Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 8

Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 8
PRESSAN VIKUBLAÐ Á FÖSTUDÖGUM Útgefandi Blað hf. — Aiþýðublaðið Framkvæmdastjóri Flákon Hákonarson Ritstjóri Jónína Leósdóttir Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 800 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 100 kr. eintakið. Út i óvisstma Það væri synd að segja að ró og friður ríktu í þjóðfélaginu þessa fallegu haustdaga. Úr fjármálaheiminum berast slæm tíðindi fyrir þá, sem eitthvert pund áttu til að ávaxta. Hverjir þeir aðilar eru er hins vegar svolítið óljóst. Oft hefur gamla fólkið verið nefnt í því sambandi, en erfitt hefur reynst að finna hina forríku ellilífeyris- þega. Fáir kannast a.m.k. við það að í þeirra fjölskyldum liggi mörg gamalmenni andvaka af áhyggjum yfir öllum aurunum sínum. Miklu fremur hið gá|nstæða. Það hafa þó eflaust fleiri áhyggjur af bramboltinu á peninga- markaðnum en hinir fjáðu í þessu litla samfélagi okkar. Margir þykjast nefnilega hafa rekið sig á það í gegnum tíðina að mennirnir með breiðu bökin séu ótrúlega lagnir við að koma byrðunum yfir á hina veikbyggðari. Þrátt fyrir allt megum við þó vara okkur á þeim áhrifum, sem ólgan í þjóðfélaginu hefur á hugsunarhátt okkar. Það er auðvelt að sjá drauga í hverju horni, þegar kreppa er sögð vofa yfir. Menn hræðast atvinnuleysi og mögur ár og þá er stutt í óttann við að ein- hverjir aðrir sleppi betur en maður sjálfur. Öfundin býr innra ineð flestum, þó auðvitað sé misgrunnt á henni. Það síðasta, sem íslend- ingar þurfa á að halda þessa dagana, er hins vegar togstreita og met- ingur manna á milli. Við verðum að standa saman — ekki síður í stríðu en blíðu. Ella verður illt ástand verra. Stjórnmálamennirnir hafa svo sem ekki verið þegnunum góð fyrirmynd hvað þetta varðar að undanförnu. Deilur þeirra hafa far- ið fram í fjölmiðlum engu síður en fyrir Iuktum dyrum og það hefur ekki verið sérlega ánægjulegt leikrit á að hlýða og horfa. Það er ekkert tilhlökkunarefni ef stjórnarslit verða á næstu dögum — hvorki fyrir stjórnarsinna né andstæðinga. Þá tækju við nokkrar óvissuvikur fram að kosningum og hver veit hve margar að þeim loknum. Á meðan væru mál látin reka á reiðanunr, ef marka má fyrri reynslu, og ný stjórn fengi því énn meiri vanda að leysa úr en sú núverandi. Þjóðin hlýtur að gera kröfu til þess að ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar leysi þann vanda, sem þjóðarbúið stendur frammi fyrir og hún hefur m.a. átt þátt í að skapa. En það er ekki þar með sagt að stjórnarandstaðan sé „stikkfrí“ og geti hallað sér makindalega afturábak og fylgst með því, sem fram fer. Þegar mikið liggur við, eins og núna, verða meðlimir stjórnarandstöðunnar að sýna ábyrgð. Slíku samstarfi á maður hins vegar ekki að venjast hér á landi og er það eflaust tóm draumsýn að svo mikið sem leiða hug- ann að þannig fyrirkomulagi. Allir telja stjórnmálaflokkarnir sig hafa hina einu sönnu lausn. Það eru bara hinir, sem þvælast fyrir og spilla öllu. „Bara ef þið veitið okkur brautargengi, þá... “ Þannig hljómar rullan. En mikið væri gaman að eiga einu sinni eftir að sjá eitthvert annað leikrit en stólaslaginn margendurtekna, þegar stórviðri bylur á léikhúsinu. Stórkostlegar móttökur Því fylgir óhjákvæmilega nokkur óvissa og ekki lítil eftirvænt- ing, þegar nýjum fjölmiðli er hleypt af stokkunum. Menn hafa ákveðnar hugmyndir um það hvers konar miðil þjóðin vill, en vita þó aldrei fyrir víst hvernig gengur fyrr en viðtökur lesenda koma í ljós. Ekki er hægt að hugsa sér betri móttökur en PRESSAN fékk i síðustu viku, þegar fyrsta tölublaðið leit dagsins Ijós. í fyrsta lagi seldist blaðið eins og heitar lummur og í öðru lagi hafði mikill fjöldi fólks samband við ritstjórninaog lýsti yfir ánægju sinni með árang- urinn. Þeir, sem fá slíkar viðtökur, þurfa sannarlega ekki að kvarta! P^ESSAN þakkar hlý orð, blóm og skeyti, sem yljuðu okkur um hjartarætur. hin pressan „Séra Gunnar Björnsson er fyrsti presturinn sem komið hefur mér til að hlæja undir stóiræðu.“ — úr lesendadálki Morgunblaðsins. „Mörkin voru ekki merkileg og komu upp úr þurru.“ — Birkir Kristinsson knattspyrnu- maður eftir leikinn Fram/Barcelona. „...að ég hef engan áhuga á að sitja í ríkisstjórn sem er aðgerða- laus og getulaus og endar uppi i óðaverðbólgu.“ — Jón Baldvin i samtali við Morgun- blaðið. „Þetta er enginn kóngur, hann hefur bara hatt.“ — ung stúlka hafði þetta að segja um Ólaf Noregskonung. „Átti fyrst aö vera sveppur." — Ásthildur Ceoil Þórðardóttir i samtali við DV. „Það má eiginlega segja að ef SAÁ hefði ekki verið til þá væri ég ekki til, ábyggilega dauður úr drykkju." — Rúnar Þór, tónlistarmaður. „Ég hef engar tillögur séð af viti frá fjármálaráðuneytinu. Ég hcf séð sundurlaust hænsnaspark." — Ólafur Þ. Þórðarson I samtali við Timann. „Það er þó bót í máli að schaefer-hundarnir hér eru geð- góðir.“ — Guðrún Guðjohnsen, formaður Hundaræktarfélags íslands. „Mér finnst Múlinn ekki mjög hentugur staður fyrir álfa til að búa á. I Kúhagagili eru sifellt snjó- flóð og aurskriður. Það hlýtur að vera ónæöissamt fyrir þá.“ — Bjarni Grímsson, bæjarstjóri á Ólafsfiröi. „Bændur og þeir í Bændahöll- inni hafa verio sinnulausir og dregið lappirnar. Þeir hafa hugsað með öfugum enda.## — Jónas Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Kjötvinnslu Jónasar. „ Viðskiptaumhverfið á íslandi er eitthvert hið miskunnar- lausasta á byggðu bóii. “ — Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SIS, I Mannlifi. „Stuðlað verði að tilfærslu full- virðisréttar úr sauðfé í mjólk á þeim svæðum sem eru gróður- farslega veik...“ — Úr ályktun aöalfundar Stéttar- sambands bænda. „Ég fæ alveg jafnmikiö af blómum og miöum frá sætum stúlkum sem vilja kynnast mér af þvi aö ég er svo „dangerously handsome“. Allir i hljómsveitinni fá sama skarnmt." — Einar Örn Benediktsson, Sykur- moli, i Alþýðublaðsviðtali. „Vald á íslandi byggist á skömmtun." — Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dag- blaðsins-Visis.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.