Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.2002, Side 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. OKTÓBER 2002
HALLÓ KISULÓRA. Ég var við vinnu í skóla í Reykjavík í
nokkra daga þegar ég fann þennan kettling. Það var veturinn 1998. Feldurinn á honum
bjó yfir óvenjulegri mýkt, líkt og lambseyra. Vegna þess hve hann var einkennilega
varnarlaus, virtist hann jafnvel enn mýkri. Skólabörnin sem struku honum voru sama
sinnis, svo þau lögðu vanga sína að maganum á honum til þess að finna nákvæmlega
hversu mjúkur. Ég setti hann niður á blátt línóleumgólfið og tók þessa mynd.
Þó ekki fyrr en ég var búin að dusta rykið af feldi hans sem var farinn að missa
gljáa sinn, og þurrka burt rykið sem safnast hafði saman í augum hans. Ég náði því þó
ekki öllu og ef þú gáir vandlega, kemurðu auga á rykagnir hér og þar og hvítar örður við
hvarmana. Er ég horfi á þessa mynd sé ég að mér hefur líka sést yfir rykkorn á snopp-
unni á honum. Og jafnvel þó skin augna hans sé dempað af óhreinindum við jaðrana, má
samt sjá mig og hluta af bláum himni endurspeglast í sjáöldrunum.
En tókstu eftir litla skarðinu í nefið á honum og rifunni við tárakirtilinn? Og
hvað með augun? Tókstu eftir hvað augun í honum eru undarleg? Það tók mig dálitla
stund að átta mig á því – þó hann stari svona beint framan í mann – augun eru of stór.
Það gerir hann reyndar framandi í útliti, jafnvel eins og hann sé í útrýmingarhættu – eða
hvað finnst þér? Þess vegna trúir fólk mér ekki þegar ég segi því að hann sé bara ósköp
venjulegur húsköttur. Yfirleitt heldur fólk að hann sé gaupa eða eitthvert annað sjald-
gæft dýr. En þetta er bara lítil kisa. Það er satt – bara venjulegur húsköttur, bara kett-
lingur, einungis lítil kisulóra.
*Sjá síðasta hluta Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands), Lesbók 12. október, 2002.
Þetta er tuttugasti og fyrsti hluti flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Ís-
lands). © fyrir ljósmynd, 1998, Roni Horn. © fyrir hönnun og texta, 2002, Roni Horn. Fríða Björk
Ingvarsdóttir þýddi.