Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 12

Pressan - 09.09.1988, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 9. september 1988 skotmarkið Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra Hvað gerðist í ríkisstjórninni? Hafið þið Steingrímur rcett uppstokkun? ' * Hvaða öfl vinna gegn ykkur á bak við tjöldin? Stjórnarslit? UPPSTOKKUN í STJÓRN- INNI KENIUR FYLLILEGA TIL GREINA — Var ríkisstjórnartundurinn í gær sá afdrifaríkasti sem þú hefur setið? „Nei, það var hann ekki, hvað sem seinna kann að verða.“ — Hvað gerðist á fundinum? „Eftir fund formanna í fyrradag ákvað forsætisráðherra að leggja tillögur sínar fyrir þennan ríkis- stjórnarfund. Það væri þó ofmælt að kalla það tillögur sem hann lagði fram. Þetta var greinargerð á minnisblaði um verðlags- og launa- mál og vexti. Eftir er öll vinna við að útfæra það nánar. Formaður Framsóknar lagði líka fram sínar tillögur um niðurfærsluleið og lét færa þær til bókar. Þær hafði hann raunar lagt fram á formannafund- inum í fyrradag. Þeim er hins vegar algerlega liafnað af sjálfstæðis- mönnum. Þar með eru þær komnar út af borði þessarar ríkisstjórnar eins og Steingrimur reyndar sagði sjálfur. Niðurfærslan heyrir því sögunni til í anda rómversku dæmi- sögunnar um ferðina sem aldrei var farin.“ — Er þá öll vinnan í kringum niðurfærsluna farin til einskis? „Nei, vinna ráðgjafarnefndar- innar hefur gert sitt gagn við að stöðva gengisfellingarkórinn í tæka tíð.“ — Atburðarás síðustu vikna bendir þó til þess að ekkert hafi miðað? „Það er margt írónískt við atburðarás seinustu vikna. Frá ára- mótum og fram á síðsumar hefur ekki linnt kröfurn um gengisfell- ingu. Tvívegis var látið undan. Eftir á séð var það upphaf þess atvinnu- ástands, sem ríkt hefur seinustu mánuði. Síðan þá hefur ríkt upp- lausnarástand í efnahagsmálum, en það hefur allt gengið eftir sem við sögðum um að gengislækkun er ekki efnahagsúrræði heldur deyfi- lyf. Eftirminnilegast er dæmi Sam- bandsins. Fulltrúar SÍS hafa verið harðastir í gengislækkunarkröfum en þegar forstjórinn gerði upp dæmið eftir gengisfellingarnar sá hann að SÍS hafði tapað 600 mill- jónum á tiltækinu. Þegar forstjóra- nefndin settist á rökstóla var meiri- hluti hennar skv. fréttum á gengis- fellingarleiðinni. Það tók þá aðeins nokkra daga að sjá að sú leið myndi leiða í óeönaur. — Voru sjálfstæðismenn ein- hverntíma tilbúnir í niðurfærslu? „Það er hafið yfir allan vafa að áhrifamiklir menn úr atvinnulífinu og máttarstólpar í Sjálfstæðis- flokknum vildu fara þessa Ieið.( Önnur öfl voru andvíg og höfðm betur.“ — Hvaða öfl ertu að tala um? „Þau er að finna í viðskiptaheim- inum, bankakerfinu og innsta hring forystunnar." — Vildu þeir stjórnarsamstarfið feigt? „Sumir faraekki dult með það og þar fer fremstur í t'lokki borgar- stjórinn í Reykjavík." — Er liann stjórnarandstæð- ingur? „Já. Og er þar i félagsskap með Ólafi Þ. Þórðarsyni og fleiri traust- um framsóknarmönnum." — iÆgðuð þið eitthvað fram á ríkisstjórnarfundinum í morgun? „Já. Eftir formannafundinn í fyrradag þegar ljóst varð að Sjálf- stæðisflokkurinn hafnaði endan- lega niðurfærslu undirbjuggum við okkar tillögur til að leggja fyrir þingflokksfundinn í gær. Við höfð- um ekki beinlínis ráðgert að leggja þær fram á þessum ríkisstjórnar- fundi sem við töldum að myndi ein- göngu snúast um tillögur forsætis- ráðherra. En í Ijósi þess að klukkan tifar, tími yfirlýsinganna er liðinn og tími aðgerðanna kominn og að menn voru sammála um nauðsyn þess að vinna hratt töldum við rétt að leggja þessar tillögur fram og gerðum það.“ — Hvernig var þeim tekið? „Endanleg afstaða liggur ekki fyrir enda eru þær nú til umfjöll- unar í þingflokkum." — Hvað fela þær í sér? „Nú eru um 100 fyrirtæki í fisk- vinnslu, sum hver svo illa stödd að rekstrarstöðvun og lokun með til- heyrandi atvinnuleysi blasir við. Stærðargráða vandans er sú að veiðar og vinnsla eru rekin með 6% halla til jafnaðar. Það þýðir 1700 milljónir á ári fyrir veiðar og vinnslu. Frystingin ein sýnir 8% halla miðað við rekstrartekjur. Ef aðgerðirnar eiga einungis að forða rekstrarstöðvun næsta misseri, á meðan ráðist er að rótum verð- bólguvandans og menn reyna að stemma stigu við þenslu, liggur vandinn á bilinu 5—600 milljónir króna. Þetta er svipuð upphæð og Davíð ætlar að verja í hringleikahús í borginni. — En hvað felst þá í tillögunum? „Þetta er hluti þeirra. Ef þú frystir launahækkanir sem þessi fyrirtæki geta ekki borgað, fram- lengir verðstöðvun og fylgir því eftir með tiltækum ráðum þá dreg- ur mjög hratt úr verðbólgu. Með algerri frystingu verðlags og launa yrði verðbólguhraðinn kominn í 4—6°7o í lok ársins. Þar með má keyra niður vexti og þar með raun- vexti og draga úr mun á fjármagns- kostnaði innanlands og erlendis og sefa hungrið eftir erlendum lánum. Fyrst ekki er unnt að leysa allan vanda í einu lagi þá verður að leysa úr vanda fyrirtækjanna um sinn með því að færa til fé til þeirra. Verðjöfnunarsjóður var á sínum tima góð hugmynd. Hann ætti nú að vera sneisafullur af fjármunum eftir uppgangstíð síðustu ára. Það er ekki svo gott en þó eru þar 1300 milljónir í dag en frystingin á lítið sem ekkert af því fé. Til greina kem- ur að afla frystideildinni lánsfjár með ríkisábyrgð til að hún geti freitt verðbætur. Til endurgreiðslu kemur þegar úr rætist á erlendum mörkuð- um. Hugsanlega einnig með gjald- töku á útflutningsafurðir. Þá er unnt að leysa þennan vanda til skamms tíma en skynsamt fólk horfir lengra en til hálfs árs eins og gert er ráð fyrir I þessurn nýju tillög- um okkar. Svarið felst í því hvort þeir sem standa að ríkisstjórninni eru gæddir þeim pólitíska kjarki að fara að taka til heima hjá sér. Stjórnin leggi fram fjárlagafrum- varp með tekjuafgangi sem byggist á verulegri lækkun ríkisútgjalda og fylgi því eftir með lánsfjárlögum þar sem erlendar lántökur ríkisins verða stöðvaðar og jafnframt lokað á erlendar lántökur fjárfestingar- lánasjóða. Hún fylgi því svo eftir með stöðvun á óarðbærum fjárfest- ingum hjá ríki, sveitarfélögum og í atvinnulífinu, þá er dregið úr þensl- unni og reynt að stuðla að jafn- vægi.“ — Gefurðu sjálfstæðismönnuni færi á að fara með ykkur þessa leið sem þú hefur lýst eða er Þorsteinn endanlega á leiðinni út? Eru nýjar stjórnarmyndunarviðræður að fara af stað? „Það er nokkuð til í því að póli- „ tíska vandamálið í samstarfi flokk- anna virðist vera erfiðara en þessi efnahagsvandi gefur tilefni til. Hann gefur ekkert tilefni til stjórn- arslita og k’osninga og pólitískrar upplausnar nema þá vegna þess að það er eitthvað annað að. Menn muna að ég þótti ekkert sérstaklega blíðmáll um hlut Framsóknar- flokksins sem hagsmunavörslu- flokks fyrir kosningar. Ég taldi lík- legra að við alþýðuflokksmenn gætum fremur náð samstöðu með sjálfstæðismönnum um nauðsyn- legar aðgerðir þegar stjórnin var mynduð.“ — Var það vanmat á flokknum? „Ég hef lært mikið á þessu rúma ári og neita því ekki að ég hef að mörgu leyti orðið fyrir vonbrigðum með málafylgju sjálfstæðismanna. Mér finnst of mikið bil milli orða og efnda hjá þeim. Þar þykir fínt að vera á móti sköttum og boða ráð- deild í ríkisrekstri. En það er tví- skinnungur að afneita bæði tekju- öflun og niðurskurði útgjalda. Það er pólitísk hentistefna.“ — Hafið þið framsóknarmenn frekar náð saman upp á síðkastið? „Okkur hefur ekki tekist að leysa ágreininginn um landbúnaðar- málin og fiskveiðistefnuna. En við vissum það þegar stjórnin er mynd- uð að búvörulög og samningur við bændur eru í gildi frá tíð fyrri stjórnar og það bindur helstu stærðirnar. Við fengum fyrirheit um breytingar um ýmsa áfanga á leið frá þessu kerfi og um aðhald á þessum sviðum. Jafnvel þegar við náum samkomulagi við fram- sóknarmenn um slíkt þá er það nánast óbrigðult að surnir þing- menn Sjálfstæðisflokksins koma og sprengja það í loft upp með yfir- boðum.“ — Þegar svona er komið, að til- lögur standa gegn tillögum, er þá ekki annaðhvort að fara út í upp- stokkun eða stjórnarslit? „Það er viðtekin venja víða um lönd að stokka upp í ríkisstjórnum. Ekki síst við ákv. tímamót. Enginn er frægari fyrir það í samtímanum en Magga Thatcher, en það eru hægari heimatökin í eins flokks ríkisstjórn. Fyrri ríkisstjórn gerði þetta þó — þ.e. innan Sjálfstæðis- flokksins — eins og menn muna um mitt kjörtímabil. Mér finnst það fyllilega koma til greina, vilji menn leggja fyrri væringar að baki og halda þessu stjórnarsamstarfi til streitu að fylgja þeim vilja eftir með uppstokkun innan ríkisstjórnar- innar.“ — Með óbreyttri flokkasamsetn- ingu? „Forsætisráðherra hefur sjálfur skýrt frá því að hann hefði á fundi formannanna beint því til okkar Steingríms hvort við vildum mynda minnihlutastjórn, sem beitti sér fyrir framkvæmd niðurfærslu eftir þeim leiðum sem við höfum Iýst.“ — Verðið þið við þessu boði? „Mig minnir að Steingrímur hafi vakið athygli forsætisráðherra á því að svo væri komið að stærsti þing- flokkurinn hafnaði þessari leið og öll stjórnarandstaðan reyndar líka. Það yrði því að teljast ólíklegt að pólitískar forsendur væru fyrir því að slík minnihlutastjórn kæmi svo róttækum tillögum fram. Líkleg- asta niðurstaðan yrði þá kosningar í upplausnarástandi í atvinnu- lífinu. “ — Blasir þá annað en stjórnar- samstarf á nýjum grunni við? „Það er pólitískur eyntingja- skapur og ábyrgðarleysi að gefast upp fyrir ekki stærri efnahags- vanda en við er að fást. Fleiri taka undir það, en ég ræð ekki einn för. Ef við getum ekki bætt samstarfið þar sem mest hlýtur að reyna á frumkvæði og pólitískt örlæti for- sætisráðherrans og flokks hans, ef ég má orða það svo, þá stoðar Iítt þótt ég og mínir menn hafi vilja. “ — Hefur uppstokkun komið til umræðu? „Ekki nema með vísan til þess sem Þorsteinn bauð í fyrradag. Að öðru leyti vil ég ekki svara því.“ — Má þá rekja vandann til skorts á verkstjórn hjá Þorsteini? „Trúlega er forsætisráðuneytið ekki nógu sterkt í okkar stjórnkerfi. Um verkstjórn í samsteypustjórn er það að segja að hún hlýtur að byggjast á því, að sá sem stýrir liði sé reiðubúinn að fórna einhverju til þess að halda saman ríkisstjórn og sýna skilning á sjónarmiðum sam- starfsflokka. Að fórna „sérhags- munum“ síns flokks, ef nauðsyn krefur. Það þarf mjög öfluga máls- vörn fyrir ríkisstjórnina í heild og úrræði hennar — ekki síst á erfið- um tímum.“ — Verða stjórnarslit á næstunni? „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.“ „Öfl inncm Sjálfstæðis- fíokksins vinna gegn rikis- stjórninni. Sumir fara ekki dult með það oq þar fer fremstur i flokki borgar- stjórinn í Reykjavík##

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.