Pressan - 30.09.1988, Síða 4

Pressan - 30.09.1988, Síða 4
4 Föstudagur 30. september 1988 lítilræði Af ævintýri Hoppmanns Þaö hefur veriö haft fyrir mér frá því ég var krakki og allt framá þennan dag, aö „týð- ræði“ sé afar eftirsóknarvert samfétags- munstur, þar sem tveir eða fleiri þurfa aö deila kjörum. Maður hefur eiginlega gengtö útfrá þessu sem sjálfsögöum htut. Stundum, rétt áöur en ég sofna, og eins þegar ég er nývaknaður, lofa ég — um leiö og ég fer meö bænirnar mínar — guð fyrir þaö, aö ég og mitt fótk skuli bera gæfu til aö búa viö hió margrómaða lýöræði. Og í þakkargjöröinni viö rúmstokkinn tek ég svo til oröa: — Guð ég þakka þér aó landinu skuti stjórna þeir sem flestir elska mest; rétt- kjörnir fulltrúar fólksins I landinu. Og ég hugsa meö hrytlingi til þess fólks sem ekki fær aö njóta þess lýðræðis sem ís- lenska þjööin býrvió. Og af því aö eilífðarmálin eru nú svo ofar- iega í huga mér, eins og gerist og gengur meö fólk sem á stutt eftir, hugsa ég sem svo: — Þaö hlýtur aö vera einsog helvítisvist í lifanda lífi aö fá ekki aö búa viö lýðræði. Og í leiöinni hugsa ég sem svo: — íslenskt lýöræöi er nú, þegar öllu er á botninn hvolft, sannkölluö míní-himnaríkis- sæla. Eöa er þaö ekki himnaríkissæla aö búa viö stjórnarfarsem sífellt eraö koma manni í sólskinsskap. Sá maóur sem fylgst hefur með íslensku lýöræöi í framkvæmd þarf ekki aö leita sér aö gríni annars staðar. Fjölbreytileika hins litríka lýðræðis virö- ast engin takmörk sett og hiöóvæntaerallt- af á næsta leiti, líkt og í besta farsa, óper- ettu eöa skrípaleik. Viö lifum í óperettuþjóöfélagi. Óperettan þarf ekki alltaf aö vera skemmtileg. Stundum erhún þó brosleg, en oftast þaö sem kallað hefur veriö grátbros- leg. Við síðustu stjórnarmyndun brostu sann- arlega margir hugfangnir í gegnum tárin. Fólki finnst svo skemmtilegt og hrífandi þegar sjálft lýöræöiö fer aö snúast uppí andhverfu sína. Guö mifin góöur hvaö þjóöin er búin aö vera í góöu skapi aö undagförnu útaf dreif- býlismanninum Stefáni Valgeirssyni, sem sannarlega er frekar kallaöur en útvalinn til aö hafa líf og lán íslensku landstjórnarinnar í hendi sér. Þó Stefán þessi sé aö vísu umlukinn bæöi huldufólki, gæfu og gjörvileikaer ekki þarmeð sagt aö fólkiö í landinu telji hann óskabarn íslensku þjóðarinnar. Og víst er, aö viö síðustu kosningar mun þaðekki hafaflökraö aömörgum aö þarfæri kandidat fyrir upplýstan einvald. En svona er nú týöræöió í praksís. Og þessvegna eru allir í sólskinsskapi þessa dagana. Stjórnarmyndunarþreifingarnar ein- kenndust aö þessu sinni, einsog stundum áöur, af einlægum vilja mætustu stjórn- málamanna til aö (og nú ríður á aö halda oröalaginu) „bæta ástandiö í þjóðfélaginu, nátökum á verðbólgunni, án þessaö skeröa kjör hinna lægstlaunuðu“, og því, „aö fá hjól atvinnulífsins til aö fara aó snúast aftur“. Hin háleitu markmiö voru öllum sameig- inleg, en um leiðir var deilt. Þorsteinn vildi mynda fráfarandi stjórn aftur, en konurnarvildu kjósa. Albert bauöst til aó veröa utanríkisráðherra svo hagur litla mannsins yröi ekki fyrir borð borinn. Margnefndur Stefán Valgeirsson kraföist þess afturámóti aö fá aö vera samgöngu- málaráöherra til þess aö jafnrétti og félags- hyggja næöu fram aö ganga. Fyrrverandi flokksbróðir Stefáns, Stein- grímur Hermannsson, mun þá hafa tekið jafnréttis- og félagshyggjumanninn tali og tjáð honum aö hætt væri viö aö hann lækk- aöi í tekjum ef hann yröi samgöngumálaráð- herra og þessvegna væri vænlegra fyrir hann aö halda öllum bitlingum sínum áfram. Þannig næöi hann frekar hinum há- leitu markmiðum sínum. Svo fékk þessi eldheiti hugsjónamaöur jafnréttis og félagshyggju fjóra til fimm milljarða til aö spila úr í mannúöarskyni. Og vissara að hafaStefán góöan, því hann hefur líf eöa dauða ríkisstjórnarinnar í hendi sér, hefur umráöarétt yfir drjúgum hluta fjármuna fólksins í landinu og geymir .fjöregg ríkisstjórnarinnar. Þetta er kallaö lýöræóislegt þingræói eöa eitthvað svoleiöis. Hoppmenn eru þeir stundum kallaöir, sem eru ttl í aö hoppa uppí stjórnarskútuna þegar ekki er hægt aö ýta úr vör af því einn mann vantar. Merkasti hoppmaður aldarinnar — fyrir utan Stefán Valgeirsson — er tvímælalaust Eggert Haukdal. Eggert þessi er dreifbýlingur eins og Stefán og hoppaöi um borö hjá Gunnari Thoroddsen um áriö og komst viö það í svip- aöa aöstööu og Stefán núna. Flokksbræður Eggerts uröu svo ókvæöa við aó einn þeirra haföi á oröi aö Njáls- brenna heföi ekki verið til neins úr því aö Eggert Haukdal hefði veriðað heiman þegar Flosi brenndi Bergþórshvol. Þeir sem ekki hafa húmor fyrir því aö afreksmenn ávið Eggert Haukdal og Stefán Valgeirsson séu langtímum saman meö líf og lán æðstu stjórnar íslenska lýöveldisins í hendi sér hafa bara ekki nokkurt minnsta skopskyn. Og á meöan viö bíðum eftir því aö Þórhild- ur kvennalistakona klári aö sviðsetja næstu óperusýningu í Þjóðleikhúsinu huggum vió okkur viö þaö að forsýningin hefur þegar lit- iö dagsins Ijós. Stjórnarmyndunin. Ævintýri Hoppmanns. PRESSU Dfilikill skjálfti er nú í spari- fjáreigendum eftir að ný ríkisstjórn komst á koppinn, og sérstaklega eftirað „Ávöxtunarbaninn" Olat'ur Ragnar Grímsson settist i stól fjár- málaráðherra með stórum yfirlýs- ingum um að „gróðaöflin verði lát- in borga“, og á þar við m.a. fjár- magnseigendur. Samtök sparifjár- eigenda halda mikinn borgarafund á Hótel íslandi á morgun, laugar- dag, þar sem boðað hefur veriö til samstöðufundar gegn stjórnvöld- um og hugsanlegum aðgerðum þeirra til að rýra eignir sparifjáreig- enda. Margir í hópi sparifjáreig- enda spá því að ef lagður verður skattur á sparifé muni yfirvöld höggva þá einu sem lagt hafa fram fjármuni til þjóðarbúsins með inn- lánum til bankastofnana og spari- sjóða. Löggjöf um skattlagningu á sparifjáreigendur muni skapa glundroða í bönkum, þar sem sparifjáreigendur muni taka út pen- inga sína og festa þá í steinsteypu, bílum, sjónvarpstækjum og öðrum hlutum. Slík fjöldaúttekt á sparifé muni kippa stoðunum undan lánastofnunum, auka á þensluna og hallann við útlönd og kollvarpa endanlega íslensku efna- hagslífi. Yfirvöld og nýr fjármála- ráðherra verða því greinilega að hugsa sig vel um áður en ráðherr- ann lætur „gróðaöflin borga“... I. HHafinn er undirbúningur að stofnun Landssaintaka gjaldþrota einstaklinga, sem hefur það að markmiði að vinna að hagsmuna- málum þessara einstaklinga. Undir- búningsaðilar samtakanna segja að undir það falli m.a. hvar þessir ein- staklingar geti búið, þar sem þeir megi ekkert eiga og ekki sé heiglum hent að spjara sig á leigumarkaðn- um. Fyrir utan slíka aðstoð megi segja að um þjóðþrifafyrirtæki sé að ræða, þar sem gjaldþrota ein- staklingar flytji oft úr landi. Hlið- stæður félagsskapur mun vera starfandi i Japan og hafa látið margt gott af sér leiða. Reikna má með að þessi samtök geti orðið nokkuð stór, ef marka má augtýs- ingar um nauðungaruppboð, sem hafa víst sjaldan eða aldrei verið fleiri. d ^^Píturleg tjölgun fyrirtækja á söluskrá bendir til þess að margir vilji forða sér tímanlega frá gjald- þroti. Hjá einni fasteignasölunni fréttum við að þar væru nú 76 fyrir- tæki á söluskrá og muna menn ekki annað eins. Hér muh fyrst og fremst vera um að ræða smærri fyrirtæki, tískuverslanir, minni veitingastaði og sjoppur o.fl. Þessu umróti fylgja nýir tímar i viðskipta- heiminum. Einu kaupendur þessara fyrirtækja eru stærri fyrirtæki sem liafa augastað á viðskiptasambönd- um þeirra smærri og hyggjast steypa saman rekstrinum. A næst- unni munum við því sjá færri og stærri fyrirtæki i viðskiptaheimin- um, eri litlir athafnamenn í „sjoppubissness" hverfa einn af öðrum af sjónarsviðinu... l oks hefur verið gengið frá ráðn- ingu ritstjóra fréttabréfs Ríkismats sjávarafurða. í Pressumolum á dögunum var sagt frá því að Ólafur Hannibalsson, fyrrum ritstjóri Helgarpóstsins, væri á meðal umsækjenda. Ólafur hreppti þó ekki stöðuna því Ásthildur Kjart- ansdóttir var ráðin. Hún mun nt.a. hafa starfað hjá útvarpinu.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.