Pressan - 30.09.1988, Side 26
26,, PteRífcgíWl. 9aa--i
„Hættur að geta farið
á skemmtistaði"
Viðtal við tœplega e/lefu ára leikara,
Björgvin Franz Gíslason.
É6.ER EKKERT
„PROFESSJOHAt'
Björgvin Franz Gíslason er fullgildur leikari í NÖRD,
þó hann sé ekki hár í loftinu. Hann leikur son hjóna,
sem eru reyndar foreldrar hans í raun og veru. Og bakt-
erían virðist arfgeng, því Björgvin getur ekki hugsað sér
að verða neitt annað en leikari.
borga gjöld i svona mörgum félög-
um?
„Jú, það er það. En fyrir mér er
þetta bara eins og hver önnur
greiðsla til samneyslunnar. Þessum
peningum er mun betur varið en
þeim sem lara i skatta. Þeir lara í
andstyggðar utanríkisþjónustu,
skriffinna og kerfiskalla, a.m.k.
alltof mikið af þeim. Annars er ég
Irekar hlynntur skattheimtu og er
mikill aðdáandi Jóns Baldvins, sem
er eini fjármálaráðherrann í langan
tíma sent hefur reynt að reka rikis-
sjóð án halla.“
OFSTOPA MANN- OG
DÝRARÉTTINDAMAÐUR
— Hefurðu skoðanir ú ollu,
Magnús?
„Ég er lyrst og fremst ofstopa
mannréttindamaður og ofstopa
dýraréttindamaður. Og ég er of-
stopa andstæðingur ríkisrekstrar.
Ég vil að einkaaðilar reki atvinnu-
vegina og ég held að einkaaðilar
geti rekið menntakerfið og heil-
brigðiskerfið líka.
Ríkisvaldið á hins vegar að setja
þeim leikreglur um samskiptin á
markaðnum og ríkisvaldið á að
vernda neytendur, fólkið og dýrin í
nátlúrunni og náttúruna sjálfa.
Eins og stendur þarf ríkisvaldið að
reka þetta allt saman, en ég er sann-
fíerður um aö þeir tímar korna að
það verður hægt að slaka á klónni
og færa þetta smátt og smátt ylir lil
einkaaðila.“
— Erlu þá frjálshyggjumaður?
„Ég er það. En hins vegar vil ég
mikla skatlheimtu og tekjujöfnun.
Ég vil að einkaaðilar reki atvinnu-
vcgina, græði mikið og vel, en síðan
vil ég ná obbanum af þeim tekjum
inn í sköttum og deila þeim i sam-
neysluna.
Ég vil lá ókeypis menntun og
heilsugæslu, en undir handarjaðri
einkaaðila, því ríkisrekstur er alltaf
óhagkvæmur. Embættismenn sem
ekki vinna undir samkeppnisþrýst-
ingi eru undantekningarlítið al'ar
óskilvirkir. “
— En nú þykjasl menn vila að.
einkarekstur og frjálshyggja hafa í
för með sér ákveðið Hfsgœðakapp-
hlaup. Varla Irúir þú á það?
„Kannski er ég í mótsögn við
sjálfan mig þegar ég held því fram
að stressið og hraði þjóðfélagsins sé
að eyðileggja fólk. Allt spanið stytt-
ir líf þess um ár eða jafnvel áratugi.
Fólk sefur ekki nóg, það hvílist ekki
nóg, fólk vinnur of hratt, ekur of
hratt, hugsar of hratt, gerir of
margt. Þessi lífsmáti er skilgetið af-
kvæmi samkeppninnar. Menn
þurfa að fara að gera það upp við
sig í eitt skipti fyrir öll hvort þeir
vilja þjóðfélag sem hefur mikinn
hagvöxt og mikla framleiðni, en
slæmt, stutt og stressað líf þegn-
anna. Mikið af sjúkdómum. En
vandamál mannkynsins eru svo
yfirþyrmandi að ég held að það
þurfi að spenna bogann svolítið til
að ráða bót á öllum sjúkdómunum
og umhverfisvandamálunum. Síð-
an held ég að við verðum að hægja
mikið á þessu.“
VÍSINDALEGIR
MIDILSFUNDIR
— / símsvaranum þínum segir
ekki bara að í þessu númeri búi
Magnús Skarphéðinsson, heldur
líka að þarnu sé aðsetur THraunafé-
lagsins og Lífstefs. Hvaðu félög eru
þetta?
„LJfstef er útibú frá þessum fé-
lögum sem við rekum hérna nokkr-
ir saman, meðal annars Músavina-
félaginu. Við flytjum til dæmis inn
músagildrur sem hafa þá sérstöðu
að þær drepa ekki mýsnar. Við lent-
unt í því að það komu mýs í híbýli
okkar og við vildum ekki fá mein-
dýraeyði til að deyða þessi grey á
kvalalullan hátt með arseniki. Við
skriluðum út til nokkurra náttúru-
verndarsamtaka og spurðum hvort
ekki væri til einhver önnur leið til
að losna við mýsnar. Þeir sendu
okkur sýnishorn af músagildrum,
plaslboxum sent mýsnar lokast inni
í en bíða ekki neinn skaða af. Því-
næst geta menn bara farið með
þennan bauk út á víðavang og
sleppt innihaldinu. Þetta helurgef-
ið góða raun og Músavinafélagið
ætlar að fara að hefja innflutning á
þessum ágætu gildrum í stórum
stíl. “
— Tilraunafélagið?
„Tilraunafélagið hefur með eitt
mitt stærsta hugðarelni að gera.
Markmið þess er að skoða lífið í al-
hcimi í víðu samhengi og samband
alls lífs í alheinti. Ég er þeirrar skoð-
unar að alheimurinn sé fullur af
lífi og að allt þetta líf sé samkynja,
við séum aðeins hlekkur í mikilli
keðju. Ég tcl eins og forn-Grikkir
að lílið hér á hnettinum sé komiö
I rá stjörnunum og fari þangað aft-
ur. Ég held að framlif jarðarbúa
fari Iram í elnislegum líkömum á
öðruin hnöttum, svo segja að
minnsta kosti viðmælendur mínir á
miðilsfundum sent við stundum i
Tilraunalélaginu. Félagið heitir
þessu nafni vegna þess að það
stundar miðilstilraunir, sambands-
fundatilraunir. Við getum náttúr-
léga ekki kallað þetta annað en til-
raui\ir, því maður veit ekkert fyrir
víst, en ég segi bara eins og margir
raunvísvndamenn sem Itafa rann-
sakað þessi mál — yfirgnæfandi
Ifkur bendá til þess að framhaldslíf
sé til, að einstaklingsvitundin lifi af
likamsdauðann. Tilraunalélagið
reynir að vinna visindalega að
þessu. Við tökum alla miðilsfundi
upp á segulband, samræðurnar eru
kerfisbundnar — yfirheyrslur mikl-
ar ylir sambandsvinum okkar — og
færum niðurstöðurnar inn á tölvu.
Það er mjög merkileg heimsmynd
sem kemur út þegar lagt er saman.
í gegnum þá siðl ræði hef ég reynd-
ar fengið flestar þær meinlokur sem
ég geng með, þegar það fór að renna
upp fyrir niér hver væri tilgangur
Hfsins og alheimsins, að við erum
bara gestir á þessum stað í stutta
stund og að það hljóti að vera pláss
fyrir allt líf á þessum hnetti. Eftir
því sem ég hef skoðað þessi mál bet-
ur hef ég sannfærst uni að það sé
hægt að lifa hér á jörðinni án þess
að drepa svo mikið sem eina einustu
hagantús eða síld eða loðnu eða
þorsk. Samt ætla ég ekki að halda
því fram að það sé kominn tími til
að leggja niður þorskveiðar. Ég
held að þær verði að halda áfram
um óvissan tíma, en eftir einhverja
áratugi eða aldir — ég vona að ég
lifi þann tíma — verður þeim
hætt.“
— Þú ert algjör grœnmetisœta
sjálfur?
„Ja — mér finnst reyndar tómur
skepnuskapur að éta grænmeti,
þótt ég láti mig hafa það. Ég ét helst
bara ávexti, því grænmeti finnur
líka til, en ávextir eru fræ trjánna
sem finna ekki sársauka. Ég hef
ekki borðað kjöt eða fisk í sextán
ár, drekk ekki mjólk og borða ekki
ost eða sntjör. Ég geng ekki í leður-
fatnaði, klæðist ekki afurðum dýra
og borða þær ekki.“
EKKI ALLIR SORGMÆDDIR
YFIR ÁKEYRSLUNNI
— Hvað er annars að.frétta úr
baráttunni gegn hvalveiðum?
„Það er stund milli stríða, þótt
mikið sé um að vera vestanhafs. Þar
vinnur hcill her manna frá hinum
ýmsu náttúruverndarsamtökum að
því að hvetja fólk til að kaupa ekki
íslenskan fisk. Þessi barátta ber
rnjög mikinn árangur, ntun meiri
árangur en sagt er hér. Ég hef það
eftir áreiðanlegum heimildum að
mjög fáir nýir samningar hafi veriðt
gerðir við fisksölufyrirtækin vestra
og að þrýstingurinn á þá sem hafa
samninga við Islendinga aukist
stöðugt. AUtaf gengur einn og einn
úr skaftinu. Þetta getur ekki endað
nema á einn veg, þvi þessi náttúru-
verndarsamtök munu ekki unna sér
hvíldar fyrr en þau eru búin að
korna íslendingum í skilning um að
þcir verði að viðurkenna alþjóðalög
eins og aðrar þjóðir.
Ég er þeirrar skoðunar að það
vátri gjörsamlega óbúandi á þess-
um hnetti ef aðrar þjóðir höguðu
sér eins og við íslendingar í hvala-
málinu. í mínum huga er ekki til efi
um að þetta mál vinnst, ef ekki
næsta sumar, þá þarnæsta sumar...
Það væri mjög óskynsöm stjórn
sem veiddi hvali næsta sumar ineð
allt þetta yfir hausamótunum á sér,
stóra hluta markaðarins ónýta og
enn meira hrun framundan."
— En baráttan hér heima?
„Við hittumst reglulega og ræð-
um málin, nokkur hópur. Mest
okkar orka fer í samskipti við út-
lendinga. Viðerum spurðir ráða um
ýmislegt og égget ekki neitað því að
við höfum ekkert latt þetta fólk aö
setja þrýsting á verslun með íslensk-
ar fiskafurðir erlcndis."
— Nú ert þií frægasti talsmaður
þessu óvinsœla málstaðar á Islandi.
Er það ekki erfitt hlutskipti?
„Jú, því miður hef ég orðið full-
trúi þessa málstaðar. Þetta er
skrautlegt lif sem hefur sínar ljósu
hliðar, en náttúrlega sinar dökku
hliðar líka. Ég hefði gjarnan viljað
kjósa mér annan lífsstíl, kannski
hefði það verið ágætt hlutskipti að
verða embættismaður í þægilegri
stöðu með góð laun. En einhverra
hluta vegna gengur mér verr en öðr-
um að bæla samvisku mína í þessu
máli. Þetta er einhver eiginleiki sem
ég hef og er vísast ekkert eftirsókn-
arverður. En ég fer að minnsta kosti
úr þessum heimi með góða sam-
visku og bros á vör. Ég er ekki viss
um að alveg allir muni geta státað af
því.“
— Verðurðu fyrir aðkasti?
„Já, all's staðar. Það líöur ekki sá
dagur að ég fái ekki einhvern skæt-
ing yfir mig, j>ó það sé ekki nema
þetta þrungna augnaráð sem ég fæ
þegar ég kem inn í verslanir eða á
opinbera staði. Á skemmtistaði er
ég alveg hættur að fara, því íslend-
ingar verða svo klárir og gáfaðir
þegar þeir eru komnir í þriðja glas
að þeir eru algjörlega óviðræðu-
hæfir um svona mál sem snerta
þjóðrembuna. Ég nenni ekki lengur
að hlusta á röflandi fyllibyttur. Og
þó þetta virðist stundum saklaust
gaman, einhverjir fimmaurabrand-
arar, þá er auðvitað óskaplega leið-
inlegt fyrir þolanda málsins að
þurfa að hlusta á þetta árið út og ár-
ið inn. Hundleiðinlegt.
Svo eru auðvitað verri uppákont-
ur eins og í mars þegar maður ók á
mig í þrígang. Hann er örugglega
ekki einn unt að hugsa þannig. Og
þeir eru ýmsir sem eru ekkert sorg-
mæddir yfir því að það skyldi hafa
verið ekið á mig. Það hafa margir
sagt það við mig — farið hefur fé
betra...“
Flest börn hafa gaman af að
bregða sér i ýmis gervi. Þau njóta
þess að klæðast skrítnum búning-
um og þykjast vera einhverjar allt
aðrar persónur. Fæst þeirra Itafa
hins vegar tækifæri til að leika „í al-
vörunni". Oftast er það bara full-
orðna fólkið, sem tekur að sér lilut-
verk í leikritum — og þá er það líka
vinna!
Surnir eru þó heppnari en aðrir,
eins og gerist og gengur í lífinu.
Einn þeirra er Björgvin Franz
Gíslason. Hann leikur i uppsetn-
ingu Griniðjunnar á NÖRD, sem
nú hefur verið tekið til sýningar í
Gamla bíói, en er þó einungis tæp-
lega ellefu ára gamall. Pressan hitti
Björgvin að máli fyrir skemmstu.
Hann var fyrst spurður uin tildrög
þess að hann gerðist leikari.
„Ég var nú bara fjögurra eða
fimm ára, þegar ég lék fyrst. Það
var í auglýsingu fyrir Meistarakök-
ur. Seinna bað Magnús L>ór pabba
minn (Gísla Rúnar Jónsson) um að
leyfa mér að vera með á hljóm-
plötu, sem hann ætlaði að gera. Ég
söng inn á tvær plötur, Óla prik og
Óla prik — besta vin barnanna. En
mér finnst meira gaman að leika en
syngja."
— Hvaða tilsögn hefurðu fengið
í leiklistinni?
„Ég æfi mig eiginlega ekkert
Pabbi minn hefur bara kennt mér
með tímanum hvernig leikarar eiga
að vera. En ég er ekkert „pró-
fessjonal" leikari eða svoleiðis."
— Geturðu nefnt mér einhverja
reglu, sem góður leikari verður
alltaf að hafa í huga?
„Maður verður t.d. alltaf að tala
fram til áhorfendanna og passa sig
að snúa ekki baki í þá.“
— Er þetta fyrsta leikritið, sem
þú kemur fram í?
„Já. Áður hafði ég bara leikið í
auglýsingum og svo í einni kvik-
mynd. Það var Stella í orlofi."
— Fœrðu ekki svolitla maga-
pínu, þegar þú leikur uppi á stóru
sviði og fjöldi fólks horfir á þig?
„Ég fann mest fyrir þessu fyrst,
en eftir því sem sýningunum fjölg-
aði hvarf þetta alveg. Maður venst
þessu og núna er ég bara eins og
heima hjá mér á sviðinu. Við erum
líka búin að leika þetta mjög oft.
Fyrst vorum við á Hótel íslandi, svo
fórum við með leikritið til Akureyr-
ar og núna ætlum við að leika i
Gamla bíói.“
— Þarftu að muna heilmikinn
texta, Björgvin? „Nei, það er eigin-
lega ekkert mikið.
Á fyrstu æfingunum lásum við
bara hlutverkin og fljótlega þurfti
ég næstum aldrei að vera með text-
ann. Ég mundi mest af þessu."
— Hefurðu einhvern tímann
gleymt hvað þú áttir að segja í miðri
sýningu?
„Það hefur aldrei gerst hjá mér.
Ég vil nú ekki vera að monta ntig,
en ég man stundum leikritið betur
en allir hinir leikararnir. Það kemur
fyrir að þeir gleyma öllu.“
— Hvernig finnst þér leikritið?
„Æðislega skemmtilegt. Pabbi
hefur líka bætt svo mörgu inn i
það.“
— Hvað segja krakkarnir í skól-
anum um það að þú skulir vera al-
vöru leikari?
„Ég veit það ekki. Þau segja ekk-
ert sérstakt.“
— Ertu ákveðinn í því að verða
leikari, þegar þú verður stór?
„Já. Éngin spurning. Ég ætla Iíka
kannski að verða töframaður eða
leikstjóri. Það er a.m.k. allt i sant-
bandi við leiklist.“
— Nú ertt bœði pabbi þinn og
mamma (Edda Björgvinsdóttirj
leikarar, svo þú þekkir starfið
nokkuð vel. Er þetta ekki ógurlega
þreytandi?
„Ég vinn nú ekki eins mikið og
þau á kvöldin. Pabbi þarf að gera
peningamálin og svoleiðis, en ég get
bara slappað af. Þegar ég verð orð-
inn stór getur samt verið að ég þurfi
líka að hringja mikið og svoleiðis.
Svo er ennþá erfiðara að vera
leikstjóri. Þetta er oft ansi erfitt
fyrir pabba. Hann þarf að hringja í
alveg ofsalega marga og borga
mikla peninga. Það getur verið
fúlt. “
— Heldurðu ekki að það sé van-
þakklátt starf að vera leikstjóri og
þurfa að skamma leikaranu og
segja þeim til?
„Pabbi minn er a.m.k. ekki þann-
ig „týpa“. Hann reynir að vera
mjög blíðlegur.“
— Hefurðu nokkurn tímann
búið sjálfur til leikrit?
„Já, stundum, en ég skrifa þau
ekkert niður. Stundum eru þau
nefnilega svo löng.“
— Manstu eftir einhverju sér-
staklega eftirminnilegu frá sýning-
unum á NÖRD?
„Fyrsta kvöldið, sem við sýndum
á Akureyri, gerðist fullt af mistök-
um. Sumir gleymdu einhverju, sem
þeir áttu að segja, og svo biluðu
hátalararnir. En það kom ekkert
fyrir mig.“
— Hvernig er persónan, sem þú
leikur?
„Þetta er mjög óþekkur strákur,
sem á foreldra sem kunna ekki að
ala hann upp. Hann hefur greini-
lega horft á margar hryllingsteikni-
myndir, því hann intyndar sér að
NÖRD-inn sé skrímsli úr einhverri
sögu.“