Pressan - 30.09.1988, Síða 12
12
Föstudagur 30. september 1988
Síðastliðinn vetur kom til sálfræðings Menntaskolans
við Hamrahlíð á annan tug stúlkna sem höfðu einkenni
sjúkdómanna „anorexia nevrosa“ eða „bulimia
nevrosa“. í bæklingi sem skólinn hefur gefið út um
þessa sjúkdóma og ber yfirskriftina „Þekkir þú ein-
hvern sem hefur óeðlilegar matarvenjur?“ er talað um
að „faraldur hafi gengið yfir“. Dr. Sölvína Konráðs,
námsráðgjafi og sálfræðingur við skólann og höfundur
bæklingsins, segir að hún hafi enga ástæðu til að ætla
að ástandið sé betra í öðrum skólum og telur ekki líklegt
að tilfellin verði færri nú í vetur. „Það fer ekkert milli
mála að þetta er alvarlegasta vandamálið sem kom
hingað inn til mín í fyrravetur og ég held að eiturlyfja-
og áfengisneysla hér í skólanum sé miklu minna vanda-
mál miðað við þetta,“ segir Sölvína.
Sjúkdómurinn anorexia er mun
algengari en sjúkdómurinn sem
hefur hlotið heitið bulimia, enda
sýndu mun fleiri stúlkur í MH ein-
kenni fyrrnefnda sjúkdómsins.
Þessi sjúkdómur hefur verið kall-
aður „sultarstol" á íslensku, en
Sölvína undirstrikar að það sé í
raun rangnefni, því sjaldgæft sé að
einstaklingursem þjáist af anorexiu
ntissi raunverulega matarlyst,
heldur afneiti hann þörfinni fyrir
að nrerast á eðlilegan liátt.
Að sögn Sölvínu er sjúkdómur-
inn í raun af félagslegum toga á
upphafsstigi sínu, en verður að geð-
rænni meinsemd þegar hann áger-
ist.
Sölvína segist ekki vera i vafa um
að tíðni sjúkdóntsins hafi aukist
hér á landi síðustu 2—3 árin, þótt
ekki séu til neinar áreiðanlegar töl-
ur sem staðfesta það. Þetta virðist
vera sjúkdómur sem kemur í sveifl-
um, til dæmis sé ekki langt síðan
slíkur faraldurgekk yfir Danmörku
og Sviþjóð. Árið 1984 var talið að
ein af hverjum 250 stúlkunr í
Bandaríkjunum hefði einkenni
anorexíu, en þremur árum síðar var
talið að þær væru mun fleiri eða ein
af hverjum 100. Talið er að 21% af
þeim sem veikjast deyi.
En hvernig getur staðið á þvi að
sjúkdómur sem er geðræns eðlis
gengur yfir eins og faraldur?
Jú, að sögn Sölvínu virðist fjöldi
tilfella á ári liverju mjög háður
tísku. Ef tískuheimurinn heimtar
að konur séu horaðar virðist það
andi af hinu góða að læknar skuli í
auknurn mæli vera farnir að starfa
við þessar heilsuræktarstöðvar.
Menn fara þá vonandi að sjá að
líkamsrækt er til þess að byggja
likamann upp, en ekki ræna hann
því sem hann hefur."
Anorexia leggst aðallega á stúlk-
ur á aldrinum 11 til 18 ára, enda
voru það eingöngu stúlkur sem
greindust nteð einkenni sjúkdóms-
ins í Menntaskólanunr við Hamra-
Itlíð. Sölvína segir að ástæðurnar
fyrir því að þær rak á fjörur hennar
séu eins misjafnar og þær eru rnarg-
ar. Öll tilfellin eigi það sameiginlegt
að einstaklingurinn hafi byrjað
megrun, sem síðan verður stjórn-
laus. Þessar stúlkur séu yfirleitt
góðar námsmanneskjur, duglegar
og hæfileikaríkar. Fullkomnunar-
árátta og sjálfsagi séu mjög áber-
andi í fari þeirra, þær vilji gera allt
vel sem þær taka sér fyrir hendur —
líka það að megra sig. Þær stúlkur
sem veikjast hafi yfirleitt aldrei átt
við offituvandamál að stríða.
Lö'
Á annan tug tilfella
kom upp i MH síðast-
liðmn vetur. Ekki
ástæða til að ætla að
ástandið sé verra hjá
okkur en í öðrum
skólum, segir Sölvína
sálfræðingur
i MH.
geta komið af stað anorexiu-far-
aldri. Slíkur faraldur var fyrst
skráður á sjöunda áratugnum
þegar tískufyrirsætan Twiggy var
fyrirmynd ungra stúlkna. Síðan þá
hefur hver anorexiu-faraldurinn af
öðrum gengið yfir, nú síðast með
mikilli áherslu á líkamsrækt.
„Ég efast ekki um að óábyrgar
auglýsingar og umfjöllun frá ýms-
urn líkamsræktarstöðvum hafi átt
stóran þátt í þessu," segir Sölvina.
„Það hefur meira að segja verið
rekinn áróður fyrir því hvað það sé
hollt að fasta, taka stólpípu eða lyf
sem valda vökvatapi. Þetta tel ég að
sé afskaplega óábyrgt. Það er í raun
hrikalegt að fólk sem kennir leik-
fimi skuli ekki vita meira um þessa
hluti. Slík líkamsrækt á ekkert skylt
við heilsu og hollustu, það er eitt-
hvað öfugsnúið þegar konur sem
eru innan við kjörþyngd fara að
stunda leikfimi til þess eins að losa
sig við einhver kíló. En það er von-
Nú telur Sölvína semsagt að
vandamálið sé komið á svo alvar-
legt stig að hún hefur útbúið áður-
nefndan bækling, senr fyrst og
fremst er ætlaður til leiðbeiningar
fyrir nemendur og kennara við
MH. „Ég tel að það sé mjög áríð-
andi að koma þessum skilaboðum
áleiöis,“ segir Sölvína. „Krakkarnir
sem eru hérna í skólanum tilheyra
einmitt þeim aldursflokki sem er í
mestri hættu. Kennararnir hafa
tækifæri til að sjá ef eitthvað er að
fara úrskeiðis, þeir umgangast
unglingana oft meira en margir for-
eldrar. Gamalreyndir kennarar eru
líka oft mjög næmir á allar breyt-
ingar og sveiflur í bekknum. Kenn-
ararnir hér hafa tekið þessu mjög
vel, ég held að algengustu viðbrögð-
in hafi verið undrun og óhugnaður
yfir því hvernig þessi sjúkdómur
tengist neyslugildum, hvernig er
hægt að miðstýra heilsu fólks gegn-
urn tísku.“
ÞEKKIR ÞU EINHVERN SENI HEFUR OEÐLILEGAR MATARVENJUR?
„Það sem er mest áberandi í
fari þeirra sem þjást af
anorexíu er áköf hræösla við
offitu, brengluð mynd af eigin
líkama, mjög áberandi þyngd-
artap, afneitun á að halda lág-
markslíkamsþyngd. Þegar
sjúkdómurinn er kominn á
alvarlegt stig finnst einstakl-
ingnum jafnvel húðin vera
merki um fitu, löngun til að
hverfa líkamlega kemur
fram...“
„Einstaklingursem þjáist af
anorexíu vill ekki leita sér
hjálpar, finnst hann ekki þurfa
á því að halda, því er innlögn
eða annars konar meðferð
þvíngun. Þegar sjúkdómurinn
hefur náð alvarlegu stigi eru
líkamleg einkenni þrálátur
bjúgur, hraður hjartsláttur,
svitaköst, hár blóðþrýstingur
og hár verður líflaust og fín-
gert eins og á nýfæddu
barni...“
„Ef anorexia er í uþpsigl-
ingu komafljótt fram einkenni
sem fylgja ekki venjulegri
megrun. Ahersla á líkamlegt
erfiði eykst, og sá tími sem
varið er til þess lengist til
muna...“
„Einstaklingurinn verður
uppstökkur þegar líður að
matartíma, heldur tölu um
óhollustu þess matar sem á
boðstólum er. Gerir allt til
þess að koma af stað rifrildi til
þess að komast f rá matarborð-
inu á kostnað annarra í fjöl-
skyldunni. Segist ekki geta
matast undir þessum kring-
umstæðum. Ef spurt er um
svengd eða hvort einstakling-
urinn hafi nærst kemur fram
mikil reiði. Einstaklingnum
finnst í raunaðslíkt séofsókn-
ir. En á sama tíma kemur fram
óeðlilegur áhugi á öllu sem
viðkemur mat, nema að sjálf-
sögðu að borða hann...“
„Því fyrr sem brugðist er við
því betra. Ef fljótt er gripið inn
í þetta ferli má komast hjá inn-
lögn, og einstaklingurinn
getur stundað nám eða vinnu
jafnframt meðferð. Meöferðin
er þá stunduð af geðlæknum
eða sálfræðingum, oftast er
fjölskyldan og jafnvel vinir
fengnir til að styðja einstakl-
inginn. Það er ekki auðvelt
fyrir einstaklinginn að komast
út úr þessum heimi ranghug-
mynda og leyfa sér að borða
eðlilega. Á sama tíma og verið
er að aðstoða einstaklinginn
til að ná heilsu þáglymurdýrk-
un á horuðum líkömum alls
staðar í þjóðfélaginu..."
„Ef þú þekkir einhvern sem
á við þetta vandamál að etja
hlutastu til um að hjálp fáist!
Ef þig grunar aö vinkona sé að
byrja feriið talaðu um það við
hana og fleiri vinkonur. Þú
skalt ganga svo langt að ræða
grun þinn við foreldra viðkom-
andi. Þetta er ekki óþarfa af-
skiptasemi, heldur ertu að
gera þitt til að koma í veg fyrir
að manneskja og fjölskylda
hennar verði fyrir miklu áfalli.
Ýmsar afleiðingar anorexiu
geta verið ólæknandi!"
(úr bæklingi Dr. Sölvinu Konráös)