Pressan - 30.09.1988, Síða 18

Pressan - 30.09.1988, Síða 18
18 Föstudagur 30. september 1988 JÓNASTRYGGVASON sovétmenntaður fimleikaþjálfari ALAGIÐ MEIRA EN A HANDBOLTA S TRÁK UNUM Þeir segja að konur hafi orðið svo hrifnar þegar Jónas Tryggvason fór að tala í sjónvarpið að símalínur þar á bæ hafi verið rauðglóandi. Jónas renndi sér i gegnum sjónvarpsútsendingar eins og hann hefði þennan fjöl- miðil í blóðinu. Og þjóðin hún var miklu nær um leyndardóma fimleikanna — tvöfaldar skrúfur, flikk, klínur og krabba. Þessi íþrótt, sem mörgum finnst hund- leiðinleg á að horfa, var allt í einu orðin hið dægilegasta skemmtiefni. Þeir segja annars að Jónas Tryggvason sé að vinna mikil stórvirki með ungum íslenskum fimleika- krökkum. Til þess hefur hann líka veganestið, því í heil fimm ár nam hann fimleikafræði i Mekku þeirrar íþrótt- ar, Sovétríkjunum. „Pegar ég var að byrja að stunda fimleika fyrir einum fimmtán árum var íþróttin ákaflega vanþróuð hér á landi. Hún var næstum því út-' dauð, það voru varla haldin Is- landsmót. bað Jjotti ekkert athuga- vert við það heldur að ég byrjaði fjórtán ára gamall, sem er satt að segja alltof seint. Síðan þá hef ég verið meira og minna í fimleikum allar stundir. Þetta er mikið að breytast. Þaðer uppgangur í íþrótt- inni hér á landi og skilningur á því að krakkarnir þurfa að byrja snemma til að ná árangri. Á hverju ári laum viö inn fjöldann allan af krökkum á aldrinum 5—6 ára — þegar ég var að stíga mín fyrstu spor var alvanalegt að fólk byrjaði ekki fyrr en það var komið hátt á tvítugsaldur. “ — Er þetta ekki með fádæmum krefjandi íþrótt, menn mega varla vera að því að hugsa um margt ann- að en fimleikana? „Hún er það. Það er í raun meira álag á I0—11 ára krökkum sem eru að æla fimleika heldur en á Itand- boltalandsliðinu og á sundköppum á borð við Eðvarð Þór. Þau sem eru hvað efnilegust æfa eina 20—30 tíma á viku. Og það er náttúrlega ýmislegt annað sem gerir okkur erfitt fyrir. Til aðspila fótbolta þarf varla annað en að stilla upp tveimur mörkum úti á túni, en þau áhöld sem þarf í almennilegan fimleikasal kosta 5—6 milljónir og lágmarks- búnaður kostar hátt í milljón." — Þurfa menn ekki líka að vera sérstaklega útbúnir frá náttúrunnar hendi til að eiga einhverja von i lim- leikum? „Jú, það er alveg víst. Sá sem á ekkert erindi í fimleika finnur það fljótt ogdettur út. Þeir sem ekki eru liðugir og ná ekki að tileinka sér splitt og spíkat eða beygja sig alveg saman í keng endast varla lengi og eins er mikilvægt að hafa snerpu og sprengikraft, kraft til að franr- kvæma há stökk. Svo veltur þetta líka mikið á erfðaeiginleikum eins og hæö, þyngd og beinabyggingu." ÓMANNÚDLEGUR ÞRÆLDÓMUR? — Nú er mikið talað um að þarna sé alltof mikið lagt á ung börn, þrotlausar æfingar og þræl- dómur? „Flestallt sem við tökum okkur fyrir hendur í dag er orðið svo sér- hæft, við erum farin að sérhæfa okkur í öllum mögulegum hlutum strax í bernsku. Það er það sem þarf til að ná árangri. En það er heldur enginn sem skyldar okkur til að standa í þessu ef við viljum ekki ná árangri. Við íslendingar höfum náð langt í skákinni. Ástæðan er sú að við höfum haldið á málunum eins og þeir gera úti í hinum stóra heimi, til dæmis í austurblokkinni. Krakk- arnir læra mannganginn i frum- bernsku, mæta reglulega á skákæf- ingar, læra teoríu og tefla á mótum. Þetta skilar árangri. Það þýðir ekki að býsnast alltaf yfir því hvernig þeim sé þrælkað út þessum austur- þýsku, rúmensku og rússnesku stelpum, hvað þetta sé grimmt. Ef við viljum vera með verðum við að lara að eins og þeir. Við eigum ekki annarra kosta völ. Annars eru ýmsar mótsagnir i þessu. Sjáðu til dæmis krakka sem læra á hljóð- færi. Þáu eru sett fyrir framan píanó og þurla helst að æfa sig 6—8 tíma á dag. Þau eru bókstaflega jörðuð fyrir framan flygilinn. Það talar aldrei neinn um að þetta sé andstyggilegl eða ómanneskjulegl." —- Svona hugsa þeir ábyggilega fyrir austan járntjald, en eiga þessi viðhorf heima hérna á Fróni? „Það verður enginn afreksmaður nema með mikilli vinnu, sjálfsaf- neitun og aga. Þetta á jafnt við urn fimleikamenn, myndlistarmenn, tónlistarmenn, Iistdansara, skák- menn og stærðfræðinga. Hér á landi geta menn lifað af stærð- fræðikunnáttu, en ekki fimleikum. Samt leggur limleikamaðurinn ekkert minna á sig en stærðfræð- ingurinn. Viðhorlið er annað fyrir austan, þjóðfélag þeirra álítur það jafnmikils virði að eiga góða íþróttamenn og stærðfræðinga eða tónlistarmenn. Það er borin virðing fyrir vinnunni, sjálfsafneituninni og aganurn. Menn voru að hneyksl- ast yfir því hérna um daginn að handboltastrákunum hefði verið lofað 700 þúsund krónum fyrir að vinna verðlaun á Ólympíuleikun- um. En þetta er bara hvatningin sem þarf. í flestum löndum, hvort sem það er fyrir austan eða vestan, eru ólympíuverðlaun metin til launa, rétt eins og við íslendingar metum stórmeistaratign í skák til ákveðinna launa. Þetta er i hæsta máta eðlilegt — það er þó varla von til þess að við fáum of marga ólympíuverðlaunahafa. Hvað höf- um við aftur, einn á síðustu Ólympíuleikum og þar áður einn 1956. Ég hugsa að það hefði varla kostað þjóðfélagið of mikið að borga undir þessa tvo — og væri sök sér þó þeir væru fimm eða sex. “ — Er annars einhver von til þess að íslenskt fimleikafólk eigi eftir að verða samkeppnishæft á alþjóða- mótum? „Við eigum tæpast eftir að sjá fimleikaveislu eins þá sem Bjarni Fel. og strákarnir buðu upp á, að minnsta kosti ekki næsta áratug- inn. En þá gæti ýmislegt farið að ske. Það er 8—lOárasamfelld vinna að byggja upp góðan hóp af fim- leikakrökkum." VILDI KOMAST TIL ÞEIRRA RESTU — Nú fórstu alla leið til Sovét- ríkjanna til að stunda fimleika- vísindi. Hvernig stóð á því að þú lagðir út í það ævintýri? „Ég vildi einfaldlega komast til þeirra bestu í heiminum. Og það er engin spurning, við höfurn séð það á þessum Ólympíuleikum og við höfum séð það margoft — Sovét- menn eru bestir. Hefði ég ætlað að læra tölvufræði hefði ég líklega larið til Bandarikjanna, en ekki til Ítalíu eða Danmerkur. Ég vildi vera þar sem hlutirnir eru að gerast, en ekki á einhverjum útkjálka. Þetta er ástæðan fyrir því að ég fór til Sovét- ríkjanna. En það gekk ekki þrauta- laust að komast þangað. Það tók mig heilt ár að sækja um skólann og þegar ég loks komst inn var mér boðið að vera á námskeiði í tíu mánuði. Það vildi ég ekki — ég ætl- aði að læra þetta almennilega. Það hjálpaði ekki upp á sakirnar að ég var íslendingur. Nemendur frá sósíalísku löndunum og þriðja heiminum hafa forgang fram yfir þá sem koma frá kapítalískum löndum. Og ísland telst vera kapítalískt land. En með frekjunni tókst mér loksins að fá fulla skóla- vist, fór út rétt eftir stúdentspróf og lenti í Moskvu daginn sem ég varð tvítugur." — Það myndi sennilega marga óa við þeirri tilhugsun að eyða fimm árum i Sovétríkjunum. Hvernig leið þér? „Það tók mig fyrstu þrjá mánuð- ina að komast inn í kerfið og læra að skilja einföldustu hluti. Eftir það fór mér að Iíða mjög vel, var rosalega ánægður. Kerfið þarna úti er lika mjög þægilegt, ég var á styrk, eins konar námslaunum, sem maður heldur svo lengi sem maður stendur sig í náminu. Þetta eru svo- sem engar stórfúlgur á okkar mæli- kvarða, en ef maður er ekkert að bruðla þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur. Þannig að ég gat haft það rólegt og einbeitt mér að mínum áhugamálum, enda var ég í skólanum frá 9—5 og æföi svo frá 5—8 á kvöldin. Þar fyrir utan þurfti maður ekki að láta sér leiðast — maður getur labbað inn af götunni og fengið miða á glæsilegustu leik- sýningar, tónleika og balletta í heimi fyrir sama og engan pening. Hámenningin þarna fyrir austan er sérstaklega glæsileg." — Þú ert semsagt mjög hrifinn af Sovétmönnum? „Þetta er mjög gott og vingjarn- legt fólk. Það er reyndar erfitt ef þeir skilja þig ekki, en um leið og þú skilur þá og þeir skilja þig, þá ertu tekinn inn sem vinur. Ég hefði vel getað hugsað mér að vera þarna ein- hver ár í viðbót. Annar kostur er líka sá að það er virkilega séð fyrir því sem þú þarft. Húsnæðið fær maður næstum fritt, en hér leigir maður íbúð á 30 búsund á mánuði og á eftir að borga hita og rafmagn." — Eitthvað neikvætt hlýturðu þó að hafa séð? „Svartamarkaðsbraskiö fannst mér leiðinlegt, að fólk skyldi vera að borga mánaðarlaunin sín fyrir einhveria fáránlega hluti. Það fór líka svolítið í taugarnar á mér að vegna þess að ég var útlendingur virtust margir beinlínis ætlast til þess að ég stæði í svartamarkaðs- braski. Mig Iangaði ekkert að standa í því að kaupa eða selja eitt- hvert drasl, var ekki kominn til þess. Annað sem ég átti erfitt með að fella mig við er þjónusta á opinber- um stöðum. Það er hlutur sem þeir kunna einfaldlega ekki. Sá sem þjónar lítur niður á þann sem verið er að þjóna. Kerlingarnar sem af- greiða í matvöruverslunum eiga það til að bókstaflegagelta á mann, enda eru þær oft feitar og grettnar eins og bolabítar. En þetta er nokk- uð sem Gorbatsjev er að reyna að breyta og ég held að þeir ættu að geta lagað þetta í rólegheitunum.“ — Hefurðu haft mikið samband við Sovétríkin síðan þú komst heim? „Því miður er það lítið. Ég hitti helst sovéska togarasjómenn í heitu pottunum í lauginni, hlusta á rövlið í þeim og Iæði svo að einni setningu þegar þeir eiga sér einskis ills von. — Skólafélagar þínir hafa vænt- anlega verið heimsfrægir topp- íþróttamenn? „Jú, þarna kemur fólk alls staðar að í Sovétríkjunum. Skólanum er skipt í þrjár deildir, þjálfaradeild, kennaradeild og sportdeild. í sport- deildina komast eingöngu topp- íþróttamenn, til þess að komast þar inn þarftu að ná árangri sem veitir keppnisrétt á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramóti. Svo að þarna kynntist maður ýmsum frægum hetjum og vissi af öðrum. Þarna var til dæmis Irina Rodina og Salnikov, ólympíumeistari í 1.500 metra skriðsundi 1980 og aftur núna 1988. Þarna náði ég líka að kynnast flestum sem skipta máli í fimleikunum, keppendum, þjálfur- um og dómurum.“ STEINALDARAÐSTÆDUR — Varstu þá ekki lítill bróðir í íþróttinni miðað við þessar stjörnur? „Mikil ósköp. Ég byrjaði 14 ára, en þessir strákar sem ég var að æfa með byrjuðu 7—8 ára. Þeir voru búnir að æfa í 12 ár við góðar að- stæður, en ég í 6 ár við lélegar að- stæður. Þú getur ímyndað þér mun- inn. Hins vegar hafði ég marga líkatnlega kosti sem ég gat fleytt mér áfram á. Fyrstu tvö árin var ég Iátinn byrja aftur á byrjuninni, þjálfarinn minn sá að það þýddi ekkert að byggja á svona handónýt- um grunni. Svo ég byrjaði upp á nýtt, sem var náttúrlega ekki það aískemmtilegasta, en eftir tvö ár skilaði það sér í því að ég komst í ágætt form og var svona þokkalega keyrsluhæfur á árunum 1982—84. Þá kom ég heim og keppti á mótum og í landskeppnum og var náttúr- lega yfirburðamaður hér. í fyrra og hittifyrra stökk ég inn í mót, þótt ég væri eiginlega ekkert búinn að æfa. Þá finn ég að ég bý að þessari vinnu sem ég lagði á mig í Sovétríkjunum." — Ertu þá ekki margfaldur íslandsmeistari og sigurvegari á stórmótum? „Mín íþróttaævi hefur nú verið hálfskrykkjótt. Áður en ég fór út var ég alltaf að þvælast í öðru sæti. Sigurður P. Sigurðsson stangar- stökkvari var alltaf betri en ég, hann var þá úti í Köln og æfði við góðar aðstæður. Svo fóru tvö ár í að læra allt upp á nýtt áður en ég gat farið að keppa aftur. Þannig að fyrst lenti ég í klúðurskóla — það var ekki annað í boði — tvö ár fóru í að brjóta það allt upp og siðan náði ég svona tveimur árum í keppnishæfu ástandi. Eftir að ég kom heim og byrjaði að kenna hætti ég að mestu leyti að keppa. Það fer ekki vel saman i fimleikum að keppa og þjálfa. Aðstæðurnar hérna eru Iíka þannig að það er alveg kappnóg að kenna. Það er fyrst núna sem við höfum fengið að láta tækin standa í salnum og þurf- um ekki lengur að rogast með áhöld upp á 2—300 kíló inn og út úr sain- um á æfingum." — Er þetta alltaf jafngaman að standa í þessu fimleikastússi? „Það er yfirleitt gaman. Ég gæti helst fundið því til foráttu hvað það er erfitt að lifa af þessu. Ég hef þurft að grípa í eitt og annað með- fram, hef verið að stúdera tölvu- fræði í háskólanum og starfa annað slagið við tölvur. “

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.