Pressan - 30.09.1988, Side 15
Föstudagur 30. september 1988
15
spqm
vikuna 30. — 6. október
rr"S1 (21. iiwrs — 20. april)
Þú þarft að umgangast afar bráðlynda
manneskju, en ef þú sýnir henni vin-
gjarnlegt og Ijúft viðmót mun það hafa
ótrúlega góð áhrif. Það mun annars
ganga á ýmsu þessa viku — óvanalega
fjölbreyttur kokteill af ánægjulegum og
leiöinlegum atvikum.
(21. upríl — 20. iihií)
Þú verður að gæta þess vel að missa
ekki sjálfstraustið. Brátt verður mikil-
vægt að þú treystir eigin hæfileikum og
þorir að takast á við afskaplega erfitt
verkefni. Gríptu þetta tækifæri! Þú munt
hagnast á þvi fjárhagslega.
^ (21. iiiai — 21. jiini)
Þú ert önnum kafinn, en ekki láta það
gera þig ergilegan. Á næstunni munu
verða gerðar kröfur til þin, sem reyna á
þolinmæðina. Vertu þá jákvæður og
reyndu að fá nægílega hvild. En þú mátt
til að gæta að þér í fjármálum.
(22. jiini — 22. júii)
Þú gætir mætt einhverju mótlæti í
byrjun vikunnar. En ef þu tekur á hlutun-
um með skynsemi verða vandamálin við-
ráðanlegri. Gerðu endilega ekkert van-
hugsað. Það mun gera illt verra. Og
reyndu að einangra þig ekki.
(23. jiiii — 22. ligiisi)
Vertu ekki of hlédrægur, þegarþú færð
tækifæri til að tjá og fylgja eftir skoðun-
um þinum. Það þýðir ekkert að vera með
einhverja feimni. Þú verður að berjast til
að ná því fram, sem þú stefnir að.
(23. tígiísl — 23. scpl.)
Þér finnst haustið svolitið pirrandi, en
reyndu að njótahinna'fallegu litaí náttúr-
unni og horfa almennt á Ijósu hliðarnar.
Þú virðist þurfaáandlegri upplyftingu að
halda og ættir því að þiggja tilboð, sem
felur í sér ferðalag.
(24. sepl. — 23. okl.)
Þú hefur verið áhyggjufullur og örygg-
islaus að undanförnu, enda dauðþreytt-
ur. Nu verðurþú að fámiklahvild og njóta
alls þess, sem lífið hefur upp á að bjóða.
Hugsaðu einu sinni fyrSt um sjálfan þig,
þó þú bregðist með þvi ákveðnum skyld-
um.
(24. okl. — 22. nóv.)
Það er risinn upp einhver ágreiningur
meðal kunningja þinna, en" þu græðir
ekkert á þvi að blanda þér í málið. Snúðu
þér bara að öðru fólki og vandaðu vina-
valið betur í þetta sinn. Besta ráðið er
einfaldlega að bíða og sjá hvaö setur.
1 (23. nóv. — 21. cies.)
I vikubyrjun verður mikið að gera hjá
þér í vinnunni. En ef þú brettir upp erm-
arnar og vinnur skipulega er hálfur sigur
unninn. Eftir nokkradagaminnkar álagið
og þú færð þetta allt metið. Treystu ekki
loforðum.
(22. cies. — 20. jamiar)
Þu ert i nokkru ójafnvægi þessa dag-
ana, enda má eiginlega segja að óheppn-
in elti þig. Þú hefur þurft að glíma við
fjöldavandamálaog það hefurekki geng-
ið vel, en nú litur út fyrirað þetta tímabil
sé að líða undir lok. Láttu þvi ekki bug-
ast.
(21. jumiar — !9. febriiar)
Það verða einhverjar breytingar á
næstunni. Þig fer að langa til að sinna
hlutum, sem þú hafðir ekki áhuga á áður.
Þetta hefur áhrif á þitt daglega lif og
gæti haft i för með sér ágreining innan
fjölskyldunnar. Þú verður að velja og
hafna.
_____ . (20. febrúar — 20. mars)
Það er sannarlega gott tímabil fram-
undan hjá þér. Gott skap, góó heilsa og
góður árangur á ýmsum sviðum — t.d. i
vinnunni. Þú hefur ákveðna áaetlun i
huga og ættir ekki aó láta neinn telja þér
hughvarf hvað hana varðar. Þú ert á réttri
leið.
lófalestur
AMY
ENGILBERTS
í þessari viku:
LJÓNIÐ
Eigahdi þessarar liandar virðist
vera undir heihniklu álagi. I lófan-
iini niá nefnilega sjá töluverða
slreilu og sþennu. Kannski hefur
inanneskjan i.d. ekki fengid nœgi-
lega hvild og svefn uiii nokkuri
skeid.
Þessi persóna er inikil lilfinn-
inga-vera og luín lœtur tilfinning-
arnar svolítið sijórna sér. Hún er
líka skapinikil og persómdeikinn er
sveijiukenndur. Æska þessarar
nianneskju gæii hafa verid erfid og
sell sín spor á hana. Persónan fer
gjarnan sínar eigin leiðir, en hana
skortir ineiri inelnad. Það sér
inaður ni.a. á því hve siuiliir vísi-
fingurinn ei:
Þetta er lislræn manneskja eða
a.m.k. aj'ar fjölheef Hi'tn gœli átl i
erfiðleikuin ined ud velja sér slarfs-
svið eða niarka sér slefnii i lífinu.
Hehnar beslu ár varöandislefnii og
franik vœnidir eru líklega þegar hiín
er u.þ.b. 43 ára lil sextugs. Þad
verða breytingar i einkalífi þessa
aðila á iniðhlula œvinnar, þ.e. á
aldrinuni 35 lil 55 ára. Sjónin gœti
verið eitllivað viðkvœm.
EJ' þú vill híla lesa úr lófanum
þínuin skallu sendu Ijósril af hon-
uni (þeim hægri, efþú en ekki örv-
hent/ur) lil PRESSUNNA R. SkriJ'-
aðu lykilorð ajian á blaðið, ásaml
upplýsinguin uin kyn og fœðingar-
dag.
pressupennqr
Að hausti
Hún skellti hurðinni á eftir sér og
hljóp af stað. Hún þekkti ekki göt-
una og húsin lengur, þekkti ekki
þessa borg, þekkti ekki þetta um-
hverfi. Aðeins hljóp. Hugsanir þutu
í gegnum huga hennar, svo hratt að
engin Ieið var að reyna að stöðva
þær og koma lagi á þær enda vildi
hún það ekki. Hún óttaðist hugsan-
irnar.
Þegar hún hafði hlaupið tíma
sem ekki var til, og þreytan og kuld-
inn voru farin að segja til sín, hægði
hún smám saman á sér. Hún leit í
kringum sig og þekkti ekki um-
hverfið. En hún þekkti hljóðið.
Sjórinn.
Æskan í sjávarþorpinu kviknaði
í brjósti hennar og hún dróst ósjálf-
rátt til þessa gamalkunna hljóðs.
Hún kom niður að sjónum hjá
gömlu bátalægi. Bakvið bátaskýli,
sem var að hruni komið, var gömul
trilla.
Hún settist á fúinn fleka sem
maraði í hálfu kafi. Stórstreymi.
Aldan lék að þanginu og snart fing-
ur hennar á flekanum. Svo kalt, svo
blítt. Hún hallaði sér upp að bátn-
um og horfði út yfir hafið. Vindur-
inn feykti hári hennar til og frá og
frostið beit kinnarnar. Það var
haust.
Hún leyfði vindinum að þjóta
um huga sinn og feykja burt reið-
inni, óþolinu, vonbrigðunum, öllu
því sem hafði þjakað hana og þyngt
hug hennar meir með hverjum deg-
inum.
Hún greip handfylli af þangi og
gerði bæn sína til Móður náttúru.
„Þakka þér, móðir, fyrir þá fró er
þú veitir mér þegar hugur minn er
trylltur og á ekkert athvarf nema
hjá þér, móðir. “
Hugur hennar var enn í uppnámi
og orð herjuðu á huga hennar, svo
að lokum lét hún undan.
„Orð. Þið kveljið huga minn. Þið
hópist saman og ryðjist inn í vitund
mína, hertakið huga minn og þving-
ið hann til að raða ykkur saman á
sem fegurstan hátt.
Ég hlýði. Enda þrái ég, jafnt og
þið, fullkomnun ykkar, sem er yfir
sjálfa sig hafin.
En meira þrái ég þó róna, frið-
inn, að þið látið mig eina eitt andar-
tak. Ég þrái fullkomnun á öðru
sviði, hina sönnu hamingju sem
felst í algerri ró hugans, þar sem að-
eins náttúran fær að streyma
óhindrað inn.“
Stórstreymisflóðið hafði fært
grasþúfu í kaf, en nú var hún aftur
komin í ljós, svo tíminn hlaut að
hafa liðið þó hún yrði þess ekki vör.
Hún stóð hægt upp og gekk áfram
eftir stórgrýttri fjörunni þar til hún
kom að öðru bátalægi sem var
hlaðið úr fjörugrjótinu. Þar var
hún óhult fyrir augum umheimsins,
og þar var ekkert til nema vindur-
inn, hafið og þrír litlir andarungar
sem böðuðu sig í sólinni sem
glampaði á óstilltum haffletinum.
Skyndilega þaut ílugdreki yfir
hana og hafnaði í sjónum Iangt frá
landi. í næstu andrá stökk lítill
drengur niður í lægið og hrópaði
óánægjulega. Hann kom auga á
hana og leit á hana ásakandi aug-
um.
„Guð er leiðinlegur,“ sagði hann.
„Hvað áttu við?“ spurði hún
ringluð.
„Nú þú veist að Guð stjórnar
veðrinu, og hann lætur alltaf vera
logn þegar ég vil leika mér með
flugdrekann en núna þegar loksins
er rok er bara alltof mikið rok.“
„Hann þarf að hafa mikið rok út
af einhverju öðru núna. Hann getur
ekki alltaf verið að hugsa um flug-
drekann þinn.“
„Mmmm,“ samþykkti drengur-
inn. „En af hverju þurfti hann endi-
lega að senda hann út í hafsauga?“
„Ætli það hafi ekki bara verið
óvart.“
„Jú, örugglega,“ sagði drengur-
inn. „Ég á hvort sem er annan. En
hvað á ég þá að gera núna, fyrst það
er rok?“
„Ég skal leika við þig,“ sagði,
hún. „Hvað viltu gera?“
Hann hugsaði sig vandlega um.
„Ég veit. Komum í splunkunýjan
leik. Hann heitir Haukur og félag-
ar.“
Hún samþykkti leikinn og þau
léku Hauk og félaga fram til myrk-
urs. Þá fylgdi hún honum heim og
gekk sjálf heim á leið. Líðan hennar
var allt önnur. Hugurinn var rór en
ferskur og hún var reiðubúin undir
það verkefni sem beið hennar. Þeg-
ar hún kom heim tók hún sér penna
í hönd og skrifaði bréfið sem hafði
hvílt á henni eins og mara síðustu
vikurnar. „Ást mín er dáin...,“
skrifaði hún, og hafði þó aldrei átt
jafnmikla ást í hjarta sér.
Þegar bréfinu var lokið leit hún
út á götuna, sem hafði sett hljóðit
við látlausan dyn kvöldregnsins, og
hugsaði um næturnar þegar ekkert
var til nema kuldi og myrkur og
kaldur sjór.
„Hvernig má það vera,“ hugsaði
hún með sjálfri sér, „að heimurinn
hefur allur breyst á aðeins einuin .
degi?“ ''íj