Pressan - 30.09.1988, Page 21
Föstudagur 30. september 1988
21
BJARNIFEUXSON FRÆGARIEN VIÐ
Sykurmolarnir, elsku litlu englakrúttin sem allt varð
vitlaust út af í Bretaveldi og síðan hér, ég endurtek síðan
hér á íslandi, eru loksins komnir heim. Heim frá stóru
Ameríku og öllum hótelunum og hamborgurunum, öll-
um uppunum og unga fólkinu með öll hlutverkin.
En er gott að vera kominn heim?
Þór Eldon og Magga hljómborðs-
leikari verða f'yrir svörunr:
„Kalt.“
„En það er gott að vera konrinn
aftur til Reykjavíkur, samt veit
maður ekki hvort maður á nokkuð
heima hérna lengur. Jú, annars er
það ágætt, kælir mann aðeins
niður. Annars erum við ekki „lent“
almennilega ennþá.“
— Voru þau orðin vön þessu
tónleikaliferni?
Þór Eldon svarar fyrir sjálfan sig:
„Persónulega var ég orðinn mjög
sáttur við þetta allt saman, mér
finnst vanta eitthvað í líf mitt
núna.“ Magga heldur áfram: „Það
varð hálfgert spennufall þegar við
komum heim, kunnum eiginlega
ekki að taka það rólega lengur og
bíðum spennt eftir næstu ferð.“
— Söknuðuð þið einhvers
héðan?
Þór er snöggur til: „Matarins og
morgunverðarins." Magga bætir
því við að Ameríkanar kunni ekki
einu sinni að rista brauð hvað þá
annað. Henni finnst líka ágætt að
hvíla sig á Ameríku og það að fara
heim orsaki ekki sáran söknuð. Þór
biður Möggu að rétta sér sykur-
mola út í heitt kaffið. Bætir því við
að það sé ekki frá miklu að hverfa
og að þau líti á þetta sem nýja
reynslu.
— Fyrstu tónleikarnir?
„Það var í Washington, höfuð-
borginni sjálfri. Frábær borg, með
hvítan forseta í hvítu húsi og
milljón svertingja allt í kring. Það
er mesta hlutfall svertingja í
Ameríku í Washington og maður
tekur strax eftir því að hver og einn
einasti þeirra er í þjónustustörfum.
Við spiluðum þarna í smáholu sem
heitir 930 og þarna var samankomið
allt þetta lið sem maður sér í
Evrópu, ungt fólk með hlutverk.
Allir í réttu fötunum og með réttu
greiðslunai"
— Tónleikar á viku að meðal-
tali?
„Sennilega þrennir eða fernir og
við fórum alveg í stóran hring um
Ameriku; byrjuðum á vestur-
GUNNAR H.
ÁRSÆLSSON
ströndinni, þaðan til Kanada þar
sem við spiluðum tvo konserta, síð-
an þvert yfir og spiluðum á austur-
ströndinni, því næst suðurríkin og
Flórída og síðan fórum við aftur
upp og enduðum i New York þann
11. september.
— Er eitthvað sérstaklega tninnis-
stcett úr þessari ferð, eitthvað
spaugilegt?
„Það er náttúrulega svo margt,
Ameríka er öll svo spaugileg, eigin-
lega einn risastór en langsóttur
brandari. Við hittum t.d. prinsessu
í Hollywood sem rnálar portrett-
myndir af frægu fólki. Hún varð
svona ofsalega hrifin af okkur að
hún stillti sér upp á svölum á tón-
leikum með okkur í Los Angeles og
málaði tvö portrett af okkur þetta
kvöld. Við eigum annað.
— Svona Uf að þeytast borga á
tnilli, búa á lióteluin, er þetta
skemintilegt líf?
„Þetta er allt í lagi meðan maður
getur þetta, en við vildum ekk vera
að þessu um fimmtugt. Svo lengi
sem við skemmtum okkur við þetta
er allt í fína lagi. Samt sem áður er
þetta ekkert áhugaverðara en 9—5-
vinna hér heima, það er afstaðan til
þessarar vinnu sem skiptir máli.“
— A þessari hringferð um
Aineríku, var einhver inunur á
áhorfenduin frá borg til borgar?
þegar það var þannig að okkur
fannst áhorfendur alveg ömurlegir,
að okkur fannst við vera að
„erfiða“. Það var kannski svona í
mesta lagi fjórum sinnum sem við
fundum fyrir því og það er lágt
hlutfall að við höldum."
— Urðuð þið vör við Islendinga
á tónleikunum hjá ykkur?
„Þeir voru á hverjum einasta
konsert, alltaf einhverjir. í Holly-
wood hittum við t.d. V-Islendinginn
Karl Guðmundsson, sem er um
sjötugt. Þarna var hann ásamt
konu sinni og þau voru einmitt að
halda upp á gullbrúðkaup. Af því
tilefni ákváðu þau að fara og sjá
þessa íslensku hljómsveit. Reyndar
ætlaði bróðir hans að koma líka, en
hann dó úr elli í vikunni fyrir tón-
leikana."
— Voru upphitunarhljómsveitir
í för með ykkur?
„Við höfðum tvær slíkar með
okkur, Miracle Legion á vestur-
ströndinni og í suðurhlutanum en
Hugo Largo á austurströndinni.
Það kom til tals áður en við fórum
út að hljómsveitin Living Colors
hitaði upp fyrir okkur í New York
en það var gjörsamlega út í hött, því
hún á svo eldheita aðdáendur að við
hefðum haft Iítið að gera inn á svið-
„Já, t.d. er Iiðið i New York rrijöa ið á eftir þeim.“
svona kalt, vanir heimsborgarar — Áttuð þið von á að uppselt
sem hafa séð allt, en suðurfrá, í
minni borgunum i Kaliforníu, kom
fólk hinsvegar til þess að skemmta
sér, sleppti sér miklu meira.“
— Getið þið gert upp á milli
áhorfenda eftir borgum?
„Almennt var góður mórall í allri
ferðinni og það var alveg tilfallandi
yrði 'á-alla konsertana neina einn?
„Alveg eins. Þegar maður lítur á
stærð staðanna sér maður að
meðalstærðin hefur verið svona
átta hundruð manns, stærstrstað|
urinn var 1.800 manna staður.'
— Var grundvöllur fyrir að spilc|
á stœrri stöðum?
„Alveg hiklaust, 3.000 manna
staðir hefðu verið mátulegir fyrir
okkur í rúmlcga helmingi þessara
borga sem við spiluðum í. Það var
uppselt á tónleikana langt Iram i
tímann og svo voru langar biðraðir
lyrir hverja tónleika. Þó mega stað-
irnir ekki vera of stórir, vegna þess
að við höfum ekki áhuga á að spila
á einhverjum fótboltavöllum eða
slíku. Við viljuni ná sambandi við
áhorfendur.“
— Nú hafa bœði breska og
bandurísku pressan verið að reyna
að búa til itnyndaf Sykurmolunutn,
in.a. með því að kalla Björk „sex-
gyðju“ o.s.frv. Finnst ykkur þetta
allt í lagi?
„Þetta skiptir okkur engu máli,
fólk vill hafa sína litlu guði sama
hvort það er Björk, einhver kvik-
myndaleikari eða steingeldur
pólitíkus. Við höfum ekkert verið
að ýta undir þetta og ekki heldur
slegið á móti. En hvað varðar Björk
þá sér hún sjálf um að afgreiða þá
blaðamenn sem koma alveg slef-
andi með stjörnur í augunum. Við
erum að leika okkur með allt þetta
lið. En við höfum hitt skemmtilega
blaðamenn og lika alveg hrikalega
heimska og leiðinlega. Þeir apa
oftar en ekki hver upp eftir öðrum,
t.d. með tónleikadómana."
— Það hefur talsvert verið talað
um að þið vœruð orðin moldrík og
möluðuð gull. Er það svo?
„Nei, alls ekki, og fólk má ekki
í dag fer af stað hér I Rokkpress-
unni tónlistargetraun sem fram-
vegis mun birtast i síðasta tölu-
blaði Pressunnar í hverjum mán-
uði. Það eru þrjár spurningar í
hverri getraun og best að vinda
sér i þetta:
1. Hvaö heitir söngvari skosku
hljómsveitarinnar Prefab Sprout?
2. Með hvaða hljðmsveit var að
koma út plata sem ber nafnið
„RANK“?
3. Eitt laganna úr íslensku kvik-
myndinni Foxtrot heitir „Frosen
Feelings11. Hver syngur þaö?
Þar hafió þið það. Verðlaunin
fyrirrétt svöreru ekki af verri end-
anum. Fyrstu verðlaun eru Bond-
stec BT 280 CD-geislaspilari með
fjarstýringu að verðmæti 16.000
krónur frá versluninni Ópus.
Önnur verölaun eru ACIKO-
ferðaútvarpstæki með tvöföldu
segulbandi að verðmæti 7.000 frá
Ópus.
Þriðju verðlaunin eru svo
ACIKO-vasadiskó með útvarpi og,
gleyma því að núna erum við aö
uppskera eftir margra ára vinnu hér
á landi og veru í hljómsveitum sem
spiluðu kannski lyrir 15 mannseinu
sinni í viku. Vissulega eru þetta við-
brigði."
—• En stendur til uð Sykurmol-
arnir mali gull í framtíðinni?
„Það cr náttúrulega fullur vilji
hjá útgáfufyrirtækinu, en við erum
ekki spennt fyrir því. Höfum ekki
áhuga og þeir hjá útgáfufyrirtæk-
inu vita það. Samt vilja þeir að viö
spilum á stærri stöðum næst.“
— Frœgðin: Finnsl ykkur þið
vera fræg?
„Við finnum ckki neitt rosalega
fyrir því hérna heima en meira úti.
Það kom fyrir að lólk sneri sér við,
gekk jafnvei upp að okkur og
spurði hvort við værum í Sykurmol-
unum. Það var ekki mikið um þelta
og Bjarni Felixson cr örugglega
frægari en við.“
— Og platan lieldur áfrctm að
seljasl. Vitið þið hvað hún er komin
hátt í sölu?
„Það er um 350.000 eintök, þar
af 250.000 i Bandaríkjunum. Senni-
lega á hún eftir að seljast eitthvað
meira svona hægt og bítandi, alveg
eins og við erum ennþá að kaupa
fyrstu ABBA-plöturnar!“
En lialdið þið að það verði áfram
þessi mikla umfjöllun um ykkur
eins og verið hefur, t.d. þegar nýja
platan kemur út?
„Ekki í bresku rokkpressunni en
sennilega munu Ameríkanar hafa
meiri áhuga á næstu plötu. Bret-
arnir eru sennilega búnir að af-
skrifa okkur, því ef einhverjum
gengur vel í Ameríku þá loka þeir á
þann sama.“
— Verður farið i að taka upp
þessa plötu núna?
„Nei, við förum fyrst til Banda-
ríkjanna í október og verðum þar í
tíu daga, en síðan förum við að taka
upp. Vonandi verður hægt að taka
sem mest upp hér. Og í byrjun des-
ember verður farin tónleikaför um
Evrópu.“
— Þannig uð það verða lítil jól
lijá Sykurmolunum?
„Þeir sem vilja mega fara heim
og fá sér hangikjöt. Þeim verður
ekki bannað það.“
Tónlistargetraun Rokkpressunnar
upptöku aö verómæti 4.970 kr„
einnig frá Ópus.
Þá er bara að svara sem réttast
og senda úrlausnirnar hið snar-
asta til okkar:
ROKKPRESSAN
C/O PRESSAN
ÁRMÚLA 36
108 REYKJAVÍK
Úrlausnir mega ekki berast
seinna en mánudaginn 10. októb-
er.