu fram eða gera það sem þeir sjálfir vilja. Frelsi í hversdagslegum skilningi orðsins er í því fólgið að ráða sér sjálfur. En þegar tal- að er um frjálsan vilja getur tæpast verið átt við að vilji manna geti óhindrað gert það sem hann vill. Vilji manns er ekkert annað en sam- spil hugsana hans, geðshræringa og athafna og vandséð hvaða merkingu það getur haft að tala um að vilji manns ráði sér sjálfur eða vilji þetta eða hitt. Að segja „viljinn vill“ er ekki öllu gáfulegra en að segja „heyrnin heyrir“. Við notum að vísu álíka röklaust orðalag eins og til dæmis „röddin segir“ en við meinum þá ekki bókstaflega að röddin sé gerandi og tali sjálf, heldur að maður tali og við heyrum rödd hans. Orðasambandið frjáls vilji er dálítið villandi, því það gefur tilefni til að ætla að ekki sé verið að ræða um að maðurinn sem vill eitthvað sé frjáls, heldur að einhver dularfullur partur af huga hans sem kallast vilji njóti frelsis og geti óhindrað farið sínu fram. Í hversdagslegu máli er algengt að menn noti orðalag sem er villandi með svipuðum hætti. Við tölum til dæmis um að sólin komi upp, að tíminn líði og menn láti hugann reika. Í bókstaflegum skilningi lyftist sólin þó ekki upp fyrir jörðina, tíminn er ekki straumur sem líður hjá og hugur manns ferðast ekki beinlínis þótt menn hugsi sér að þeir ferðist. Þótt þessi orðasambönd séu öll villandi ef þau eru skilin of bókstaflega er samt hægt að nota þau öll til að tjá skynsamlega hugsun. Ég held að það sama eigi við um frjáls- an vilja. Þótt þetta orðalag geti verið villandi er ekki þar með útilokað að það hafi vitlega merkingu í ýmsum samböndum. Hér verður látið duga að gera stuttlega grein fyrir þrenns konar merkingu sem orðasambandið getur haft. 1) Þegar sagt er að maður vinni eitthvert verk af fúsum og frjálsum vilja er oftast átt við að hann geri það án þess að vera beittur nein- um þrýstingi. Það er því verið að segja að mað- urinn sé ekki bara frjáls þannig að hann ráði því sjálfur hvort hann vinnur verkið heldur að hann geri það algerlega af eigin hvötum. 2) Stundum er talað um að þeir sem eru háð- ir vímuefnum eða sjúklegri áráttu af einhverju tagi hafi ekki frjálsan vilja. Að baki þessum orðum búa hugmyndir í þá veru að frelsi vilj- ans felist í því að geta tekið ákvarðanir að yf- irlögðu ráði og hagað sér í samræmi við eigið gildismat, markmið og áætlanir. Þegar orða- sambandið frjáls vilji er notað í þessum skiln- ingi merkir það ef til vill nokkurn veginn það sama og orðið sjálfstjórn. Ef til vill má líta á þessa notkun orðanna frelsi og frjáls sem ein- hvers konar myndhverfingu. Það er ýmislegt líkt með kjörum þess manns sem hefur huga sinn fjötraðan í viðjum fíknar eða áráttu og hins sem býr við ánauð í bókstaflegum skiln- ingi og verður að lúta duttlungum annarra manna. (Hér var orðið fjötraður líka notað í myndhverfri merkingu.) Hvorugur getur látið sitt eigið gildismat móta verk sín og daga. 3) Margir hafa það á tilfinningunni að séu allar hræringar efnisheimsins, og þar með all- ar hreyfingar mannslíkamans, nauðsynlegar afleiðingar af upphaflegu ástandi heimsins og ófrávíkjanlegum náttúrulögmálum þá séu menn með einhverjum hætti ófrjálsir og ráði sér ekki sjálfir. Spurningar um frjálsan vilja eru stundum orðaðar í framhaldi af bollalegg- ingum af þessu tagi og þá gjarnan látið í veðri vaka að menn geti ekki haft frjálsan vilja nema athafnir þeirra séu með einhverjum hætti óháðar lögmálum efnisheimsins. Það er erfitt að átta sig á því hvað nákvæmlega er átt við með orðasambandinu frjáls vilji þegar það kemur fyrir í umræðu af þessu tagi. Stundum virðist átt við að viljaverk manna séu ófyr- irsjáanleg og ekki afleiðing af neinu sem á und- an er gengið. Hvort rétt er að skilja þetta sem myndhverfa orðnotkun skal hér ósagt látið. Ég hygg þó að þeim sem kynnst hafa raunveru- legri ánauð þyki náttúrulögmálin ekki ákaflega harður húsbóndi og sjálfur á ég erfitt með að sjá mikla samlíkingu með því að vera hluti af efnisheiminum og að búa við ófrelsi í venjuleg- um skilningi. Raunar grunar mig að þessi notkun á orðunum frjáls og frelsi sé hæpnari og fjær venjulegum skilningi orðanna en sú notkun sem hér var gerð grein fyrir undir tölu- liðum 1 og 2. Atli Harðarson, heimspekingur og kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hafa eplaedikstöflur áhrif á fitubrennslu? SVAR: Vísindalegar heimildir eru mjög af skornum skammti varðandi tengsl eplaediks og fitubrennslu. Svo virðist sem þau áhrif sem ætluð eru eplaediki eigi ekki við vísindaleg rök að styðjast, enn sem komið er að minnsta kosti. Hefðbundna ráðleggingin er sú að blanda 1–2 skeiðum af eplaediki út í vatn fyrir máltíð og á umbúðum hylkjanna er ráðlagt að drekka mikið af vatni með. Vatnsdrykkja fyrir máltíð er þekkt aðferð til þess að reyna að draga úr matarlyst og þannig gætu áhrifin á þyngd- artap verið tilkomin. Það er þó einnig þekkt að ediksýra, til dæmis í salatsósu, sem neytt er í máltíð hefur jákvæð áhrif á meltinguna og gæti þannig hugsanlega einnig dregið úr mat- arlyst. Bein áhrif á fitubrennslu eru þó mjög líklega hverfandi. Vert er að taka fram að ekk- ert einstakt efni getur „brætt“ af okkur fituna eða brennt þær hitaeiningarnar sem við neyt- um. Edik verður til við oxun (gerjun) á alkóhóli, það er þegar alkóhól hvarfast við súrefni með hjálp gerla. Margar mismunandi tegundir af ediki eru til sem styðjast við mismunandi teg- undir af áfengi sem grunn, eplavín er þannig grunnur eplaediks. Edik hefur um langan aldur verið talið heilsubótarefni í mörgum þjóðfélögum, bæði sem forvörn auk þess að hafa læknandi eig- inleika. Um margra alda skeið hefur edik einn- ig þjónað hlutverki rotvarnarefnis, krydds, hreinsiefnis og fegrunarlyfs; það hefur verið notað útvortis ekki síður en innvortis. Það er þó langt í land með að allir þeir kostir sem edik er talið búa yfir, hafi verið kannaðir til fulls vís- indalega. Bryndís Eva Birgisdóttir, doktor í næringarfræði. ER HÆGT AÐ TALA UM FRJÁLSAN VILJA? Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vís- indavefnum að undanförnu eru: Hvað er faralds- fræði, eru egg hollari hrá en soðin og gerast kraftaverk í íslamstrú? VÍSINDI Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Úr leikritinu Vilji Emmu eftir David Hare. gerlega úr vegi og væru einráðir á markaðnum myndi það hafa afar róttækar afleiðingar í för með sér, ef marka má kenningu McLuhans. Þjóðríki myndu líða undir lok, skrifræðið einnig og jafnvel fyrirtæki og háskólar, borgir, héröð o.s.frv. o.s.frv. En prentið hefur ekki látið und- an. Prentið er þvert á móti inntak flestra hinna rafvæddu miðla, svo vitnað sé í aðra kenningu McLuhans um að inntak nýrra miðla sé ávallt eldri miðlar. Netið er raunar skýrasta dæmið um þetta. Og fyrir vikið einkennist samtíminn af árekstrum þessara tveggja krafta, eins og McLuhan benti á í bók sinni Understanding Media, sem kom út árið 1964 (s. 35), það er að segja árekstrum útþenslunnar af völdum prent- sins og samþjöppunarinnar af völdum rafvæð- ingarinnar. Við sjáum þetta birtast í himinhróp- andi þversögnum samtímans: Við höfum veruleika með fjölda fórnarlamba en samt er allt svo ofurverulegt, það er engin hugmynda- fræði en samt allt morandi í morðóðum hug- myndafræðingum, engin landamæri en samt allt logandi í þjóðernisátökum, miðjan er hvergi en samt alls staðar, við lifum á tímum hnattvæð- ingar en samt er allt eins, allt er eins en samt eru þversagnir, þversagnir en samt skörun o.s.frv. o.s.frv. Ólík viðhorf til innsprengingar – svartsýni og bjartsýni Margir fræðimenn hafa litið þessa þróun hornauga. Jafnvel sporgöngumenn McLuhans á borð við Frakkana Jean Baudrillard og Paul Virilio, sem báðir hafa notast við og rannsakað hugmyndina um innsprenginguna, hafa verið mjög neikvæðir gagnvart áhrifum rafvæddrar og hnattvæddrar fjölmiðlunar. Baudrillard hef- ur haldið því fram að þéttleiki netsins sem taugaboð fjölmiðlunarinnar mynda sé orðinn svo mikill að við sjáum ekki lengur veruleikann á bak við það. Það er enginn raunverulegur staður til lengur og heldur engin raunveruleg stund, það verður enginn atburður nema í beinni útsendingu, að mati Baudrillard. Afleið- ingin er sú að við lifum í ofurverulegum heimi þar sem fjöldinn kemst aldrei fyrir um hvað býr á bak við yfirborðsmyndirnar, á bak við skjá- myndina; fjöldinn hefur engin tengsl við veru- leikann og hann hefur heldur engin tengsl við samfélagið, það er ekkert samfélag lengur, bara fjöldi, gegnheill massinn. Virilio hefur einnig lagt áherslu á það hvernig innsprengingin hefur lamað hið samfélagslega vald. Hann hefur talað um hvernig ofurhröðun upplýsinga hefur skapað viðvarandi hættu- ástand í heiminum. Tími til þess að taka póli- tískar ákvarðanir hefur orðið æ minni á síðustu þremur áratugum, sem Virilio segir að dragi úr frelsi okkar; á endanum verður það fórnarlamb hraðans og ákvarðanir verða teknar sjálfkrafa af þeim miðlum sem við höfum smíðað til þess að bera okkur boðin. Einkenni þess ástands, sem Baudrillard og Virilio lýsa eru þegar komin fram að einhverju leyti: Hjarðmennska, skortur á gagnrýni, lítill sem engin greinarmunur er gerður á sýnd og reynd, tilbúnum eða hönn- uðum atburðum og raunverulegum. McLuhan leit svo á að rafvædd og hnattvædd fjölmiðlun myndi færa mennina hvern nær öðr- um, eins og rakið hefur verið, og það myndi auka skilning og samfélagsvitund. Sjálfvirkni rafvæðingarinnar þýddi í huga McLuhans að allir gætu fengið upplýsingar á sama tíma og þannig gætu allir tekið þátt í skoðanaskiptum og ákvarðanatöku. Í stað hins brotakennda heims prenttækninnar kemur heimur sem starfar eins og ein lífræn heild. Í stað þess að skynja heiminn í brotum skynjar maðurinn nú heiminn í samhengi. Í stað sértækra skynsviða mannsins á tíma prenttækninnar verður hann að einni skynheild á tíma rafvæðingarinnar. Allt verður þetta til þess að maðurinn skynjar sig í samhengi við heiminn en ekki slitinn frá honum, ekki sem fjarlægan áhorfanda heldur sem þátttakanda. Í heimi rafvæðingarinnar er taugakerfi mannsins umhverfi hans, í heimi raf- væðingarinnar er maðurinn merkingin vegna þess að í rafvæddum boðskiptum er sendandinn sendur, eins og McLuhan orðaði það – ólíkam- legur notandinn er framlengdur til allra viðtak- enda rafrænna boða. McLuhan var harðlega gagnrýndur fyrir bjartsýnina. Hann var álitinn mesta fíflið í heimsþorpinu sem hann boðaði. Hann hefur þó einnig átt sér sporgöngumenn í þessum efnum. Og raunar hefur margt af þeim jákvæðu áhrif- um, sem hann taldi að rafvæðingin myndi hafa, gengið eftir. Hér má bæta því við að Gary Gen- osko, sem er einn af helstu túlkendum McLuh- ans nú um stundir, heldur því fram í bók sinni, McLuhan and Baudrillard: The Masters of Implosion (1999), að bjartsýni McLuhans sé ekki hálfvitagangur heldur útpælt stílbragð í anda fíflagangs Erasmusar, fyndni Joyce og klámfengni Rabelais til þess að smita hina sér- fræðilegu orðræðu um fjölmiðla, stíga yfir mörk á milli greina og skopstæla orðræðu þeirra, að skapa eins konar andumhverfi fyrir hina nýju miðla og orðræðuna um þá, umhverfi sem af- hjúpar þessa miðla og umræðuna. Með því að leika trúð með þessum hætti var hann líka að klæðast listamannsgervinu. Hann kaus að velja þær fræðikenningar og sjónarhorn, sem hent- uðu fremur en að reyna að mynda eina heild, að slá öllum kenningum saman. Hann notaði til- gátur (probes), orðaleiki (puns), fullyrðingar (blasts) og andyrðingar (counterblasts) og brotakennda framsetningu í stað aðferða sem miðuðu að því að fella hlutina í eina heild. Hann nálgaðist miðla frekar sem listamaður en fræði- maður og skapaði nýtt listform sem Donald Theall kallaði hlutlæga „esseyju“ (concrete essay) og einkenndist af leik með prentlistina, súrrealískum samsetningum á myndmáli og dá- góðum skammti af tæknimýstík. McLuhan beitti þannig ekki ósvipuðum aðferðum og Baudrillard, sem hefur beitt íróníu og öfgun til að vekja athygli á ríkjandi ástandi. Dæmi um það eru fullyrðingar hans um að veruleikinn sé horfinn og að Persaflóastríðið hafi aldrei átt sér stað. Innsprenging og ógnarhernaður En hvort sem menn hafa nálgast hina raf- væddu og hnattvæddu fjölmiðlun á jákvæðum eða neikvæðum nótum má ljóst vera að inn- sprengingin er raunverulegt afl í samtíma- menningunni. Til þess að skilja ríkjandi ástand er nauðsynlegt að ná tökum á þessu afli. Svo ný- legt dæmi sé tekið er augljóst að alþjóðlegur „terrorismi“ eða ógnarhernaður, eins og ég kýs að nefna hann, er afleiðing rafvæðingarinnar og innsprengingarinnar. Án rafvæddrar og hnatt- væddrar fjölmiðlunar væri hann ekki mögu- legur. Í glímu mesta herveldis heims við alþjóð- legan ógnarhernað hefur greinilega verið lítill skilningur á þessu. Ógnarverk, eins og það sem við urðum vitni að 11. september í fyrra, eru eins konar veiru- hernaður. Ógnarverkið sjálft er sjaldnast mikið að umfangi, ef miðað er við hefðbundinn hern- að, en ætlunin er heldur ekki endilega að valda sem mestu eignatjóni eða mannfalli heldur að ógna og vekja ótta. Ógnin er eins konar veira, sem smitast um allt samfélagið sem fyrir árás- inni verður og víðar einkum eftir boðleiðum fjöl- miðla. Hver og einn einstaklingur finnur fyrir einkennunum sem eru öryggisleysi og annars ástæðulaus ótti. Og hin banvæna áætlun ógn- arverkanna felst í því að óttinn kallar á við- brögð, reiðiblandin og oft skjót- eða vanhugsuð viðbrögð. Tilgangurinn með árásunum 11. september var þannig öðrum þræði að tæla mesta herveldi heims til aðgerða sem það vissi ekki hvað myndu fela í sér. Og áætlunin gekk upp. Banda- ríkjamenn héldu ásamt bandamönnum með herlið til Afganistans að uppræta örveiruveldið sem réðst á það. Stríðið kostaði mannslíf og annað tjón sem enginn veit í raun hvað er mikið. Auðvitað tókst ekki að uppræta andstæðinginn (sem í eðli sínu er nánast ósýnilegur) en hern- aðurinn og afleiðingar hans voru réttlættar með því að það tókst að steypa ógnarstjórn talíbana af stalli í Afganistan. Á meðan hafa veirurnar haldið áfram að fjölga sér og dreifa og þá einkum og sér í lagi í gegnum boðleiðir fjölmiðla. Frá því að hern- aðurinn hófst hafa til að mynda tvisvar fundist myndbönd sem sýna Osama bin Laden og ör- veirur hans í fullu fjöri. Í annað skiptið er bin Laden sjálfur sýndur stæra sig af því hversu vel tókst til 11. september og í hitt skiptið sjást myndir frá þjálfunarbúðum samtaka hans, al- Qaeda, en talsmenn Bandaríkjaforseta gáfu út yfirlýsingar þess efnis að þær myndir sýndu vel hversu hættuleg samtökin væru. Hvort sem bin Laden er svo vel að sér í tungumáli terror- ismans að hann hafi látið þessi myndbönd ber- ast til fjölmiðla sjálfur eða þau borist þangað eftir öðrum leiðum þá hafa þau haft sín áhrif – ógnin er viðvarandi. Slík meðvituð misnotkun á fjölmiðlum er al- þekkt í ógnarhernaði. Til dæmis eru tekin upp myndbönd af þeim Palestínumönnum, sem fara í sjálfsmorðsárásir daginn sem verknaðurinn á sér stað. Á myndböndunum lesa viðkomandi eins konar sjálfsmorðsbréf þar sem þeir lýsa ástæðum sínum. Myndbandið er síðan sent til fjölmiðla, sem virðast sumir hverjir gleypa við slíku efni og átta sig ekki á því að það er hluti af veiruhernaðinum. McLuhan sagði að stríð væri aldrei neitt ann- að en „aukin hröðun á tæknilegum breyting- um“. Stríð eru ávallt háð með nýjustu tækni. Til þess að hafa betur í stríði þarf að vita hvaða áhrif nýjasta tækni hefur á manninn og um- hverfi hans. Svo virðist sem örveldi bin Ladens hafi áttað sig betur á því en stórveldi Bush. Og fyrir áhrif hinnar hnattvæddu fjölmiðlunar hef- ur örveldi bin Ladens orðið að eins konar miðju þessa heims en vandinn er hins vegar sá að þrátt fyrir það finnst það hvergi. Og einmitt það benti McLuhan á: Miðjan er nú alls staðar og hvergi. Allar línur í landslagi samtímans sker- ast. Það er kjarninn í stríði, pólitík, valdabar- áttu á tímum innsprengingarinnar. Greinin er byggð á erindi sem flutt var á ráð- stefnu Háskóla Íslands um hnattvæðingu í gær. throstur@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.