Pressan


Pressan - 09.09.1988, Qupperneq 11

Pressan - 09.09.1988, Qupperneq 11
nr 11 ÓLÉTTA OG ASPERÍN Auglýst hefur verið eftir þús- undum ófrískra kvenna í Bret- landi, sem tilbúnar eru að taka asperín á degi hverjum á með- göngunni. Þetta er liður i rann- sókn áþví hvort lyfið kemurí veg fyrir fósturlát, en álitið er að asperín stuðli að jöfnu blóð- renrisli á milli móður og barns. Einnig er hugsanlegt að konur, sem taka þetta verkjalyf reglu- lega, fæði síður fötluð börn vegna þess að fóstrin skaddast þá síður af völdum truflana á blóðrennsli. Ekki eru samt allir sáttir við þessa tilgátu og hina yfirvofandi könnun og er hart deilt um málið. Helmingur fæð- ingarlækna í landinu hefur þó samþykkt að aðstoða við könn- unina. ÓVÍGÐ SAMBÚÐ ENGIN TRYGGING Margir halda því fram, að best sé fyrir fólk að búa saman áður en það giftir sig. Þannig geti þaö kynnst hvort annars kostum og göllum og viti betur hvort eitthvert vit er í því að ganga í heilagt hjónaband. Óvígð sam- búð er hins vegar ekki svo klók- ur leikur, ef marka má erlenda könnun, sem við lásum um fyrir skemmstu. Þar kom fram að pör, sem búa saman fyrir giftingu, eru 80% líklegri til að skilja en önnur. Nýbylgjan í matargeróariist er Ert þú einn af þeim sem ekki hafa kynnt sér kostina við örbylgjutæknina? Hér er bent á að í PHILIPS M -734 og M -705 örbylgjuofnunum er hægt aö koma fyrir heilu fati af mat með meðlæti og öllu, því hjá PHILIPS ersnúningsdiskurinn í toppi ofnsins, sem tryggir jafna dreyfingu á örbylgjunum og auðveldar einnig þrif á ofninum. PHILIPS örbylgjuofnarnir eru öflugir en orkusparandi. Smekklegir í útliti og fyrirferðalitlir. Veggfestingar fáanlegar, heil hurð er í PHILIPS örbylgjuofnunum, sem opnast niður. Þrjár orkustilling- ar og sérstök stilling fyrir afþýðingu. Kennslubók og námskeið er innifalið í kaupum á PHILIPS örbylgjuofni. Heimilistækí hf Sætúni 8 SÍMI: 69 15 15 Hafnarstræti 3 SÍMI: 69 15 25 Kringlunni SÍMI: 69 15 20 /tó t/uutoSvetíjfjajiílegt/i, í SOMuttíjju/H PHILIPS örbylgjuofninn — styttir undirbúning og flýtir matseld — Leitið nánari upplýsinga. o°o° ;oí^ KYNORKUBJOR lr Nú er stóra spurningin eftir- farandi: Hver hefur nælt sér í umboð fyrir franska bjórinn frá Michel Debus, sem kallast 3615 Syndgarinn? Það er nefnilega enginn venjulegur bjór. Framleiðandinn fullyrðir að sér hafi tekist að framleiða bjór, sem kyndir heldur betur undir ástríðuhita neytendanna. Hvorki fleiri né færri en 300 pör hafa aðstoðað Debus við að prufukeyra mjöðinn og sérfræð- ingar i kynlífsmálum hafa síðan fylgst með tilraunadýrunum til að sannreyna áhrifamáttinn. Kærustur og eiginkonur eiga víst ekki orð til að lýsa frammi- stöðu strákanna sinna eftir að þeir fóru að drekka ölið, en gætið að einu, herrar mínir: Drykkjan eröll unnin fyrirgýg, ef hún fer yfir fjórar litlar flöskur á KRAARDRYKKJA MINNKAR Bretar hafa löngum verið þekktir fyrir kráarmenningu sína, sem á varla sinn líka i heiminum. Þetta er þó kannski að breytast, ef marka má nýj- ustu tölur. Fyrir nokkrum árum seldust nefnilega 83% af öllu áfengi á Bretlandi á krám, en nú eru einungis 78% af víni kneyf- uð á knæpum. Hitt drekka menn heima hjá sér. Bretar eyða annars að jafnaði helmingi þeirrar upphæðar, sem þeir verja i matvælakaup, til áfengis- kaupa. SKRÍMSU LEIKUR LAUSUM HALA Fólk í Suður-Karólínufylki í Bandaríkjunum hefur áhyggjur af því að skrímsli nokkurt sé á svæðinu. Ungur ökumaður varð fyrstur var við þennan ófögnuð og lýsti sjóninni á eftirfarandi hátt: Fyrirbærið er grænt og hreistrað, blautt, með þrjá fing- ur, rauð augu, um sjö fet á hæð og getur hlaupið á 60 km hraða á klukkustund. Tveir lögreglu- þjónar fundu síðan risastór fótaför í námunda við staðinn, sem maðurlnn benti þeim á. Margir halda að ungi ökumað- urinn hafi annaðhvort séð bjarn- dýreðadrukkinn mann, en aðrir trúa sögunni um skrimslið. Fjöldi mannö hefur lika gefið sig fram jáð' undanförnu og sagst hafa séð fyrirbærið. Sumir segjast hafaskotið á það, aðrir segja það hafa „étið“ bíl- skúr og annað i þeim dúr. Nú hefur skepnunni verið gefið nafnið „eðlumáðurinn" og eru 70 veiðimenn á hælum hennar. Ferðamennirnir, sem streymt hafa til fylkisins af þessum sökum, eru hins vegar mun fleiri.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.